Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ Á þessari stundu koma ýmsar minningar upp í hugann og allar eru þær góðar. Langafi Eyjólfur var einstakur maður. Kærleikur hans, hlýja og hógværð eni mér efst í huga þegar ég hugsa til hans. Hann hafði mikið að gefa og margir fengu að njóta. Þegar langafi hafði heilsu til þá dvaldi hann oft heima á Arnbjargarlæk á sumrin. Það var dýrmætur og skemmtilegur tími fyrir mig og systkini mín á Arnbjargarlæk að fá að njóta samverustunda með honum. Langafi Eyjólfur hafði frá svo mörgu að segja og hafði mikla frásagnarhæfileika. Hann var glettinn og hafði mjög gaman af því að segja vel kryddaðar sögur eins og honum var einum lagið, og við höfðum gaman af að hlusta á þær. Skemmtilegast fannst mér að hlusta á sögumar hans frá líf- inu í Breiðaijarðareyjum, þar sem hann ólst upp. Langafi hafði gam- an af því að spila, og spilaði oft rússa við góðan vin sinn Eggert sem nú er látinn. Þeir voru oft orðnir svo æstir í spilamennskunni að þeir stöppuðu fótunum í gólfið hver í kapp við annan. Hvert spil var síðan vandlega rætt. Þessu var gaman að fylgjast með, því báðir MINNINGAR voru tapsárir. Einnig var ánægju- legt fyrir mig og systkini mín að taka í spil við langafa. Eyjólfur langafi minn var sóldýrkandi og var ávallt vitað hvar hann var nið- urkominn þegar sólin skein; hann sat úti og lét sólina skína á fallega andlitið sitt. Mér er það mjög minnisstætt hvað langafi hjálpaði mér mikið þegar föðurafi minn Aðalsteinn dó. Ég var uppi í herbergi ömmu og afa, sat með mynd af afa Aðal- steini í fanginu og grét. Þá kom langafi Eyjólfur til mín, tók utan um mig og sagði mér frá veikind- um og langri baráttu konu sinnar sálugu, Ingibjargar langömmu minnar, og gerði mér ljóst að það var betra að afi Aðalsteinn fékk að fara strax. Ég gleymi þessu samtali aldrei. Ein dýrmætasta gjöf sem mér hefur verið gefin er giftingarhring- ur langömmu Ingibjargar sem langafí Eyjólfur gaf mér. Hann sagði að hringurinn myndi vernda mig. Því trúi ég og geng alltaf með hann þegar ég tel mig þurfa á því að halda. Þessa gjöf fæ ég aldrei fullþakkað. Fátækleg orð og örfá minning- arbrot megna ekki að lýsa kynnum mínum af langafa Eyjólfi sem reyndist mér alltaf vel. Undir það síðasta var hann orðinn saddur líf- daga, sáttur við Guð og menn og vildi fara að komast yfír móðuna miklu til langömmu Ingibjargar, sem dó fyrir rúmum 23 árum. Forsjónin tók í taumana og færði langafa hvíldina þegar hann þráði það heitast. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Fyrir hönd fjölskyldu minnar og alls heimilisfólks á Arnbjargarlæk flyt ég alúðarþakkir fyrir öll árin sem skilja eftir svo dýrmætar minningar. Elsku langafi Eyjólfur. Ég kveð þig með virðingu, ást, þakklæti og söknuði. Ég þakka þér fyrir allt sem þú kenndir, sýndir og sagðir mér. Þó að þú sért horfinn sjónum mínum lifa minningamar svo lengi sem ég lifi. Hvíl í friði. Þín Ingibjörg Davíðsdóttir. hÓLl FASTEIGNASALA ® 10090 SKIPHOLTI 50B, 2. hæðt.v. Franz Jezorski, lögg. fast.sali. Opið hús í dag kl. 14-17 Fornaströnd - Sérlega fallegt og skemmtil. 140 fm einb. á einni hæð ásamt bílsk. Skiptist m.a. í 4 herb. og góðar stofur. Stór eignarlóð með mat- jurtagarði fyrir garðyrkjumann- inn. Verð 14.950 þús. Þið eruð boðin sérstaklega velkomin að skoða í dag milli ki. 14 og 17. Þetta er góð eign á sanngjörnu verðl. Gullengi 11 Verð á fullbúnum íbúðum 2ja herb. 70 fm - kr. 6.970,000,- 3ja herb. 82 fm - kr. 7.850,000,- 4ra herb. 94 fm - kr. 8.200,000,- Þú kaupir 4ra herb. íb. og borgar svona: Verðdæmi: Húsbréf með5%vöxtum kr. 5.33ÖT000,- Við undirritun kr. 600.000,- Byggingaraðili lánartil 4ra ára kr. 1.000,000,- Eftirstöðvar samkv. samkomul. kr. 1.270,000,- kr. 8.200,000,- Ath.: Möguleiki er að fá íbúðirnar afhentar tilbúnar undir tréverk. Þetta fullbúna og tburðarmikla 6-íbúða hús hefur að geyma vel skipulagðar og afar skemmtilegar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir, sem verða afh. fljótl. fullb. með öllum innr. en án gólfefna. Nú er bara að vera fljót að velja sér íbúð áður en það verður of seint. Taktu fjölskylduna með í sunnudagsbfltúr og skoðaðu glæsil. fullb. sýningaríbúð í dag milli kl. 14 og 17. Sölumenn frá Hóli verða á staðnum með allar upplýsingar á reiðum höndum. Opið í dag kl. 14-17 Hlíðarhjalli - Kóp. Vorum að fá í sölu sérl. glæsil. 