Morgunblaðið - 20.02.1994, Side 34
34
• MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1994
RADA UGL YSINGAR
Matvörukaupmenn
Óska eftir samstarfi við matvöruverslun eða
birgðaverslun. Um er að ræða verslun á
nýjum markaði þar sem hægt er að ná mik-
illi veltu með mjög litlum tilkostnaði. Óskað
er eftir aðila sem hefur lágt vöruverð og
þokkalega rúmgott húsnæði.
Áhugasamir sendi nafn og síma til augldeild-
ar Mbl. fyrir 27. febrúar merkt: „S - 13091
Dægurlagakeppni
Undirbúningsnefnd Sumarsæluviku Skag-
firðinga gengst fyrir dægurlagakeppni í
tengslum við fjölskylduhátíð sumarið 1994.
Lögum skal skilað á nótum (hljómsettum
með laglínu) og sungnum eða spiluðum inn
á hljóðsnældu. Textinn skal fjalla um Skaga-
fjörð. Skilið snældunum undir dulnefni, en
látið fullt nafn og símanúmer fylgja með í
merktu, lokuðu umslagi.
Hilmar Sverrisson, tónlistarmaður á Sauðár-
króki, mun veita aðstoð við útsetningar og
upptökur til endanlegs flutnings, ef óskað
er, en hann rekur hljóðver á Sauðárkróki.
Upplýsingar í síma 95-35090.
Dómnefnd mun velja 10 lög sem keppa síðan
til verðlauna úrslitakvöldið 14. apríl.
Lögin verða flutt af hljómsveit sem stofnsett
verður sérstaklega af þessu tilefni.
Lögunum skal skila eigi síðar en 20. mars
til dómnefndar, Stjórnsýsluhúsinu, Skagfirð-
ingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki.
Vegleg verðlaun verða í boði, auk þess sem
lagið verður notað sem kynningarlag fyrir
hátíðina og gert við það myndband.
Undirbúningsnefnd.
Samkeppni um merki
Félag tölvunarfræðinga efnir til samkeppni
um hönnun merkis fyrir félagið.
Merkið, sem umfram allt á að vera stílhreint
og einfalt, á fyrst og fremst að nota á bréfs-
efni og almennt sem tákn félagsins.
Æskilegt er að nafn félagsins komi fram,
annað hvort tengt merkinu eða sem hluti af
því. Skila skal teikningu af merkinu ásamt
útfærslu þess á bréfsefni, í umslagi merktu
dulnefni en nafn höfundar fylgi með í lokuðu
umslagi.
Sé merkið í fleiri en einum lit skal einnig
sýna útfærslu þess í mismunandi tónum eins
lits.
í aðalverðlaun er vönduð Macintosh far-
tölva frá Apple-umboðinu en einnig verða
veitt auka verðlaun frá Bóksölu stúdenta.
Samkeppnin er öllum opin og er skilafrestur
til 1. apríl 1994.
Hugmyndum skal skila til Félags tölvunar-
fræðinga, pósthólf 8573, 128 Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir Kjartan Guðmunds-
son, formaður Félags tölvunarfræðinga, í
síma 608000.
Félagið áskilur sér rétt til að nýta, að höfðu
samræðj við höfunda, hluta hugmyndar eða
hafna þeim öllum.
Apple
A;
VKS
ÍSLANDSBANKI
ORACLE'
Töiuumiðslöðin hi
bók/fclk/tader\tfc
Veðskuldabréf
Hef áhuga á að kaupa veðskuldabréf með
allt að 5-15 ára lánstíma.
Virkni hf.,
Lágmúla 7,
sími 812800.
Skákkeppni stofnana
og fyrirtækja 1994
hefst í A-riðli mánudaginn 21. febrúar
kl. 20.00 og í B-riðli miðvikudaginn 23. febrú-
ar kl. 20.00. Skráning stendur yfir.
Taflfélag Reykjavíkur,
Faxafeni 12,
símar 681690 og 813540.
Frá menntamálaráðuneytinu
Styrkir til námsefnisgerðar
á framhaldsskólastigi
Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir um-
sóknum um styrki til námsefnisgerðar í bók-
legum og verklegum greinum á framhalds-
skólastigi.
Umsóknir skulu berast menntamálaráðu-
neytinu, námsefnisnefnd, Sölvhólsgötu 4,
150 Reykjavík, fyrir 11. mars nk. á þar til
gerðum eyðublöðum, sem hægt er að fá í
ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
18. febrúar 1994.
Frá menntamálaráðuneytinu
4x51
Styrkurtil háskólanáms
íFinnlandi
Finnsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa
íslendingum til háskólanáms og rannsókna-
starfa í Finnlandi námsárið 1994-95.
