Morgunblaðið - 20.02.1994, Síða 11

Morgunblaðið - 20.02.1994, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUK 20. FEBRÚAR 1994 leiddi það til þess að aðrir fískistofnar voru skoðaðir með tilliti til þess sama.“ Aðferðirnar Þórólfur heldur áfram og lýsir þeim aðferðum sem þeir Guðni og Sigurður notuðu: „Miðað við þá mynd sem Dickson og samstarfsmenn hans drógu upp af ferðum seltulágmarks- ins 1988 má sjá að ferðatími lág- marksins frá Barentshafi til norð- urmiða íslands er 2 til 3 ár. Aðferð- irnar sem við notuðum eru einfaldar. Skoðaðir voru nokkrir þættir, stærð laxastofna, veiði og nýliðun sjávar- fiska og hitastig sjávar í Barents- hafi. Þessir þættir voru svo bornir saman við sömu þætti á íslandsmið- um 2 til 3 árum seinna. Ef við skoðum þetta nánar, þá tókum við fyrir 3 laxastofna í ám á Kólaskaga við Barentshaf. Þar hafa Rússar talið lax upp í árnar um 40 ára skeið. Við völdum árnar Kola, Tuloma og Ponoy og miðuðum við tímabilið 1973 til 1989 fyrir þær tvær fyrmefndu og 1974 til 1990 fyrir Ponoy. Hérlendis voru valdir þrír laxastofnar úr ám á NA-horni landsins þar sem sveiflur eru hvað mestar í laxgengd á íslandi. Þær era Hofsá og Selá í Vopnafirði og Laxá í Þingeyjarsýslu yfir tímabilið 1976 til 1992. Ekki eru til talningar á laxi við uppgöngu hans í þessar ár, en vegna nákvæmrar skráningar hvers veidds lax og stöðugs veiðiálags er Ferð seltulágmarks un N-Atlantshaf og hvaða ár það birtist á hverjum stað eins og Dickson o.fl. (1988) lýstu. (Eftir Ellett og Blindheim 1992). y r' l ? i () ) j. ■ 'v) fi> t \ L j 1969-70 Fjóidi Stærð laxastofna í Tuloma og Kola 1973-8 Stærð laxastofna Fjóidi íPonoy 1974-90 t 45000 Stærð laxastofna í þremur ám á Kólaskaga, yfir tímabilið 1973-89, fyrir árnar Tuloma og Kola, en 1974-90 fyrir Ponoy. 'C Hiti í Barentshafi 1960-89 4,4 62 64 66 68 70 72 74 76 78 80 82 84 86 88 62 64 66 68 70 72 74 76 78 80 82 84 86 88 90 Ársmeðalhiti sjávar á Kólasniöi I Barentshafi timabilið 1960-1989 og sjávarhiti að vorlagi á Siglunessniði tímabilið 1962-1991. Mælingar á 0-200 m dýpi. ■jjjf Nýliðun i Barentshafi 1961-88 1400 Nýliðun við ísland 1963-90 62 64 66 68 70 72 74 76 78 80 82 84 86 88 64 66 68 70 72 74 76 78 80 82 84 86 88 90 Nýliöun þorsks (3ja ára keðjumeöaltöl) í Barentshafi tímabiliö 1961-1988 og nýliðun þorsks (3ja ára keðjumeðaltöl) við island 1963-1990._________________ tonn Veiði í Barentshafi 1960-87 1150 Veiði við ísland 1960-89 Sfn 450 80 82 84 86 82 84 86 88 Þorskveiöi (3ja ára keöjumeöaltöl) I Barentshafi 1960-1987 og þorskveiöi (3ja ára keðjumeðaltöl) via Island 1960-1989.___________ Tuloma Kola Ponoy Hofsá Selá Laxá Hiti á Hiti á Tuloma 1 Kolasn. Siglunes. Kola 0,79*** 1 Ponoy 0,83*** 0,79*** 1 Hofsá 0,71** 0,62” 0,70" 1 Selá 0,90*** 0,74*** 0,88*** 0,88*** 1 Laxá í Þing. 0,70" 0,76*” 0,88** 0,72" 0,85*** 1 Hiti á Kolasniði 0,77*** 0,62" 0,79*** 0,79*** 0,89*** 0,79*** 1 Hiti á Siglunessniði 0,78*" 0,76"* 0,71" r— t £ o Fylgni á laxgengd í 3 ám á Kólaskaga í Rússlandi og 3 ám á Norð- austurlandi; hitastigs á Kolasniði í Barentshafi og Siglunessniði og innbyrðisfylgni allra þessara þátta. Laxgengdin í íslenskum ám er borin saman við laxgengd í rússnesku árnar 2-3 árum fyrr og 2ja ára