Morgunblaðið - 20.02.1994, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1994
TÓNLIST
FYRIRALLA
Jónas Ingimundarson
eftirJónas
Ingimundarson
Undir samheitinu „Tóniist fyrir
alla“ hafa verið haldnir nokkrir
tónleikar á Selfossi, Akranesi og í
Kópavogi í vetur, sem hafa tekist
mjög vel og verður væntanlega
fram haldið. Sinfóníuhljómsveit
íslands kemur í heimsókn, heldur
sjö skólatónleika og þrenna opin-
bera tónleika og iýkur þessu átaki
í vetur. Hljómsveitin verður á
Akranesi miðvikudaginn 23. febr-
úar, á Selfossi 24. febrúar. Hún
leikur fyrir skólafólk í Kópavogi
föstudaginn 25. febrúar, opinberu
tónleikamir í Kópavogi verða 26.
febrúar í íþróttahúsinu við Digra-
nesskóla. Fyrir skólafólkið er flutt
sérstök, Qölþætt efnisskrá. Efnis-
skrá opinberu tónleikanna er sér-
lega glæsileg, forleikur eftir
Wagner og fiðlukonsert
Tsjajkovskíjs. Þá er þess vænst að
allir viðstaddir syngi íslenska
söngva með hljómsveitinni í tilefni
af afmæli lýðveldisins og dansarar
úr Listdansskóla Þjóðleikhússins
dansa Bolero eftir Ravel. Einleik-
ari verður Sigrún Eðvaldsdóttir.
Stjómandi verður Juha Nikkole og
kynnir á öllum tónleikunum Sverr-
ir Guðjónsson.
Stórt ævintýri hefur átt sér stað
á Selfossi. Eftir fundahöld með
skólastjómm og bæjaryfírvöldum
fyrir forgöngu Bryndísar Brynj-
ólfsdóttur, Hjartar Þórarinssonar
og Þórs Vigfússonar var efnt til
tónlistarframtaks, sem vakið hefur
athygli. Skólaárið 1992-93 vora
haldnir skólatónleikar fyrir alla
nemendur í grann- og fjölbrauta-
skóla staðarins. Þeir fóra fram við
kjöraðstæður á hverjum stað, á
skólatíma og var nemendum skól-
anna skipt í hópa eftir aldri. í lok
kynninganna vora haldnir opinber-
ir tónleikar með hefðbundnu sniði.
Á fyrstu tónleikunum var ég
einn við flygilinn. Mánuði síðar
kom Blásarakvintett Reykjavíkur,
þá þær stöllur Sigrún Hjálmtýs-
dóttir söngkona og Anna Guðný
Guðmundsdóttir píanóleikári. Upp
úr áramótum ’92-’93 fluttu þær
Sigrún Eðvaldsdóttir fíðluleikari
og Selma Guðmundsdóttir píanó-
leikari sína efnisskrá. Það er
skemmst frá því að segja að þessi
tilraun tókst með þeim ágætum
að aðstandendur skólanna og bæj-
aryfírvöld ákváðu að áfram skyldi
haldið. Skólaárið 1993-’94 era
þegar búnar fjórar heimsóknir (sjá
meðfylgjandi töflu). Tónleikar Sin-
fóníuhljómsveitar íslands verða
þeir níundu í röðinni sem íbúar
Selfossbæjar hafa notið undir sam-
heitinu „Tónlist fyrir alla“.
Að loknu fyrra skólaárinu komu
fyrirspurnir um hvemig að þessu
væri staðið. Kópavogsbær og
Akranesbær ákváðu að vera með.
Á töflunni má sjá hvað þeir fengu
til sín í vetur. Margar fyrirspumir
hafa borist síðan og bæimir Sel-
foss — Akranes — Kópavogur
hyggja ,á framhald eins og áður
sagði. Á öllum þessum stöðum er
öflugt tónlistarstarf. Bæjarfélögin
með skólafólkið, bæjarstjómir og
áhugasama einstaklinga í broddi
fylkingar, hafa lagst á eitt með
að gera þetta mögulegt með eftir-
tektarverðum hætti. Auk fyrr-
nefndra vil ég sérstaklega nefna
Þóranni Bjömsdóttur í Kópavogi
pg Láras Sighvatsson á Akranesi.
