Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 25 Mandela kvartar yfir „miklum spellvirkjum“ í kosningunum í Suður-Afríku Kjördögum fjölgað í sex fyrrverandi heimalöndum Hvítir og svartir bíða saman SVARTIR og hvítir kjósendur bíða eftir því að geta kosið í Sand- ton, útborg við Jóhannesarborg. ^ Jóhannesarborg. Reuter. ÓHÁÐA kjörsljórnin í Suður- Afríku lagði til í gær að kjördög- um yrði fjölgað í KwaZulu og fimm fleiri fyrrverandi heima- löndum blökkumanna vegna vandamála sem komu upp í kosn- ingunum í gær og fyrradag. Skortur var á kjörgögnum á nokkrum kjörstöðum þar sem tugir þúsunda blökkumanna biðu eftir því að geta kosið í fyrsta sinn. Herinn var fenginn til að- stoðar og flugvélar og þyrlur voru notaðar við dreifingu kjör- gagnanna. Nelson Mandela, leið- togi Afríska þjóðarráðsins (ANC), sem er líklegur til að verða fyrsti blökkumaðurinn í embætti forseta landsins, gagn- rýndi ringulreiðina við fram- kvæmd kosninganna og sagði að „mikil spellvirki" hefðu verið unnin í kosningunum á nokkrum svæðum blökkumanna. Búist var við að Framkvæmda- ráðið (TEC), sem hefur yfirumsjón með breytingunum á stjórnkerfinu, fallist á tillögu kjörstjórnarinnar. Kjörstaðirnir sem urðu uppi- skroppa með kjörgögn eru á þétt- býlum svæðum blökkumanna. Þeir sem ekki gátu neytt atkvæðisréttar síns vegna þessa eru ekki stórt hlut- fall af öllum kjósendunum en at- kvæði þeirra gætu reynst afar mik- ilvæg. Nokkrir embættismenn sögðust telja að heildarfjöldi atkvæðisbærra manna hefði verið vanmetinn og það hefði valdið skortinum á kjör- gögnunum. Meðan aðskilnaðar- stefnan var í gildi lögðu suður- afrísk stjórnvöld litla áherslu á manntal í byggðum blökkumanna. Mandela, sem er 75 ára að aldri, virtist þreyttur eftir langa og erfíða kosningabaráttu þegar hann kom fram í sjónvarpsviðtali í gær. Kosn- ingunum átti að ljúka klukkan 17.00 í gær að íslenskum tíma og Mandela krafðist þess að kjördög- unum yrði fjölgað „til að tryggja að allir kjósendur fengju tækifæri til að neyta atkvæðisréttar síns“. „Að mínu mati er ljóst að unnin hafa verið mikil spellvirki... þetta ástand er algjörlega óviðunandi,“ sagði hann í viðtalinu. Mangosuthu Buthelezi, leiðtogi Inkatha-frelsisflokks Zúlú-manna, féll frá hótun sinni um að draga sig út úr kosningunum vegna vandamálanna sem komu upp. Hann sagði að á fundi sem efnt var til áður en kjörstaðir voru opnaðir í gær hefði náðst samkomulag um ráðstafanir sem ættu að leysa vand- ann. Aðeins um 70% kjörstaðanna í grennd við Jóhannesarborg, þétt- býlasta svæði landsins, voru opin á miðvikudag vegna skorts á kjör- gögnum. A nokkrum öðrum kjör- stöðum voru á hinn bóginn nánast engir kjósendur í gær vegna mikill- ar kjörsóknar fyrstu tvo kjördag- ana, á þriðjudag og miðvikudag. Reuter Fimm forsetar AUK Clintons voru fjórir fyrrverandi forsetar Bandarikjanna við útför Nixons. Talið frá vinstri eru Bill og Hillary Clinton, George og Barbara Bush, Ronald og Nancy Reagan, Jimmy og Rosalynn Carter og Gerald og Betty Ford. Fyrir ofan Clinton á myndinni er Bob Dole og kona hans, Elizabeth. í ræðu sinni i fyrradag minntist Clinton Nixons sem breyskrar, bandarískrar hetju en ekki sem póli- tísks bragðarefs. „Honum urðu á mistök og þau eru hluti af lífi hans eins og allt það, sem hann afrekaði," sagði Clinton. Henry Kissinger, utan- ríkisráðherra Nixons og samheiji hans í viðræðunum við stjórnvöld í Moskvu og Peking og um lyktir Víet- namstríðsins og frið í Miðausturfönd- um, minntist hans einnig og átti bágt með sig þegar hann talaði um „lokasáttina". Friðflytjandi Nixon hafði óskað þess við vini sína, að útförin yrði sem látlausust en viðhöfnin reyndist þó ekki minni en þegar Lyndon B. Johnson var jarð- settur 1973. Hann var lagður til hvíldar við hlið konu sinnar, Pat, að viðstöddum fulltrúum 89 ríkja, skotið var 21 fallbyssuskoti og uppi yfir flugu herþotur í fylkingu, sem tákn- ar að manns sé saknað. Tricia, dótt- ir