tímamunur er einnig á sjávarhitanum. talið að veiðin endurspegli nokkuð vel stofnstærðina. Reiknuð var fylgni í laxgengd á milli allra ánna svo og á milli ánna og hitastigs sjávar í Barentshafi og við ísland. Tekið var meðalhitastig þriggja ára, ársins sem laxaseiðin gengu til sjávar og áranna tveggja sem laxinn er í hafi og borið saman við laxastofnana á tilsvarandi hafsvæðum. Við samanburð á hita- stigi sjávar voru annars vegar notuð þriggja ára keðjumeðaltöl af ársmeð- alhita á sniði út frá Kólaskaga, mælingar á 0 til 200 metra dýpi sem Pinro stofnunin í Murmansk gerir yfir tímabilið 1960. til 1989. Hins vegar eru þriggja ára keðjumeðaltöl af mælingum Hafrannsóknastofn- unnar á sniði út frá Siglunesi að vorlagi á sama dýpi yfir tímabilið 1962 til 1991.“ Og Þórólfur heldur áfram: „Sam- anburður á veiði loðnu nær yfir tíma- bilið 1965 til 1985 í Barentshafi, en 1967 til 1987 við ísland. Ekki er farið lengra fram í tíma vegna þess að Norðmenn gripu til mjög strangra veiðitakmarkana árið 1986. Við sam- anburð á loðnuveiðinni voru notaðar aflatölur fyrir hvert ár. Þá var nýlið- un þorsks í Barentshafi tekin saman yfir tímabilið 1961 til 1988 sem þriggja ára keðjumeðaltöl og borin saman við nýliðun þorsks við ísland yfir tímabilið 1963 til 1990. Veiði þorsks var einnig borin saman fyrir þessi svæði tímabilið 1961 til 1987 í Barentshafi og tímabilið 1963 til 1989 við ísland. Gerður var tölfræði- legur samanburður á hverjum nefndra þátta milli hafsvæða og fylg- istuðull reiknaður.“ Marktæk fylgni... Og hvað kom svo út úr þessu? Þórólfur blaðar í pappírum og segir svo: „Samanburður eðlis- og líffræði- legra þátta í Barentshafi, ákveðið ár, við sömu þætti á Islandsmiðum 2 til 3 árum seinna, sýnir marktæka fylgni. Laxastofnarnir þrír á Kóla- skaga sýna innbyrðis gott samræmi í stofnstærðarsveiflum. Ein ánna, Ponoy, er raunar ári seinna í fasa, trúlega vegna þess að stærri hluti göngunnar er lengur í sjó heldur en í hinum ánum. Laxastofnarnir þrír á Norðausturhorni íslands, sýna inn- byrðis sömu stofnstærðarsveiflu (sbr.myndir). Þegar allar árnar eru bornar saman, kemur í ljós að all- verulegt samhengi er á sveiflu laxa- stofnanna á milli hafsvæða með tveggja og þriggja ára tilfærslu. Einnig er marktæk fylgni milli hita- stigs sjávar og laxastofnanna í þess- um ám. Þriggja ára keðjumeðaltöl á hitastigi sjávar sýna marktækt já- kvætt samhengi á milli hafsvæða þegar 2 ára tilfærslu er beitt þar sem fylgistuðull r=0.63*** og litlu lægri fylgni ef tilfærslan er 3 ár, eða r= 0.62***. Sama er hægt að segja um loðnu, r=0.66***, nýliðun þorsks r=0.65*** og þorskveiði r=0.59***. (sjá töflu)“ Og Þórólfur heldur áfram: „Þrátt fyrir núsmunandi aðferðir við stofn- stærðarmat á laxi, mismunandi veiði- stjórnun á loðnu og þorski og mis- munandi fjölda mælinga bak við hita- gögnin, þá er í öllum tilfellum um if marktækt samband að ræða. Einnig er hér í öllum tilfellum um tilfærslu upp á tvö til þijú ár að ræða, en breytingar á sjávarstraumum ein- skorðast ekki við áramót, né aðrar dagsetningar, þannig að yfir ákveðin tímabil gæti verið um lengri eða styttri misvísun að ræða. Breytingar á sjávarskilyrðum geta orðið á hvaða árstíma sem er og því haft misjöfn