Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 1
72S1ÐURB/C 142. TBL. 82.ÁRG. SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gamli bærinn í Þórshöfn í Færeyjum Morgunblaðið/Amór Ragnarsson GAMLI bærinn í Þórshöfn í Færeyjum breytist lítið í áranna rás. Myndin var tekin í vikunni skammt frá höfninni. Um miðja öldina bjuggu hjón með 7 börn í hvíta húsinu en síðan þá hefir verið byggt við það. Nú gerist það æ algengara að unga fólkið kaupi gömlu húsin og komi þeim í sitt upprunalega horf og ef grannt er skoðað má sjá að nú er kominn gervi- hnattadiskur á umrætt hús. Milli húsa má sjá mjallhvíta kisulóruna fylgjast grannt með hinum ókunna gesti. SAMTÖK breskra dýralækna hafa lagt til að kattar- eigendur veiji skjólstæðinga sína fyrir þeim hættum sem af sólarljósinu stafa með því að bera sólarolíu eða krem á eyru þeirra og snoppu. Með þessu er talið að koma megi í veg fyrir að kettirnir fái húðkrabba. Mælt er með kremum með öflugri sólskinsvörn. Dýralækn- arnir segja að sólbrenni eyru katta með hvít eyru geti þeir auðveldlega fengið húðkrabba og sé þá eina ráðið að skera eyrun af. Kettir með dökkan felld eru sagðir þola betur útfjólubláa sólar- geisla. Skaðlegir geislar sólarinnar eiga mun greiðari aðgang að skinni katta með ljósan felld. Hvalveiðar við Noreg ganga illa NORSKUM hvalveiðimönnum í Norður- Noregi hefur gengið illa á hrefnuveið- um. Eftir viku veiði hefur aðeins ein hrefna náðst. Sjómenn kenna slæmu veðri um dræma veiði. Norsku hval- veiðimennirnir hafa einungis veitt 20 hrefnur það sem af er árinu, þar af eru 19 hluti af vísindaveiðum Norð- manna. Hrefnukvótinn er 189 dýr, þar af 112 vegna vísindaveiðanna. Sjómenn gera sér vonir um að með hagstæðari vindátt lagist veiðin. Lifði af fall en kötturinn dó TVEGGJA ára drengur slapp lítt meiddur eftir að hafa fallið af svölum á þriðju hæð heimUis síns í New York. Drengurinn, Matthew Mikels, var að teygja sig eftir kettinum sínum þegar hann féll niður af svölunum. Kötturinn lifði hins vegar fallið ekki af. „Það er hreint ótrúlegt að hann skuli vera á lífi,“ sagði talsmaður lögreglunnar. „Ef ekki væri vegna kattarins hefði hann hlotið alvarleg meiðsl, en kötturinn olli hins vegar fallinu.“ Kettir þurfa vörn við sól STRIÐ JÓHÖNNU Korfu. Reuter. ANDREAS Papandreou forsætisráðherra Grikklands, sem stjómaði leiðtogafundi Evr- ópusambandsins sem lauk á eynni Korfu í gær, sagðist álíta að leiðtogar 11 ESB-ríkja af 12 myndu áfram vinna að kjöri Jean-Lucs Dehaene forsætisráðherra Belgíu í starf for- seta framkvæmdastjórnar ESB. Bretar komu í gær í veg fyrir kjör hans með því að beita neitunarvaldi sínu. Jacques Delors fráfarandi forseti fram- kvæmdastjómar ESB tók undir með Pap- andreou að deilan snerist um grundvallar viðhorf um framtíð Evrópusamstarfsins. Dehaene er lýst sem áköfum sambands- sinna sem hlynntur er frekari samruna ESB- ríkjanna og aukinni samþjöppun valds í höf- uðstöðvum sambandsins í Brussel, en hvort tveggja er eitur í beinum Breta. Frakkar og Jean-Luc Dehaene, Silvio Berlusconi, Jacques Delors og John Major við myndatöku að loknum leiðtogafundi ESB á Korfu í gær. Þjóðveijar bundust í vor leynilegum samtök- um um stuðning við hann og mæltist það illa fyrir meðal ráðamanna annarra ríkja. Á endanum féllust þeir þó á að styðja Dehaene eftir að framboð Ruud Lubbers forsætisráð- herra Hollands og Sir Leons Brittans höfðu verið dregin til baka í gærmorgun. Major neitaði áfram að styðja Dehaene og var ákveðið að slíta fundi þegar ekki náðist full samstaða. Verður reynt að leiða málið til lykta á nýjum leiðtogafundi 15. júlí í Þýska- landi, en Þjóðveijar taka við forystu í ESB 1. júlí næstkomandi. I Bretlandi lofuðu efasemdarmenn Majors í íhaldsflokknum framgöngu hans á Korfu. Talið er að með staðfestu sinni gegn Deh- aene geti hann knúið fram málamiðlun um annan mann. VIÐSKIWl/ArVINNUlJF ÁSUNNUDEGI Hariui húsbtindi 18 ANDA PABBI Carl Barks í heim- sókn á Islandi Bretar koma í veg fyrir kjör Dehaene

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.