Morgunblaðið - 02.07.1994, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Þjóðhátíð
heyrnarlausra
UM DAGINN varð
Lýðveldið ísland
fimmtugt. Þjóðin ósk-
aði sjálfri sér til ham-
ingju og flestir gerðu
sér dagamun í tilefni
þessa merka áfanga.
Heyrnarlausir segja
oft aó þeir geti allt
nema heyrt, fötlun
þeirra er ósýnileg. Því
verða þeir oft útundan
og gleymast þegar há-
tíðahöíd eru skipulögð.
í þetta sinn var þó
ekki svo, heyrnarlausir
gátu tekið þátt í lýð-
veldisafmælinu, hátíð
allrar þjóðarinnar.
Táknmálstúlkun
Heymarlausir líta á táknmál sem
„móðurmál" sitt. Þeir heyra aldrei
talaða íslensku og eiga því mjög
erfitt með að læra hana. Heyrnar-
Iausir eiga rétt á túlkun yfir á tákn-
mál m.a. inni á sjúkrahúsum, í
^>dómskerfmu og í framhaldsskólum.
Þó fellur sá réttur um sjálfan sig
ef ekki er til staðar fólk sem getur
túlkað. Ástandið lagaðist til muna
•fyrir nokkrum árum, þegar á fót
var komið Samskiptamiðstöð
heyrnarlausra og heyrnarskertra,
sem sér um túlkaþjónustu og mál-
fræðilegar rannsóknir á íslenska
táknmálinu. Nú í haust mun Sam-
skiptamiðstöðin standa fyrir lang-
þráðu námi í táknmálsfræðum við
Háskóla íslands. Að því loknu mun
^nemendum verða boðið upp á nám
í táknmálstúlkun, en það verður
stórt stökk fram á við að táknmáls-
túlkar hafi háskólamenntun á sínu
sviði eins og þeir sem túlka á er-
lend tungumál. Aukinn fjöldi túlka
eykur líka möguleika heyrnar-
lausra á framhalds-
menntun. Tilvist túlk-
anna gerir aðgang
heyrnarlausra að ís-
lenskri menningu auð-
veldari, sem sást best
á Þingvöllum 17. júní.
Þjóðhátíðarnefnd
pantaði að eigin frum-
kvæði nokkra túlka til
að túlka á lýðveldishá-
tíðinni, en slíkt hefur
hingað til verið harla
óvenjulegt. Allar ræð-
ur sem túlkunum
höfðu borist fyrirfram
voru túlkaðar, þar á
meðal voru ræður for-
seta íslands, forsætis-
ráðherra og biskups Islands, hug-
vekja í Almannagjá o.m.fl. Túlk-
arnir voru að störfum uns hátíðinni
var slitið og gekk túlkunin vel.
Framtak þetta er nefndinni til mik-
ils sóma og verður vonandi öðrum
til fyrirmyndar.
Textavarp
Ríkissjónvarpið festi nýlega
kaup á búnaði til textunar neðan-
máls í textavarpi. Þannig er mögu-
legt að fletta á blaðsíðu 888 í texta-
varpinu og fylgjast með íslenskum
texta við íslenskt efni, án þess að
textinn trufli hinn almenna sjón-
varpsáhorfanda. Forsendan fyrir
því er að eiga sjónvarpstæki sem
ræður við textavarpið. Búnaður
þessi var vígður um áramótin síð-
ustu og voru þá áramótaávörp for-
seta Islands og forsætisráðherra
textuð, ásamt áramótaskaupinu.
Loksins gefst heyrnarlausum tæki-
færi til að fylgjast með íslensku
efni, því hingað til hefur aðeins
erlent efni verið textað. Það er
sorglegt að við höfum aðeins getað
Anna Jóna
Lárusdóttir
horft á og skilið erlent efni í sjón-
varpi, en á þjóðhátíð í ár var gam-
an að vera Islendingur og ég var
stolt af landinu mínu þegar Ríkis-
sjónvarpið sjónvarpaði beint helstu
atburðum á Þingvöllum. Starfs-
menn textavarpsins lögðu á sig
ómælda vinnu við að texta ræður
og aðra umfjöllun í útsendingu sem
tók heilan dag. Um kvöldið gafst
okkur svo líka kostur á að sjá þátt-
inn um Jón Sigurðsson með íslensk-
um texta. í þetta sinn stóð Sjón-
varpið vel að verki og á mikinn
heiður skilinn fyrir að senda út
efni fyrir alla þjóðina. Hitt er svo
annað mál að okkur heyrnarlausum
finnst alls ekki að þessi dýra íjár-
festing, textunarbúnaðurinn, megi
liggja og rykfalla milli stórhátíða,
heyrnarlausir vilja jú geta horft á
sjónvarpið alla 365 daga ársins.
