Morgunblaðið - 02.07.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 35
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
BRÉFRITARI segir að stuðningsmenn Skagamanna hafi fram til
þessa verið aufúsugestir á knattspymuvöllum landsmanna vegna
prúðmannlegrar framkomu. Það kunni þó að vera að breytast.
Gulir oggóðglaðir
Skáldakvöldin hjá Andblæ
Frá Sveini Guðjónssyni:
STUÐNINGSMENN knattspymu-
liðs Skagamanna hafa haft ærna
ástæðu til að bera höfuðið hátt
vegna frammistöðu sinna manna
undanfarin ár. Þeir hafa líka fram
til þessa verið aufúsugestir á
knattspyrnuvöllum um allt land
fyrir hressilega, en jafnframt prúð-
mannlega framkomu. Þetta síðast-
nefnda virðist þó vera að breytast.
Að minnsta kosti hafa stuðnings-
menn ÍA litla ástæðu til að vera
stoltir af framkomu sinni á KR-
vellinum föstudagskvöldið 24. júní
sl. Lítill drengur var hrakinn grát-
andi af vellinum vegna svívirðinga
sem dundu á föður hans. Fram-
koma þessi er þeim mun óskiljan-
legri í ljósi þess, að hér á í hlut
maður, sem átti hvað mestan þátt
í að rífa lið Skagamanna upp úr
annarri deild og gera þá að tvöföld-
um Islandsmeisturum og bikar-
meisturum að auki.
Frá Áslaugu B. Guðmundardóttur:
ÞAÐ ER ótrúlegt en satt að á ís-
landi árið 1994 skuli búa fólk sem
með hroka og sjálfumgleði dæmir
meðbræður sína jafn hart og raun
ber sorglega vitni í grein Magnúsar
Þorsteinssonar í Mbl. 24. júni, „Burt
með nýbúana".
I greininni er farið fögrum orðum
um hinn norræna kynstofn, sem er
að mati Magnúsar allur hinn glæsi-
legasti og góðum kostum prýddur.
Þar kemur fram að „í öllum löndum
norrænna manna er mikil velmegun
og sífelldar framfarir, menntun á
háu stigi og mannúð og mannrétt-
indi í heiðri höfð“. (Leturbr. mín)
Og áfram gengur dælan: „í löndum
þriðja heimsins ríkir fátækt, mennt-
unarskortur og fáfræði, kyrrstaða,
offjölgun og ógnarstjórn." Heyr á
endemi! Hér geysist fram hinn full-
komni norræni maður, búinn að
eigin sögn gáfum og glæsileik, og
talar um mannúð og mannréttindi
um leið og hann vill útrýma nýbúum
hér á landi og hætta allri þróunar-
aðstoð. Hér er eitthvað ekki í lagi.
Mér er nær að halda að „kyrrstaðan
og ógnarstjórnin“ í þriðja heims
löndunum stafi af því að þar ríki
skoðanabræður Magnúsar sem ekk-
ert vita um mannúð og mannrétt-
indi.
í greininni er einnig talað um
Ekki veit ég af hvaða ástæðu
þessir sömu stuðningsmenn fundu
hvöt hjá sér til að gera hróp að
nýkjörnum borgarstjóra Reykvík-
inga, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt-
ur, þegar hún kom á völlinn enda
dreg ég stórlega í efa að sú mæta
kona hafi nokkurn tíma gert nokk-
uð á hlut Akurnesinga. Það tíðkast
kannski ekki á Skipaskaga að
bæjarstjórinn fari á völlinn sér til
skemmtunar eins og annað fólk?
Forsvarsmenn stuðningsmanna-
klúbbs Skagamanna ættu að hugsa
sig tvisvar um áður en þeir stefna
félagsmönnum sínum í Ölver til
að hella í sig fyrir næstu leiki.
Þeim væri nær að sjá sóma sinn í
að biðja fyrrum þjálfara sinn, fjöl-
skyldu hans og borgarstjórann í
Reykjavík opinberlega afsökunar á
framferði sinna manna á umrædd-
um leik.
kynbætur á fólki eins og um holda-
naut væri að ræða og vili Magnús
verðlauna barneignir hæfileikfólks
með „hreint norrænt útlit“. Yrði það
svo næsta skref að para saman
fólk eftir útliti og greindarvísitölu
og hleypa svo til einu sinni á ári
eins og gert er í sveitinni? Spyr sá
sem ekki veit. Og hvað um andlega
og líkamlega fatlað fólk, Magnús?
Eigum við að senda það sömu leið
og nýbúana?
