Morgunblaðið - 02.07.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 23
' HESTAMANNA Á GADDSTAÐAFLÖTUM VIÐ HELLU
•fendur í brekkunni á aðalvellinum fylgjast með góðum spretti.
Hvað segja mótsgestir?
Árni
Mathiesen
Aðstæður
mjög góðar
ÁRNI Mathiesen alþingismaður
og dýralæknir er að fylgjast með
sínu fimmta Landsmóti og sagði
að sér litist mjög vel á mótið á
Gaddstaðaflötum núna. „Aðstæð-
urnar eru mjög.góðar, margir og
góðir vellir og gott að geta fylgst
með á fleirum en einum velli nán-
ast í einu, þar sem stutt er á
milli. Það er mjög gott að komast
hérna að og um allt. Hestaúrvalið
er orðið mjög mikið, mikil breidd
og miklu meira af góðum hross-
um heldur en hefur verið. Það
er auk þess sérstaklega ánægju-
legt að sjá hve vel er hugsað um
erlenda gesti hér á svæðinu, og
þeir eru augljóslega mjög hrifnir
af öllum aðstæðum," sagði Árni.
„Mótssvæðin hér og á Vinheima-
melum í Skagafirði bera af gagn-
vart öðrum mótssvæðum. Það er
dýrt að koma upp svona góðum
svæðum og við höfum auðvitað
ekki efni á því að vera með svona
stór og góð svæði út um allt land.
Eins og staðan er í dag verða
Landsmótin haldin héma og á
Vindheimamelum, en auðvitað
væri gaman að geta haldið Lands-
mót á fleiri stöðum," sagði Ámi.
Otto
Beckström
Ahuginn
eykst stöðugt
„VIÐ VORUM á mótinu fyrir fjórum
árum á Vindheimamelum og erum
komin aftur núna. Þetta er eins og
að vera múslimi og fara til Mekka,“
sagði Otto Beckström frá Svíþjóð,
en hann er á Landsmótinu ásamt
konu sinni Barbro Beckström. „Við
eigum um fjörtíu íslenska hesta í
Svíþjóð og komum hingað í febrúar
ár hvert til að stækka hópinn. Hér
á Landsmótinu er hægt að sjá öll
nýju og efnilegu hrossin og gæðing-
ana og keppnin er líka mjög
skemmtileg,“ sagði Otto.
„Það var konan mín sem fyrst
fékk áhuga fyrir íslenskum hestum.
Þegar ég kynntist þeim fyrst fannst
mér stærsti kosturinn hve stutt er
í jörðina þegar maður situr á baki,“
sagði Otto og hló við.
Aðspurður sagði Otto að þau
ætluðu ekki að kaupa hesta núna,
en það væri aldrei að vita hvað
gerðist. Hann sagði að áhuginn fyr-
ir íslenskum hestum væri alltaf að
aukast í Svíþjóð.
„Við byrjuðum fyrir tíu árum,
skömmu eftir það voru um þúsund
íslensk hross í Svíþjóð, en nú eru
þau fimm til sex þúsund," sagði
Otto Beckström.
Helgi
Eggertsson
Veitingarnar
á góðu verði
„MÉR LÍST bara vel á mótið.
Svæðið er nyög gott, kynbóta-
hrossin hafa líklega aldrei verið
betri og aldrei eins mörg og þau
eru núna. Gæðingamar era svona
allt í lagi, B-flokkurinn er góður
og A-flokkurinn svona sleppur,“
sagði Helgi Eggertsson tamn-
ingamaður frá Kjarri í Ölfusi og
keppandi á Landsmótinu, en hann
keppir nú á sínu fjórða lands-
móti, er með tvær hryssur í kyn-
bótasýningunni og tvo graðhesta. í
Helgi sat í brekkunni við Brekku- ]
völl og fylgdist með forkeppni í
A-flokki gæðinga ásamt Sigur-
birni Viktorssyni og Sigurfinni
Garðarssyni, sem hann titlaði sem
núverandi og fyrrverandi að-
stoðartamningastjóra á Kjarri.
„Það er eitt sem þarf að minn-
ast sérstaklega á, sem er óvenju-
legt á hestamannamóti, að hér
eru seldar afbragðs veitingar á
góðu verði. Það er í fyrsta skiptfy
á stóru hestamannamóti sem ég ~
hef lent í því að fá bæði vel og
gott að éta á góðu verði. Það
hefur brunnið við í gegnum tíðina
að þetta hafi ekki verið í lagi,“
sagði Helgi Eggertsson.
Svíþjóð segja að Landsmótið sé
ka sé fyrir múslimum.
