Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 Safnahúshugmyndin 30 ára Húsavík. STJÓRN Safnahússins á Húsavík hélt ársfund sinn hinn 18. apríl, en þann dag voru liðin 30 ár frá því að þáverandi sýslumaður Þing- eyinga, Jóhann Skaptason, boðaði til fundar forstöðumenn þeirra safna, sem þá höfðu verið stofnuð í héraði, en þau voru bókasafn, héraðsskjalasafn, byggðasafn og náttúrugripasafn. Á þessum fundi var skipuð fímm manna nefnd undir forsæti Jó- hanns sýslumanns, sem sýnt hafði safnamálum héraðsins mikinn áhuga og sýndi síðar í verki með dugnaði þeim og atorku við að koma upp húsi fyrir söfnin. Söfnin höfðu takmarkaðan eða engan húsakost til að varðveita þær eignir, sem þeim hafði þegar borist. Byggðasafnið, sem opnað var að Grenjaðarstað 1958, var við opnun þegar orðið yfirfullt og hent- aði gamli bærinn illa til varðveislu sumra þeirra muna, sem safninu hafði áskotnast. Bókasafnið var varðveitt í húsakynnum KÞ, en fyrirsjáanlegt var að það varð að víkja þaðan áður en mörg ár liðu. Fyrstu skóflustungu að bygg- ingu húss, sem hýsa skyldi öll söfn- in, tók Jóhann Skaptason, sýslu- maður, sólstöðuvagninn 1967, og fyrir atbeina hans og atorku tókst að fjármagna bygginguna á ótrú- lega skömmum tíma, svo bóka- safnið flutti í húsið 1974, en allt húsið, full frágengið, var formlega opnað 24. maí 1980. Margir höfðu þá veitt málinu mikinn fjárhagsleg- an stuðning, en þá engir eins og sýslumannshjónin Jóhann og Sig- ríður Jónsdóttir Víðis og þeirra fjölskyldur. Nú hýsir safnahúsið auk áður- nefndra safna Ljósmynda- og filmusafn, en upphaf þess var gjöf Ingvars og Stefáns Þórarinssona, sem gáfu safninu filmusafn for- eldra sinna, sem hafði að geyma, auk þeirra filma sem þau höfðu tekið, filmusafn Eiríks Þorbergs- sonar frá því um aldamót. Einnig á safnið myndlistasafn, sem nú telur tæpar 300 myndir. Þá er kominn veglegur vísir að Sjóminja- safni og hófust byggingafram- kvæmdir fyrir það árið 1990 og hefur framkvæmdum verið hagað eftir fjárhagsgetu, en áformað er að koma því upp án lána, því stjórn safnsins hefur ávallt haft borð fyr- ir báru og aldrei safnað skuldum. Fyrsti safnvörður Safnahússins á Húsavík var Finnur Kristjánsson, sem gegndi því starfi í 12 ár, en nú er Guðni Halldórsson forstöðu- maður og stjómarformaður Hall- dór Kristinsson sýslumaður. - Fréttaritari. Stjórn Safnahússins á Húsavík. Morgunblaðið/Siih ■ HÁTÍÐARKAFFI verður að venju á boðstólum í opnu húsi MÍR á Vatnsstíg 10 nk. sunnudag, 1. maí, á alþjóðlegum baráttu- og hátíðisdegi verkalýðsins. Húsið verður opnað kl. 14 og síðan opið til kl. 18. Ríkulegt hlaðborð verður í kaffistofunni, hlutavelta í and- dyri og kvikmyndir sýndar í bíó- sal, teiknimyndasyrpur fyrir börn og fullorðna. Þá verða til sýnis í salarkynnum MÍR svartlistamynd- ir eftir listamenn frá Hvítarúss- landi og Úzbekistan. WtAWÞAUGL YSINGAR Staða aðstoðar- skólameistara Staða aðstoðarskólameistara við Flensborg- arskólann í Hafnarfirði er laus til umsóknar. Staðan er veitt til 5 ára frá og með 1. ágúst 1994. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknum skal skilað til skólameistara Flensborgarskólans í síðasta lagi 27. maí 1994. Skólameistari. Iþróttakennarar athugið! íþróttakennara vantar við Grunnskóla Hvammstanga. Æskilegt er að viðkomandi geti einnig tekið að sér þjálfun fyrir ungmennafélagið á staðnum. Á Hvammstanga er glæsileg 25 m útisund- laug en íþróttakennslan fer að öðru leyti fram í nýju íþróttahúsi á Laugarbakka, örskammt frá Hvammstanga. Húsnæði til staðar og flutningsstyrkur. Nánari upplýsingar gefur Marinó Einarsson í síma 95-12417 vs. eða 95-12368. Fiskeldi Til