Morgunblaðið - 20.02.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.02.1994, Blaðsíða 30
30 M ORGÚNBLAÐÍÐ ATVINNA/RAÐ/SIVIÁ söiSnud AGUR 20. FEBRUAR 1994 ' ATVIN N if A UGL YSINGA R Lyfjafræðingur Vegna aukinna umsvifa innan lyfjadeildar fyrirtækis okkar auglýsum við eftir lyfjafræð- ingi til starfa. Umsóknir, merktar „Lyfjafræðingur", sendist til Austurbakka hf. fyrir 1. mars nk. Með allar umsóknir verður farið sem trúnað- armál og öllum umsóknum verður svarað. Austurbakki hf., umboðs- og heildverslun, Borgartúni 20, 105 Reykjavík. Góð skapgerð Virt og gamalgróin fasteignasala í Austur- borginni óskar eftir að ráða starfsmann til símavörslu og móttöku vjðskiptavina eins fljótt og hægt er. Æskilegt er að væntanlegur starfsmaður hafi gott viðmót, ákveðna, en jafnframt kurteis- lega framkomu, einhverja reynslu af tölvu- notkun og geti unnið undir álagi. Umsóknir, með helstu persónuupplýsingum og þeim upplýsingum öðrum, sem máli skipta, óskast sendar til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „Hress- 10387“, fyrirfimmtu- daginn 24. febrúar 1994. Öllum umsóknum verður svarað. Rafeindavirkjar - tæknifræðingar ' * Traustfyrirtæki með marga góða starfsmenn leitar að tveimur snjöllum starfsmönnum til að sinna viðhaldi og eftirliti með flóknum tölvu- og fjarskiptabúnaði. Starfsmennirnir sem leitað er að þurfa að hafa staðgóða þekkingu og reynslu í viðhaldi á tölvum og öðrum rafeindabúnaði. Æskileg menntun er rafmagnstæknifræði, rafeindavirkjun eða símvirkjun. Góð kunnátta í ensku, jákvætt hugarfar, öguð vinnubrögð, reglusemi og góð- ur samstarfsvilji eru forsenda fyrir ráðningu. Starfsmennirnir þurfa að geta hafið störf eigi síðar en í maí/júní nk. Starfið næstu 18 til 24 mánuði verður í Los Angeles og er flutningur starfsmanns og fjöl- skyldu greiddur af vinnuveitanda. Við heim- komu til íslands verður um að ræða vakta- vinnu sem fram fer á Reykjanesi. Um framtíð- arstarf er að ræða og forsenda að viðkom- andi hyggist starfa áfram hjá fyrirtækinu eft- ir heimflutning til íslands. Góð laun í boði. Þeir sem áhuga hafa á störfum þessum sendi nafn og upplýsingar um menntun og starfs- feril til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „RT - 10253“, fyrir 26. febrúar nk. Læknaritarar óskast Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði óskar að ráða læknaritara til afleysinga. Upplýsingar veitir yfirlæknir í síma 98-30300. Heilsustofnun NLFÍ. Laus störf Prentsmiðja í borginni, óskar að ráða starfs- fólk í eftirtalin störf, sem fyrst. Aðeins koma til greina einstaklingar sem reykja ekki. Tölvuvinnsla Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á Macintosh quatra umhverfi, (setning, um- brot, myndvinnsla o.þ.h.). Lagermaður Leitað er að duglegum og reglusömum ein- staklingi sem getur gengið í flest störf. Þarf að hafa eigin bifreið. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar til 28. febrúar nk. GijðntTónsson RADCJÓF &RÁÐNINCARÞJÓNUSTA TJARNARGÖTU 14. 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 Tölvunarfræðingur Óskum að ráða tölvunarfræðing til starfa hjá verkfræði- og tölvufyrirtæki í Reykjavík. Verksvið: 1. Viðhald og gerð hugbúnaðarkerfa. 2. Þjónusta við notendur. 3. Þarfagreining, hönnun og forritun. 4. Tölvuráðgjöf. Við leitum að tölvunarfræðingi með þekk- ingu og reynslu af forritun í Windows um- hverfi. Forritunarmál: C, C++ og Visual-basic. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Traust verkfræðistofa 045“ fyrir 1. mars nk. Hagvai ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Lögreglumenn Stöður tveggja lögreglumanna í lögregluliði Vestmannaeyja eru lausar til umsóknar. Ráðningartími er frá 17. mars 1994 til 15. september 1994. Umsækjendur skulu hafa lokið prófum frá Lögregluskóla ríkisins. Launakjör eru sam- kvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum skal skila til undirritaðs fyrir 28. febrúar nk. Vestmannaeyjum, 17. febrúar 1994. Sýsiumaðurinn í Vestmannaeyjum, Georg Kr. Lárusson. LANDSPÍTALINN Reyklaus vinnustaður 1. AÐSTOÐARLÆKNIR Starf 1. aðstoðarlæknis á Barnaspítala Hringsins er laust til umsóknar. Ráðningar- tímabil er 1. júlí 1994-30. júní 1995. Auk venjubundinna starfa aðstoðarlæknis er ætl- ast til virkrar þátttöku í rannsóknastarfsemi deildarinnar. Tekur þátt í bundnum vöktum skv. fyrirfram gerðri áætlun. Starfsreynsla á barnadeild æskileg. 