Það er áríðandi að fé fáist til að
auka textunina, að heyrnarlausir
fái aðgang að efni um íslenska
Heyrnarlausum fínnst
ekki, segir Anna Jóna
Lárusdóttir, að dýr
fjárfesting eins og text-
unarbúnaður megi ryk-
falla milli stórhátíða.
menningu, íslensk stjórnmál, ís-
lenskar fréttir og íþróttir. Sjón-
varpinu ber skylda til þess sam-
kvæmt lögum að ná til allra lands-
manna. Eg sé það fyrir mér að rík-
ið, sem setti þau lög, sjái til þess
að heyrnarlausir og heymarskertir
fái sjónvarpstæki með textavarpi
niðurgreidd og að öll sjónvarpsdag-
skráin verði textuð; lítið T standi
við hvem lið dagskrárinnar, sem
tákn um það að hann sé með ís-
lenskum texta. Fyrir hönd heyrnar-
lausra þakka ég að lokum þjóðhá-
tíðamefnd og starfsfólki Ríkissjón-
varpsins fyrir framtakið og óska
þeim góðs gengis á sömu braut.
Höfundur er formaður Félags
heyrnarlausra.
Siðleg kynhegðun
ÞRIÐJUDAGINN 7.
júní sl. birtist í Morg-
unblaðinu grein eftir
"* *Ásdísi Erlingsdóttur er
hún nefndi „Siðskert
k venréttind asamtök!".
í greininni tæpir höf-
undur á ýmsum málum
s.s. kynfræðslu, fóstur-
eyðingarlögum og
samkynhneigð og veltir
fyrir sér afstöðu kjör-
inna fulltrúa þjóðarinn-
ar (og þá sérstaklega
þeirra kvenna sem
kjömar eru til ábyrgð-
; arstarfa) til þessara
mála. Það er ekki ætl-
'i un undirritaðs að ijalla
um allt það sem Ásdís ræðir í grein
_ ,'jinni, heldur einungis hluta hennar,
þann hluta sem fjallar um samkyn-
hneigð.
Samkynhneigð er eðlileg
í grein sinni segir Ásdís að kyn-
hegðun homma og lesbía sé af-
brigðileg. Það er vert í þessu sam-
hengi að athuga hvað orðin kyn-
hneigð og kynhegðun fela í sér.
Kynhneigð einstaklings er tilfinn-
ingalegt upplag hans og felur í sér
hvert hann leitar með sínar innstu
tilfinningar og nánasta samneyti
við annað fólk, þar með talið kyn-
**líf. Kynhegðun er hins vegar orð
sem eingöngu lýsir því hvemig fólk
stundar sitt kynlíf.
Það eru stór orð að lýsa því að
stór hópur fólks stundi afbrigðilega
kynhegðun, bara vegna þess að til-
finningalegt upplag þess er ekki
það sama og meirihlutans. Þessi
fullyrðing er aukinheldur röng
vegna þess að kyn-
hegðun samkyn-
hneigðs einstaklings
sem er trúr sínu innsta
tilfinningalega eðli,
byggist á heiðarleika
gagnvart honum sjálf-
um og gildi hans sem
mannveru. Kynhegðun
sem byggist á slíkum
forsendum er ekki af-
brigðileg.
En hvað er afbrigði-
leg kynhegðun? Við því
er einfalt svar. Sam-
kynhneigður maður
sem hagar sér eins og
hann væri gagnkyn-
hneigður (eða gagn-
kynhneigður maður sem hagar sér
eins og hann væri samkynhneigður)
í kynlífi hjúpar líf sitt blekkingu sem
skapar afbrigðilegt hugarfar og
innri spennu. Því miður er það svo
að fordómar þjóðfélagsins hafa rek-
ið homma og lesbíur inn í þennan
skáp lyginnar undanfama áratugi.
Nú eru viðhorf sem betur fer að
breytast og engin ástæða fyrir sam-
kynhneigða einstaklinga, konur
jafnt sem karla, að leika þennan
hættulega sjálfseyðandi feluleik.
