Morgunblaðið - 26.06.1994, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 26.06.1994, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994 2 2> STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Forystumenn beggja stjórnar- flokkanna hafa síðustu daga undirstrikað þann ásetning ríkis- stjórnarir.nar að sitja út kjörtíma- bilið. í samtali við Morgunblaðið í gær, sagði Davíð Oddsson, for- sætisráðherra: „Ég stefni að því, að ríkisstjórnin sitji út kjörtíma- bilið. Ég hef ekki breytt um þá skoðun." Jón Baldvin Hannibals- son, utanríkisráðherra, tók í sama streng í samtali við Morgunblaðið í gær og sagði í tilefni af nýrri skoðanakönnun DV: „... þetta er vísbending um að stjórnarflokk- arnir eigi að sitja út kjörtímabilið, af því að þeir kunna nú loksins að vera að uppskera árangur verka sinna. Það gengur ekki upp að segja, að þegar stjórnarflokk- amir tapi fylgi eigi stjómin að segja af sér og þegar hún styrkir Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. stöðu sína, eigi hún líka að segja af sér.“ Ætla má, að formenn stjórnar- flokkanna beggja vilji með þess- um ummælum slá á raddir um það, að efna eigi til kosninga í haust. Það er ekkert nýtt að slík- ar skoðanir skjóti upp kollinum, þegar þijú ár eru liðin af kjörtíma- bili Alþingis og ríkisstjórnar. Haustið 1970 lagði Sjálfstæðis- flokkurinn beinlínis til við sam- starfsflokk sinn, Alþýðuflokkinn, að efnt yrði til kosninga þá um haustið. En að vísu voru aðstæður mjög sérstakar þá. Alþýðuflokk- urinn hafnaði þeim hugmyndum og stjórnarflokkamir töpuðu meirihluta sínum, þegar kosning- ar fóru fram með reglulegum hætti sumarið 1971. Margir voru þá þeirrar skoðunar, að Viðreisn- arstjórnin hefði haldið meirihluta sínum, ef kosið hefði verið haust- ið 197(L Sumarið 1977 var töluvert um það rætt, að skynsamlegt væri að efna til þingkosninga þá um haustið. Þá höfðu verið gerðir allt of dýrir kjarasamningar snemma sumars. Niðurstaðan varð hins vegar sú, að ríkisstjórnin mundi sitja til næsta vors. Um haustið skall á verkfall opinberra starfs- manna og veturinn 1978 stóðu harkaleg átök á milli ríkisstjórnar og verkalýðshreyfingar í kjölfar aðgerða þáverandi ríkisstjórnar til þess að mæta þeim kjarasamn- ingum, sem gerðir höfðu verið sumarið og haustið 1977. Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknar- flokkur biðu afhroð í kosningun- um 1978. Margir töldu, að tap flokkanna hefði orðið mun minna ef kosið hefði verið um haustið. Aðstæður nú eru ólíkar því, sem voru sumarið 1970 og sumarið 1977. Kjarasamningar eru í gildi til ársloka. Hins vegar er fram- undan erfið fjárlagagerð fyrir næsta ár. En meginástæða þess, að umræður hafa verið manna á meðal um haustkosningar er þó sú, að vísbendingar um erfitt sam- starf milli stjórnarflokkanna hafa verið mjög áberandi að undan- förnu. Nú þegar formenn flokk- anna beggja hafa lýst yfir þeim ásetningi, að ríkisstjórnin skuli sitja til loka kjörtímabils verður að ganga út frá því sem vísu, að í því felist líka einlægur ásetning- ur beggja um að bæta samstarf flokkanna það sem eftir er kjör- tímabilsins. