Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994 31 BRÉF TIL BLAÐSINS Barn verður óöruggt ef það fær ekki hæfilegan aga, segir í greininni. Agi - þjálfun sem leiðir af sér skipulag „Hænsna- fóður ogljóða- gerð“ Frá Árna Helgasyni: MIG LANGAR með nokkrum orð- um að þakka Guðmundi Guðmunds- syni fyrir grein hans um hænsnafóð- ur og ljóðagerð í Mbl. fyrir nokkru og væru betur fleiri sem vektu at- hygli á slíku og það er virkiiega umhugsunarefni ef reisn okkar ætti að miða við slík dæmi sem hann nefnir og má þá segja eins og forðum að öllu megi nafn gefa. Ef bara er hægt að raða saman einhveijum orðum og alls ekki í sam- hengi, hafa þetta nógu vitlaust svo enginn geti skiiið og kalla þetta síð- an ljóð, þá finnst mér mannlegri dómgreind nóg boðið. Þetta vekur upp annað álíka ljóð sem ég sá í fyrra einhvers staðar, vonandi ekki í Lesbók Mbl., þótt þar kenni ýmissa grasa, en hvað um það, þá var þetta einhvern veginn si svona. Þegar ég vakna og fer á fætur fer ég í nærbuxumar því ég get ekki verið nærbuxnalaus Hugsa sér hvað þetta er há- fleygt. Og svona rekst maður á ótal dæmi. Guðmundur hefir verið einna duglegastur við að elta þenn- an þvætting og vekja athygii á honum, en það er eins og þjóðin sé að verða sér þess meðvitandi að vita ekki hvað skáldskapur er. Og þegar ég vakti athygli á einu svona ljóði við félaga minn svaraði hann bara: Þetta er svo sem ekkert verra en annað ... og sletti í góm ... og kannski smita þessi viðbrögð út frá ÁRNIHELGASON, Stykkishólmi. Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Frá Tatiönu K. Dimitrovu: AGI ER orð sem hefur margar merkingar. Orðið agi samkvæmt orðabók þýðir: þjálfun sem leiðir af sér skipulag, hlýðni og sjálfs- stjórn. Héðan í frá mun ég notast við þessa skilgreiningu orðsins. En mjög oft er þessi skilgreining mis- skilin og mistúlkuð. Þegar minnst er á aga dettur fólki oftast í hug eitthvað nei- kvætt, eitthvað sem fólk myndi nota eingöngu í undantekningartil- vikum. Þetta er ekki rétti skilning- urinn að minu áliti. Aga ætti ekki að rugla saman við boð og bönn. Að brýna raustina við barnið eða þjarma að því með ofbeldi til þess að kenna því hlýðni er rangt. Að þvinga barnið til hlýðni með líkamlegri refsingu er ekki agi heldur misbeiting valds. Einfaldasta leiðin til að útskýra aga er að skýra einfaldar reglur. Að sýna barninu einfaldar reglur sem tengjast daglegu lífi þess er mjög mikilvægt. Til dæmis ætti að segja barninu að það eigi að fara í rúmið klukkan 8, vegna þess að ung börn þarfnast nægrar hvíldar til að vera vel undir næsta dag búin. Þetta þurfa foreldra að út- skýra fyrir bömunum sínum. Best er að hafa reglurnar sem fæstar og einfaldastar, svo börnin geti farið eftir þeim. Það er einnig nauðsynlegt að reglunum sé fylgt eftir bæði af börnum og foreldrum. Agi er upp að vissu marki gagn- kvæmur skilningur og gagnkvæmt samkomulag. Barnið verður að vera sannfært um vald foreldrisins, sem vill því allt það besta. Hins vegar ættu foreldrarnir ekki að láta