Morgunblaðið - 20.02.1994, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1994
Minning
Ingibjörg Bryn-
hildur Pálsdóttir
Fædd 13. júlí 1928
Dáin 11. febrúar 1994
Sem bliknar fagurt blóm á engi
svo bliknar allt sem jarðneskt er,
ei standa duftsins dagar lengi
þótt dýran ^ársjóð geymi í sér.
Það eitt er kemur ofan að
um eilífð skín og blómgast það.
(V. Briem)
Síðla föstudaginn 11. febrúar
barst mér sú harmafregn að Imma
mágkona mín væri látin. Mig setti
hljóða og minningar liðinna ára leita
á hugann. Það var sérstök tilfinning
þegar ég kom fyrst á heimili for-
eldra hennar, þeirra Pálínu Bergs-
dóttur og Páls Þorgrímssonar. Svo
vel var mér tekið að mér fannst ég
strax verða ein af þeim,. en á þessu
heimili ríkti mikil gleði og birta.
Jafnvel í skammdeginu og á erfið-
um stundum var það eitthvað sem
lýsti upp drungann. Þetta var hluti
af veganesti þeirra systkina, enda
var sama hvenær kvatt var dyra
hjá þeim Immu og Jóni (hann lést
1981), alltaf mætti manni sami hlý-
hugurinn og hjálpsemin. Það var
heldur ekki ósjaldan sem á það
reyndi.
- Ekki var húsnæðið stórt í sniðum
á Vatnsstígnum og ekki alltaf að
þær gerðu boð á undan sér ferðim-
ar suður, en alltaf var nægjanlegt
rými hvort sem um lengri eða
skemmri tíma var að ræða. Nú
þegar ég lít til baka verður mér
þakklætið efst í huga fyrir að hafa
fengið að kynnast henni og njóta
velvildar þeirra hjóna. Elsku Jón
Brynjar, Páll og Esther, missir ykk-
ar er mikill en minningin geymist
í hjörtum ykkar. Guð blessi ykkur
og styrki á þessum sorgarstundum.
Innilegustu samúðarkveðjur flyt ég
frá okkur öllum í fjölskyldunni.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín mágkona, Sigurlaug.
Fótmál dauðans fljótt er stigið
fram að myrkum grafarreit,
mitt er hold til moldar hnigið
máske fyrr en af ég veit.
Heilsa, máttur, fegurð, fjör
flýgur burt sem elding snör.
Hvað er lífið? Logi veikur,
lítil bóla, hverfull reykur.
Margur einn í aldurs blóma
undi sæll við glaðan hag,
brátt þá frepin heyrðist hljóma:
Heill í gær, en nár í dag. -
Ó, hve getur undraskjótt
yfír skyggt hin dimma nótt!
Fyrir dyrum dauðans voða
daglega þér ber að skoða.
(Bjöm Halldórsson frá Laufási)
Imma frænka er dáin. Hún varð
bráðkvödd á heimili sínu í Hæðar-
garði 28, hinn 11. febrúar sl.
Hún var fædd á Sauðárkróki 13.
júlí 1928 og var elsta barn afa og
ömmu, þeirra Páls Þorgrímssonar
og Pálínu Bergs. Þau eru bæði lát-
in. Eftirlifandi systkini Immu eru:
Sigmundur, Jóhanna og Bragi.
Bróðir þeirra Sigtryggur, faðir und-
irritaðrar, lést árið 1964, rúmlega
þrítugur að aldri.
Imma var gift Jóni Magnússyni,
útvarpsvirkjameistara, en hann
varð bráðkvaddur 1981. Þau áttu
tvo syni, Pál, en kona hans er Esth-
er Ragnarsdóttir, og Jón Brynjar,
sem bjó með móður sinni. Þung er
sorg þeirra nú, er þeir öðru sinni
verða fyrir ástvinamissi með svo
snöggum hætti. Guð blessi þau í
sorginni og veiti þeim styrk.
Lengst af bjuggu Imma og Jón
á Vatnsstíg 10. Þaðan á ég margar
góðar minningar og þar var mitt
annað heimili þau níu ár sem ég bjó
í Reykjavík. Ætíð var ég velkomin
á heimili þeirra og þar var mér allt-
af vel tekið. Margt var rætt yfir
kaffibolla á Vatnsstígnum. Þar var
hlegið og þar var grátið, grínast
og málin rædd af alvöru.
En nú er komið 'að kveðjustund.
Ég vil þakka alla þá hlýju og vin-
semd sem þú sýndir mér. Þú varst
mér í senn frænka og góð vinkona.