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir 691122. SÍMBRÉF: Ritstjðrn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. STAÐA RIKIS- STJÓRNARINNAR VIÐ HLJÓT- • um að gera ráð fyrir því að samtöl eigi rætur í skrifum grísku heimspeking- anna. En þau eru ein- hvers konar bóksam- töl sem búin eru til einsog umbúðir utan um ákveðnar hugsanir. Þessi samtöl eru með köflum ákaflega stirð og að því leyti taka blaðasam- töl þeim fram nú á dögum. Þó má ætla að þessi samtöl séu ekki öll tilbúin heldur séu þau bókuð niður- staða á rökræðum sem fóru fram í Aþenu á sínum tíma. Þannig má vel vera að samtöl Sókratesar í búningi Platons séu ekki Ijær sanni en þau samtöl sem bezt takast nú um stundir. Það er ekki gert ráð fyrir þessum gömlu samtölum grísku heimspek- inganna sem fyrirmynd að nútíma- samtölum í merkri bók frá Penguin, Interviews, sem er safn samtala frá 1859 til okkar daga, í samantekt Christophers Silvester sem einnig skrifar merkan formála um þennan þátt blaðamennskunnar. Hann minnir á að samtöl hafi einatt ekki verið ólík því sem gerðist þegar myndavélar voru notaðar í frum- stæðum þjóðfélögum á sínum tíma, en þá var það trú manna að mynda- smiðurinn væri að stela sál við- fangsefnisins með því að taka af honum mynd. Og Silvester vitnar til V.S. Naipauls sem fannst einsog verið væri að særa fólk með sam- tölum og það missti eitthvað af persónuleika sínum. Silvester vitnar til margvíslegrar reynslu og afstöðu manna og minnir á að Kipling hafí ekki veitt samtöl afþví hann hafi talið þau siðlaus og alltaðþví glæpsamlega aðför að persónu hans. Samt hafði Kipling sjálfur gert slíka árás á Mark Twain þegar hann hafði átt við hann sam- tal nokkrum árum áður. H.G. Wells sagði í samtali 1894 að samtöl væru þrekraun, einsog hann komst að orði, en þó voru höfð við hann nokkur samtöl og 40 árum seinna átti hann sjálfur samtal við Stalín. Bæði Horace Greeley, ritstjóri New York Tribune, og James Gordon Bennett, eigandi The New York Herald, hafa verið taldir upphafs- menn samtala í dagblöðum. Frægt er samtal Greeleys í Salt Lake City við Brigham Young, leið- toga mormónakirkj- unnar á þeim tíma, en það birtist í ágúst 1859, en >Bennett er skrifaður fyrir samtali við Martin Van Buren Bandarílqaforseta í Washington 20 árum áður. En það þykir þó varla standa undir nafni. Samtöl urðu fljótt vinsæl og einn helzti kostur þeirra þótti sá að það væri engu líkara en maður sæti inní stofu heima hjá sér og talaði við viðkomandi einsog Sir Richard Owen, hinn þekkti líffræðingur, komst einhvem tíma að orði. í grein sem bandaríski blaðamaðurinn F.A. Burr skrifaði 1890, Samtalslistin, fagnar hann því stoltur að þá séu 25 ár frá því farið var_ að skrifa samtöl í dagblöð vestra. Án þessara samtala hefði mikilvægur fróðleikur glatazt. Henry W. Grady, ritstjóri Atlanta Constitution, sagði að sam- talið ætti sér viðulega fyrirmynd í Sókratesi sem hefði verið fullkom- lega heiðvirður maður einsog hann kemst að orði og kynnt þennan samtalssið á götum Aþenu. Brezki blaðamaðurinn W.T. Stead er talinn hafa átt mestan þátt í vinsældum samtalsins í Bretlandi og fyrstu sex mánuði 1884 voru hvorki meiri né minna en 79 samtöl í The Pall Mall Gazette, kvöldblaði sem Stead ritstýrði. Þessi nýi þáttur í blaðamennsku var kallaður The New Joumalism, en margir litu hann homauga og þá ekkisízt vegna þess hann var innflutt bandarízkt fyrirbæri. Jos- eph Pulitzer, sá sem Pulitzer-verð- launin eru kennd við, átti meiri þátt en nokkur annar í vinsældum samtala þar vestra og flutti blað hans, New York World, samtöl sem þykja hafa ratt brautina í þessari grein, þ.