Nixons, lagði samanbrotinn fánann á gröf föður síns og þótti bera sig vel en Julie Eisenhower, yngri dóttir hans, grét. Á legsteininn er letrað: „Richard Nixon, 1913-1994. Sagan getur ekki gefíð neinum manni betri gjöf en heitið friðfiytjandi." Hart bar- ist í Jemen JEMENSKAR hersveitir börðust í gær við skriðdrekasveit í grennd við Sanaa og heimildarmenn í borg- inni sögðu þetta hörðustu bardaga í landinu frá sameiningu þess fyrir fjórum árum. Hersveitir frá norður- hlutanum, undir stjórn hálfbróður forseta landsins, börðust við her- sveit frá suðurhlutanum sem var flutt norður eftir sameininguna. Fylgi Majors minnkar FYLGI breska íhaldsflokksins er minna en nokkru sinni frá því Marg- aret Thatcher komst til valda fyrir 15 árum, samkvæmt skoðanakönn- un sem birt var í gær. 26% að- spurðra sögðust styðja íhaldsmenn, tveimur prósentustigum færri en fyrir mánuði, en fylgi Verkamanna- flokksins var 47%. Aðeins um 20% sögðust ánægð með frammistöðu Johns Majors sem forsætisráðherra. Kravtsjúk vill fresta kosningnm LEONÍD Kravtsjúk, forseti Úkra- ínu, kvaðst í gær ætla að biðja þing- ið um að fresta forsetakosningun- um, sem eiga að fara fram í júní, þar sem þær gætu skapað algjört stjórnleysi í landinu. Hann kvaðst ekki ætla að sækjast eftir endur- kjöri nema sett yrðu lög sem skil- greindu valdsvið þings og forseta. Fjörug bílaviðskipti Vantar góða bíla á sýningarsvæðið. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraun Kopavogi, simi 571800 Opið sunnudaga kl. 13-18. Tilboðsverð: Range Rover 4ra dyra ’84, hvítur, sjálfsk., ek. 129 þ., sóllúga o.fl. Selst á kr. 630 þús. stgr. (vegna flutnings erlendis). MMC Colt GLi '93, rauður, 5 g., ek. að- eins 2 þ. km. V. 1040 þús. MMC Lancer EXE '92, sjálfsk., ek. 31 þ., rafm. í rúðum, central læsing o.fl. V. 1090 þús., sk. á ód. MMC Colt GTi '89, rauður, 5 g., ek. 90 þ., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 830 þús. Honda Civic DX '89, 3ja dyra, sjálfsk., ek. 70 þ. V. 620 þús. stgr. MMC Pajero V-6 langur '91, sjálfsk., ek. 39 þ. V. 2350 þús. MMC L-300 Mínibus 4x4 '90, 5 g., ek. 82 þ. V. 1370 þús., sk. á ód. Saab 900i 5 dyra '86, sjálfsk., ek. 160 þ. Tilboðsverð 395 þús. stgr. Cherokke Laredo '88, sjálfsk., ek. 81 þ., m/öllu. Óvenju gott eintak. V. 1580 þús. Honda Civic LSi Sedan '92, rauður, sjálfsk., ek. 36 þ., rafm. í rúðum, 2 dekkjag. o.fl. V. 1290 þús. Renault 21 GTX Nevada 4x4 station '90, dökkgrænn, 5 g., ek. 61 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 1180 þús., sk. á ód. MMC Lancer GLXi hlaðbakur '90, sjálfsk., ek. 52 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 850 þús. Toyota Corolla XL '88, 3ja dyra, 4 g., ek. 61 þ., reyklaus. V. 520 þús. Toyota Carina II GLi 2000 '90, sjálfsk., ke. 70 þ., m/öllu. V. 990 þús. Nissan Sunny 1600 SLX 4x4 '90, 5 g., ek. 70 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 830 þús., sk. á ód. Toyota Corolla STD '90, rauður, 4 g., ek. 79 þ. V. 590 þús. Daihatsu Charade TX '90, 5 dyra, 5 g., ek. 73 þ. V. 590 þús. Toyota Double Cab SR5 '92, h 43 þ. Gott eintak. V. 1830 þús. Daihatsu Charade CS '88, rauður, 5 dyra, 4 g.t ek. 75 þ. V. 390 þús. MMC Lancer GLX 4x4 statíon '88, silf- urgrár, 5 g., ek. 70 þ. V. 750 þús., sk. á ód. Nemendasamband VI Árlegur fagnaður Nemendasambands VÍ (Nemendasambandsmótið) og Stúdentasambands VÍ (Stúdentafagnaður) verður haldinn föstudaginn 20. maí í Súlnasal Hótels Sögu og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Fulltrúar afmælisárganga hafi samband við Valdimar Hergeii’sson, sími 688400 eða 17190, sem veitir nánari upplýsingar. Stúdentasamband VI Aðaifundur Stúdentasambands VI verður haldinn á kennarastofu Verzlunarskóla íslands við Ofanleiti fímmtudaginn 5. maí kl. 17.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Stúdentafagnaður. FulHrúar afmælisárganga eru sérstaklega hvattir til c*é mæta. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.