í svona starfí er fjölbreytnin, reglu-
semin og það að hvert atriði sé
vandlega undirbúið bæði af lista-
fólkinu og skipuleggjendum mikil-
vægast. Það verður fróðlegt að
fylgjast með þessari tilraun, hún
þarf tíma til að fullkomnast. Það
er tiltölulega auðvelt í okkar smáa
samfélagi að skipuleggja svona
ævintýri, kostir fámennisins era
*
I svona starfi er fjöl-
breytnin, reglusemin
og það að hvert atriði
sé vandlega undirbúið
bæði af listafólkinu og
skipuleggjendum mikil-
vægast.
Á skólatónleikum á Selfossi fyrir rúmlega 20 árum, sem Jónas Ingimundarson, Rut Magnússon og Sam-
kór Selfoss stóðu fyrir.
20.-24. SEPTEMBER
Söngtónleikar
Bergþór Pálsson
Anna Guðný Guðmundsdóttir
20.-24. SEPTEMBER
Söngtónleikar
Kristinn Sigmundsson
Jónas Ingimundarson
20.-24. SEPTEMBER
Musica Antiqua
Sverrir Guðjónsson
Camilla Söderberg
Snorri Öm Snorrason
18.-22. OKTÓBER
Fiðla, selló og píanó
Auður Hafsteinsdóttir
Bryndís Halla Gylfadóttir
Jónas Ingimundarson
18.-22. OKTÓBER
Flautur og gítar
Guðrún Birgisdóttir
Martial Nardeau
Pétur Jónasson
18.-22. OKTÓBER
Klarinettutónleikar
Guðni Franzson
Þorsteinn Gauti Sigurðsson
8.-11. NÓVEMBER
Blásarakvintett Reykjavíkur
Bemhard Wilkinson
Daði Kolbeinsson
Einar Jóhannesson
Joseph Ognibene
Hafsteinn Guðmundsson
8.-11. NÓVEMBER
Slagverkstónleikar
Eggert Pálsson
Kjartan Guðnason
Pétur Grétarsson
Steef van Oosterhaut
8.-11. NÓVEMBER
Hljómskálakvintettinn
Ásgeir H. Steingrímsson
Sveinn Birgisson
Þorkell Jóelsson
Oddur Bjömsson
Bjarni Guðmundsson
24.-28. JANÚAR
Flaututónleikar
Kolbeinn Bjamason
24.-28. JANÚAR
Fiðlutónleikar
Sigrún Eðvaldsdóttir
Selma Guðmundsdóttir
24.-28. JANÚAR
Fiðla og harmonikka
Szymon Kuran
Reynir Jónasson
21.-26. FEBRÚAR ,
Sinfóníuhljómsveit Islands
21.-26. FEBRÚAR ,
Sinfóníuhljómsveit íslands
21.-26. FEBRÚAR ,
Sinfóníuhljómsveit íslands
slíkir. Ýmislegt hefur verið gert
af þessu tagi í gegnum árin en
ekkert það ég veit jafn reglubund-
ið.
Það er flóknara mál að gera
svona í stóram samfélögum, þar
sem bilið milli flytjenda og hlust-
enda er breitt og ópersónulegt. Þar
er þörfin þó ekki minni og mönnum
ljós þýðing þess ama. Nokkra fyr-
ir jól fann ég í gömlu dóti efnis-
skrá dagsetta 31. október 1964.
Sinfóníuhljómsveitin í Pittsburgh
kom hér f heimsókn og hélt tón-
leika í Háskólabíói. Þeir era mörg-
um í fersku minni. Við skoðun á
þessum prentaða minjagrip kemur
í ljós að allt sem þar birtist tengist
tónleikum kvöldsins utan ein smá-
grein, sem þessi frábæra hljóm-
sveit kýs að birta gestum tónleik-
anna. Þar stendur meðal annars
undir fyrirsögninni „Tónlist fyrir
æskuna“:
„Eitt af því, sem telst til helstu
afreka þeirra manna, sem hafa á
hendi stjóm Pittsburgh-sinfó-
níunnar, er hin mikla rækt, sem
þeir hafa lagt við að kynna æsku-
fólki sígilda tónlist og kenna því
að meta hana. Þegar John Edw-
ards varð framkvæmdastjóri sinfó-
níunnar árið 1955, efndi hann
strax til tónleika við hæfi bama
og unglinga (9-13 ára), og fyrsta
veturinn voru haldnir sex slíkir
tónleikar fyrir 17.000 áheyrendur.
Á síðasta starfsári (1963) hélt
sinfónían hvorki meira né minna
en 43 tónleika fyrir böm og ungl-
inga og voru áheyrendur alls um
120.000 á aldrinum frá sex til
sautján ára. Era tónleikar þessir
orðnir fastur liður í fræðslukerfi
borgarinnar, og kemur engum til
hugar að nokkra sinni verði frá
þessu horfíð aftur." Þetta starf
stendur enn í blóma.