á m. frægt samtal við Ulysses S. Grant, fyrram forseta Bandaríkjanna, 1884. Pulitzer lagði ríkt á við blaðamenn sína að þeir skrifuðu persónuleg samtöl sem væra lýsandi fyrir umhverfi þess sem talað væri við. Stead hafði aft- ur á móti mestan áhuga á því að spegla viðmælanda sinn, einsog hann komst að orði, en það fer ein- att eins fyrir honum og mörgum öðrum spyrlum að hann speglar ekki einungis spyrðilinn heldur einnig sjálfan sig og er það ekkert einsdæmi í sögu þessarar mikil- vægu og íjölþættu greinar nútíma- blaðamennsku. Það er ekkisízt bandaríska skáld- ið Traman Capote sem hefur notað þetta listform í ritum sínum með eftirminnilegum árangri, en það hafa einnig fleiri skáld og rithöf- undar gert, t.a.m. James Thurber sem náði sjaldgæfu listrænu tak- marki í þessari grein einsog ævi- sagnaritari hans Charles Holmes, hefur bent á. Capote hefur sagt að list samtalsins - og það er list, seg- ir hann fullum hálsi - sé fólgin í því að spyrðillinn heldur hann sé að eiga samtal við spyrilinn. Sam- talið sé einskonar sálgreining með listrænu ívafí. Capote leggur áherzlu á að enginn vilji horfast í augu við sjálfan sig einsog hann er né vilji hann lesa nákvæmlega það sem hann sagði. Satt er það, beztu samtölin era fólgin í því að sá sem við er talað heldur að hann hafi sagt það sem eftir honum er haft og gleðst yfir því sem hann les. Traman Capote mælti gegn notkun segulbanda við samtöl og fullyrti að þau settu viðmælandann út af laginu, segulbandið skapar andrúm sem gerir viðmælandann órólegan og hann setur upp grímu einsog Kjarval þegar við ætluðum að eiga samtal við hann í útvarps- sal fyrir framan stóran hljóðnema, en ekkert kom útúr samtalinu ann- að en venjuleg uppákoma einsog þegar Kjarval var í sínum versta ham. En Kjarval ætlaðist líka til að samtöl við hann væra skrifuð af nákvæmni og úthugsuð, hann vildi þau væra samin einsog þær bókmenntir sem verða til úr góðu og mikilvægu hráefni. Menn áttuðu sig sjaldnast á þessari afstöðu Kjarvals og héldu að yfirborðslegur leikaraskapur stæði hjarta hans næst. En svo var að sjálfsögðu ekki. Kjarval vildi einsog annað hugsandi og merkilegt fólk að samtöl við hann væra unnin og þyldu ekkisíður dagsljósið en aðrar mikilvægar bók- menntir. Eða málverk frá Þingvöll- um. M (meira, næsta sunnudag) HELGI spjall + Fyrir viku var fjall- að hér í Reykjavíkurbréfí um sjónarmið tveggja fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórnum íslands og Bandaríkjanna, þeirra Sverris Hermannssonar, sem var iðnaðarráðherra og menntamálaráðherra á áranum 1983 til 1987 og Peters G. Peterson, viðskipta- ráðherra í ríkisstjórn Richards Nixons, vegna nánast stöðugs fjárlagahalla, bæði á Islandi og í Bandaríkjunum. Báðir þess- ir einstaklingar hafa sett fram svipuð sjón- armið um alvarlegar afleiðingar þess, að ekki verði komizt fyrir mikinn hallarekstur ríkissjóða