Ó, allt það gott, sem gafst mér þú,
þín geymi máttug höndin nú.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Ég bið guð að sefa sorgir son-
anna og annarra ástvina.
Minning þín lifir.
Inga.
„Lífíð er fljótt, líkt er það eldingu
sem geysar um nótt.“ Þessar ljóðlín-
ur komu upp í hugann, þegar ég
frétti um andlát Ingibjargar Bryn-
hildar Pálsdóttur eða Immu Páls,
eins og við kölluðum hana alltaf.
Hún var fædd á Sauðárkróki 13.
júlí 1928, og voru foreldrar hennar
Pálína Bergsdóttir og Páll Þor-
grímsson á Suðurgötu 9 þar í bæ.
Þar ólst Imma upp ásamt fjórum
systkinum við gleði og leik og
ástríki fjölskyldunnar. Imma fór
snemma að heiman. Hún lauk prófi
úr Unglingaskólanum á Sauðár-
króki og hélt svo í Laugarvatnsskól-
ann. Eftir að hafa lokið prófi þar
fór hún til Reykjavíkur og stundaði
þar ýmis störf.
Á gamlársdag 1960 giftist hún
Jóni Magnússyni. Þau settu saman
bú'sitt á Vatnsstíg 10, en árið 1981
missir hún mann sinn. Þau eignuð-
ust tvo syni, Pál og Jón Brynjar.
Páll giftist Esther Ragnarsdóttur
og stofnaði sitt eigið heimili, en
Imma og Jón Brynjar fluttu að
Hæðargarði 28 hér í borg og þar
bjó Imma til æviloka. Jón Brynjar
bjó alltaf með mömmu sinni og var
henni stoð og bar hana á höndum
sér eins og best verður gert. Imma
vann alltaf utan heimilis, og nú síð-
ast í mörg ár í Þvottahúsinu Grýtu.
Þegar Kvennadeild Skagfirð-
ingafélagsins í Reykjavík var stofn-
uð árið 1963, gekk Imma snemma
til liðs við hana. Hún var ávallt
boðin og búin til að vera þar í nefnd-
um og gera allt sem hún gat til
þess að efla þann félagsskap. Það
var alltaf ánægjulegt að leita til
Immu sem sagði yfirleitt já við öllu,
sem hún var beðin um að vinna í
þágu deildarinnar, enda unni hún
Skagafirðinum sinum alla tíð og
naut þess í ríkum mæli að skreppa
norður.
Við allar í Kvennadeildinni kveðj-
um Immu okkar með miklum sökn-
uði um leið og við þökkum fyrir að
hafa fengið að kynnast henni og
vinna með henni í öll þessi ár að
hugðarefnum okkar fyrir héraðið
okkar fagra.
Ég bið góðan guð að blessa hana
í nýrri vegferð.
Guðrún Þorvaldsdóttir.
Föstudaginn 11. febrúar leitaði
mamma okkur systkinin uppi til að
segja okkur að Imma frænka væri
dáin. Viðbrögðin voru eins hjá okk-
ur öllum: Af hveiju núna? Hún var
búin að vera svo hress, auk þess á
besta aldri. Kallið gerir ekki alltaf
boð á undan sér.
Ingibjörg, eða Imma eins og við
kölluðum hana, fæddist á Sauðár-
króki 13. júlí 1928, dóttir Páls Þor-
grímssonar og Pálínu Bergsdóttur.
Var hún elst fimm systkina. Þijú
þeirra lifa systur sína, Sigmundur,
býr á Sauðárkróki, Jóhanna og
Bragi sem búa í Keflavík. Sigtrygg-
ur lést úr veikindum 1964. Imma
eignaðist tvo syni, Pál Þorgríms
1956 og Jón Brynjar 1960. Hún
giftist Jóni Magnússyni smið og
útvarpsvirkja en hann andaðist
1981. Leiðir þeirra liggja því saman
á ný eftir tæp 13 ár.
Við eigum Immu frænku mikið
að þakka, það var henni að þakka
að foreldrar okkar rugluðu saman
reitum. Hún var ráðskona hjá móð-
urafa okkar, Þórarni Ólafssyni í
Keflavík, árin 1956-59. Bróðir
hennar, Bragi, kom suður til systur
sinnar og gerði hosur sínar grænar
fyrir heimasætunni. Sem betur fer
tókst það.
Það er ein minning sem skýtur
alltaf upp kollinum þegar minnst
er á Immu, en það er jólasveinninn.
Hjá henni bjó jólasveinn úr Esjunni
sem var gjafmildur á sælgæti úr
pokanum sínum. Litlir auðtrúa
krakkar féllu fyrir þessum jóla-
sveini sem sat uppi á skáp og hristi
höfuðið.