160 fm sérb. á tveimur hæðum. Vandaöar innr. Tvennar suðursv. Ótakmarkað útsýni. Góður bílskúr. Verð aðeins 13,9 millj. Þetta er eign sem þú bókstaflega verður að skoða. Hverfisgata 73 - ódýr. Lítil og snyrtil. 50 fm íb. á 1. hæð. Park- et. Hús talsv. endurn. Ahv. 1,0 milli. Verð 3,9 millj. Mögul. á góðum kjörum. Þessi er tilvalin fyrir miðbæjarfólkið og þá, sem vilja nota þjónustu fyrir aldraða við Skúlagötu. Jöklafold. Glæsil. 2ja herb. 60 fm íb. á 2. hæö í notal. fjölb. Góðar svalir m. útsýni. Vistvænt umhverfi. Áhv. byggsj. 4,2 millj. Verð 6,3 millj. Laus strax. Spáðu Pða. SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994 27 (íb. merkt 4-E). Ljós teppi á gólfum. Suðursvalir. Stæði í bílskýli. * Laus strax. íb. er til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 16 -18. Fasteignamarkaðurinn hf., Oðinsgötu 4, símar 11540 og 21700. Sundaborg - Heild I 1594 Höfum til söiu eða leigu 300 fm nýstandsett skrifstofu- og lagerhúsn. á tveimur hæðum. Stórar innkdyr. Góð aðkoma. Laust strax. Allar upplýsingar veitir: Skeifan - fasteignamiðlun, Suðurlandsbraut 46, sími 685556. ♦ EIGNAMIÐLUNIN % Sími 88 • 90 • 90 - Fax 88 • 90 • 95 - Síðumúla 21 Hlíðartún 10 - opið hús sunnud. kl. 13-17 Einl. vandað um 170 fm einb. ásamt 39 fm bílskúr og gróðurhúsi. Lóðin er um 2.400 fm og með miklum trjá- gróðri, grasflöt, matjurtagarði og mögul. á ræktun. 5 svefnherbergi og stórar stofur. Fallegt útsýni. Einstök eign sem gefur mikla möguleika. 3669. SÍMI 88-90-90 SÍÐUMÚLA 21 Starf'inenn: Sierrir Kri'tin—<»n. •úln-tjóri. lúpg. fa'teigna>ali. I»ór«lfiir llalli|nr>«nn. Inll.. li'gp. fa-teigna'ali. I»nrleifnr St. túiðniiiiul—mi. B.Sr.. •iilnin.. (>110111111111111- >ignrjón-*nn liipfr.. -kjalaperð. (•iiiSmiiiiilnr Skúli llartiijr—nn. liigfr.. -iiliiin.. Strfán llrafn Sti*fán»«nn. Ingfr.. -nlnin.. Kjartan I»nrnlf-«nn. Ijn-iiiyinltiii. Jnliannn \ aliliinar-ilnttir. angh -ingar. gjalilkrri. Ingn llanne-ilnttir. -nnaxar-la np ritari. ÁRMÚLA 21 Sími 685009 Suðurhlíðar - glæsihús Eitt glæsilegasta og vandaðasta einbhúsið á Rvíkursvæðinu. Frábær staðsetning. Tvöf. bílskúr. Sólskáli. Eignaskipti mögul. Nánari uppl. hjá sölumönnum. 4915. Hveragerði - raðhús 110 fm endaraðh. á einni hæð ásamt innb. bílskúr. 3 svefnh. Parket á stofu, holi og eldhúsi. Suðurlóð. Verðhugmynd 7,5 millj. 4752. Barrholt - Mosfellsbæ Vandað steinhús á einni hæð um 144 fm. Bílskúr 33 fm. Vand- aðar innréttingar. Fallegur garður. Æskileg skipti á minni eign 1 Mosfellsbæ. Verð 12,9 millj. 4582. Laufbrekka - Kópavogi Gott 175 fm einbhús. Óskað er eftir skiptum á 3ja-4ra herb. íb. í Austurbæ, Kóp., eða bein sala. Verð 12,3 millj. 4534. Garðaflöt - Garðabæ Einbýlishús á einni hæð ásamt rúmg. bílskúr, stærð húss 168 fm og bílskúr 33 fm. Eign í mjög góðu ástandi. Verðhugmynd 15,5 millj. 4604. Traðarland - Fossvogi 151 fm einbhús á einni hæð ásamt innb. bílskúr. Frábær staðs. neðst í Fossvogsdalnum rétt við Víkingsheimilið. Garð- skáli og fallegur suðurgarður. Laust strax. 4875. Akurgerði - parhús 216 fm parh., tvær hæðir og séríb. í kj. Stór bílskúr. Arinn í stofu. Stórar suðursv. Skjólgóð lóð. Ath. skipti möguleg á íb. á 1. hæð sem gæti hentað fötluðum. Verð 15,7 millj. 3740. Fjöldi annarra eigna á söluskrá. Margar þeirra fást í skiptum. Sýningargluggi í Ármúla 21. Nánari uppl. hjá sölumönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.