Morgunblaðið - 20.02.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.02.1994, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR/IIMIMLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1994 EFNI Meint brot skipstjóra rannsökuð GEORG Lárusson, sýslumaður í Vestmannaeyjum, segir að hafin sé opinber rannsókn á meintum brotum skipstjóra togaranna Guð- mundu Torfadóttur og Vest- mannaeyjar á lögum um lögskrán- ingu þar sem þeir hafi í engu sinnt tilmælum um að afskrá áhafnir skipanna sem Iiggja við bryggju í Eyjum og frysta loðnu. Georg seg- ir að embættið hafi hafist handa við aðgerðimar af eigin fmm- kvæði en eftir að ábendingar hafi borist frá fólki sem ekki hefði þótt sanngjarat að ákveðinn hópur þeirra sem ynnu við loðnufryst- ingu nytu betri kjara en land- verkafólk og nyti t.a.m. sjómanna- afsláttar. Georg Lárusson sagði að hlutverk embættisins væri að halda uppi lög- um og reglu og sjá um að lög séu haldin, þar á meðal lög um lögskrán- ingu sjómanna. Aðgerðimar styddust við þá túlkun á lögunum að afskrá skuli áhöfn þegar skip sé notað með þeim hætti sem gert sé í þessu til- viki. Sú túlkun sé staðfest af sam- gönguráðuneyti. Georg Lárusson sagði að með lög- um um lögskráningu væri fyrst og fremst verið að tryggja hagsmuni sjómanna á hafí úti og kvaðst hann fremur hafa átt von á stuðningi sjó- manna við það að lögunum yrði fram- fylgt. Hann sagðist ekki hafa fengið önnur viðbrögð en frá einstökum sjó- mönnum sem tjáð hefðu sig andvíga aðgerðunum. Kjartan Jóhannsson aðalsamningamaður íslands hjá GATT Hús við Hverfisgötu brann HVERFISGATA 23 skemmdist mikið af eldi i fyrrinótt. Fólk var flutt úr húsinu en til stendUr að rífa það vegna framkvæmda við lýðveldisgarð á mótum Hverfisgötu og Smiðjustígs. Eldsupptök em óljós og til rannsóknar. Slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn þegar klukkuna vantaði um það bil stundarfjórðung í fjögur og hafði þá eldur kraumað lengi. Að sögn slökkviliðs voru strax sendir inn nokkrir reykkafarar til þess að ganga úr skugga um að enginn væri í húsinu, sem er 60 fermetrar að grunnfleti á einni hæð með risi. Slökkvistarf tók um það bil klukkustund en mikill eldur og reykur var í húsinu og hafði aug- ljóslega að sögn slökkviliðs kraum- að lengi og er talið að lítið hafí vantað á að reyksprenging yrði áður en slökkvilið kom á staðinn. Eldsupptök eru óljós og hefur RLR tekið við rannsókn málsins. Morgunblaðið/Júlíus Vemdartollum og verðjöfn- unargjöldum ruglað saman KJARTAN Jóhannsson sendiherra og aðalsamningamaður íslands þjá GATT segir að grundvallarmunur sé á kostnaðarjöfnunar- gjöldum, sem miði að þvi að jafna verðmun á hráefni til iðnaðar, og vemdartollum, sem teknir verði upp með gildistöku GATT- samninganna og koma eigi í stað magntakmarkana við innflutn- ing. Hér á landi virðast menn hins vegar nota hugtakið verðjöfnun- argjöld yfir þetta hvort tvegga. Kjartan Jóhannsson var kallaður hingað til lands til viðræðna við ráð- herra vegna þeirra breytinga sem landbúnaðamefnd Alþingis vill gera á búvörufrumvarpi landbúnaðarráð- herra og ágreiningur hefur verið um milli stjómarflokkanna síðustu