Tónlistarlífíð á íslandi nú, er í
senn fjölþætt og ríkt, þó ljóst megi
vera að tónlistarsaga okkar sé
styttri og fábrotnari en með þeim
þjóðum sem eiga langa hefð.
Ástæðumar eru fjölmargar og
margt mætti nefna. Væri raunar
fróðlegt að gera úttekt á því, en
ég nefni aðeins tvennt: Mjög far-
sælt starf brautryðjendanna og
árangursríkt starf tónlistarskól-
anna. Hljóðlátt starf þeirra, hvers
á sínum stað, hefur svo sannarlega
skilað árangri. Rekstur tónlistar-
skólanna er einn vottur þess menn-
ingarlega metnaðar, sem þjóðin
telur sjálfsagðan. Ég er nokkuð
viss um að sú byggð sé vart til í
landinu, sem ekki reiknar sér það
til tekna að þar starfí tónlistar-
skóli, öflug lyftistöng til að fegra
mannlífíð og fá fleiri strengi til að
óma í þjóðarsálinni.
Tónlistarskólarnir era um
70-80 talsins með um tíu þúsund
nemendur. Við skulum þó ekki
gleyma því að þrátt fyrir hve marg-
ir era í tónlistarskólunum eru fleiri
utan þeirra, og þeir „músíkölsk-
ustu“ ekki endilega í tónlistarná-
mi. Margvíslegt tónlistarappeldis-
starf utan tónlistarskólanna vekur
aðdáun, t.d. stórkostlegt starf
grann- og framhaldsskólakóranna
— margt fleira mætti til taka. —
Tónlistarfræðslan í skólunum, kór-
starf hverskonar, kirkjutónlistin
öll, lúðrasveitimar og m.fl.
Þjóðin á nú mikil verðmæti fólg-
in í fjölskrúðugum og velmenntuð-
um hópi tónlistarmanna af öllum
greinum, sem standast samjöfnuð
við hvaðeina það er best þekkist
hjá öðrum þjóðum. Þjóðin hefur
m.a. með rekstri tónlistarskólanna
uppgötvað þetta fólk, kallað það
til starfa, gefið því tækifæri til
náms m.a. í formi námslána, oft
hjá bestu kennurum við virtustu
skólastofnanir veraldar, væntan-
lega í þeirri von að við mættum
njóta starfa þeirra að námi loknu.
Við eigum frábæra sinfóníuhljóm-
sveit og lifandi óperu.
Lítum á aðra hlið málsins. Við
eigum hvergi tónlistarhús, en um
allt land er að fínna glæsihús
hverskonar: Félagsheimili stór og
smá, skóla, safnahús, kirkjur og
safnaðarheimili o.fl. byggingar
sem einnig bera vitni um menning-
arlegan metnað íslendinga. Þessar
byggingar standa öllum ljósar,
koma því engum á óvart og era
nýttar til tónleikahalds.
Hljóðfærakosturinn í landinu er
víða með siíkum ágætum að ótrú-
legt er. Orgelin hafa verið í umræð-
unni en flyglar af bestu gerð era
í hverri byggð á stóram svæðum.
Þetta þekki ég af eigin raun, hef
,gert dálítið af því að ferðast um
landið allar götur síðan 1965 til
tónleikahalds. Tónleikahald þetta
hefúr oft verið í tengslum við heim-
sóknir í skóla.
í nútímanum er mjög erfitt að
hugsa sér lffíð án tónlistar og þörf-
in fyrir fagrar listir hefur aldrei
verið biýnni. Tónlistin er óhlut-
bundin og uppeldisgildi hennar er
ótvírætt. Hún getur verið stærð-
fræðilega rökföst, fullyrðir samt
ekki neitt, heldur ekki fram
skoðunum. Tónlistin endurspeglar,
tjáir allt tilfínningasvið mannsins.
I henni er að finna spennu og slök-
un, plús og mínus — lífið sjálft.
Tónlistin getur verið mjög við-
kvæm og því alls ekki sama hvern-
ig með hana er farið, og hún hefur
að geyma sumt af því, sem manns-
andinn getur mest af státað.
Tónlistin hrein og tær er göfg-
andi — mannbætandi. Það syngur
enginn maður í vondu skapi, en
það er hægt að syngja burt leið-
indi eins og allir vita.
Höfundur er tónlistnrmaður.