Hvað varðar „innflutning ætt-
leiðingarbarna", eins og hann
kemst svo ósmekklega að orði í
greininni, er ýmsu til að svara. Það
vill nú svo til að hinn glæsilegi og
greindi norræni kynstofn er að ein-
hverju leyti ófrjór en hefur þó til
að bera þá alþjóðlegu eiginleika að
vilja leggja sitt af mörkum til að
fjölga mannkyninu. Hér er einnig
um að ræða manngæsku, mannúð
og þörf fyrir að elska og annast
litlar sálir sem annars ættu sér
enga framtíð í heimi „ógnarstjórnar
og offjölgunar". Þær hvatir se'm að
baki ættleiðingunum búa eru því
fyrst og fremst hinir eftirsóknar-
verðu eiginleikar norræna kyn-
stofnsins og reyndar flestra ann-
arra: Mannúð, manngæska og vilji
til að leggja sitt af mörkum til efl-
ingar þjóðarinnar. Þessi börn sem
hingað koma til ættleiðingar eiga
Frá Tryggva V. Líndal:
FLESTIR hafa eflaust velt fyrir
sér hverskonar fyrirbæri skálda-
klíkur eru. Þó að ég væri sjóaður
í félagsmálum og ritstörfum, hafði
ég ekki kynnst neinu slíku sjálfur,
fyrr en ég kynntist þeim hópi sem
nefnir sig Andblæ á Málstöðum.
Það er hópur sem kemur saman
á fimmtudagskvöldum í heima-
húsi, til að heyra skáld lesa upp
úr verkum sínum. Er það jafnan
nýr höfundur sem les upp í hvert
sinn.
Hópurinn er á vegum þriggja
húsráðenda sem fást við ritstörf.
Tveir þeirra eru að auki nýlega
útskrifaðir í bókmenntafræðum úr
háskóla.
Upphaflega mun hygmyndin
hafa verið að bjóða þangað alls
konar skapandi fólki í listum og
fræðum, en oftast hafa það þó
verið ljóðskáld sem hafa komið
fram. Hafa margir tugir skálda
lesið úr verkum sínum. Hafa þau
verið á öllum aldri, en flest þó í
yngri kantinum.
Kunningsskapur við aðstand-
endur hefur oftast ráðið hveijum
hefur verið boðið. Áheyrnarfjöldi
hefur gjarnan verið kringum tíu
manns.
Af tryggasta kjarnanum hafa
nú flestir einhvern tíma lesið upp.
Flestir þeirra hafa áður birt ein-
hvern skáldskap eftir sig, og marg-
ir hafa stundað nám í bókmennta-
fræðum.
Ég hygg að þeir sem hafa kom-
ið þar fram hafi fengið einstaklega
fjölbreytt viðbrögð við verkum sín-
um. Þannig hafa margir viðstaddra
tjáð sig um ýmis ljóð, við og eftir
upplesturinn. Þótti mér t.d., þegar
ég las upp úr ljóðum mínum, að
mér græddist margt: Áræði við að
koma fram, og að alltaf reyndust
einhveijir sem skildu og virtu það
sem ég var að reyna að gera, ekki
síst í hinum flóknustu og tyrfnustu
ljóðum.
Það kom skýrt fram að áhugi
hópsins á listum tengdist að miklu
leyti leit hans að fordæmum um
hvað lífið og listin hafa að bjóða
viðkvæmum og skapandi sálum í
þjóðfélagi nútímans. Eins og
vænta mátti var deilt á margt sem
setur hömlur á frelsi einstaklings-
ins til að lifa skapandi lífi, hömlur
svo sem þröngsýni, einhæf störf,
tímahrak, barneignir og skuldir.
Allt jákvætt framlag var þegið, svo
sem bjartsýni og þor, og ráðlegg-
ingar í útgáfumálum.
alla möguleika á að vaxa hér og
dafna sem sannir íslendingar. Þau
eiga góða foreldra sem að vandlega
yfirlögðu ráði eru þess reiðubúin
að elska þau og annast og veita
þeim þannig það besta veganesti
sem nokkur Islendingur getur feng-
ið út í lífið. Það er því miður meira
en sum „norræn börn“ mega búast
við þegar þeirra lífsganga hefst.
Góð viðbót við duglega þjóð
Ég trúi því ekki að hinn „sanni
íslendingur“ leggist svo lágt að
aðhyllast slíkar miðaldahugsjónir,
enda er hann það fróður og vel
gáfum gæddur að hann þekkir þær
hryllingssögur úr fortíðinni sem af
slíku geta hlotist. Hinu vil ég frek-
ar trúa að þeir nýbúar sem hér eru
séu góð viðbót við duglega þjóð sem
aðhyllist mannúð og mannréttindi.