daga. Fór Kjartan yfir breytingamar með Frakkar taka heilbrigðisskoðun gilda sem stendur Bílar með fisk toll- afgreiddir í Bologne BÍLARNIR tveir sem komu með fisk til Bologne frá Antwerpen á föstu- dagskvöld fengu tollafgreiðslu í gærmorgun að sögn Birgis S. Jóhanns- sonar, framkvæmdastjóra íslenska fiskvinnslufyrirtækisins Nord Mame í Jonzac Frakklandi. Birgir sagði í samtali við Morgunblaðið að von væri á 20 bílum til viðbótar á mánudag og þriðjudag og sem stæði tækju tollyfirvöld heilbrigðisskoðun í Evrópulandi þar sem fiskurinn kemur inn góða og gilda en aldrei væri að vita hvenær það breyttist. Birgir sagði jafnframt að tollaf- greiðslan væri aðeins opin til hádeg- is á laugardögum en von væri á fleiri bílum síðar um daginn og yrði reynt að losa þá. „Búist er við um 20 bílum á mánudag og þriðjudag, til dæmis frá Antwerpen, Rotterdam og Dan- mörku en um er að ræða físk sem safnast hefur upp á undanfómum vikum.“ Enn í erfiðri stöðu Birgir sagði að sem stæði virtist sem tollyfírvöld sums staðar tækju heilbrigðisskoðun þess Evrópulands þar sem fískurinn kemur inn gilda en aldrei væri að vita hvenær það breyttist. „Við erum ennþá í sömu erfíðu stöðunni. Ég get nefnt sem dæmi að við spurðumst óformlega fyrir hjá frönskum heilbrigðisyfir- völdum út af einum trukki sem við ætluðum að senda niður eftir og þá kom í Ijós að gerðar hefðu verið at- hugasemdir við tvö atriði ef formleg skoðun hefði farið fram. Hann verður sendur til Bordeaux og það er hugs- anlegt að við munum iáta reyna á meðferð franskra heilbrigðisyfír- valda þar. Það yrði þá nokkurs kon- ar prófmál en við höfum ekki tekið ákvörðun um þetta. Þessir bílar hafa komist í gegn án þess að ítrustu reglum sé fylgt en ef frönsk heil- brigðisyfírvöld stöðva einhvem þeirra á leiðinni til skoðunar erum við í vondum málum," sagði Birgir að lokum. tilliti til GATT-samninga og annarra milliríkjasamninga sem Island er aðili að. Kjartan sagðist við Morgunblaðið vilja leggja áherslu á að ekki sé blandað saman hlutum sem séu af sitt hvoru taginu. „Annars vegar er það sem hægt er að kalla kostnaðarjöfnunargjöld, en gengur oftast undir nafninu verð- jöfnunargjöld,“ sagði Kjartan. „Það snýr að því að jafna samkeppnisstöðu manna í iðnaði sem notar landbúnað- arafurðir eða hráefni í framleiðslu. Á fríverslunarsvæði skiptir máli að í einu landi sé slíkum iðnaði ekki gert erfiðara um vik við framleiðsl- una en samskonar iðnaði í öðru landi. Hér á íslandi, eins og í sumum öðrum löndum, sem tilheyra Evrópska efna- hagssvæðinu, er mönnum bannað að kaupa landbúnaðarafurðir án þess að greiða fyrir þær hærra verð en gildir í einhveijum öðrum löndum á svæðinu. Þá telja menn að það verði að veija þennan framleiðanda fyrir samkeppni erlendis frá með því að leggja gjald á innflutning samskonar framleiðsluvöru sem jafni þennan kostnaðarmun í framleiðslunni. Þetta ætti því að heita kostnaðaijöfnunar- gjald en hefur verið nefnt verðjöfnun- argjald," sagði Kjartan. Hann sagði tilganginn vera þann að tryggja að framleiðendur í mis- munandi Iöndum væru jafnstæðir þegar tekin væru upp fijáls viðskipti með þessar vörur. Á sama hátt