Morgunblaðið - 26.06.1994, Page 26

Morgunblaðið - 26.06.1994, Page 26
26 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ p mimm mmm .......... HHP ‘111 Æ FASTEIGNAMIÐSTOÐINf Sa SKIPHOLTI 50B • SÍMI 62 20 30 - FAX 62 22 90 Leifsgata 3 2556 Gullfalleg 3ja herb. um 100 fm íbúð á 3. hæð (efstu) í þessu góða steinhúsi. Eignin er mikið endurnýjuð, m.a. eldhús og gólfefni (marmari og parket). Nýlegt þak. Svalir. Góð staðsetning. Áhv. veðdeild 3,6 millj. Mögu- leg skipti á dýrari eign, ákv. sala. Opið hús hjá Helgu og Kristni í dag frá kl. 14.00-17.00. OPIÐ HÚS Gjörið svo vel og lítið inn! Björt og rúmgóð 117 fm íb. á miðhæð ásamt nýlegur 36 fm bílskúr. íbúðin er mikið endurnýjuð m.a. hvítar steinflísar á holi, baðherb., allt rafm. o.fl. Verð 9,4 millj. Eignin verður til sýnis milli kl. 14-17 í dag. 1 « 4 N < I I I < > 1 r j. i í » Suðurlandsbraut 4a sími 680666 r Kaplahraun 1, Hafnarfirði Þetta vel hannaða og staðsetta iðnaðarhúsnæði/versl- unarhúsnæði á besta stað við Kaplahraun í Hafnarfirði er til sölu. Eignin skiptist í 365 fm jarðhæð, sem á mjög einfaldan hátt má skipta í þrjú rými eða nýtast í einu lagi sem verslun og efri hæð sem er 131 fm. Efri hæðin er mjög vel frágepgin með flísum á forstofu og stiga og parketi á gólfi. Eign þessi er öll í toppstandi. Bakatil eru stórar inn- keyrsludyr. Hæðir þessar má samtengja t.d. þannig að jarðhæð sé notuð fyrir iðnað/verslun og efri hæð fyrir skrifstofu. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlegast hafi samband við neðangreinda aðila. Tilvalið fyrir heildsölu eða afsláttarverslun. FASTEIGNA f^JMARKAÐURINN Óðinsgötu 4, simar 11540, 21700 & BYGGÐAVERK HF. Reykjavíkurvegi 60, 220 Hafnarfirði. Sími 54644, fax 54959. MINIVINGAR EYJÓLFUR MAGNÚSSON + Eyjólfur Magn- ússon var fæddur í Svefneyj- um á Breiðafirði 16. febrúar 1896. Hann lést í Landa- kotsspítala 17. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðný Jóhanns- dóttir og Magnús Jóhannsson, ábú- endur í Svefneyj- um á Breiðafirði. Systkini Eyjólfs voru Jóhanna, hús- freyja á Svarfhóli í Borgarfirði, Bjarnveig, hús- freyja á Akureyri, Anna, hús- freyja í Svefneyjum, Þorbjörg, dó í barnæsku, Þorvarður, tví- burabróðir Eyjólfs, dó 17 ára. Fóstursystir Eyjólfs var Hjálmfríður Eyjólfsdóttir, hús- freyja í Reykjavík. Eyjólfur kvæntist 28. júní Ingibjörgu Hákonardóttur frá Reykhól- um, f. 1894, d. 1970. Börn Eyjólfs og Ingibjargar: 1) Brynhildur, f. 1920, maki Aðal- steinn Davíðsson, d. 1991. Börn: Davíð, Guðrún Erla, Eyjólfur Magnús, Vilhjálmur Arnar. 2) Þorvarður Trausti, f. 1921, d. 1971, maki Steinunn Bjarnadóttir, d. 1987. Börn: Inger Oddfríður, Bjarni Há- konar. 3) Arndís, f. 1924, maki Ragnar Krisljánsson. Barn: Kristín Margrét. 4) Guðrún Ingibjörg, f. 1926, maki Gunn- ar Karl Gunnarsson. Böm: Ingólfur, Hulda. 5) Guðný Jó- hanna, f. 1928, d. 1929. 6) Guðný Anna, f. 1929, maki Haukur Hannesson. Böm: Rúnar Gils, Jón Hjálmar, Hannes. Eyjólfur fór á Bænda- skólann á Hvanneyri veturinn 1916-17, stundaði bústörf í Svefneyjum, bóndi í Múla í Gufudalssveit til margra ára. Hann starfaði síðan nokkur ár við Kaupfélagið í Flatey á Breiðafirði og loks var hann lyftuvörður í Landsímahúsinu. Hann bjó hjá Arndísi dóttur sinni og tengdasyni síðastliðin tuttugu ár. Útför Eyjólfs fer fram frá Fossvogskirkju á morgun. Tíminn vinnur aldrei á okkar bestu stundum, ævilangt þær anga frá urðar helgilundum. (Hulda) ÞESSI orð komu upp í huga mér er elsku- legur afi minn hvarf af lífsins brautu þessa jarðneska lífs, vel níu- tíu og átta ára að aldri. Ég, sem eitt hans tólf bamabarna, sit hér umvafin stór- brotnu vestfirsku landslagi. Hér eru hrikaleg fjöll á alla vegu nema þar sem sér út á hafið. Þetta er þessi náttúra sem afi minn og amma kenndu mér strax í æsku að bera virðingu fyrir, ekki bara landslaginu, heldur öllu því sem vestfirskt var. Þar sem ég bý nú í þeim landshluta, sem var þeim svo dýrmætur, skynja ég að það er einmitt fyrir þeirra orð að mér finnst ég tilheyra þessum stað, Vestfjörðum. Ég hef ekki ætlað mér með þess- um fátæklegu orðum að rekja ætt- ir og lífshlaup afa míns, Eyjólfs Magnússonar, heldur að þakka fyrir það hvað ég hef verið lánsöm að njóta samveru hans og