Enda er í flestum tilfellum um að
ræða harðduglegt og framsækið
fólk með margvíslega menntun sem
hefur svo sannarlega lagt sitt af
mörkum til þessa þjóðfélags. Má
ég frekar biðja um að tilheyra þeim
hópi íslendinga heldur en þeirra
sem ganga um með hamar dómar-
ans í hendi, sjálfum sér og öðrum
Islendingum til háborinnar skamm-
ar.
ÁSLAUG B. GUÐMUNDARDÓ'FllR
Gauksrima 10, Selfossi.
Andúmsloftið var þægilegt og
afslappað. Veitingar voru með
upplestrinum, og fóru menn gjarn-
an saman á öldurhús á eftir.
En hvernig tengist þessi hópur
öðrum hópum? Eldri upplesarar
nefndu að svipaðir hópar hefðu
klofnað áður fyrr, út af pólitík eða
persónulegum ágreiningi. Einnig
var minnst á smærri vinahópa
skálda, sem og hópa sem höfðu
myndast kringum útgáfuforlög.
Einnig minntust sum ungu
skáldanna hvatningar einstaka
eldri skálda við þau, á fyrstu við-
kvæmu sporum þeirra á skálda-
brautinni.
Eldri skáld hvöttu þennan hóp
til að út tímarit, og marka þannig
sérstöðu sína sem skáldakynslóðar.
Þessi hópur átti að auki hlut að
samstarfi við kaffihús í borginni,
þar sem efnt var til ljóðaupplesturs
nokkur kvöld í röð, nýlega. Fylgdi
því útgáfa safnrits á vegum kaffi-
hússins, og munu flestir upplesarar
Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni:
HINN mismunandi fyrir- og eftir-
fimm friður og ekki-friðunar-
sinninn Ólafur Karvel Pálsson
fiskifræðingur og formaður skot-
veiðifélags íslands (les: byssu-
útilífsíþróttafélags Islands, sbr.
yfirlýsingar hans sjálfs hér í
Mogga) fer ekki alveg með rétt
mál þegar hann reynir af veikum
mætti að andmæla þeirri fullyrð-
ingu minni að veiðimönnum sé
ekki treystandi að hafa sjálfdæmi
í friðun dýrategunda sem þeir veiða
mikið eða lítið úr.
í grein sinni í Mbl. þ. 22. júní
sl. segir Ólafur að unaðsútilífsskot-
veiðifólk vilji almennt fara eftir
ráðum vísindamanna um ástand
þeirra dýrastofna sem við drepum
úr, ýmist til skemmtunar eða til
framfærslu. En þetta er bara alls
ekki rétt hjá unaðsskotveiðifor-
manninum. Ög það veit hann best
sjálfur sem fiskifræðingur og dýra-
friðunarsinni frá níutilfimm á
Hafró.
í fyrsta lagi þá eru aldagamlar
og sorgarblandnar hefðir fyrir því
á mestöllum þessum hnetti (ekki
síst hér á landi) að sá undarlega
innrætti hluti mannkynsins sem
almennt stundar veiðar á dýrum
sér til skemmtunar, eða þá bara
til að hafa ofan í munn fjölskyldu
sinnar, hefur nánast aldrei í sögu
siðmenningarinnar stöðvar veiðar
á einhvetjum tilteknum dýrastofn-
um af eigin frumkvæði af því að
nærri stofninum væri gengið. Og
þetta veit útilífsskotveiðiformaður-
inn mæta vel. Þúsundir dæma
væri hægt að nefna því til stuðn-
ings nennti hann að hlusta á þann
ljóta lestur.
Útdauðar dýrategundir
Sem dæmi þá ætti hann aðeins
að taka lyftuna í Hafró niður um
nokkrar hæðir, niður á hvalarann-
sóknardeildina og fræðast um
hvernig kvalveiðimenn fyrr á tím-
um hér við land kláruðu alveg hina
þijá útrýmdu hvalastofna sem hér
einu sinni syntu í hafinu umhverf-
is landið. En það voru tegundir sem
kölluðust Sandlægja, Slettakur og
Norðurhvalur (hann gengur líka
undir fleiri nöfnum).
