Morgunblaðið - 20.02.1994, Qupperneq 6
I
6 FRETTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRUAR 1994
Starfsmannafélag varnarliðsins
sendir frá sér harðorða ályktun
Vinnubrögð varn-
arliðsins í þjófnað-
armáli gagnrýnd
STARFSMANNAFÉLAG varnarliðsins hélt fund á fimmtudag með
starfsmannastjóra vamarliðsins í kjölfar ályktunar sem félagið sendi
frá sér þar sem málsmeðferð vamarliðsins á máli þriggja starfsmanna
þess sem gmnaðir vom um að hafa stolið varahlutum var gagnrýnd.
A fundinum kom fram að málið yrði leyst á næstu dögum en mennim-
ir hafa ekki fengið að mæta til vinnu frá því í janúar. Talsmaður varn-
arliðsins vildi ekki tjá sig um málið við Morgunblaðið
Starfsmennimir þrír voru hand-
teknir í janúar vegna gruns um að
þeir hefðu stolið varahlutum frá
vamarliðinu. Var málið sent til rann-
sóknar til lögreglunnar á Keflavíkur-
flugvelli og segir Óskar Þórmunds-
son yfirlögregluþjónn að rannsókn
þess hafi verið felld niður vegna
skorts á sönnunum og viðkomandi
aðilum tilkynnt það.
Þegar málið kom upp var óskað
eftir því að mennimir mættu ekki
til vinnu fyrr en búið væri að kom-
ast til botns í málinu og hafa þeir
ekki fengið að snúa aftur til sinna
starfa frá því að þeir vom handtekn-
ir.
Þórður Karlsson, formaður Félags
íslenskra stjómunarstarfsmanna, en
einn umræddra manna er í því fé-
lagi, segir að þó að rannsókn ís-
lenskra yfírvalda sé lokið sé ekki
búið að leiða málið til lykta hjá vam-
arliðinu, sem sé enn að athuga mál-
ið. A meðan væm mennimir frá
vinnu, þeim hefði ekki verið sagt upp
og þeir héldu launum sínum. Hinir
tveir mennimir em í Verkstjórafélagi
Reykjavíkur.
Hann gagniýnir málsmeðferðina
og segir að í þessu máli hefði mátt
skoða það betur áður en mennimir
vom handteknir og færðir til yfír-
heyrslu.
Sögur gengu um málið
Sverrir Kaaber, formaður Starfs-
mannafélags vamarliðsins, segir að
stjórn félagsins hafi farið á fund með
starfsmannastjóra vamarliðsins á
fimmtudag eftir að félagið hafði sent
frá sé harðorða ályktun um málið.
Þar hafí komið fram að þetta mál
myndi verða leyst bráðlega. Á fund-
inum hafí einnig verið greitt úr mis-
skilningi sem ríkt hafí um málið af
hálfu starfsmanna, en Sverrir segir
að ýmsar sögur hafí verið famar að
ganga um málið sem ekki hefðu ver-
ið á rökum reistar.
í ályktuninni var málsmeðferð
vamarliðsins og sinnuleysi verka-
lýðsfélaga gagnrýnt.
í henni segir m.a. að í gegnum
árin hafí vamarliðið komist upp með
brottrekstur starfsfólks án þess að
sök þess lægi fyrir.
Þau mál sem nú væru í gangi
væra dæmigerð fyrir þau vinnubrögð
sem viðhöfð væra gagnvart starfs-
fólki. Starfsmenn væra handteknir á
vinnustað og þeim varpað í fangelsi.
Síðan þegar ekki væri ástæða til
ákæra, væri þeim meinað að koma
til vinnu vegna einhverra annarra
tilbúinna ástæðna.
Þá segir í ályktuninni að þessi
vinnubrögð séu með öllu óþolandi og
þess er krafíst að verkalýðshreyfíng-
in tryggi skjólstæðingum sínum full
mannréttindi.
Góa gengin ígarð
Morgunblaðið/Sverrir
KONUDAGURINN er í dag, fyrsta dag góu, en um
miðjan sjötta áratuginn tóku blómaverslanir í
Reykjavík upp á að auglýsa konudagsblóm með
hvatningu til karlmanna að gleðja konur með blóm-
um þann dag. Elísabet Kristinsdóttir, sem sér um
afgreiðsluna í blómaversluninni Sólblómi í Kringl-
unni, afhendir Magnúsi Pálssyni konudagsblómvönd-
inn í ár.
