Morgunblaðið - 02.07.1994, Page 17

Morgunblaðið - 02.07.1994, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 17 Reuter Reuter Roman Herzog. Nýr Þýskalandsforseti Vill meiri áherslu Kabúl í rústum STRÍÐINU í Afganistan lauk ekki með brottför Sovétmanna, heldur harðnaði það ef eitthvað er. Stendur það nú milli Afgana sjálfra, fylgismanna forsetans, Burhanuddins Rabbanis, og for- sætisráðherrans, Gulbuddins Hekmatyars, og talið er, að um 12.000 manns hafi látið lífið og enn fleiri særst og örkumlast síð- an stjórn kommúnista hrök- klaðist frá 1992. í gær gerðu herflugvélar forsetans árásir á bæ á valdi Hekmatyars, sem aft- ur svaraði með eldflaugaárás á höfuðborgina, Kabúl. Myndin er frá Bala Hissar-virkinu í Kabúl eftir að sveitir forsetans náðu þvi frá andstæðingunum en Kab- úlborg sjálf er nú víða aðeins rústir einar. a jarðarást Berlín. Reuter. ROMAN Herzog tók við af Richard von Weizsácker sem forseti Þýska- lands í gær og er hann sjöundi for- seti landsins eftir stríð. Við athöfn- ina, sem fór fram í Ríkisþinghúsinu í Berlín, sagði Herzog, að Þjóðveij- ar væru nú sáttari við sjálfa sig en áður og þyrftu ekki lengur að fara í felur með ættjarðarást sína. Herzog sagði, að ekki væri hægt að draga Þjóðveija, sem fæddir væru eftir stríð, til ábyrgðar á glæp- um nasista en lagði áherslu á, að hann væri ekki neinn öfgafullur endurskoðunarsinni hvað varðaði þýska sögu. „Beethoven breytir engu um Hitler, við getum ekki jafnað Hitler til Stalíns eða Dresden til Coventrys. Sögulegar samlíking- ar geta ekki falið hryllinginn í Ausc- hwitz,“ sagði Herzog en bætti við, að því lengra sem liði frá síðari heimsstyijöld, því fánýtari yrði leit- in að sekum einstaklingum. Herzog kom inn á mörg sömu málin og Weizsácker í kveðjuræðu sinni, fordæmdi árásir nýnasista á útlendinga og hvatti þingið til að skera úr um ríkisborgararétt þeirra, en ræðustíllinn var ólíkur hjá þeim. Herzog beinskeyttur og berorðurr en Weizsácker allt að því ljóðrænn í mælsku sinni. Hcímílí að heíman í Kaupmannahöfn Vandaðar, ferðamannaíbúðir miðsvæðis í § sí s £ Kaupmannahöfn Verð a mann frá dkr 143- ádag. Allar íbúðirnar eru með eldhúsi oq baði. Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þina eða ðfi/i STraoc/ ' íca/u//n<w/a \ Simi (9045) 33 12 33 30 Fax.(9045) 33 12 31 03 *Verð á mann míðað við 4 f (búð f viku Mikill fögnuður við komu Yassers Arafats til Gaza „Gleðidagur fyrir alla“ Gaza. Reuter. Reuter HANAN Ashrawy, fyrrverandi talsmaður Palestínumanna, fagn- ar Arafat við komuna til Kairó í gær. Þaðan lagði hann upp í sína sögulegu ferð til Gaza. YASSER Arafat var lítt þekktur skæruliðaforingi þegar Israelar lögðu undir sig Gaza og Vestur- bakkann árið 1967 en þegar hann sneri aftur heim í gær þurfti ekki lengur að kynna hann fyrir heims- byggðinni. Tugþusundir manna fögnuðu honum við komuna til Gaza en það fyrsta, sem hann gerði var að kyssa jörðina og biðj- ast fyrir. Reimastjórnarsvæði Palestínu- manna, Gaza og Jeríkó, er miklu minna í ferkm en þeir kröfðust en þó kannski meira í öðrum skilningi en