Morgunblaðið - 02.07.1994, Side 8
8 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þú getur nú alveg bætt við þig einum ráðherrastól, Sighvatur minn. Ég sé að þú ert
með aðra kinnina á lausu.
Óvissa um kosningarnar á Hólmavík og í Stykkishólmi
Urskurðirnir kærðir til
félagsmálaráðuneytis
Gömlu sveitarstjórnim-
ar hafa tekið við stjórn
sveitarfélaganna á
Hólmavík og í Stykkis-
hólmi eftir að kosning-
amar í vor voru úr-
skurðaðar ógildar. Svo
kann að fara að dóms-
mál verði höfðað vegna
kosninganna.
ÚRSKURÐIR um ógildingu sveit-
arstjórnarkosninga í Stykkishólmi
og á Hólmavík hafa verið kærðir
til félagsmálaráðuneytisins. Hugs-
anlegt er að þeir embættismenn
sem hafa Qallað um þessi mál í
ráðuneytinu á fyrri stigum víki
sæti þegar kærurnar verða teknar
til meðferðar. Haraldur Blöndal,
lögfræðingur, segir að það sé ekki
í samræmi við stjórnsýslulög ef
sömu menn fjalli um kærumar því
að þar með séu þeir að leggja dóm
á eigin verk.
Þær sveitarstjómir sem voru
DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið
hefur auglýst dómaraembætti við
Hæstarétt Islands laust til umsókn-
ar. Umsóknarfrestur er til 22. júlí
og í auglýsingu ráðuneytisins kem-
ur fram að umsóknir þar sem um-
sækjandi óskar nafnleyndar verði
ekki teknar til greina.
Um er að ræða embætti Gunnars
M. Guðmundssonar, sem var fyrst
settur hæstaréttardómari 1989 til
kosnar í Stykkishólmi og á Hólma-
vík fyrir fjórum árum hafa nú tekið
við stjórn sveitarfélaganna að nýju.
Sveitarstjórnarlög gera ráð fyrir að
það gerist ef kosning til sveitar-
stjórnar er úrskurðuð ógild. Úr-
skurðinum er hægt að áfrýja til
félagsmálaráðuneytisins. Komist
ráðuneytið að þeirri niðurstöðu að
kosningin sé gild tekur nýja sveitar-
stjómin aftur við völdum. Þeim úr-
skurði er síðan hægt að skjóta til
dómstólanna. Haraldur Blöndal
segir alveg ljóst að farið verði með
þessi mál fyrir dómstóla breyti
ráðuneytið úrskurðunum. Komist
félagsmálaráðuneytið hins vegar að
sömu niðurstöðu og lögfræðinga-
nefndirnar, sem úrskurðuðu kosn-
ingamar ógildar verða að fara fram
nýjar kosningar. A.m.k. 4 vikur
þurfa að líða frá því ákvörðun er
tekin um það þangað tii kosningar
fara fram.
Bæjarstjórnarmenn í Stykkis-
hólmi og á Hólmavík hafa áfrýjað
úrskurði um ógildingu til félags-
málaráðuneytisins. Bæði þessi mál
hafa verið kærð til félagsmálaráðu-
neytisins á fýrri stigum. I báðum
tilvikum felldi ráðuneytið úrskurði
þar sem kærum var hafnað. Harald-
ur Blöndal sagði að það sé ekki í
samræmi við ákvæði stjórnsýslu-
1990 og 1991, en var skipaður í
embætti það ár. Gunnar lætur af
störfum 1. september nk. sökum
aldurs.
Fyrir skömmu var skipað í annað
dómaraembætti við Hæstarétt. Það
embætti var nýtt, þar sem tekin var
sú ákvörðun að fjölga í dóminum.
Markús Sigurbjömsson prófessor
var skipaður í embættið.
laga ef sömu lögfræðingar ráðu-
neytisins taki þetta mál aftur til
umfjöllunar og fari þar með að
leggja dóm á eigin verk. Sesselja
Árnadóttir, lögfræðingur í félags-
málaráðuneytinu, sagðist ekki geta
svarað því hvernig ráðuneytið muni
halda á þessu máli þegar endanleg
afstaða verði tekin til kæranna.
Ráðuneytið muni kalla eftir gögn-
um sem málið varðar eins og jafnan
sé gert þegar kærur eru lagðar
fram.
