Morgunblaðið - 02.07.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.07.1994, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ísland varði Norðurlandatitilinn í brids Morgunblaðið/Golli Norðurlandameistarar NÝKRÝNDIR Norðurlandameistarar í brids. Frá vinstri eru Karl Sigurhjartarson, Sævar Þorbjörnsson, Jón Baldursson, Jakob Kristinsson og Matthías Þorvaldsson. Meiriháttar gott og öruggt ÍSLAND varði Norðurlandatitil- inn í brids á Norðurlandamótinu í Vasa í Finnlandi sem lauk í gærkvöldi. íslenska liðið hafði nánast tryggt sér sigurinn fyrir síðasta leik mótsins. „Þetta var meiriháttar gott og öruggt," sagði Karl Sigurhjartar- son fyrirliði íslenska liðsins, en liðið skipuðu auk hans Jón Bald- ursson, Sævar Þorbjömsson, Jak- ob Kristinsson og Matthías Þor- valdsson. íslenska liðið vann níu af tíu leikjum og tapaði aðeins fyrir Noregi með minnsta mun í síðustu umferðinni þegar titillinn var í höfn. Karl Sigurhjartarson sagði að þessi árangur undirstrikaði það sem oft sé haldið fram, að íslensk landslið væru nú í efsta styrkleika- flokki Evrópuþjóða. Hins vegar væri aldrei hægt að lofa sigri á Evrópumótum eða heimsmeistara- mótum því það væri stundum til- viljunum háð hver af þessum sterku þjóðum næði að sigra. Styrkleikamerki ísland hefur ekki enn náð að vinna Evrópumót. Slíkt mót verð- ur haldið á næsta ári og góður árangur þar gefur rétt til keppni á heimsmeistaramóti. Helgi Jó- hannsson forseti Bridgesambands íslands sagði að Norðurlandatit- illinn nú væri fyrsti áfanginn í tveggja ára áætlun um að ná toppárangri á Evrópumóti. Og það væri styrkleikamerki að landsliðsfyrirliðinn hefði haft efni á að spara fimm fyrrverandi heimsmeistara að þessu sinni en þeir eru í landsliðshópnum sem valinn var í vetur til tveggja ára. „Við erum að komast á beinu brautina aftur,“ sagði Helgi. ísland vann Svía, 18-12, í næst síðasta leiknum í gær en síðasti leikurinn fór 14-16 fyrir Noreg. ísland endaði með 186,5 stig, Noregur fékk 167 stig, Svíþjóð 162.5 stig, Danmörk og Finnland 146 og Færeyjar 80 stig. Þetta er í fyrsta skipti í 12 ár sem þjóð nær að veija Norðurlandatitil í brids. ísland hefur nú unnið Norð- urlandamótið í opnum flokki þrí- vegis, 1988, 1992 og 1994 en mótið er haldið á tveggja ára fresti. Karl og Sævar hafa verið í öllum sigurliðum íslands en titill- inn nú er annar Norðurlandatitill Jóns og Matthíasar. Jakob var hins vegar nýliði í landsliðinu. íslenska kvennalandsliðinu gekk mjög illa að þessu sinni og tapaði öllum leikjum sínum nema einum. Danir urðu Norðurlanda- meistarar með 183 stig, Finnar urðu í öðru sæti með 166 stig, Svíar fengu 166 stig, Norðmenn 160.5 en Island fékk 82 stig. Síðustu leikir íslenska liðsins voru gegn Svíum og Norðmönn- um og tapaðist leikurinn gegn Svíum 4-25 og leikurinn gegn Norðmönnum 8-22. Húnaröst með fyrstu loðnuna HÚNARÖST RE landaði síðdegis í gær á Raufarhöfn fyrstu loðn- unni á nýhafinni vertíð, 750 tonn- um, en í gærkvöldi landaði Berg- ur VE jafnframt 530 tonnum á Raufarhöfn. Samkvæmt upplýs- ingum Tilkynningaskyldunnar voru 26 skip við loðnuveiðar um 120 mílur norður af Melrakka- sléttu í gærdag, en flest skipanna komu á svæðið í gærmorgun. 12-14 tíma sigling er af loðnu- miðunum til Raufarhafnar. Hákon Magnússon skipstjóri á Húnaröst sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði ekki orðið var við mikla loðnu á mið- unum í gærmorgun, en fullfermi hefði þó fengist í tveimur köst- um. Hann sagði loðnuna vera stóra og ágæta á að líta, en mik- il áta væri þó í henni. „Þetta er góð byrjun á vertiðinni og það er ágætt að fá svona afla í byij- un. Fiskifræðingarnir segja okk- ur að það sé mikið af loðnu í sjón- um og við treystum á þeirra speki,“ sagði Hákon. FRÉTTIR Endurbygging Iðnós og viðbygging Húsfriðunarnefnd sögð ósátt við breytingarnar MAGNÚS Skúlason, arkitekt og faglegur ráðgjafi Húsafriðunar- nefndar ríkisins, segir að þjóðminjalög og önnur lög hafi verið brot- in með endurbyggingu Iðnós, þar sem ekki hafi verið farið eftir óskum nefndarinnar sem á m.a. að vera til ráðuneytis um ytra útlit friðaðra húsa. Um er að ræða glugga hússins, en nefndin vildi að einfalt gler yrði í gluggum með innra gleri í sérstökum ramma. Hins vegar hafi nefndin fallist á þær framkvæmdir