Morgunblaðið - 26.06.1994, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 26.06.1994, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994 15 Staialbúnaiur innifalinn: RENAULT -fer á kostum! Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1, Reykjavík - sími 876633 Reynsluakstur er vel þess virði! * 1800 cc vél — bein innspýting * Fjölstillanlegt ökumannssæti a Fjarstýrðar samlæsingar * 95 hö.din * Höfuðpúðar að aftan * Fjarstýrðir útispeglar ★ Eyðsla 9,8/100 km, innanbaejar * Litað gler * Öryggisbitar í hurðum * Rafdrifhar rúðuvindur að framan * Niðurfellanlegt aftursæti * Vönduð velour innrétting * Vökvastýri og veltistýri * Samlitir stuðarar * Snúningshraðamælir * Olíuhæðarmælir I mælaborði * Samlitir útispeglar * Málmlitur * 460 lítra farangursrými * Stillanleg hæð á bílbeltum * Veghæð 17 cm * Ryðvörn, skráning * Þokuljós að framan * Útvarp/segulband VERSLUNARGATA í Amsterdam. Renault 19 RT FULLBÚINN p O/ Renault I 9 Rf 4ra dyra, sfáUskiptur á aðelns 1.495.000. í AALSMEER er stærsti uppboðsmarkaður með blóm í heimin- um. Þar selja um fimm þúsund framleiðendur framleiðslu sína sem fer út um allan heim og til marks um hraðann sem þarf að vera á viðskiptunum er að um 1.000 viðskipti eiga sér stað á hverri klukkustund, enda er uppboðinu lokið um klukkan tíu fyrir hádegi. Um 60% af heimsviðskiptunum með afskorin blóm fer fram í Hollandi. Annað af tveimur elstu húsunum í Amsterdam. Húsið, sem er frá 17. öld er úr timbri, en mjög fá hús hafa varðveist frá þeim tima. innar, Evrópumál og helstu vanda- málin sem blasa við Hollandi nú- tímans. Lubbers sagði að Holland væri nki sem hefði skipulagt sig sjálft á grundvelli trúarinnar eftir að það hefði losnað undan valdi Habsborgaranna og uppruni þess væri annar en flestra annarra Evr- ópuríkja að því leyti að það hefði hafið göngu sína sem lýðveldi á 16. öld. Landið væri mjög þéttbýlt og væri í fleiri en einum skilningi á vegamótum í Evrópu. Það væri á meginlandinu, en vegna Atlants- hafsins tengdist það öðrum heims- hlutum. Landið væri einnig mitt á milli Suður- og Norður-Evrópu og margt í stefnu þjóðmála væri líkt og í löndum Skandinavíu svo sem hvað varðaði utanríksmál, þróunar- hjálp og vamarmál. Reynslan af tveimur heimsstyijöldum hefði gert það að verkum að Hollendingar hefðu hætt hlutleysisstefnu sem þeir hefðu haft uppi fyrir seinni heimsstyijöldina og hefðu tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi, Atlantshafsbandalaginu, Samein- uðu þjóðunum og haft frumkvæði með öðrum að stofnun Evrópusam- bandsins. Hann hefði oft verið spurður að því hvort smærri þjóðir þyrftu ekki að óttast að tapa sér- kennum sínum í alþjóðlegu sam- starfí eins og innan Evrópusam- bandsins. Það væri ekki reynsla Hollendinga. Þeir væru alveg eins þijóskir og þeir hefðu verið. Þó Evrópusambandið snerist nú fyrst og fremst um samvinnu á efna- hagssviðinu mætti ekki gleymast að frumhugsunin með nánara sam- starfí Evrópuríkja hefði verið að koma í veg fyrir fleiri styijaldir í Evrópu. Innra óöryggi Lubbers sagði að stærstu vanda- málin sem blöstu við Hollendingum nútímans væri ýmislegt í þjóðfé- lagsgerðinni sem ylli fólki óöryggi og ógnaði tilveru þess. Þetta væri ógn sem kæmi innan frá. Kommún- isminn væri ekki lengur sú utanað- komandi ógn sem hann hefði verið, en atvinnuleysi, vöxtur alþjóðlegra glæpa, spilling, mengun og kyn- þáttahatur, allt þetta ógnaði til- verugrundvelli fólks. Aðspurður um stefnu Hollend- inga í eiturlyfjamálum, en þar varðar til dæmis ekki við lög að hafa hass undir höndum til einka- nota sagði hann að stjórnvöld berðust af hörku gegn hvers kyns eiturlyfjasölu en litu hins vegar fyrst og fremst á notkunina sem heilbrigðisvandamál. Þau gerðu talsvert til þess að ná til neytend- anna til að fylgjast með þeim og fá þá í meðferð til að taka á vanda- máli sínu. Þannig tækist stjóm- völdum að fylgjast betur með vandanum en annars staðar. Þessi stefna hefði reynst mjög vel og hann væri fremur stoltur af henni en sakbitinn, enda væru eiturlyfja- neytendur færri í Hollandi en ann- ars staðar. Það sýndu tölurnar svo ekki yrði um villst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.