þessara tveggja landa. En ekki era allir þessarar skoðunar. Til era þeir, sem sett hafa fram andstæð sjónarmið og á það raunar bæði við um stjórnmálamenn hér á íslandi og fræðimenn í Bandaríkjun- um. Fyrir nokkram áram hélt Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, alþingismaður, því ítrekað fram í ræðu og riti, að engin hætta væri á ferðum, þótt ríkissjóður væri rekinn með halla, svo lengi sem sá halli væri fjármagn- aður með lántökum innanlands en ekki erlendum lántökum. Eyjólfur Konráð benti á, að þar með væri skuld ríkisins í eigu þjóðarinnar eða þeirra einstaklinga, sem keyptu skuldbindingar ríkisins og þegar svo væri þyrftu menn ekki að hafa umtals- verðar áhyggjur af ríkissjóðshalla. Þessar skoðanir Eyjólfs Konráðs hlutu ekki miklar undirtektir á opinberam vettvangi. Hins vegar hefur þeim verið fylgt eftir í raun á undanförnum árum, þegar lögð hefur verið áherzla á að fjármagna hallarekstur ríkissjóðs innanlands. Veiki punkturinn í röksemdafærslu Eyjólfs Konráðs hefur hins vegar verið sá, eða svo hefur mönnum sýnst hér, að hallarekstur ríkissjóðs og lántökur innanlands, ættu ríkan þátt í háu vaxtastigi og hefðu þar með neikvæð áhrif á atvinnulífíð og kaupmátt heimilanna. Fyrir nokkra kom út bók í Bandaríkjun- um eftir mann að nafni Robert Eisner, sem er prófessor í hagfræði við einn þekktasta háskóla Bandaríkjanna, Northwestem University í Chicago, en bókin er gefin út af Harvard Business School Press í Boston. Höfundurinn hefur gefið út marg- ar bækur og skrifað greinar í virt hag- fræðitímarit og hefur §allað sérstaklega um áhrif hallareksturs hins opinbera. í bók þessari færir Robert Eisner fram ítarleg fræðileg rök fyrir nákvæmlega sömu sjón- armiðum og Eyjólfur Konráð hélt fram í opinberam umræðum hér á landi fyrir nokkram áram. Bók Roberts Eisners heitir „The Misund- erstood Economy" og þar heldur hann því m.a. fram, að bókhaldskerfí bandaríska ríkisins sé rangt í grundvallaratriðum, þar sem enginn munur sé gerður á rekstrarút- gjöldum og framlögum til fjárfestinga. Af þessum sökum meti menn ranglega áhrif hallareksturs í nútíð og framtíð. Með sama hætti og Peter G. Peterson, sem hér var vitnað til fyrir viku, minnti á ummæli Tómasar Jeffersons, leitar Robert Eisner stuðnings hjá Abraham Lincoln, sem sagði í ræðu á Bandaríkjaþingi árið 1864, að þær opinbera skuldir, sem hefðu orðið til í borgarastríðinu vestan hafs værö veru- legur þáttur í þjóðareigninni, þar sem þess- ar skuldbindingar væra að langmestu leyti í höndum Bandaríkjamanna sjálfra. Þeim mun jafnar sem þessar skuldbindingar dreifðust á meðal þegnanna, þeim mun betra. Síðan sagði Lincoln: „Kostur þegn- anna við að vera bæði lánardrottnar og skuldunautar gagnvart opinberam skuld- bindingum er augljós. Fólk skilur, að það getur ekki verið mjög þjakað af skuldbind- ingum, sem það á sjálft." Þetta er nánast nákvæmlega hið sama og Eyjólfur Konráð Jónsson hélt fram, þegar hann ræddi þessi málefni hvað mest fyrir nokkram árum. Robert Eisner leggur í bók sinni mikla áherzlu á, að ekki geti verið um neinar fjárfestingar að ræða nema um sé að ræða sambærilegan sparnað. Þegar neyzluútgjöld hafa verið dregin frá tekjum verður eftir