Of skammur tími til að sameina
Sameining sveitarfélaga er meg-
inástæðan fyrir því að deilur hafa
risið um framkvæmd kosninganna
á Hólmavík og í Stykkishólmi. Ljóst
þykir að ákvarðanir um sameiningu
Stykkishólms og Helgafellssveitar
og Hómavíkur og Nauteyrarhrepps
voru teknar of seint. Umræður um
sameiningu Hólmavíkur og Naut-
eyrarhrepps hófust í vor og fyrsti
formlegi fundurinn um sameiningu
var haldinn 22. apríl, aðeins viku
áður en framboðsfrestur til sveitar-
stjórnarkosninga rann út. Lengri
aðdragandi var að sameiningu
Stykkishólms og Helgafellssveitar,
en kosningar um sameiningu og
deilur um framkvæmd þeirra töfðu
endanleg ákvörðun um sameiningu.
Félagsmálaráðuneytið tók
ákvörðun um að sameina Nauteyr-
arhrepp og Hólmavíkurhrepp 2.
maí, en auglýsing um sameiningu
var ekki birt í Stjómartíðindum
fyrr en 9. maí. I auglýsingunni var
tekið fram að kosningar ættu að
fara fram í þessu nýja sveitarfélagi
28. maí eða tveimur og hálfri viku
síðar. Samkvæmt sveitarstjómar-
lögum eiga að líða 4 vikur frá lokum
framboðsfrests til kjördags.
Tíminn var enn minni í hinu til-
vikinu. Ákvörðun um sameiningu
Stykkishólms og Helgafellssveitar
var tekin í félagsmálaráðuneytinu
16. maí og staðfest með auglýsingu
í Stjómartíðindum 19. maí eða að-
eins rúmri viku áður en kosið var.
Laust embætti dómara
við Hæstarétt
Landsmót ungmennafélaga
Landsmótið ein
allsherjar fjöl-
skyldusKemmtun
Ólafur Örn Haraldsson
Landsmót ung-
mennafélaganna á
íslandi verður
haldið í 21. sinn að
Laugarvatni dagana 14.
til 17. júlí nk. Þar hefur
verið unnið hörðum hönd-
um síðustu vikur og mán-
uði við undirbúning eins
stærsta íþróttamóts lands-
ins. Keppnisvellir hafa ver-
ið gerðir upp, íþróttahús
undirbúin og fjölbreytt
dagskrá sett saman. Ólaf-
ur Örn Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri landsmóts-
ins, hefur haft yfirumsjón
með undirbúningi og hann
veit vel hvemig til tókst
síðast þegar landsmót var
haldið að Laugarvatni árið
1965. Þá lék veður við
yfir tuttugu þúsund gesti
og þátttakendur mótsins.
Þá fer þeim sögum af hita
á mótsstað að hann hafi
komist upp í 25 gráður á
Celsíus. Það liggur því beinast við
að spyija Ólaf hvort búast megi
við jafn góðu veðri og álíka mörg-
um gestum í ár.
„Líklega megum við ekki eiga
von á jafn mörgum gestum nema
ef veður verður einstaklega gott.
Við gerum ráð fyrir að um 10-15
þúsund gestir heimsæki Laugar-
vatn en þar af eru keppendur um
tvö þúsund talsins og fylgifiskar
og starfsmenn um eitt þúsund.
Hingað koma fulltrúar flestra hér-
aðssambandanna 36 innan Ung-
mennafélags íslands. Við verðum
að hafa það í huga að ungmennafé:
lagahreyfingin er mjög fjölmenn. í
260 ungmennafélögum eru skráðir
félagar um 46 þúsund.
- Þið ætlið að minnast mótsins
frá árinu 1965 með sérstökum
hætti, ekki satt?
„Jú, við munum setja upp eins
konar vasaútgáfu af því móti. Við
munum rifja upp gamla góða daga
á sérstakri sýningu í húsi, sem
sumir kalla ’65-húsið en aðrir upp-
nefna það ’65-athvarfið. Þar verður
meðal annars sýnd klukkutíma
heimildarmynd um landsmótið.
Utan á húsinu mun ennfremur
hanga hitamælir sem mun sýna
25 stiga hita hvemig sem viðrar.