áhrif á mismunandi lífsskeið tegund- anna. Hvernig má það vera að lífrí- kið á hafsvæðum sem eru 2.500 kíló- metra hvort frá öðru geti sýnt svo sterkt samband? Sýnt hefur verið fram á hversu mjög umhverfisþættir hafa áhrif á lífríki og þar -með fiski- stofna í Barentshafi og ýmsir hafa einnig bent á slíkt hið sama hér við land, t.d. Svend Aage Malmberg, Jón Jónsson, Jakob Jakobsson auk okk- ar,“ segir Þórólfur og heldur áfram: „Hitastig og selta eru þættir sem endurspegla vel „ástand" sjávar. Þetta „ástand“ sjávar, gott eða slæmt, virðist síðan flytjast með haf- straumum eftir ákveðnum brautum. Þetta hefur verið tengt við eðlis- þyngdardreifingu sjávar sem stýri uppblöndun næringarefna sem aftur stýri frumframleiðslu hafsins. Frum- framleiðslan er bæði breytileg á flat- areiningu og framleiðslusvæðin stækka og minnka eftir ástandi sjáv- ar. Einnig ræður ástandið því hvert framleiðslan fer, þ.e. í ranghala sem ekki nýtast nema á fyrstu 1-2 þrep- um fæðukeðjunnar, eða upp í gegn um hana í fiskframleiðslu. Breytileiki í frumframleiðslu getur því verið mjög mikill, sem birtist síðan í dýra- stofnum sjávarins. Sýnt hefur verið fram á breytingar á útbreiðslu margra fisktegunda eftir árferði í vestanverðu Atlantshafi. í góðærum var útbreiðsla margra tegunda meiri og íjöldi fiska af hverri tegund líka meiri á flatareiningu. Þá hefur einn- ig verið sýnt fram á að veiði úr laxa- stofnum í Kyrrahafi er mjög breyti- leg sem rekja má til sjávarskilyrða þar og tengjast breytingum á Aluti- eyja lægðakerfinu. Þá hefur Unnsteinn Stefánsson bent á það, að mikilvægt sé hversu mikið streymi hlýsjávar er fyrir Vest- fjarðakjálkann ár hvert. Sterkt sam- hengi við norðlæg hafsvæði með tveggja til þriggja ára hiiðrun, bend- ir til þess að sjógerðir í sjávarstraum- um að norðan skipti þar einnig miklu og samvirkan þessara tveggja strau- mátta. Páll Bergþórsson veðurfræð- ingur hefur _og sýnt fram á tengsl hitastigs á íslandi við hita á Jan Mayen hálfu ári áður og Svalbarða um 2 til 3 árum áður. Þau tengsl hefur hann notað til þess að spá fyr- ir um hafís við ísland, lofthita og heyfeng." Sameiginleg uppsveifla En þá er komið að spurningunni: Hvaða þýðingu hefur þetta svo sem? Þessu svarar Þórólfur þannig: „Nið- urstöður okkar benda til, að þegar ástand batnar taki lífríkið allt fjör- kipp í sameiginlegri uppsveiflu. Minna vægi hafi innbyrðis stofnþætt- ir eins og þéttleikaháður vöxtur, að einn stofn stjórni öðrum með afráni, eða að framleiðslan færist á milli stofna eða tegunda fiska. Algengt er að í uppsveiflu á nytjastofnum sjávar, aukist afli fyrst á krabbadýr- um eins og rækju, síðan á uppsjávar- fiskum eins og loðnu og laxi og loks á langlífari tegundum eins og þorski. Það hversu margir fiskistofnar sýna sömu tilhneigingu á stórum hafsvæð- um I takt við umhverfisþætti, bendir sterklega til þess að stærð hrygning- arstofna, afrán og fiskveiðar eða stjórnun þeirra hafi haft minna að segja um stofnsveiflur heldur en hin miklu áhrif umhverfísins sem allir stofnamir þurfa að undirgangast. Að öðrum kosti ættu sveiflurnar ekki að vera jafn samstiga hver við aðra og raun ber vitni. Rannsóknir hafa leitt í ljós að sveiflur í þremur laxa- stofnum í Vopnafirði ráðast mun minna af stærð hrygningarstofns og þeim seiðafjölda sem gengur til sjáv- ar, heldur en afföllum í sjó, sem tengja má sjávarskilyrðum. Einnig hafa verið leiddar líkur að því með rannsóknum, að umhverfisaðstæður skýri verulegan hluta af breytileika í nýliðun þorsks .