mismunur, ef um mismun er að ræða, sem er hinn raunveralegi spam- aður þjóðarinnar. Hann tekur síðan dæmi og segir sem svo: Ef Clinton leggur í mikla baráttu til þess að auka sparnað Banda- ríkjamanna með því að draga úr neyzlu um 500 milljarða Bandaríkjadala, mætti ætla, að það jafngilti 500 milljarða dollara spamaði sem þá væri til ráðstöfunar til fjárfestingar en spyr síðan hvaða áhrif svo mikill niðurskurður í neyzlu hafi á fjárfest- ingu. Sum okkar kunna að draga úr neyzlu með því að kaupa ekki nýjan bfl, segir Eisner. Ef við kaupum ekki nýjan Chrysl- er, hvaða áhrif hefur það á fjárfestingar Chrysler-verksmiðjanna? Ef þær verða þess varar að sala minnkar, er þá líklegt að þær leggi út í nýja fjárfestingu til þess að auka framleiðsluna? Eða er líklegra að verksmiðjumar dragi stórlega úr slíkri fjárfestingu? Eisner segir síðan, að rannsóknir sínar og annarra bendi ótvírætt til þess, að helzti drifkraftur fjárfestinga í atvinnulíf- inu sé sá að mæta aukinni sölu. Aukin eftirspum ýti undir fjárfestingu. Minni eftirspum dragi úr fjárfestingu. Síðan seg- ir Robert Eisner í bók sinni: „Ef samdrátt- ur í neyzlu þýðir samdrátt í fjárfestingu hlýtur það að þýða minni spamað. Hvem- ig getur það verið, þar sem sparnaður jafn- gildir tekjum að frádreginni neyzlu? Svar- ið er augljóst: Neyzlan dregst saman en tekjur minnka enn meira. Fólkið, sem missir atvinnu og þar með tekjur vegna þess að fjárfestingar minnka, hefur minni tekjur, sem leiðir til þess, að neyzluútgjöld þess minnka og þar með spamaður þess.“ í stuttu máli er röksemdafærsla Rob- erts Eisner síðan sú, að halli á fjárlögum geti skipt máli og haft jákvæð áhrif á efna- hagslífið vegna þess, að slíkur halli auki kaupmátt og eftirspum í atvinnu- og við- skiptalífi. „Fólk og fyrirtæki eyða meira, ef þessir aðilar hafa meiri tekjur eftir skatta eða ef þessir sömu aðilar eiga skuldaviðurkenningar hins opinbera, held- ur en þeir mundu gera, ef þeir hefðu fyrst og fremst í höndunum kvittanir fyrir hærri skattgreiðslum. Allar hagfræðikenningar og rannsóknir benda til þess að fólk með meiri tekjur og eignir, eyði rneiru." BÓKARHÖFUND- ur víkur að þeirri röksemd, sem mest er haldið á lofti gegn hallarekstri ríkissjóða (Morgun- blaðið er í hópi þeirra, sem hafa haldið þeirri röksemd fram gegn halla- rekstri íslenzka ríkissjóðsins), að fjárlaga- halli leiði til hærri vaxta vegna mikillar eftirspumar hins opinbera eftir fjármagni. Um þessa röksemd segir Eisner, að stóra spumingin sé sú, hvort jákvæð áhrif lægri vaxta á fjárfestingu í tækjum og búnaði vegi upp á móti þeim samdrætti í fjárfest- ingu, sem leiði af minni eftirspum í kjöl- far minni fjárlagahalla, og segir sem svo: „Munu áhrif lægri vaxta af veðlánum leiða til aukinna fjárfestinga í nýjum húsum þrátt fyrir hærri skatta (til þess að draga úr fjárlagahalla, innskot Mbl.)?