Til að setja punktinn yfir i-ið ætla
meðlimir hinna frægu
Hljóma að koma saman
á ný og leika fyrir dansi
í stóru tjaldi sem sett
hefur verið upp á móts-
svæðinu."
- Hvernig hefur undirbúningur
mótshalds gengið fyrir sig?
„Undirbúningi fyrir svona stórt
mót fylgir margra mánaða vinna.
Þó er ekki hægt að segja annað
en að allt hafi gengið vel hingað
til. Á Laugarvatni og nágrenni er
löng hefð fyrir sjálfboðastarfí og
þess starfs höfum við notið. Verk-
legar framkvæmdir við keppni-
svelli hafa aftur á móti verið á
vegum ríkisins en eins og þekkt
er úr fjölmiðlum komu upp ákveðin
vandræði þegar leggja átti gervi-
efni á hlaupabrautir á fijálsíþrótta-
vellinum. Eg hef þær góðu fréttir
að færa nú að það vandamál er
um það bil að leysast og gerir það
væntanlega um eða eftir helgina."
- Mega aðstandendur landsmóts
þá heita ánægðir með aðstöðuna
að Laugarvatni?
„Við erum það svo sannarlega
enda göngum við að glæsilegum
íþróttamannvirkjum. Nýi fijáls-
íþróttavöllurinn er einn af glæsileg-
ustu völlum landsins og er jafn-
framt löglegur alþjóðavöllur.
íþróttahúsin eru fín og öll aðstaða
önnur til fyrirmyndar. Einn helsti
kostur við íþróttaaðstöðuna hér að
► ÓLAFUR Örn Haraldsson
er fæddur í Reykjavík árið
1947. Eftir stúdentspróf frá
ML árið 1968 lauk hann BS-
prófi í Iandafræði við HI árið
1972 og MA-prófi í byggða- og
skipulagsfræði frá Sussex-
háskólanum í Englandi árið
1973. Ólafur hóf störf sem ráð-
gjafi hjá Hagvangi hf. sama ár
og var framkvæmdastjóri
fyrirtækisins á árunum
1980-85. Frá 1988-1992 gegndi
hann starfi framkvæmdasljóra
Gallup á íslandi. Um þessar
mundir er hann framkvæmda-
stjóri landsmótsnefndar vegna
21. landsmóts ungmennafélag-
anna. Eiginkona Olafs er Sig-
rún Jakobsdóttir Richter og
eiga þau þrjú börn.
Laugarvatni er hve samþjöppuð
hún er. Stutt er á'milli valla og
íþróttahúsa þannig að hægt er að
skjótast á milli þeirra á fáeinum
mínútum."
- Hvað er að segja af dag-
skránni sjálfri?
„Það var þrennt sem við lögðum
sérstaka áherslu á við skipulagn-
ingu landsmótsins. Það eru íþrótt-
ir, fjölskyldan og um-
hverfismál. Hér fer að
sjálfsögðu fram keppni
margra snjallra íþrótta-
manna en við ætlum
ekki síður að skemmta
okkur á þessu móti. Fijálsar íþrótt-
ir, sund, boltaíþróttir, júdó, glíma,
skák og brids setja sterkan svip á
hvert landsmót og eru meðal hefð-
bundinna íþróttagreina. Einnig
verður keppt í ýmsum óhefðbundn-
um en skemmtilegum greinum s.s.
línubeitingu, pönnukökubakstri og
jurtagreiningu. Loks má nefna að
gestir mótsins geta skráð sig í staf-
setningarkeppni.
Við vonumst til að landsmótið
verði ein allsheijar Jfjölskyldu-
skemmtun og þess vegna verður
boðið upp á umfangsmikla fjöl-
skyldudagskrá frá morgni til kvölds
alla dagana. Haldið verður í skóg-
arferðir, gestir geta skellt sér í
lýðveldishlaupið eða Bláskógas-
kokkið og boðið verður upp á leik-
sýningar.
Loks verður skipulega unnið að
umhverfísvemd og landgræðslu á
meðan á landsmótinu stendur.
Landgræðslureitir verða opnaðir
og öll sorp- og skolpmál verða leyst
með umhverfissjónarmið að leiðar-
ljósi. Við viljum með þessu leggja
lið baráttu fyrir bættri umgengni
við náttúruna og uppgræðslu
landsins."
Búist er við
10-15 þúsund
gestum