Morgunblaðið - 26.06.1994, Page 13

Morgunblaðið - 26.06.1994, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994 13 hagsmuni annarra. Þar sem hinn nýi hafréttarsáttmáli hefur gefið okkur rétt til fullrar efnahagslögsögu, er ekki nema eðlilegt, að við látum til okkur taka gagnvart öðrum ríkjum þegar þörf er á og að því tilskildu, að jafnræðisreglunnar sé gætt. Nauðsynlegt var að ákveða efna- hagslögu við Svalbarða. Að öðrum kosti hefði verið hætta á, að togara- flotar margra ríkja, sem áttu við aflaleysi að stríða á heimamiðum, flykktust á svæðið og eyðilegðu það með rányrkjunni. Ástandið við Sval- barða nú sýnir, að óttinn við það var ekki ástæðulaus. Fiskveiðilögsaga þar sem jafnræð- is er gætt, eins og áfram mun verða, er einnig í meginatriðum í samræmi við þá hugsun, að jafnræðisreglan í 2. gr. Svalbarðasamningsins skuli útfærð þannig, að hún taki til hinnar nýju iögsögu. Lögfræðileg deila um þetta atriði er því út í hött og kemur ekkert hinu raunverulega ástandi við. Með þetta í huga má því spyija hver geti verið ástæða deilunnar. Yfir hveiju hafa íslendingar að kvarta þegar Norðmenn gæta þess einmitt að mismuna eng- um, að hygla ekki eigin sjómönnum — heldur aðeins að stjóma veiðunum í samræmi við strangt, vísinda- legt mat? Rétt er að líta á hvað átt er við með „mis- munun“ og ,jafn- ræði“. Í hinum nýju hafréttarlög- um er þess krafist, að strandríkin ákveði leyfilegan heildarafla og veiðarnar mega ekki vera meiri en stofnamir þola til langs tíma. Þetta kemur einnig fram í fiskveiðisam- þykktinni frá 1958 og var notað af Brundtland-nefndinni þegar talað var um „sjálfbæra þróun“. Þess vegna verður að deila út kvótum, mismikium til einstakra landa en innan heildar- kvótans. Mismiklir kvótar til einstakra landa er því ein af forsendunum fyr- ir skynsamlegri nýtingu og strand- ríkjunum ber í raun skylda til að standa þannig að málum. Útilokað er að líta á það sem réttlæti í fyllstu merkingu þess orðs, að öll ríkin fái sama kvóta án tillits til veiða þeirra eða annarrar starfsemi á svæðinu áður fyrr. Það er því ekki heldur rétt að halda því fram, að jafnskjótt og eitthvert ríki gerist aðili að Svalbarðasamningnum eigi það rétt á kvóta. Það þjónaði heldur ekki hagsmunum íslendinga. Það yrði til að kippa stoðunum undan skynsamlegri nýtingu fiskstofnanna og með því yrði gengið á rétt þeirra ríkja, sem hefðu meiri og eðlilegri „kröfu“ til veiða á svæðinu. Hið raunverulega jafnræði — sem Norðmenn hafa að markmiði með fiskveiðistjóniun sinni — hlýtur að felast í því að deila út kvótum í sam- ræmi við hlutlaust, vísindalegt mat og án þess að hygla sjómönnum strandríkisins. Nærtækast er að skipta kvótunum með tilliti til fyrri veiða á svæðinu og með tilliti til eðlilegrar framkvæmdar jafnræðis- reglunnar í tilskipuninni frá 3.6. 