“ Höfundur bendir á, að skattahækkanir til þess að draga úr fjárlagahalla geti minnkað kaup- mátt fólks meira en nemur auknum kaup- mætti vegna vaxtalækkana. Þegar núverandi ríkisstjóm hækkaði þjónustugjöld í heilbrigðis- og velferðar- kerfinu til þess að draga úr fjárlagahalla urðu nokkrar umræður um það, hvort líta bæri á hækkun þjónustugjalda sem skatta- hækkun eða ekki. Sömu umræður hafa farið fram í Bandaríkjunum. Robert Eisner segir, að þrátt fyrir slíkar deilur sé enginn munur á þessu tvennu þegar kemur til þess að meta áhrif slíkra aðgerða á kaup- mátt eða eftirspurn eftir vöra og þjónustu. í báðum tilvikum sé dregið úr neyzlu, sem hafi þau keðjuverkandi áhrif, sem lýst er hér að framan. Bókarhöfundur fjallar nokkuð um hug- takið sparnað og telur, að það sé hægt Vaxtastig og skulda- arfur nýrra kynslóða REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 25. júní Morgunblaðið/Golli að skilja á ýmsan hátt. „Við skulum segja, að fólk vilji tryggja sjálfu sér eða bömum sínum betri framtíð. Verður það bezt gert með því að auka eins og hægt er núver- andi tekjur og draga eins og hægt er úr neyzlu og ná þannig fram eins miklum spamaði eins og hægt er miðað við hefð- bundinn skilning okkar á sparnaði? Eða getur verið að fólk komist betur af í fram- tíðinni með því að fara í skóla í stað þess að vinna fulla vinnu eða með því að taka lán til þess að greiða skólagjöld bama sinna í góðum háskólum? Slíkar ráðstafan- ir mundu draga úr spamaði miðað við þann skilning, sem menn leggja í það orð með því að minnka tekjur eða auka út- gjöld. En mundu slíkar ráðstafanir samt sem áður ekki tryggja fólki eða bömum þess betri framtíð en með því að spara peningana og leggja þá inn til ávöxtunar með 3% vöxtum?" Eisner víkur að þeirri röksemd, að þær kynslóðir, sem nú ráði ferðinni, lifi góðu lífi á kostnað bama sinna, sem taki við skuldunum, og segir: „Okkur er sagt, að áframhaldandi hallarekstur þýði, að við skiljum eftir miklar skuldir fyrir bömin okkar. Þetta er rétt. Bömin okkar verða eigendur allra þessara ríkisvíxla, spariskír- teina og annarra skuldbindinga, sem eru opinberar skuldir. Það er þægilegur spam- aður fyrir þau. Er það endilega svo slæmt? Okkur er líka sagt, að vaxtagreiðslur af skuldinni séu þung byrði fyrir efnahagslíf- ið ... En gleymum því ekki að vaxtagreiðsl- ur ríkissjóðs ganga til eigenda opinberra skuldbindinga. Þótt skattar séu lagðir á til þess að fjármagna þær vaxtagreiðslur koma vaxtatekjur fólks á móti.“ Hér hefur verið stiklað á stóru í rök- semdafærslu Roberts Eisners. Morgun- blaðið gerir þessar skoðanir hins banda- ríska fræðimanns ekki að sínum. En óneit- anlega er fróðlegt að kynnast þessum sjón- armiðum og ræða þau í samhengi við þær umræður, sem fram fara hér innanlands um hallarekstur ríkissjóðs og áhrif hans á efnahagslíf okkar. Getur verð- bólga verið oflítil? FYRIR ALLMÖRG- um áram kom til nokkurra orða- skipta á milli Morg- unblaðsins og Jón- asar H. Haralz, fyrram bankastjóra Landsbankans, þegar því var varpað fram hér í blaðinu, hvort hæfíleg verðbólga væri endilega af hinu illa. Slíkar hugmyndir hafa ekki verið reif- aðar að marki í mörg ár enda hefur öll athygli manna beinzt að því að ráða niður- lögum verðbólgunnar. En nú skjóta upp kollinum svipaðar hugmyndir og settar vora á prent hér í blaðinu fyrir nokkram árum og kölluðu fram snörp viðbrögð þá- verandi bankastjóra Landsbanka íslands. f riýju Fréttabréfi um verðbréfavið- skipti, sem Samvinnubréf Landsbankans gefa út, birtist grein, sem ber fyrirsögn- ina: Getur