Morgunblaðið - 20.02.1994, Page 16

Morgunblaðið - 20.02.1994, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRUAR 1994 I Fréttastjóri á DV í fjögnr ár Óskar kynntist erfiðisvinnu í múrverki og til sjós á yngri árum en gerðist síðan blaðamaður á Vísi á námsárum sínum í lagadeildinni. Á þeim tíma var Þorsteinn Pálsson ritstjóri blaðsins. „Ég var þar aðal- lega við stjórnmálaskrif með skól- anum,“ segir hann. „Áður en ég lauk námi höfðu Vísir og Dagblaðið sameinast og þegar ég átti eftir síðasta árið í lagadeildinni var mér boðið að gerast fréttastjóri á DV. Ég þáði það og lauk nokkrum val- fögum og lokaritgerðinni samhliða vinnunni. Þar var ég í fjögur ár en gerði þá eins árs hlé og stundaði framhaldsnám í Washington í al- þjóðaviðskiptarétti. Fljótlega eftir að ég kom heim byijaði ég lög- mennsku." En hvernig skyldi rekstur Hag- kaups hafa komið honum fyrir sjón- ir frá því hann hóf þar störf? „Umgjörðin hefur ekki komið mér mjög á óvart. Ég þekkti auðvit- að til fyrirtækisins sem viðskipta- vinur frá fornu fari. Síðan hef ég verið lögmaður Hagkaups í nokkur ár og hafði það í veganesti. Það sem hefur komið mér mest á óvart er að við erum að fást við er saman- safn af ótrúlega mörgum smáatrið- um. Umfangið var meira en ég bjóst við en því er hins vegar ágætlega skipað í sínar einingar og vel skil- greint hveijir bera ábyrgð á þeim. Hins vegar lenti ég í „djúpu laug- inni“ þegar ég byijaði. Forveri minn var hættur fyrir nokkrum mánuðum og sá sem hafði verið staðgengill hans hætti einnig. Ég hef ekki ráð- ið í það starf heldur má segja að ég hafi sinnt tveimur störfum þenn- an tíma. Síðan lenti ég í jólaverslun- inni þannig þetta var mjög fjörleg byijun.“ „Hafði ekki hug á að hætta í lögmennsku" — Ráðning þín til Hagkaups kom töluvert mikið á óvart. Þú varst einn af eftirsóttari fyrirtækjalög- fræðingum landsins en hefur ekki bakgrunn úr daglegri stjórnun á svona stóru fyrirtæki. Hver var aðdragandinn að ráðningu þinni til fyrirtækisins? „Það kom mér á óvart eins og öðrum að mér skyldi hafa verið boðið starfið. Ég hafði ekki hug á því að hætta í lögmennsku og hafði nóg að gera við að fást við ýmis skemmtileg verkefni. Hins vegar verður að grípa gæsina þegar hún gefst og ekki hægt að fresta því um ótiltekin ár. Ég hafði minn tíma til að velta þessu fyrir mér en þetta „sló mig vel“ mjög fljótt því ég þekkti þá menn vel sem vinna hér. Mér hefur fundist vera skemmtileg- ur „kúltúr" í iyrirtækinu og hér eru meira eða minna frekar ungir stjórnendur. Þá er alltaf mikið um að vera og hvergi nein lognmolla. Þetta réði því að ég ákvað að tak- ast á við verkefnið. v— Ég hef ekki skoðun á því hvaða bakgrunnur henti í þetta starf en held að þetta snúist fyrst og fremst um að geta stjórnað og vera kaup- maður í sér. Nú er ég ekki að segja að það hafi komið í ljós hjá mér.