stjórnast af duttlungum barnanna. Foreldrarnir eru vitrari en börnin og þess vegna ættu þeir að stjórna og ráðleggja börnunum en ekki öfugt. Það er misskilningur að halda að með því að setja barninu engar reglur og kröfur sé barnið fijálsara. Þvert á móti verður barn- ið óöruggt. Öryggi er nauðsynlegt hveiju barni. Barnið mun sennilega mótmæla settum reglum, en sam- tímis mun barnið finna sig verndað og elskað. Agi er ekki eitthvað sem setur barninu skorður (ekki frekar en við, fullorðna fólkið, þurfum að framfylgja reglum samfélagsins). Foreldrar sem framfylgja ekki aga eru ekki nútímalegir og fijálsir í hugsun, en frekar kærulausir ef eitthvað er. Börn sem hafa lært aga á uppvaxtarárum sínum eru miklu sjálfsöruggari þegar þau fullorðn- ast. Þau kunna að setja sér mark- mið og vita hvers þau mega krefj- ast af öðrum. TATIANA K. DIMITROVA, leikskólakennari og bókmenntafræðingur. AUSTURSTRÆTI Til sölu skemmtileg verslun með gamla muni, antik og minjagripi. Upplýsingar í síma 28222 og 17296 Bestu þakkir til barna, tengdabarna og barna- barna, kunningja og vina fyrir ógleymanlegan dag og sýndan vinarhug meÖ gjöfum, blómum, skeytum og heimsóknum á 70 ára afmœli mínu, 21. júní sl., og fyrir eldri muni á Sjó- minja- og smiðjumunasafn mitt. GuÖ og gœfan fylgi ykkur öllum. Jósafat Hinrikson, Fornastekk 10, Reykjavík. RONNING fitrjgmMíjMli - kjarni málsins! TEOVNB FRYSTIR innbyggður að ofan að ofan að neðan STÆRB (I) 265 212 285 290 HÆÐ(cm) BREIDD (cm) 60 60 60 60 DYPT(cm) VERD (stgr.) 39.900 46.900 49.900 72.900 US-1300 US -2290 US-2360 UC-2430 Fjöldi ánœgðra viðskiptavina er okkar besta viðurkenning ' nn.ttll.-XK UI.JÓMI'l.UTNlNGSTÆKl ÞVOTTAVtLAR UPPÞVÖTrÁVÉLÁR BORGARTUNI 24 SÍMI 68 58 68 mmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmi^mmammmmm^m Innifaliö í veröl: flug, gisting, akstur til og frá flugvelli eriendis, sýnlkennsla í matargerö ásamt 2 hádegisveröum, flugvallaskattar og íslensk fararstjórn. 22 dagar í Thailandi! Sól, sjór og sæla á frábæru sumartilboði! Lúxuslandiö er Thailand og draumaferðin er frá 9. - 30. ágúst. Flogið til Bangkok og gist í 3 nætur á fyrsta flokks hóteli. Ævintýralegar skoðunarferðir eru í boði, m.a. á fljótandi markað og í konungshöllina. Á fimmta degi er ekið niður á Pattaya ströndina og dvaliö í 16 nætur á hótelinu Royal Cliff Bay Resort, sem er margverðlaunað glæsihótel. Fararstjóri er matargerðarmaðurinn og lífskúnstnerinn Rúnar Marvinsson og mun hann ' m.a. stjórna tveggja daga sýnikennslu í thailenskri matargerðarlist. í boði eru margs konar námskeið s.s. í blómaskreytingum, útskurði á ávöxtum og grænmeti og golfi. Á hótelsvæöinu eru úrvals strendur, sundlaugar, dýrindis veitingastaðir og góðar verslanir. Alls staðar eruð þið umkringd gestrisnu fólki sem nýtur þess aö þjóna ykkur. Verð á mann í tvíbýli er kr. 114.540. Thailand er landid og tækifæriö er núna! £í/£ IfÆG Samviiuiuleráir-Laiidsýii Mm/m mAusturstræti 12, sími 691010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.