sem hafnar voru, þegar töluvert var liðið á byggingartímann. Magnús kveðst telja að Húsafriðunamefnd hafi verið tilneydd til að samþykkja viðbyggingu við Iðnó, enda málið kynnt þannig að ef ekki fengist samþykki yrði ekkert gert við Iðnó. „Nefndin fagnaði endurbyggingu Iðnós og gerði þess vegna ekki athugasemdir við glerbygginguna þótt óánægju gætti með hana, enda yrði að öðru leyti farið að vilja nefndarinnar við endurbygg- inguna," segir Magnús. í bága við samþykktir Magnús segir að óánægja nefndarinnar hafí komið fram í bréfaskriftum á milli Húsafriðun- amefndar og endurbyggingar- nefndar Iðnós, sem borgarráð hafí alltaf fengið afrit af. „Það stóð í þrefí um nokkurra mánuða skeið hvort ætti að fara að vilja Húsa- friðunarnefnar eða ekki, og eftir honum var ekki farið. Endurbygg- ingamefndin hundsaði vilja Húsa- friðunamefndar og braut þar með landslög og þjóðminjalög, þar til samþykktin lá fyrir. Þetta vekur sérstaka furðu þar sem tveir lög- menn eiga sæti í endurbyggingar- nefnd, þeir Haraldur Blöndal hæstaréttarlögmaður og Hjörleif- ur Kvaran, núverandi borgarlög- maður, sem hafa með þessum hætti staðið að aðstoð við lög- brot,“ segir Magnús. Hann segir að nefndinni hafí einnig verið sagt að í viðbyggingu yrði glært gler, ) og samþykkt hana í þeirri trú. Glerið sem sett hafí verið í við- bygginguna sé hins vegar dökkt spegilgler, sen nefndin telji tví- mælalaust bijóta í bága við um- ræddar samþykktir. Húsafriðun- amefnd sendi endurbyggingar- nefnd Iðnós bréf vegna glersins í viðbyggingunni, fýrir um viku, og ) borgarstjóra, þar sem bent er á ^ að viðbyggingin sé ekki eins og til var ætlast, og segir Magnús ' ekkert svar enn hafa borist. Magnús kveðst persónulega vera afar ósáttur við viðbyggingu Iðnós, hún sé stflbrot, en samþykk- ið hafí verið veitt áður en að hann tók til starfa hjá nefndinni, og hann hafí því ekki getað haft áhrif á þá afgreiðslu málsins. „Það er athyglisvert að gamli skúrinn sem ’ var fyrir framan Iðnó var úr ) steypuefni, tískuefni þess tíma, og ) nýja viðbyggingin er úr tískuefni nútímans, stáli og gleri. Hvorug byggingin er í miklu samhengi við Iðnó,“ segir Magnús. \ ODDRÚN Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri og Arnfínnur Jónsson skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur stílla sér upp fyrir framan hið nýja húsnæði stofnananna að Engjateigi 11. Vinnumiðlun og Vinnuskóli í nýtt húsnæði Starfshættir færðir til í nútímalegra horfs NÝTT húsnæði Vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar og Vinnuskóla Reykjavíkur á tveimur hæðum í Kiwanishúsinu að Engjateig 11 var formlega tekið í notkun í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði í ávarpi af þessu tilefni að starfshættir Vinnu- miðlunarinnar hafí verið færðir í nútímalegra horf í kjölfar flutning- anna og tölvuvæðingar stofnunarinnar. 60 ár eru liðin síðan borgarráð samþykkti að sett yrði á stofn ráðningarstofa á vegum borgar- innar en hún tók til starfa 20. október árið 1934. Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar fékk síðan nýtt nafn og hefur starfað undanfarin eftir lögum um vinnumiðlun frá 1985 sem skylda sveitarfélög með 500 íbúa og fleiri að starfrækja vinnumiðlun fyrir íbúa sína. Lykilhlutverk Vinnumiðlunar Ingibjörg Sólrún sagði í ávarpi sínu að Vinnumiðluninni væri ætl- að að gegna lykilhlutverki í barátt- unni við atvinnuleysið. í nýju hús- næði og með uppsetningu tölvu- kerfis verði henni „sköpuð aðstaða til þess að rækja vinnumiðlunar- hlutverkið meir en að nafninu til og jafnframt ... gert kleift að leggja á ráðin með fólki, sem vill styrkja stöðu sína á vinnumarkaði með námi eða starfsþjálfun." Borgarstjóri tilkynnti að ráðnir yrðu tveir atvinnuráðgjafar til Vinnumiðlunarinnar til þess að I gera þjónustuna við atvinnulausa ) markvissari. Ingibjörg Sólrún kvaðst fyrst og fremst vona að atvinnuleysi færi minnkandi og að stofnunin mundi í auknum mæli þjóna vinnandi fólki sem skipta vildi um starf. Kaupverð hæðanna tveggja var 45 milljónir en heildarkostnaður við hönnun og frágang nam 30 i milljónum króna. Arkitekt hússins j er Gunnar Óskarsson en umsjón : með uppsetningu tölvubúnaðar var í höndum Jóns R. Kristjánssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.