“ — Hver er staða Hagkaups á markaðnum? Hefur fyrirtækið t.d. verið að auka sinn hlut á matvöru- markaðnum? „Hagkaup hefur aukið sína hlut- deild dálítið eftir að stór- matvöru- verslun fór af markaðnum á síðasta ári. Hins vegar gleymist stundum að samkeppnin er mjög fjölbreytt. Til dæmis er Nóatúns-keðjan geysi- lega mikið fyrirtæki sem rekur 7 verslanir. Síðan eru margar klukku- búðir og stórverslunin Fjarðarkaup svo dæmi séu tekin. Viðskiptavinir Hagkaups gera margar verðkann- anir á dag með buddunni sinni. Þeir eru fljótir að fara annað ef þeir telja verðið of hátt, sérstaklega núna þegar fólk horfir í hvern eyri. Stundum er sagt að Hagkaup sé of stórt á markaðnum en ég held að stærðin eigi ekki að vera neitt áhyggjuefni. Hún hefur hins vegar leitt til þess að við höfum getað náð hagstæðum innkaupum bæði innan- lands og ekki síst að utan. Þetta höfum við gert í samstarfi við Bón- us en við rekum saman innkaupa- Morgunblaðið/Sverrir AÐSTYRA STORVELDI eftir Kristin Briem ÞAÐ kom mörgum í við- skiptalífinu nokkuð á óvart þegar Óskar Magn- ússon lögmaður var ráð- inn forstjóri Hagkaups síðastliðið haust. Maðurinn hafði hvorki reynslu af rekstri matvöruverslunar né heldur hafði hann áðúr stýrt daglegum rekstri hjá stórfyrirtæki. En eigendur Hagkaups þekktu vel til Óskars því hann hafði um árabil verið lögmaður fyrirtækisins og nú síðast fór hann með „skinkumálið" svokallaða. Óskar er raunar flestum hnútum kunnugur í atvinnulífinu. Hann var lögmaður Áramótahóps- ins sem keypti hlut í Stöð 2 og lög- maður Stöðvar 2. Þá var hann lög- maður Olís um margra ára skeið og lagði félaginu lið fyrir fáum árum þegar það háði harða baráttu fyrir tilveru sinni. Síðar varð Óskar stjórnarformaður félagsins og var boðið starf forstjóra eftir lát Óla Kr. Sigurðssonar árið 1992 en hug- VlÐSKIPn A3VINNULIF Á SUNNUDEGI ► Óskar Magnússon lauk lögfræðiprófi frá Háskóla ís- lands árið 1983 og stundaði framhaldsnám við George Washington University á árunum 1985-1986 þaðan sem hann lauk meistaragráðu í alþjóðaviðskiptarétti. Hann rak eigin innflutningsverslun í Reykjavík 1975-1983, var blaða- maður á Dagblaðinu Vísi með hléum 1978-1980. Þá var hann dagskrárgerðarmaður á RÚV-Hljóðvarpi 1980-1981, fréttastjóri DV 1982-1987 og rak eigin lögmannsstofu í Reykjavík frá því í febrúar 1987. Óskar tók við starfi for- stjóra Hagkaups 1. nóvember sl. ur hans stóð þá ekki til þess starfs án þess að hann skýri það nánar. „Ég sagði stundum í gríni að Olís væri ekki nógu stórt fyrirtæki fyrir mig en Hagkaup er helmingi stærra. Ætli sú skýring verði ekki að duga,“ segir hann. Það er ekki íburðinum fyrir að fara á skrifstofu forstjóra Hag- kaups sem er fyrir ofan skódeildina í höfuðstöðvunum í Skeifunni. Skrifstofa Óskars sem snýr að bíla- stæðunum er fremur lítil eins og aðrar skrifstofur á þessari hæð og er hvorki hlaðin dýrum málverkum eða leðurhúsgögnum eins og víða má sjá í mörgum miklu minni fyrir- tækjum á íslandi. Ekkert bendir til að þaðan sé stærsta einkafyrirtæki íslands með 11,5 milljarða ársveltu stjórnað ef undan er skilin örtröðin á bílastæðinu fyrir utan og straum- ur viðskiptavina á leið inn og út úr búðinni. Þetta látleysi hefur raunar einkennt stjórnendur Hag- kaups alla tíð enda er það í anda stofnandans, Pálma Jónssonar heit- ins, sem hafði ekki eigin skrifstofu hjá fyrirtækinu heldur var stöðugt að fylgjast með rekstrinum. Undir stjóm Oskars eru yfir 1.000 starfs- menn í sjö verslunum í Reykjavík og tveimur á landsbyggðinni. í c i t i i í t «

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.