Á þessum dæmum og Gerfuglin-
um sáluga sem og þúsundum ann-
arra slíkra víðs vegar úr veröldinni
ætti honum óumdeilanlega að vera
ljóst að það er alls ekki hægt að
treysta veiðilýðnum einum saman
fyrir örlagaákvörðunum sem þess-
um, þ.e. hvar og hvenær eigi að
draga úr eða stöðva veiðar sem
í Andblæ eiga þar nokkur ljóð.
(Bráðlega mun reyndar vera von
á hliðstæðri listahátíð á sama kaffi-
húsi, en í þetta sinn án þess að
meðlimir Andblæs eigi sama hlut
að.)
Hér hefur aðeins verið stiklað á
stóru um hóp þennan, og reynt er
að skoða hann sem dæmi um þær
tímabundnu hópmyndanir sem
verða í þróun listalífsins. En ef vel
er að gáð, munu einstaklingar
Andblæs að auki tengjast flestum
menningarhópum öðrum í þjóðfé-
laginu, sem og flestum starfsgrein-
um.
Hópurinn Andblær á Málstöðum
óskar nafnleyndar, þar sem hann
lítur ekki svo á að hann sé að gera
neitt óvenjulegt. Þó vil ég að öðrum
ólöstuðum nefna einn húsráðenda,
Benedikt Sigurðsson, sem gengur
undir skáldanafninu Benedikt
Lafleur.
dæmi. Óræk söguathugun leiðir
alla hugsandi menn að þvílíkri
niðurstöðu. (Sem dæmi þá er talið
að einni allþróaðri dýrategund sé
útrýmt á dag einhvers staðar á
hnettinum af mannavöldum.)
Og það er líka meira en lítil
söguleg blinda hjá formanninum
að fullyrða það að veiðimenn vilji
alltaf fara eftir rannsóknum vís-
indamanna um ástand hinna ýmsu
dýrastofna sem þeir eru að veiða
úr. Hann manna mest hefur orðið
fyrir barðinu á íslenska fiskveiði-
lýðnum sem alltaf vill veiða meira
af þorksinum og loðnunni, hvað
sem miklum kvóta væri annars
bætt við handa þeim. Alltaf meira.
Helst miklu meira, eins og ráða
má af endalausu frekjugaspri
þeirra í þjóðrembufjölmiðlunum.
Nákvæmlega eins er þetta með
t.d. ijúpnastofninn. Það var svo
lítið af ijúpu víða um landið í haust
og í vetur að það var víða varla
hægt að sjá fugl þar sem þúsundir
þeirra höfðust við áður. Og hvað
gerðist ekki. Veiðilýðurinn heimt-
aði ótakmarkaðar veiða. Alveg án
tillits til þessara staðreynda. Svona
hefur annars þessi veiðilýðssvana-
söngur alltaf verið. Og verður lík-
lega alltaf á meðan hin frumstæða
hvöt í manninum að drepa hin
dýrin sér til ánægju er ræktuðu
upp í yngri kynslóðinni, eins og
gert er í stórum stíl hér á landi í
dag.
Skemmtidráp
Eitt var að þurfa að hafa drepið
dýr sér og sínum til bjargar hér
forðum. Allt annað er að fara út
um fjöll og firnindi í gnægtarþjóðfé-
laginu í dag og þurfa alltaf að vera
að drepa einhver dýr þar, sjálfum
sér eingöngu til ánægju. Það er
ekki annað en hægt að líta niður á
svoleiðs hvatir lítilla manna. Að
ekki sé nú talað um þegar t.d.
stangveiðimenn eru að gorta af því
að hafa verið sjö tíma að „þreyta"
laxinn í dauðastríði hans eins og
lesa mátti í DV á föstudaginn 24.
júní sl. Maður hálfskammast sín
fyrir að vera í sömu siðmenning-
unni og svoleiðis menn. Ég giska á
að slíkir menn og bróðurpartur
veiðilýðsins sé í þeim 40% hluta
þjóðarinnar sem telur að allt sé í
lagi fyrir menn að beija konurnar
sínar þegar „þörf er á“ eins og
nýlegar rannsóknir sanna. Fussum
svei, sagði Soffía frænka við svona
menn. Og fussum svei segja allir
góðhjartaðir menn við svona lið,
hveijir sem þeir eru.
MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON,
Grettisgötu 40b, Reykjavík.
SVEINN GUÐJÓNSSON,
blaðamaður.
Mannúð og mannréttindi íraun
TRYGGVIV. LÍNDAL,
þjóðfélagsfræðingur.
Smáleiðréttíngar tíl
formanns byssu-úti-
lífsíþróttafélagsins