væri einnig möguleiki á að greiða útflutn- ingsbætur, sem næmi þessum mun á tilkostnaði í framleiðslu, ef menn vildu flytja út vörur til einhvers ann- ars Iands á þessu svæði þar sem hráefnið væri ódýrara. Verndartollar Kjartan sagði síðan að með GATT- samningunum væri fyrst og fremst verið að bijóta niður magntakmark- anir og innflutningsbönn. „Þar hafa menn notað ákveðna reikniaðferð, að tollígilda magntakmarkanimar, til að ákveða hvemig hægt sé að losna úr þessum innflutningsfjötrum. Með öðmm orðum reyna menn að fínna út hvað vemdartollar þurfa að vera háir til að bændur, sem fram- leiða hreinar landbúnaðarafurðir, standi nokkurn veginn jafnt að vígi í verðsamkeppni og ef þeir byggju við magntakmarkanir á innflutningi. Þetta er því verðmunurinn á landbún- aðarafurðinni, annars vegar heima- fyrir og hins vegar í útlöndum," sagði Kjartan. Kjartan sagði að fylgt væri mjög ströngum reiknireglum við útreikn- ing kostnaðaijöfnunargjalda en hvað varðaði vemdartollana væri um að ræða heimildir til að leggja á tolla að ákveðnu hámarki en stjórnvöldum væri síðan í sjálfsvald sett hvað toll- amir væm háir innan þess marks. Aðilar að GATT-samningnum skuld- byndu sig síðan til að draga úr tollun- um, eins og þeir væm ákveðnir í upphafí, um 35% að jafnaði á sex ára tímabili. Peningar ie (júnnál ^fjölskyldunnar SEXTÁN síðna blaðauki um fjármál fjölskyldunnar fylgir Morgunblaðinu í dag. Lífríki hafsvæða í upp- sveiflu ►Vísindamenn leiða rök að tengslum milli Barentshafs og ís- landsmiða./10 Sigur í sjónmáii í Sarajevo ► Serbar hafa látið undan hótun- um NATO um loftárásir./12 Trúrgyðju sinni ►Rússneski skákmeistarinn Bron- stein sjötugur í viðtali um skáklis- tina./14 Að stýra stórveldi ►Óskar Magnússon ræðir um það hvemig hann varð forstjóri Hag- kaups, stöðu fyrirtækisins og inn- flutning landbúnaðarvöra./16 B ► l-28 Mótar heimstískuna ►Elsa V. Haraldsdóttir er ein af þremur sem mótar árlegar tískul- ínur á alþjóðavettvangi fyrir sam- tök hárgreiðslumeistaranna Int- ercoiffure./l Örugg leið til að deyja ►Unglingagengin í Los Ange- les./6 Verða allir að vera eins? ►Ungir áhorfendur leikritsins Gauragangs segja skoðun sína./8 Uppljóstrun Chric- htons ►Höfundur Júragarðsins gerir nú upp sakimar við kvenrembuna./9 Lífið er leikrit ►Lífíð byijar um fertugt, segir Guðfinna Jóhannsdóttir, sem fann þá ástina og hóf nýtt líf í nýju landi./14 D BÍLAR ► 1-4 Nýjungar f skugga samdráttar í Evrópu ►Alþjóðlega vömbílasýningin í Amsterdam er haldin annað hvert ár. Sýningin núna var sú stærsta til þessa./2 Reynsluakstur ►Renault 19 er sprækur í þétt- býli jafnvel þótt vélin sé 1400 rúmsentimetrar og 80 hestöfl./4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Dægurtónlist 10b Leiðari 20 Fólk i fréttum 16b Helgispjall 20 Myndasögur 21b Reykjavíkurbréf 20 Brids 21 b Kvikmyndahús 18 Stjömuspá 21b Minningar 23 Skák 21b íþróttir 35 Bíó/dans 19b Útvarp/sjónvarp 36 Bréf til blaðsins 24b Mannlífsstr. 12b Velvakandi 24b Kvikmyndir llb Samsafnið 26b INNLENDAR FRÉTTIR; 2/6/BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1/4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.