Siðferði
Hver einstaklingur ber ábyrgð á
eigin tilfinningum og athöfnum, þar
með talið kynlífi. Þjóðfélagið ber
ábyrgð á því að það umhverfi sé
fyrir hendi að einstaklingurinn geti
axlað þessa ábyrgð án truflana. I
þjóðfélagi þar sem kynhegðun og
kynlíf er sveipað þögn og hindur-
vitnum myndast ekki eðlilegar for-
sendur fyrir einstaklinginn til að
Það er afsiðað þjóðfélag
sem mismunar þegnum
sínum á grundvelli litar-
háttar, trúarbragða,
kynferðis eða kyn-
hneigðar segir Haukur
F. Hannesson. I siðuðu
þjóðfélagi gera menn
sér grein fyrir fjölbreyti-
leika mannlegs eðlis og
þeirri orku sem í hverj-
um einstaklingi býr.
axla ábyrð á þessum hluta tilveru
sinnar. Þannig má segja að slíkt
hindurvitnaþjóðfélag búi við lélegt
siðferði. Þetta á sérstaklega við nú
á tímum alnæmis. Það hefur komið
glögglega í ljós á síðustu ámm að
hommar hafa tekið ábyrgðarfulla
afstöðu til eigin kynhegðunar, sem
sést meðal annars á því að nýgengi
HlV-smits meðal homma er í rén-
un. Það er hins vegar umhugsunar-
vert að gagnkynhneigðir hafa ekki
tekið eins ábyrgðarfulla afstöðu og
óttast smitsjúkdómalæknar að í
uppsiglingu sé nýr faraldur HIV-
smits meðal gagnkynhneigðra, en
ýmis einkenni virðast benda til líkr-
ar þróunar í þeim hópi nú, eins og
fram kom í hópi homma fyrir rúm-
um áratug.
Haukur F.
Hannesson
KÓRINN syngur í Meþódistakirkjunni.
Söngþrestir sem
sendiherrar!
STUNDUM fara um bijóst þitt
slíkar ómbylgjur gleði og stolts, að
þú færð ekki hamið barka þinn eða
hrifnitár. Svo fór mér æði oft á för
minni með Kór Langholtskirkju til
Englands fyrstu daga júnímánaðar.
Eg var staddur í sumarskrúði dásam-
legs lands, en inní það mitt var kór-
inn kominn með sitt, — tónskrúð
þrotlausrar vinnu og þjálfunar, ekki
aðeins nokkurra mánuða, heldur
fjölda ára, og stjórnandinn, Jón Stef-
ánsson, lék á þetta hljóðfæri sitt af
slíkri snilld, að þeir er á hlýddu urðu
allir að eyrum, — tjáðu undrun sína
og þökk svo æði oft varð að ljúka
tónleikum með þjóðsöngnum, svo
fólk skildi, að kórfélagar þyrftu að
ná háttum.
Mér eru í eyrum orð borgarstjóra-
frúarinnar í Exeter er sagði: „Stund-
in í kirkjunni á þessum tónleikum
er mér eftirminnilegust stunda árs-
ins.“ Kona ein í Moorlynch spurði
mig, hvort eg teldi ekki að barkar
íslendinga væru öðruvísi en barkar
annarra þjóða, raddirnar væru svo
silfurtærar að minnti á flug fugls er
leikur sér við sólstaf himins, en líka
svo flauelsmjúkar að þær bergmála
Samkynhneigðir og börn
Langflestir hommar og lesbíur
hafa alist upp í gagnkynhneigðu
fjölskyldumynstri. Engu að síður
eru þau samkynhneigð. Það er orð-
in viðurkennd skoðun að kynhneigð
foreldra hefur lítið að segja um
kynhneigð bama og nákvæmlega
ekkert um hæfni þeirra til að ann-
ast barnauppeldi. í rannsóknum
sem gerðar hafa verið á bömum
sem alist hafa upp hjá gagnkyn-
hneigðum foreldmm annars vegar
og í samkynhneigðu fjölskyldu-
mynstri hins vegar kom ekki fram
neinn marktækur munur á þessum
tveimur hópum, hvað varðar and-
legt og líkamlegt atgervi og aðbún-
að í uppeldi. Þó virtust þau börn
sem höfðu alist upp hjá hommum
eða lesbíum koma betur út ef eitt-
hvað var. Samkynhneigður ein-
staklingur sem er í góðu innra jafn-
vægi er alveg jafn hæfur uppalandi
og gagnkynhneigður einstaklingur
í góðu innra jafvægi. Hæfni fólks
á þessu sviði hefur ekkert með kyn-
hneigð að gera.