þeir bjuggust við fyrir aðeins skömmu síðan. Það var fyrst og fremst Arafat, sem hélt hreyfingu Palestínumanna gangandi þrátt fyrir alla ósigrana, vonbrigðin og margvísleg mistök, sem honum urðu á, og hann lagði að lokum allt undir þegar hann undirritaði sjálfstjórnarsamkomulagið við ísraela í Washington 13. septem- ber sl. Óánægðir Palestínumenn litu á samkomulagið sem uppgjöf en móttökurnar sem Arafat fékk í gær hjá milljón íbúum Gaza-svæð- isins sögðu honum annað. „Ég er himinlifandi," sagði Khader Sam- ara, tvítugur Palestínumaður og einn gagnrýnenda Arafats. „Þetta er mikill gleðidagur fyrir alla hvort sem þeir eru sáttir við samkomu- lagið eða ekki.“ Kvæntur kristinni konu Arafat fæddist í Kairó 4. ágúst 1929 en foreldrar hans voru frá Jerúsalem. Er kona hans Suha Tawil, palestínskur fræðimaður en kristinnar trúar. Arafat tók þátt í stríði araba og gyðinga 1948 en síðar nam hann verkfræði í Kairó og rak verkfræðifyrirtæki í Kú- veit. Þar stofnaði hann ásamt fleiri fyrsta Fatah-hópinn um 1960 en skæruliðahernaðurinn gegn ísrael- um hófst 1965. 1969 varð hann formaður PLO, Frelsissamtaka Palestínumanna. Andstæðingar Arafats meðal Palestínumanna hafa margsinnis reynt að ráða hann af dögum og PLO hafa ekki alltaf átt upp á pallborðið í arabaríkjunum. 1971 voru þau rekin frá Jórdaníu og komu sér þá fyrir í Líbanon þar til ísraelar ráku þau þaðan 1982. Bjuggust þá margir við, að dagar samtakanna væru liðnir en upp- reisn Palestínumanna á hemumdu svæðunum 1987 blés í þau nýju lífi. Arafat riefndi fyrst 1988 sér- stakt ríki Palestínumanna í sátt við ísraela en það var ekki fyrr en að afloknu Persaflóastríðinu 1991 að Bandaríkjastjórn gekkst fýrir friðarráðstefnu í Madrid. Op- inberlega gekk hvorki né rak en á síðasta ári settust fulltrúar Palest- ínumanna og ísraela að leynilegum samningum í Noregi og lögðu þar grunninn að heimkomu Arafats. BEINT í MARK með McDonald’s WMÉéam' Alþjóðlegur styrktaraðili HM1994USA í tilefni af heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu förum við í leik og skorum Hat Trick - McÞrennu í leiðinni. Kauptu þér góðan mat og fáðu getraunaseðil með 3 léttum spurningum. A hveijum degi verður dregið úr réttum lausnum og 30 heppnir fá minjagripsbolta McDonald’s um heimsmeistarakeppnina í verðlaun. A HVERJUM DEGI: 30 verðlaun. Möguleikarnir að ÞU vinnir eru MIKLIR! Komdu og skoraðu vinningsmarkið. Þetta er Hat Trick - McÞrenna Hat Trick — McÞrenna er nýr hamborgari, sem verður á boðstólunum á meðan heimsmeistarakeppnin stendur yfir. Hann er svipaður hinum vinsæla McOstborgara, en er með ÞREMUR kjöt- og TVEIMUR ostsneiðum. Passlega stór fyrir sælkera og ljúffengur að hætti McDonald’s. LYST m Leyfishafi McDonald's íslenskt fyrirtaki íslenskar landbúnaðarafurðir Velkomin í fótboltaleikinn og njótið spennandi rétta hjá McDonald’s. (Að auki fá börnin fótboltamyndfrá Upper Deckfrítt meÖ matnum, ásamt bíöðru eða fána og svo auðvitað hatt.) AA McDonalds ALLTAF GOÐUR MATUR ALLTAF GÓÐ KAUP SUÐURLANDSBRAUT 56

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.