ömmu, sem lést fyrir 23 árum. Afi hafði alltaf tíma til að spjalla, spila eða kenna okkur vísur. Ekki má gleyma öllum sögunum sem hann sagði mér úr Eyjunum og annars staðar frá. Eftir að ég fullorðnað- ist átti ég mér þann draum að fara með afa út í Svefneyjar á bemskuslóðir hans. Það varð þó aldrei úr, þar sem hann sagðist vera orðinn of fótafúinn til slíkra ferðalaga. Aðdáunarvert var hversu vel afi fylgdist með fólkinu sínu og afkomendum. Hann naut þess að sjá afkomendur sína vaxa úr grasi og eignaðist jafnvel langa- langaafabarn áður en yfir lauk. Börn voru hans yndi og hann kvartaði sáran yfir því að nú til dags mætti enginn vera að því að eignast börn. I hvert skipti sem ég hitti afa hafði hann það fyrir vana að pota í magann á mér og spyija: „Ér nokkuð þarna?“ og svo var hlegið dátt. Allt fram á síðasta ár skrifaði hann svo hveiju og einu niðja sinna hlýlegar kveðjur á jól- um og eru þessi jólakort geymd vel á mínu heimili. Það var mér mikils vert að hafa fengið tækifæri til að hitta afa í byijun júní, er ég átti leið suður. Við áttum góða stund saman og ræddum um lífíð, dauðann og til- vemna í einlægni. Ég gat því ekki Fullbúnar íbúðir á frábæru verði Erum að selja síðustu íbúðirnar í Flétturima 31-33. Um er að ræða 2ja og 4ra herb. íb. sem afh. eftir örfáa daga fullb. með öllum gólfefnum, innr. og tækjum. Sameign er fullfrág. og lóð þökulögð. Sérstök greiðslu- kjör. Eignaskipti mögul. Hringið og fáið sendan lit- prentaðan bækling með frekari upplýsingum. FASTEIGNA MARKAÐURINN Oðinsgotu 4. simar 11540. 21700 & BYGGÐAVERK HF. Reykjavíkurvegi 60, 220 Hafnaríirði. Simi 54644. fax 54959. Opið hús kl. 1 -3 í dag Hrísmóar 13, Gbæ Glæsil. 180 fm hæð og ris í litlu nýl. vinsælu fjölb. Innb. bílsk. Vandaðar innr. Fráb. útsýni. Sólskáli. Parket. Sérþvherb. Svalir. Hagst. lán. Verð 12,5 millj. Ath. bjalla merkt Ágústa og Grétar. Nánari upplýsingar gefur: Hraunhamar, fasteignasala, Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði, sími 654511. verið annað en ánægð fyrir afa hönd, sem svo lengi hafði þráð hvíldina, er ég frétti að hann hefði kvatt þennan heim á 50 ára af- mælisdegi lýðveldisins. Hann hélt reisn sinni fram til hinsta dags og hlaut hægt andlát. Reisn hans var mikil og alls staðar þar sem hann fór um var tekið eftir honum. Hann var beinn í baki, hávaxinn myndarlegur maður, hárið silfur- grátt og mikið, ávallt brúnn og útitekinn, sléttur á hörund með glettnisbros á vör. Hann fór helst aldrei út nema í jakkafötum og með bindi, skórnir ávallt gljáburst- aðir. Engum sem sá afa hug- kvæmdist að þar færi svo aldraður maður. Þegar haldið var upp á níræðisafmæli afa biðu þjónarnir góða stund eftir að komið væri með afmælisbarnið, kannski í hjólastól? Hann var þá löngu kom- inn og stóð við hlið þeirra. Þeir trúðu vart því að þetta væri öld- ungurinn. Nú er elsku afi horfinn frá okk- ur og ég vil að lokum segja það eitt að hafi hann þökk fyrir allt og allt frá mér og fjölskyldu minni. Elsku Adda frænka og Ragnar, ykkar hlut í að gera ævikvöld afa sem ánægjulegast, verður seint gleymt. Hann fékk að búa hjá ykkur öll sín síðustu ár og hlaut umönnun og umhyggju ómælda. Hafið einlæga þökk fyrir allt. Hulda Karlsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Á morgun verður borinn til graf- ar elskulegur langafi minn, Eyjólf- ur Magnússon, sem lést 17. júní síðastliðinn. Mér finnst ég hafa misst svo mikið og söknuðurinn sem ég ber í bijósti er sár. Þó að langafi væri 98 ára gamall og andlát hans hafi ekki komið á óvart, þá finnst mér samt erfitt að sætta mig við að hann sé farinn. Þegar ég hugsa til 15. júní sl. er ég gekk út af stofunni frá lang- afa þar sem hann lá, þá held ég að hann hafi vitað að við myndum ekki sjást aftur. Hann svaraði mér nefnilega á annan hátt en vana- lega, er ég sagði honum að ég gæti ekki komið á morgun en ég myndi koma þar næsta dag og knúsa hann. I þetta sinn sagði langafi Eyjólfur: „Elsku Ingibjörg mín, Guð blessi þig,“ en hann var vanur að segja: „Komdu til mín sem oftast.“ Birting afmælis- og minningar- greina MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá grein- arnar sendar á disklingi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.