Afsiðun
Það er afsiðað þjóðfélag sem
mismunar þegnum sínum á grund-
velli litarháttar, trúarbragða, kyn-
ferðis eða kynhneigðar. í siðuðu
þjóðfélagi gera menn sér grein fyr-
ir gölbreytileika mannlegs eðlis og
þeirri orku sem í hveijum einstak-
lingi býr. í siðuðu þjóðfélagi er ein-
staklingnum gefið tækifæri og
stuðningur (t.d. með lagasetning-
um) til þess að rækta sérkenni sín
og leggja til þjóðfélagsins sitt sér-
staka og einstaka framlag sem
byggist á gildi sérstöðunnar. Þann-
ig getur þjóðfélagið endurspeglað
mannlegt litróf í sínum víðasta
skilningi og orðið vettvangur heil-
brigðra mannlegra samskipta og
athafna.
Höfundur er tónlistarmaður.
drunur öldu hafsins. Eg átti ekkert
svar, en mér fannst hlýtt og gott að
vera til á þessari stundu. Það þótti
mér líka, er eg sá þar kórfélaga
drúpa höfði við birkihríslu norðan
úr Eyjafirði, sem gróðursett hafði
verið við kórgafl kirkjunnar til minn-
ingar um Jón Karlsson, félaga þeirra,
sem féll 22. apríl 1992 við boðun
„friðmáls kærleikans" á stríðsvelli.
Stolt svall í bijósti, er ekkja hans,
Jenny Hayward, bauð til góðgerða,
þar sem borð svignuðu undan gest-
risni að íslenzkum sið.
íslenzkar tónperlur voru
fluttar af Kór Lang-
holtskirkju í Bretlands-
ferð, segir Sigurður
Haukur Guðjónsson í
lýsingu sinni á söng-
ferðinni.
Þau eru mér líka helg í minning-
unni tárin og ekkasogin er eg heyrði
í dönsku kirkjunni við Regents Park,
þar sem sendiherrann, Helgi Ágústs-
son, séra Jón A. Baldvinsson og Kór
Langholtskirkju buðu til lofgjörðar í
tilefni 50 ára afmælis lýðveldis á
íslandi. Ógleymanleg stund. Þær eru
það líka margar aðrar úr þessari
för, þar sem íslenzk tónhefð og tón-
perlur voru fluttar og skýrðar ásamt
kunnuglegri verkum fyrir eyru
áheyrenda á erlendri grund, ýmist
af kórnum öllum, karlakór, kvartett
eða einsöngvurum í helgidómum, þar
sem fólk var ekki hrætt við að hreyfa
til ölturu eða skelfdust að skaparinn
yrði hræddur við að heyra í fagnandi
gestum í kirkju. Nei, list og fögnuð-
ur hreinlega stigu dans í helgidómun-
um, svo þeir lifnuðu allir við.
Þó voru þetta allt forréttir að
stundinni stóru í Barbican Centre,
þar sem Kór Langholtskirkju flutti
ásamt einsöngvurum og The English
Chamber Orchestra, undir stjórn
Jóns, lofgjörð J.S. Bachs, H-moll
messuna. Það verður öllum, er á
hlýddu, ógleymanleg stund. List-
fræðingar gripu til hástemmdra orða,
gleðitár runnu um vanga og fylgi-
fiskar gengu um sali eins og montn-
ustu hanar. Fagnaðarstundin hjá
sendiherra á eftir, þar sem hjónin
tóku á móti kór sóknarkirkjunnar
sinnar gömlu, gleði þeirra, — ræður
og „Æ, leyfið okkur að syngja með
ykkur enn eitt lag“, sýndu að orð
forseta Islands, frú Vigdísar Finn-
bogadóttur, er stóðu í efnisskrá kórs-
ins „Eg er stolt af hinu syngjandi
listafólki sem sendiherrum þjóðar
okkar og erfðar úr norðrinu" voru
ekki aðeins kurteisishjal á blaði.
Nei, frá hjarta mælt og vita mátt
þú þjóð mín öll, hvílíkar perlur þú átt
í þessum kór. Fögnuð minn yfir að
hafa kynnst þessu ævintýri vildi eg
tjá þér um leið og eg færi þökk til
þín, Jón minn, já, kórfélaganna allra.
Stjórnandinn; einsöngvarar; undir-
leikari; formaður; kynnir og þið öll
hin fóruð á hreinum kostum einu
sinni enn.
Höfundur er prestur.