1977. Umfjöllun um hugsanlega máls- höfðun fyrir Alþjóðadómstólnum hef- ur einnig einkennst af alvarlegum misskilningi. Einstaka lögfræðingar hafa haldið því fram, að það að vísa deilu tveggja ríkja um hafréttarmál til alþjóðlegs dómstóls sé jafn eðlilegt og að leita til dómstólá í lýðræðisríki á borð við Noreg. Hér gleymist það mikilvæga atriði, að samfélag þjóð- anna og þjóðaréttur eru miklu brot- hættara og erfiðara kerfi en það sem birtist í réttarríkinu. Vandamálið er ekki dómstóllinn sjálfur, heldur það, að mótun þjóðaréttarins hlýtur ávallt fremur að byggjast á samningum og ríkisvenju ásamt diplómatísku og fræðilegu starfi en því að hlaupa til dómstólanna. Dómstólnum ber nefni- lega að dæma eftir þeim reglum, sem gilda, og það getur verið þrautin' þyngri. Þjóðarétturinn styðst ekki við neinn einn löggjafa, sem getur með meirihlutaákvörðun lagað lögin að nýjum þörfum og nýjum tíma. Eins og sjá má á þróuninni á heimshöfunum, hefur og þjóðarétt- urinn marga möguleika á að þróast séu notaðar réttar aðferðir. Rétt er einnig að efla og nota Alþjóðadóm- stólinn sem mikilvægt tæki til að stuðla að friði og við almenna réttar- þróun. Hann hefur komið mjög við sögu í hafréttarmálum en þess verð- ur að gæta, að hann sé ekki misnot- aður með ótímabærum málshöfðun- um. Þegar um er að ræða auðlinda- stjórn strandríkis í samræmi við grundvallarreglur nútímahafréttar er það sérstaklega illa til fundið að reyna að nota dómstólinn til að koma í veg fyrir, að fiskstofnarnir séu skynsamlega nýttir og veiðin ekki meiri en heildarkvótinn segir til um. Hér er ekki verið að fitja upp á neinu nýju eða róttæku en kann samt að virðast undarlegt hafí menn ekki kynnt sér áður sérstaka eiginleika þjóðaréttarins og hafréttarins. Þegar Danir höfðuðu mál á hendur Norð- mönnum vegna lögsögumarkanna milli Jan Mayens og Grænlands sagði sá merki lögspekingur og varaforseti Alþjóðadómstóls- ins, Shigeru Oda, að allur málatil- búnaður Dana væri á misskiln- ingi byggður, „misconceived", og hefði átt að vísa frá. Nýlega breytti Kanada- stjórn viðurkenn- ingu sinni á lög- sögu Alþjóðadóm- stólsins með tilvís- an til þess, að lög- söguna mætti nota til að koma í veg fyrir fiskveiði- stjórn, sem Kanadastjórn teldi nauðsynlega til að vernda fískstofn- ana fyrir óheftum veiðum skipa undir hentifána. Það sama gerði Kanadastjórn 1970 og þá vegna fyrirhugaðra siglinga olíu- skipa um Norðvesturleiðina. Skip frá ýmsum hentifánaríkjum, til dæmis Líberíu eða Bahama, hefðu getað valdið stórkostlegu mengunartjóni á þessum norðlægu slóðum. Kanada- menn treystu því ekki, að þjóðarétt- urinn hefði þróast nægilega til þess, að aðgerðir þeirra í um- hverfismálum fengjust viðurkenndar og þess vegna ákváðu þeir að hindra, að dómstóllinn yrði notaður af þeim, sem krefðust síns „réttar“ sam- kvæmt gömlum reglum í stað þess að fara samningaleiðina. Þáttur islendinga Hér hafa ekki síst íslendingar ver- ið brautryðjendur. Á áttunda ára- tugnum var það grundvallarregla þeirra, að deilur um útfærslu lögsög- unnar yrðu ekki úrskurðarefni dóm- stóla. Þegar svo mál var höfðað gegn þeim neituðu þeir að mæta fyrir dóm- stólnum. Það er einnig mikilvægt atriði í hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóð- anna frá 1982, að dómstólum skuli ekki falið að leysa deilur um rétt strandríkja til lifandi auðlinda innan 200 mílnanna, þar á meðal um kvóta, sem strandríkið veitir öðrum ríkjum. Þetta stendur í 297. grein hafréttar- sáttmálans. Menn verða að átta sig á þeim erfíðleikum, sem því fylgja að stýra fískveiðunum af ábyrgð og taka jafn- framt tillit til sérstakra eiginleika hins alþjóðlega réttarkerfis. Það