1. aðstoðarlækni eru falin ábyrgðarmeiri störf, eftirlit með yngri aðstoðarlæknum, þátttaka í kennslu lækna- nema og nemenda eða starfsfólks í öðrum heilbrigðisgreinum. Um getur verið að ræða námsstöðu í barnalækningum eða starfs- þjálfun til stuðnings í öðrum sérgreinum. 2. AÐSTOÐARLÆKNIR Starf 2. aðstoðarlæknis á Barnaspítala Hringsins er laust til umsóknar. Ráðningar- tímabil erfrá 1. júlí-31. desember 1994. Um er að ræða venjubundin störf aðstoðar- lækna. Þátttaka í bundnum vöktum skv. fyrir- fram gerðri áætlun. Umsóknum skal skila á eyðublöðum lækna og senda forstöðulækni, Víkingi H. Arnórs- syni, prófessor, sem veitir nánari upplýsingar í síma 601050. Ljósrit af prófskírteini og upplýsingum um starfsferil ásamt vottorðum frá yfirmönnum fylgi. Umsóknarfrestur er til 20. mars 1994. RIKISSPÍT ALAR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstétta og fjölbreyttri rannsóknastarf- semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með, og leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi. Skýrsla umhverfisráðuneytis um ástand fráveitumála sveitarfélaga Ríkið styrki sveitarfélög með fjórðungi kostnaðar ÁSTAND fráveitumála hérlendis er á flestum stöðum ófullnægjandi og eru framkvæmdir til úrbóta stærsta verkefnið í umhverfismálum sem íslendingar þurfa að leysa. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu fráveitunefndar umhverfismálaráðuneytisins. í skýrslunni kemur fram aðfetofnkostnaður fullnægjandi fráveitukerfis sé á bilinu 30-80 þúsund á hvern Ibúa og telur nefndin að til sllkra framkvæmda þurfi sveitarfé- lögin fjárstuðning frá ríkinu til stofnframkvæmda og nemi sá styrkur um fjórðungi af kostnaði. Framkvæmdir á höfuðborgar- svæðinu bendir til að kostnaður þar sé um 40-45 þúsund á hvern íbúa. Við þetta bæstist svo rekstrarkostn- aður. Segir nefndin það brýnt verk- efijá að koma þessum málum í viðun- andi horf og þannig uppfylla tilskip- anir Evrópusambandsins um hreins- un skoips ira pettoyn sem eru niuti af EES-samningnum sem Island hefur gerst aðili að. Skólpi er víðast hvar veitt beint í sjó eða ferskvatn hér á Iandi án þess að það sé hreinsað. Einnig eru skólprör yfirleitt lögð það skammt út í sjó að þegar fjarar út fellur frá útrásarrörunum. Nokkur sveitarfé- lög eru með rotþrær og hjá sveitarfé- lögum sem ekki eiga þess kost að leiða skolp í sjó hefur verið krafist tveggja þrepa hreinsunar skolps og í samræmi við mengunarreglugerð. Bent er á að slæmt ástand í frá- veitumálum geti skaðað ímynd landsins út á við og haft neikvæð áhrif á markaðssetningu fram- leiðsluvara og þjónustu, til dæmis sé Evrópusambandið mikilvægur markaður fyrir íslenskar vörur. í tilskipun Evrópusambandsins er gert ráð fyrir að stærri þéttbýlis- kjarnar verði búnir að uppfylla skil- yrði tilskipunarinnar fyrir árið 2000 en smærri staðir fyrir árið 2005. Nokkur sveitarfélög byrjuð á umbótum Fæst sveitarfélög hér á landi upp- fylla þá tilskipun en nokkur sveitar- félög eru bytjuð að laga fráveitu- kerfi sín að gildandi reglum. Þeirra á meðal eru Reykjavík, Hafnarfjörð- ur, Akureyri og Hella. Markmið tillagna nefndarinnar um endurbætur er að losun skolps hafi ekki neikvæð áhrif á umhverfið. ísland hefur nokkra sérstöðu, ekki eru gerðar jafn mikllar kröfur um hreinsun skolps og í Evrópusam- bandslöndum þar sem oft eru gerðar kröfur um tveggja þrepa hreinsun. Skipulagning mikilvæg Nefndin Ieggur áherslu á að sveit- arfélög skipuleggi framkvæmdirnar sem fyrst og hvernig fjármögnun skuli háttað þannig að það nýttist sem best. Einnig beri að skoða hreinsun skolps og ástand sjávar, ferskvatns eða jarðvegs í samhengi og koma yrði í veg fyrir offjárfest- ingu. Þessar framkvæmdir eru dýrar og ólíklegt talið að sveitarfélög, sér- staklega þau smærri, hafi bolmagn til að standa að þeim sjálf. Því telur nefndin að til þurfi að koma fjár- stuðningur frá ríkinu til stofnfram- kvæmda og nemi sá styrkur um fjórðungi af kostnaði. Núverandi verkaskipting haldist Nefndin vill að sveitarfélögin fylg- ist sjálf með fráveitukerfi sínu og ástandi lífríkisins þar sem skólpi er veitt út í það. Hún telur að verka- skipting ríkis og sveitarfélaga eigi að haldast í því horfi sem hún er nú og á Hollustuvernd ríkisins að hafa yfirumsjón með því. Nefndina skipuðu Sigurbjörg Sæ- mundsdóttir, formaður, Björn Árna- son, bæjarverkfræðingur, Davíð Egilsson, deildarstjóri, Ólafur Pét- ursson, fortöðumaður, Sigurður I. Skarphéðinsson, gatnamálastjóri og Helgi Jensson, deildarnáttúrufræð- ingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.