verðbólga verið of lítil?. í grein þessari segir m.a.: „Verðbólga hefur hjaðn- að jafnt og þétt í iðnríkjunum undanfarin ár. Fyrir nokkram áram var algengt, að verðbólga í iðnríkjunum væri um eða yfir 5% en nú er sjaldgæft að sjá hærri tölur en 3%. Sums staðar er verðbólga nánast engin og óvíða stafar ógn af henni, enda hefur þyngdarpunktur umræðu um verð- bólgu flutzt til. Nú er spurt: getur verð- bólga verið of lítil? Eða, hvert er hagkvæm- asta verðbólgustigið? Ahrifamiklar samlfK- ingar verðbólgu við skrímsli, drauga og önnur kvikindi era hins vegar á undan- haldi, eins og náttmyrkrið í dögun.“ í Fréttabréfinu segir síðan, að skynsam- legt kunni að vera, að stefna að lágri og stöðugri verðbólgu ef til vill á bilinu 1-3% og era ástæðumar taldar fjórar: Hófleg verðbólga stuðli að sveigjanleika í raun- launum þar sem erfiðara sé að lækka fjár- hæð launa en að lækka raunlaun með verðbólgu, sem geti verið nauðsynlegt vegna síbreytilegra aðstæðna í efnahags- lífínu. Hæfileg verðbólga geti aukið aðlög- unarhæfni efnahagslífsins almennt. Lág verðbólga feli í sér ákveðið svigrúm til þess að breyta raungengi gjaldmiðla án þess að breyta nafngengi þeirra og loks segir að flestar rannsóknir bendi til að verðvísitölur ofmeti verðbólgu. Og loks segir í Fréttabréfi Samvinnubréfa Lands- bankans: „Að öllu samanlögðu er því kom- izt að þeirri niðurstöðu hér, að skynsam- legt sé að stefna að því að verðbólgan á næstu misseram verði svipuð hér á landi og spáð er í helztu viðskiptalöndum eða á bilinu 2-3%.“ Robert Eisner er sömu skoðunar í fyrr- nefndri bók. Hann segir: „Verðbólga getur verið góð fyrir þig!“ En bætir þvl við, að þá sé átt við hóflega verðbólgu, ekki óða- verðbólgu af þeirri stærðargráðu, sem við þekkjum hér. Og síðan kemur lykilatriði í röksemdafærslu hans: „Menn verða að skilja, að verðbólga er almenn hækkun á verði, hækkun á öllu verðlagi, þ.ám. á launum, verði vinnunnar." Fróðlegt væri að fá fram skoðanir þessa bandaríska fræðimanns á þeirri ákvörðun íslenzkra stjómvalda að afnema vísitölutengingu launa en halda vísitölutengingu lánaskuld- bindinga fyrir rúmum áratug! Það getur verið gagnlegt að hugleiða skoðanir sem þær, sem hér hefur verið komið á framfæri. Eftir reynslu okkar ís- lendinga af verðbólgu á síðustu áratugum verður vafalaust erfítt að sannfæra fólk hér um það, að það sé yfirleitt hægt að halda verðbólgu innan einhverra skynsam- legra marka. Sá samanburður, sem við nú höfum af nánast verðbólgulausu þjóðfé- lagi og tímabili óðaverðbólgu er slíkur, að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill áreiðanlega leggja töluvert á sig til þess að halda nánast núll-verðbólgu. „Eisner víkur að þeirri röksemd, að þær kynslóðir, sem nú ráði ferð- inni, lifí góðu lífi á kostnað barna sinna, sem taki við skuldunum, og segir: „Okkur er sagt, að áfram- haldandi halla- rekstur þýði, að við skiljum efdr miklar skuldir fyrir börnin okk- ar. Þetta er rétt. Börnin okkar verða eigendur allra þessara rík- isvíxla, spariskír- teina og annarra skuldbindinga, sem eru opinber- ar skuldir. Það er þægilegur sparn- aður fyrir þau. Er það endilega svo slæmt?““

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.