sölu eru allar eignir þrotabús Klakstöðvar- innar hf. á Húsavík sem eru nánar tilgreindar: - Fasteignin Auðbrekka 9 á Húsavík ásamt fylgifé og lóðarréttindum. -10 eldisker úr plasti, ca 3 m í þvermál. - 11 eldisrennur fyrir startfóðrun, ca 60 x 65 x 350. - 7 klakrennur fyrir 4 hrognabakka. Eignirnar verða seldar allar í einu lagi. Tilboð sendist til Benedikts Ólafssonar hdi., Ráðhústorgi 5, 600 Akureyri, fyrir 5. maí nk. Til sölu steypumót ABM-steypumót, ca 80 m í tvöföldu byrði, til sölu. Til greina kemur að láta mótin sem greiðslu uppí íbúð í smíðum. Upplýsingar í síma 670765 eða 985-25846. er á vorfagnaðinn laugardaginn 30. apríl 1994 í Akógeshúsinu. Stjórn og skemmtinefnd ÁTVR. Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna - þar sem fjölbreytni og fagmennska eru í fyrirrúmi - tilkynnir að umsóknarfrestur fyrir nýnema til að sækja um skólavist fyrir skólaárið 1994- 1995 er til 3. maí nk. og eru inntökupróf áætluð 9., 10. pg 11. maí. Tónlistarskóli FÍH leggur áherslu á fjölbreytt framboð tónlistarnáms. Auk hefðbundinnar tónlistarkennslu geta nemendur lagt stund á nám í jazz og dægurtónlist. Uppbygging þessi er einstök í tónlistarkennslu hér á landi og hefur skapað skólanum sérstöðu og gert honum kleyft að bjóða nemendum sínum upp á einvala lið kennara og afbragðs aðstöðu. Á næsta skólaári mun skólinn auka enn á fjölbreytni sína og hefja kennslu í hljóðupp- tökum við tæknideild skólans. Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðu- blöð fást á skrifstofu skólans, Rauðagerði 27, alla virka daga frá kl. 13-17 í síma 678956 (fax 678215). Haukafélagar Á morgun, laugardag, verður hreinsað rusl í kringum Ástjörn. Mæting á Ásvöllum kl. 10.30. Fjölmennum. Aðalstjórn Hauka. Auglýsing um heildarskipulag fyrir Dagverðarnes í Skorradalshreppi Samkvæmt 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að heildarskipulagi fyrir jörðina Dagverðarnes 1993-2013. Skipulagstillaga þessi nær yfir alla jörðina, núverandi og fyrirhugaða byggð í landi Dag- verðarness á skipulagstímabilinu. Heildarskipulagstillagan, ásamt greinargerð, er til sýnis frá 29. apríl til 10. júní að Hvammi og Grund í Skorradalshreppi og hjá Skipu- lagi ríkisins, Laugavegi 166, á skrifstofutíma. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila til oddvita Skorradalshrepps fyrir 24. júní 1994 og skulu þær vera skriflegar. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Oddviti Skorradalshrepps. Skipulagsstjóri ríkisins. I i FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39 - 108 Reykjavík - Sími 678500 Sýningar og vorhátíð ífélagsmiðstöðvum aldraðra á vegum Reykjavíkurborgar Félags- og tómstundastarf 25 ára Sýningar á handavinnu og listmunum aldr- aðra og vorhátíð verða í eftirtöldum félags- miðstöðvum aldraðra: 1. Dagana 29. apríl - 1. maí, frá kl. 14.00- 17.00, verður opið hús í Hæðargerði 31 og Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi (föstudag, laugardag og mánudag). 2. Dagana 7. - 9. maí, frá kl. 14.00-17.00, verður opið hús í Seljahlíð v/Hjallasel og í Hvassaleiti 56-58 (þar verða einnig munir frá Furugerði 1). 3. Dagana 14. - 16. maí, frá kl. 14.00- 17.00, verður opið hús í Hraunbæ 105, Lönguhlíð 3, Bólstaðarhlíð 43 og Norður- brún 1. 4. Dagana 29. - 30. apríl verður vorhátíð á Aflagranda 40. Opið hús allan föstudaginn og á laugar- daginn verður húsið opnað kl. 14.00 og lýkur dagskrá með dansi að kvöldi. Dagana 13. - 15. maí verður sumargleði á Vesturgötu 7, opið hús frá kl. 14.00, starf- semi kynnt og dansað. Allir velkomnir. Geymið auglýsinguna. Öldrunarþjónustudeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.