Kjúklingabitar lækka um
40% vegna ódýrari aðfanga
Kjötlækkun á almennum markaöi hefur að hluta skilað sér til veitingahúsagesta
KJÚKLINGASTAÐURINN Kentucky Fried Chicken lækkaði verð á
öllurn kjúklingabitum um 40% s.l. föstudag, eða úr 165 kr. niður í
99 kr. Að sögn Ingunnar Helgadóttur framkvæmdastjóra er ástæða
verðlækkunarinnar sú að framleiðendur aðfanga komu til móts við
óskir fyrirtækisins um lækkun á verði, en farið var fram á það eftir
að byijað var að selja kjúklinga á tilboðsverði í verslunum. Hún
segir að Kentucky Fried Chicken kaupi mest allra veitingastaða
hérlendis af kjúklingum, eða á annað hundrað tonn á ári. Hún seg-
ir óráðið hvort tilboðið, sem gildir í fimm daga, verði framlengt en
þar sem viðbrögð viðskiptavina hafi verið einstaklega góð komi slík
framlenging til greina ef framboð á kjúklingum verði nægilegt. I
lauslegri könnun sem Morgunblaðið gerði meðal nokkurra skyndi-
bitastaða kom i ljós að lækkanir á kjötafurðum seinustu daga og
vikna hafa skilað sér í mismiklum mæli til neytenda. Báru flestir
staðirnir því við að verð á aðföngum til þeirra hefði enn ekki lækkað.
Ólafur Ólafsson, rekstrarstjóri
Grillhúss Guðmundar, segir að stað-
urinn selji aðallega nautakjöt, og
verð á því hafí ekki lækkað. „Við
kaupum eingöngu fullunnið kjöt og
lækkunin sem varð í verslunum er
aðallega á kjöti í heilum og hálfum
skrokkum, en svo virðist að þegar
búið er að fullvinna vöruna komi
engin lækkun fram. Að minnsta
kosti hefur engin lækkun skilað sér
til okkar en myndi að sjálfsögðu
skila sér til fólksins ef varan lækk-
aði jafnvel um þriðjung eins og
heyrst hefur,“ segir Ólafur. 140 g
hamborgari með osti hjá Grillhúsi
Guðmundar ásamt skammti af
frönskum kartöflum kostar 565 kr.
Margir milliliðir
Þóra Þrastardóttir, fram-
kvæmdastjóri Jarlsins, kveðst ekki
hafa séð neina lækkun á aðföngum
staðarins í janúar og febrúar og auk
þess hafi þeir kjúklingar sem vora
á tímabundnu tilboðsverði í verslun-
Sr. Jón M. Guðjóns-
son, Akranesi, látinn
SR. JÓN M. Guðjónsson, fyrrverandi sóknarprestur og heiðursborg-
ari Akraneskaupstaðar, lést á ellideild Sjúkrahússins á Akranesi að
kvöldi síðastliðins föstudags. Hann var á áttugasta og níunda aldurs-
ári.
Sr. Jón fæddist 31. maí 1905 á
Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd.
Foreldrar hans vora hjónin Guðjón
Pétursson útvegsbóndi og Margrét
Jónsdóttir. Jón lauk námi í Flens-
borgarskóla árið 1924/varð gagn-
fræðingur frá Gagnfræðaskóla Ak-
ureyrar árið 1926, stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1929 og lauk guðfræðiprófi frá Há-
skóla íslands árið 1933.
Jón var settur prestur í Garða-
prestakalli á Akranesi árið 1933 til
1934, sóknarprestur í Holtspresta-
kalli undir Eyjafjöllum á árunum
1934 til 1946 og sóknarprestur á
Akranesi frá 1946 til 1975.
Jón var stundakennari við Gagn-
fræðaskólann á Akranesi frá 1946,
prófdómari við Barnaskólann á
Akranesi á árunum 1947 til 1974
og við Gagnfræðaskólann frá 1950
til 1975. Eftir það var hann skipað-
ur trúnaðarmaður við próf, síðast
við Fjölbrautaskólann á Akranesi.
Hann var formaður fræðsluráðs
Akraness frá 1949.
Jón sat í stjóm Skógræktarfélags
Rangæinga frá stofnun 1944 til
1946 og í Skógræktarfélagi Akra-
ness frá 1947. Hann var meðal
stofnenda að Stúdentafélagi Akra-
ness, einn stofnenda Rótaryklúbbs
Akraness, f stjóm hans um skeið og
forseti í eitt ár.
Jón beitt sér fyrir stofnun
Byggðasafns Akraneskaupstaðar og
Borgarfjarðar sunrian Skarðsheiðar
árið 1959 og vann síðan að eflingu
og vörslu þess. Hann hlaut riddara-
Sr. Jón M. Guðjónsson
kross Fálkaorðunnar og honum var
veitt heiðursmerki Sjómannadagsins
auk þess sem hann var heiðursfélagi
Slysavarnafélags íslands.