Páll, Jón Brynjar og aðrir sem
eiga um sárt að binda, við sendum
ykkur samúðarkveðjur. Við vitum
að Imma frænka er á góðum stað
í góðum félagsskap. Höldum minn-
ingu um góða konu hátt á lofti.
Krakkarnir Langholti 7.
r , ÚTFARARSÁLMAR '
T ÞAKKARKORT T
Gott verð, stuttur afgreiðslutími
PERSÓNULEG PRENTPJÓNUSTA
LETURprent
l Sfðumúla 22 - Sími 30 6 30 )
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HELGA BJÖRNSDÓTTIR,
Brekastíg 24b,
áður til heimilis t Klöpp,
Vestmannaeyjum,
lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þann 17. febrúar 1994.
Georg Þ. Kristjánsson, Kristrún Harpa Rútsdóttir,
Björn Kristjánsson, Margrét Sigrún Skúladóttir,
Guðfinna S. Kristjánsdóttir, Hafsteinn Stefánsson,
Margrét G. Kristjánsdóttir, Reynír S. Jóhannesson,
Drífa Kristjánsdóttir, Björn Þorgrímsson,
Mjöll Kristjánsdóttir, Sigurjón Birgisson,
Óðinn Kristjánsson, Hulda Sæland Árnadóttir,
Þór Kristjánsson,
og barnabörn.
t
JÓN BJÖRNSSON
rithöfundur,
sem lést 15. febrúar verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstu-
daginn 25. febrúar kl. 13.30.
Fyrir hönd barnabarna og systkina hins látna,
Björn Jónsson, Elsa Árnadóttir.
t
Ástkær móðir, tengdamóðir, systir, mágkona og frænka,
INGIBJÖRG BRYNHILDUR PÁLSDÓTTIR,
Hæðargarði 28,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 21. febrúar
kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Jón Brynjar Jónsson,
Páll Þorgríms Jónsson, Esther Maria Ragnarsdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa-
langamma,
MARTA JÓNSDÓTTIR
frá Nýborg,
Akurgerði 5,
Akranesi,
sem lést 13. febrúar sl., verður jarðsungin frá Akraneskirkju,
mánudaginn 21. febrúar kl. 14.00.
Magnús Guðmundsson, Ester Jónsdóttir,
Anna Guðmundsdóttir, Sigurður Geirsson,
Dóra Guðmundsdóttir, Karl H. Karlsson,
Steinunn Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðbjörnsson,
Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Ásgeir Kr. Ásgeirsson,
Sigurður Guðmundsson, Nanna Sigfúsdóttir,
Pálmi Guðmundsson, Hanna Benediktsdóttir,
Elm Sveinsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
t
Jarðarför systur minnar,
SIGÞRÚÐAR JÓNSDÓTTUR,
Unnarbraut 24,
Seltjarnarnesi,
fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, miðvikudaginn 23. febrúar
kl. 13.30.
Hörður Jónsson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ODDUR HALLDÓR JÓNSSON,
Tunguheiði 4, Kópavogi,
fyrrverandi bóndi,
Kolsholti, Árnessýslu,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 22. febrúar
kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Gigtarfélag
íslands.
Svanhildur Sigurðardóttir,
Sigurður Oddsson, Elfn Andrésdóttir,
Gyða Oddsdóttir, Jóhann Guðmundsson,
Bryndís Oddsdóttir
og fjölskyldur.
t
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir,
móðursystir, systir, amma og lang-
amma,
AGNES MATTHÍASDÓTTIR
frá Grímsey,
Álfheimum 26,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju
þriðjudaginn 22. febrúar kl. 13.30.
Matthías Ásgeirsson,
Kristín Ásgeirsdóttir Johansen,
Hrafnhildur Ásgeirsdóttir,
Guðbjörg Ásgeirsdóttir,
Sólveig Asgeirsdóttir,
Ásgeir Kr. Asgeirsson,
Guðný Hreiðarsdóttir,
Rannveig Matthíasdóttir,
Sólveig Sigurðardóttir,
Rolf Johansen,
Hlöðver Örn Vilhjálmsson,
Eyjólfur Jónsson,
Pétur Sigurgeirsson,
Aðalbjörg Guðmundsdóttir,
Matthías Hreiðarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ARNDÍSAR JÓNSDÓTTUR,
Espigerði 4.
Helga Karlsdóttir, Þórhallur Ingason,
Aðalheiður Karlsdóttir, Kristinn B. Ragnarsson,
Jóhanna Berta og Karl.