FRIÐJÓN Guðröðarson sýslumaður í Rangárþingi og Sveinn Sigfinns-
son, til hægri, fá sér í nefið, en á milli þeirra situr Iðunn Gísladóttir.
Morgunblaðið/Golli
tt og er búist við að um átta þúsund manns verði á svæðinu um helgina.
Marko
Mazenland
Allt snýst um
Landsmótið
„ÉG ER ánægður með fjölda þátttak-
enda í heimsbikarmótinu og allar
aðstæður á mótsstaðnum. Það eru
mikil viðbrigði að koma hingað, eftir
að hafa vanist fremur litlum völlum
í Evrópu, með einum keppnisvelli og
litlu æfingasvæði. Ég hef farið á
mörg mót og kynnst alls kyns erfið-
leikum sem upp geta komið í kringum
svona mót. Þessar aðstæður hér gera
mönnum mun betur kleift að mæta
öllum þeim vandamálum og það er í
raun afslappandi að bera ábyrgð á
móti á svona stað,“ sagði Marko
Mazenland frá Hollandi, fram-
kvæmdastjóri heimsbikarmóta FEIF,
sem er alþjóðlegt samband eigenda
íslenskra hesta.
Heimsbikarmótið fer fram sam-
hliða Landsmótinu, en það er í fyrsta
skipti sem slíkt mót er haldið hér á
landi. Mazenland sagðist vera af-
skaplega ánægður með bæði mótin.
„Fyrir íslenska hestaeigendur í Evr-
ópu og Bandaríkjunum er Landsmót-
ið það sem allt snýst um. Menn skipu-
leggja frí með það í huga að fara
fjórða hvert ár til íslands, á Lands-
mót,“ sagði Marko Mazenland.
Friðjón
Guðröðarson
Brögð og leikir
draga fólkið að
„ÁHORFENDUR eru núna ekki
alveg eins margir og ég bjóst við,
en ætli kúfurinn komi ekki um
helgina. Þá byrja brögð og leikir
eins og sagt er, böllinn og þeir
þættir sem höfða ekki bara til allra
hörðustu hestamennskusjúklinga
heldur líka áhugafólks og almenn-
ings. Ég held að þetta geti orðið
stórt mót og er að vona að svo
verði,“ sagði Friðjón Guðröðarson
sýslumaður í Rangárþingi, en
hann sat ásamt fleirum í brekk-
unni við aðalvöllinn á Gaddstaða-
flötuin og fyldist með kynbóta-
hrossum á fimmtudaginn.
„Ég tel að skipulagningin á
mótinu sé til sérstakrar fyrir-
myndar og þetta er injög gott
mótssvæði," sagði Friðjón. Að-
spurður sagðist Friðjón hafa
fylgst með mörgum landsmótum.
„Ég er alinn upp við það austur í
Norðfirði frá því að ég var barn
að umgangast hesta og hefur þar
af leiðandi alltaf haft áhuga fyrir
þessu. Svo var ég í Hornafirði
lengi og þar var hestamennska
mjög almenn." Um hestana á
landsmótinu nú sagði Friðjón að
þeir væru stórglæsilegir.
Anita
Tallbom
Hestamir eru
hamingjusamir
„VIÐ KOMUM gagngert til landsins
til að fara á Landsmótið, en ætlum
að skoða okkur um þegar mótinu
lýkur," sagði Anita Tallbom frá Sví-
þjóð, en hún er á mótinu ásamt vin-
konu sinni Helene Bragsjö. Anita og
Helene eiga sinn íslenska hestinn
hvor í Sv.íþjóð, en sú fyrrnefnda sagði
að þær ætluðu ekki að kaupa sérr~
hesta þetta árið, allir peningarnir
hefðu farið í ferðalagið.
Aðspurð sagðist Anita að áhugi
hennar á hestum beindist eingöngu
að þeim íslensku. „Ég byrjaði með
„venjulega“ hesta fyrir um tíu árum,
og það var gaman, en þegar ég
kynntist íslenskum hestum fyrir sex
árum síðan og féll algjörlega fyrir
þeim. Það er einkum skapið í þeim
sem er svo sérstakt. Þeir eru ham-
ingjusamir og ákaflega viljugir og
skemmtilegir hestar. Þessir „venju-
legu“ hestar eru ekki svoleiðis." :
Aðspurð hvers vegna Svíar kysu
fremur að ferðast til íslands í sum-
arfríinu á Landsmót hestamanna, í
stað þess að fara til Bandaríkjanna
þar sem knattspyrnulandslið þeirra
er að gera góða hluti sagði Anita:
„En heimskuleg spurning!“