Eiginkona Jóns var Jónína Lilja
Pálsdóttir. Þau áttu tíu börn og eru
níu þeirra á lífí. Hún lést árið 1980.
um vegið um 800 g á meðan kjúkl-
ingamir sem Jarlinn kaupi niður-
brytjaða vegi um 1.100 g. „Til þess
að geta fengið nægilega stóra bita
sem matur er í, þurfum við að fá
stóra fugla, en kjúklingurinn skipt-
ist í um níu bita. Við höfum ein-
stöku sinnum í neyð þurft að selja
kjúklinga af þeirri stærð sem hefur
verið á tilboðsverði og þá hefur
kúnninn kvartað strax. Þá þurfum
við að setja aukabita eða annað
með til að bæta kúnnanum það upp
sem er mjög óhagstætt fyrir okk-
ur,“ segir Þóra. Jarlinn selur hvern
kjúklingabita á 188 kr. og kostar
84 g hamborgari með osti og
skammti af frönskum kartöflum
470 kr. -
Kjartan Örn Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri hjá Lyst hf. sem rek-
ur MacDonald’s, segir að veruleg
lækkun hafi orðið á veitingum síðan
staðurinn var opnaður en lækkun á
kjötverði hafí ekki haft áhrif á verð-
lag þeirra. Þó hafi orðið lækkun á
kjúklingabitum og kosti skammtur
með tveimur bitum nú 349 kr. „Við
kaupum af kjötframleiðendum sem
kaupa af sláturleyfishöfum o.s.frv.
þannig að milliliðir eru margir áður
en varan kemur til okkar,“ segir
Kjartan. Á MacDonald’s kostar 45
gramma hamborgari með osti, fítu-
mældur og frystur með köfnunar-
efni, ásamt einum skammti af
frönskum kartöflum 266 krónur.
Verið að semja
Á Svörtu pönnunni/Southem
Fried Chicken hefur ekkert lamba-
kjöt verið keypt eftir að verð lækk-
aði, en nautasteik lækkaði í sein-
ustu viku úr 795 kr. niður í 695
kr. og 80 g hamborgari með osti,
frönskum kartöflum og gosdrykk
kostar nú 395 kr. en kostaði áður
440 kr. án gosdrykks. Hver kjúkl-
ingabiti kostar enn 173 kr. Kristinn
Gunnarsson hjá Svörtu pönnunni
segir að lækkunin hafí verið við-
brögð við fregnum um þróunina
sem verið hefur hjá verslunum.
„Við erum að semja við þá sem
afla okkur birgða og vonandi skilar
það sér í enn lækkuðu verði sem
fyrst," segir Kristinn.
Dómsátt um að blaða-
menn greiði bætur
vegna nauðgnnarmáls
GERÐ hefur verið dómsátt um að Ijúka meiðyrðamáli sem höfðað
hafði verið gegn Gunnari Smára Egilssyni, fyrrverandi ritstjóra Press-
unnar, og Karli Th. Birgissyni, núverandi ritsíjóra en þáverandi blaða-
manni blaðsins. Gerðar höfðu verið kröfur upp á um 3 milljóna króna
bætur auk krafna um refsingar. í sáttinni felst að ritstjórarnir greiði
100 þúsund krónur sem renni til konu sem stefnandinn hafði verið
dæmdur fyrir að brjóta gegn kynferðislega en sá dómur og vanhöld
stefnandans á greiðslu miskabóta til konunnar voru meðal þess sem
fjallað var um í skrifum blaðsins.
Pressan skrifaði nokkrar greinar
um manninn eftir að þáttur hans sem
tálbeita lögreglunnar i fíkniefnamáli
kom á daginn. Var m.a. fjallað um
sakarferil mannsins, en hann hafði
verið dæmdur í 6 mánaða fangelsi
fyrir kynferðisbrot og til greiðslu
miskabóta til konu sem hann hafði
brotið gegn en ekki greitt þær bæt-
ur. Maðurinn stefndi Pressunni og
taldi skrif blaðsins fremur herferð
gegn sér en hlutlausa umfjöllun.
Krafíst var 3 milljón króna bóta og
auk þess þyngstu refsingar yfir rit-
stjóranum og blaðamanninum í eink-
arefsimáli sem höfðað var.
Nýlega var svo gerð fyrrnefnd
sátt í Héraðsdómi þar sem ritstjórinn
fyrrverandi og núverandi skuldbinda
sig til að greiða 100 þúsund krónur
vegna málsins enda renni féð til kon-
unnar, sem átti ógreiddar miskabæt-
ur hjá stefnandanum, og hann afsali
sér til lögmanns konunnar þeirri að-
fararheimild sem í sáttinni felst. *
I