Styrkurinn er veittur til níu mánaða dvalar
og styrkfjárhæðin er 3.000 finnsk mörk á
mánuði.
Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum
afritum prófskírteina og meðmælum, skulu
sendar til menntamálaráðuneytisins, Sölv-
hólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 25. mars nk.
á sérstökum umsóknareyðublöðum sem
þar fást
Menntamálaráðuneytið,
18. febrúar 1994.
The Scandinavia-iapan Sasakawa
Foundation
Auglýsing um styrki
íslandsdeild Scandinavia-Japan Sasakawa
Foundation mun á árinu 1994 veita nokkra
styrki til að styrkja tengsl íslands og Japans
á sviði vísinda, viðskipta og menningar.
Styrki þessa má bæði veita stofnunum og
einstaklingum vegna verkefna í Japan eða
samstarfs við japanska aðila.
Ekki verða veittir venjulegir námsstyrkir, en
bæði ferðastyrkir og styrkir vegna skamm-
tímadvalar í Japan koma til greina, auk verk-
efnastyrkja tengdum Japan.
í umsókn, sem verður að vera á ensku,
sænsku, norsku eða dönsku, skal gefa stutta
en greinargóða lýsingu á fyrirhuguðu verk-
efni ásamt fjárhagsáætlun og nöfnum um-
sagnaraðila eða meðmælenda.
Umsóknir skal senda fyrir 1. apríl nk. til
Vísindaráðs,
Bárugötu 3,
101 Reykjavík.
KÓPAVOGSBÆR
Tilkynning um forval
Hamraborg - bílageymslur
Kópavogskaupstaður býður hér með þeim
fyrirtækjum sem áhuga hafa á, að taka þátt
í forvali verktaka vegna viðgerða á bíla-
geymslum í Hamraborg í Kópavogi. Um er
að ræða steypuviðgerðir, ásteypu og járna-
lögn í gólf ásamt lagningu regnvatnslagna.
Áætluð verklok eru 15. júlí 1994.
Forval nefnist:
Hamraborg - viðgerð á bflageymslum.
Forvalsgögn eru eftirfarandi:
Tilkynning þessi um forval
Forvalslýsing.
Útfylltum forvalsgögnum vegna þessa for
vals skal skila í lokuðu umslagi merktu nafni
forvals til tæknideildar Kópavogskaupstaðar
í síðasta lagi kl. 15.00 þriðjudaginn 1. mars
1994.
Kópavogi, 18. febrúar 1994,
tæknideild Kópavogskaupstaðar.
Aðalfundur
MND-félags íslands verður haldinn laugar-
daginn 26. febrúar í safnaðarheimili Lang-
holtskirkju og hefst kl. 14.00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, stjórnar-
kjör og önnur mál.
Stjórnin.
VBarnaheiIl
Stofnfundur Reykjavíkur-
deildar Barnaheilla
Þriðjudaginn 22. febrúar kl. 20.30 verður
haldinn stofnfundur Reykjavíkurdeildar
Barnaheilla í samkomusal Réttarholtsskóla.
Dagskrá:
1. Arthur Morthens formaður flytur erindi
um starf samtakanna.
2. Lagt fram frumvarp að lögum.
3. Kosning stjórnar.
4. Val fulltrúa á landsþing Barnaheilia.
Allir félagar Barnaheilla í Reykjavík hvattir til
að mæta.
Aðalfundur
Gæðastjórnunarfélags íslands verður hald-
inn fimmtudaginn 24. febrúar nk. í Ársal
Hótel Sögu og hefst kl. 15.00.
Dagskrá:
Kl. 15.00 - 16.15: Erindi og umræður um
gæðastjórnun á íslandi
1. Skýrsla stórnar og stefnumótun. Davíð
Lúðvíksson formaður Gæðastjórnunarfé-
lags íslands.
2. Skýrslur formanna faghópa.
3. Viðurkenning til félagsmanna.
4. Frá handafli til hugvits, Gæðastjórnun og
framtíðarsýn. Þorkell Sigurlaugsson,
framkvæmdastjóri Þróunarsviðs Eim-
skips.
5. Fyrirspurnir og umræður.
Kl. 16.15 -17.00: Venjuleg aðalfundarstörf.
0. Kjör fundarstjóra og ritara.
1. Lýst eftir málum.
2. Reikningar félagsins 1994.
3. Breytingar á lögum félagsins.
4. Ákvörðun félagsgjalda 1994.
5. Kjör stjórnar og endurskoðenda.
6. Önnur mál.
TÆKIFÆRI 0KKAR TÍMA