hlýt- ur að vera óhætt að segja, að það að ýta fiskveiðistjórn við Svalbarða til hliðar með fijálsum veiðum án nokkurs kvóta og hóta síðan með dómstólaleiðinni sé tvöfalt brot á hefðbundinni afstöðu íslendinga. Það brýtur í bága við þær reglur, sem við höfum staðið saman um að móta sem einn maður og snertir meðal annars persónulega vini mína meðal íslensku fulltrúanna. Vegna þess að Islendingar ruddu brautina í réttar- þróuninni með útfærslunni í 200 mílur þegar árið 1975 var framlag þeirra til mótunar hins nýja hafréttar enn mikilvægara en útfærsla okkar Norðmanna árið eftir. Vonandi geta þessi tvö lönd staðið saman í framtíð- inni og staðið vörð um þessi mik- ilvægu mál og þær grundvallarregl- ur, sem þau hafa barist fyrir. Ákveðið var að fara hægar í sakirnar við Svalbarða Meira skrifað um Island en önnur Norðurlönd samanlagt Flórída. Morgunblaðið. „ÞAÐ hefur verið meira skrifað um ferðalög um ísland í bandarísk blöð og tímarit að undanförnu en nokk- urt hinna Norðurlandanna eða jafn- vel nokkurt annað land í Evrópu,“ sagði Einar Gústavsson fram- kvæmdastjóri skrifstofu Ferða- málaráðs New York. Tilefnið var að í helgarblaði New York Times um þessa helgi er þriðja stórgrein- in um Ísland á þriggja vikna tíma- bili. Við spurðum Einar um ástæðu fyrir þessum miklu skrifum. „Ástæðan er einfaldlega vaxandi áhugi á ferðum til íslands almennt og þá ekki síst alls konar sérferðum t.d. snjósleðaferðum um jökla, hjól- reiðaferðum, hestaferðalögum, al- mennum ferðum og skyndiheim- sóknum. Önnur lönd kosta þó miklu meiru til og kaupa þjónustu kynn- ingarfyrirtækja í þessum efnurn", segir Einar. Greinin sem birtist í ferðablaði NYT um þessa helgi fjallar um 12 daga hjólreiðaferð um öræfi íslands með Samvinnuferðum Landsýn sem var farin í fyrra. Höfundurinn er John A. Kinch sem skrifar oft í NYT um náttúru og ferðamál. Greinin er skemmtileg og nákvæm lýsing á þeim miklu andtæðum í náttúrnni sem ferðalangarnir upp- lifðu; áhrif elds og ísa, hrauns og iðgrænna dalá, óbrúaðra fljóta og seiðmagnaðra jökla. Greininni fylgja sjö stórar myndir þar af ein (frá Jökulsárlóni) í lit á forsíðu ferðablaðsins. Hjólreiðaferðir eru mjög vinsæl- ar í Bandaríkjunum. Margar millj- ónir fjallahjóla eru framleiddar á hveiju ári og fjölmennir klúbbar hjólreiðafólks starfa víða. Greinin um hjólreiðaferðir um ísland er því skemmtileg viðbót við upplýsingar um ferðamöguleika á Islandi því mikið hefur verið skrifað um hesta- ferðir o'g ýmsar almennar ferðir, þar sem Bláa lónið er oftast upp- haf eða endir allra íslandsferða. ilboð! Fossháls 1 110 Reykjavik Sími 634000 OPIÐ SUNNUDAG FRÁ KL. 14 TIL 17. Opetspovt verölistaverö: tilboösverö: 2.468.000.- 2.350.000.- 150 hestöfl, 5 gíra, ABS bremsukerfi, 15" álfelgur, gasdemparar, 6 hátalarc klætt stýrishjól, vökva- og veltistýri, s m/þjófavörn, sportstólar. Opel kiwíiur tilboösverö: Opel Corsa CSI 16V Hrööun 0-100 km. 9,8 sek verölistaverö: 109 hestöfl, 5 gíra, vökvastýri, ABS bremsukerfi, 14" álfelgur, topplúga, rafdrifnar rúóur, gas- demparar, vindskeibar, samlæsing m/þjófavörn, sportstólar, Ijóskastarar o.m.fl. Opel Calibra 2,0i 16V - Hröbun 0-100 km 8,6 sek. OPEL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.