“ Að nýta sér upplýsingar Þórólfur heldur áfram að ræða þýðingu þessara niðurstaðna: „Við Islendingar hljótum að geta nýtt okk- ur þær upplýsingar að lífríki magnist og dvíni í sama takti hér við land og gerist í Barentshafi 2-3 árum áður. Það eru miklar upplýsingar að geta sagt fyrir um stærstu drættina í þró- un fiskistofna með svo miklum fyrir- vara. Þeirri stefnu hefur verið fylgt víða um lönd að hægt sé að byggja upp fiskistofna hvemig sem aðstæður eru í hafinu. Þetta var gagnrýnt árið 1982 og reynslan síðan sýnt, að upp- bygging fískistofna er óraunhæf, þar sem stofnstærð ræðst fyrst og fremst af umhverfisskilyrðum. Samhengið í sveiflum fiskistofna hér og í Barentshafi, sýnir að það góða ástand sem ríkt hefur í Barents- hafi undanfarin ár er líklegt til að nýtast okkur nú og næstu ár. Raun- ar hafa aflabrögð á þeim tegundum sem fljótar eru að bregðast við batn- andi skilyrðum, t.d. loðnu, laxi og rækju, verið góð síðustu tvö ár. Þors- kveiðin ætti að fylgja á eftir og afla- brögð hafa einnig batnað hvað hann snertir og togarar farnir að forðast bestu þorskmiðin til þess að halda sig innan kvóta. En þetta er jafnframt aðvörun um það, að við verðum að geta tekið niðursveiflum líka sem óhjákvæmi- lega koma, hvemig sem allri veiði- stjórnun líður. Meira að segja gæti komið hér ördeyðutímabil þannig að ekki fengist bein úr sjó, þótt ekkert slíkt sé sjáanlegt í dag. Þegar litið er yfir lengra tímabil, eins og sögu íslandsbyggðar, koma í ljós miklar veðurfarsbreytingar. Tengsl veðurf- arsins og gengis íslensku þjóðarinnar eru augljós og það hefur einnig ver- ið tengt við aflabrögð yfir lengri tíma.“ Nýjar forsendur Og hvað tekur svo við? „Þessar niðurstöður eru fyrsta framsetning á þessum gögnum um samhengi á milli Barentshafs og íslandsmiða. Hér þarf mun meiri rannsókna við til þess að skilja þessi tengsl það vel að hægt sé að setja fram nákvæmt spálíkan. Einnig þarf að athuga fiski- stofna sem dvelja að stærstum hluta lífsskeiðs síns sunnan straumskil- anna við Vestfjarðakjálka og Hroll- laugseyjar. Eru þar önnur öfl að verki þar sem stöðugleiki er meiri í umhverfisskilyrðum eða eru sveiflur fiskistofna þar í öðmm fasa? Ósk okkar er sú að þeir þættir sem nefnd- ir hafa verið verði teknir meir inn í umhverfis- og fiskirannsóknir heldur en gert hefur verið og þá muni þeir skila sér inn sem nýjar fosendur fyr- ir fiskveiðistjórnun," segir Þórólfur Antonsson að lokum. Sálfræðinámskeið Beiting hugsunar til að sigrast á sterkum neikvæðum tilfinningum, s.s. reiði, sektar- kennd og kvíða. Leiðbeinandi er Gunnar Hrafn Birgisson, doktor í klínískri sál- fræði, sérhæfður á sviði einstakl- ings- og fjölskyldumeðferðar. Námskeiðið hefst 28. febrúar og verður vikulega næstu þrjá mánudaga frá kl. 20.30 til 22.30. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Nánari upplýsingar og skráning í símum 24782 og 12174.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.