Morgunblaðið - 02.07.1994, Side 6

Morgunblaðið - 02.07.1994, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ \ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 FRETTIR Hollandsdrottning spurði margs um Nesjavallavirkjun og sæstreng frá íslandi Þoka hamlaði ferð til Vestmannaeyja BEATRIX skoðaði Nesjavallavirkjun og þótti mikið til koma að finna kraftinn sem býr í jörðinni. OPINBERRI heimsókn hennar há- tignar Beatrix Hollandsdrottningar lauk í gær. Flugvél drottningar gat ekki lent í Vestmannaeyjum vegna þoku og var ferð hennar þangað breytt í útsýnisferð. Fyrr um dag- inn fóru Beatrix og maður hennar, Claus prins, til Þingvalla, gróður- settu tré í Vinaskógi og skoðuðu Nesjavallavirkjun. Drottningin hafði mikin áhuga á því að fræð- ast um hvernig íslendingar hafa nýtt sér jarðvarmann og eins hug- myndir manna um að leggja raf- magnssæstreng til Hollands. Seinni dagur opinberrar heim- sóknar Hollandsdrottningar hófst á Þingvöllum þar sem Hanna María Pétursdóttir, þjóðgarðsvörður, og Davíð Oddsson, forsætisráðherra, tóku á móti gestum. Hanna María ávarpaði drottninguna og prinsinn við útsýnisskýfuna við Almanna- gjá. Hún lýsti í fáeinum orðum sögu staðarins og þýðingu hans fyrir þjóðina. Eins gerði hún grein fyrir jarðsögu Þingvalla. Að því búnu gekk drottnig niður Al- mannagjá og skoðaði náttúrufeg- urð staðarins í fylgd þjóðgarð- svarðar og yigdísar Finnbogadótt- ur, forseta íslands. Frá Þingvöllum hélt Hollands- drottning í Vinaskóg þar sem hún gróðursetti tré líkt og svo margir þjóðhöfðingjar sem hingað hafa komið hafa gert. Claus prins að- stoðaði konu sína við gróðursetn- inguna. Áhugi á sæstreng Gunnar Kristjánsson, hitaveitu- stjóri, og Aðalsteinn Guðjohnsen, rafmagnsveitustjóri, tókú á móti hinum tignu gestum í Nesjavalla- virkjun. Eftir að gestimir höfðu fengið sér kaffibolla sagði Gunnar drottningu stuttlega frá því hvern- ig íslendingar hafa farið að því að nýta sér vatns- og gufuaf! til að framleiða rafmagn og hita upp hús. Aðalsteinn gerði síðan grein fyrir hugmyndum manna um frek- ari nýtingu raforku til útflutnings, en í gær var undirritaður samning- ur á milli Landsvirkjunar og Icenet- hópsins um lagningu sæstrengs til Hollands. Stærstu aðilar að Icenet- hópnum eru þijú hollensk fyrir- tæki. Beatrix og Claus sýndu þess- um hugmyndum mikinn áhuga og spurðu margra spurninga. „Þau spurðu mikið um sæstreng- inn, lengd hans, dýpt og almennt um stærð verkefnisins. Eins spurðu þau um líkurnar á að af þessu verði. Þá spurðu þau um virkjunina á Nesjavöllum, þrýstinginn og hit- ann. Þetta er allt voðalega fram- andi fyrir þeim því að þessi orka er þeim lítt kunn. Hollendingar eru núna í auknum mæli að byggja gasstöðvar til að framleiða raf- magn og þær koma væntanlega til með að keppa við okkur,“ sagði Aðalsteinn. Áður en gestimir fóru frá Nesja- völium skoðu þeir eina borholu. Holan biés svo kröftuglega að greina mátti titring í jörðinni. Morgunblaðið/Ámi Sæberg í VINASKÓGI gróðursetti Beatrix tré. HANNA María Pétursdóttir, þjóðgarðsvörður, og Davíð Odds- son, forsætisráðherra, gengu með gestunum niður Almannagjá. Greinilegt var að Hollendingunum þótti mikið til þessa koma. Það fór t.d. ekki á milli mála að Claus prins fannst heimsóknin til Nesjavalla áhrifamikil og skemmtileg. Í hádeginu snæddu hinir tignu gestir málsverð í boði Davíðs Odds- sonar, forsætisráðherra, og konu hans, Ástríðar Thorarensen. Að því búnu var haldið til Vestmannaeyja. Mikil þoka var í Vestmannaeyjum og treystu flugmenn sér ekki til að lenda flugvélinni þar. Þeir snéru því við eftir að hafa flogið útsýnis- flug yfir Vatnajökul. Heimsókninni lauk í gærkvöldi með tónleikum í Borgarleikhúsinu, en þeir voru í boði Hollandsdrottn- ingar. Þó hinni opinberu heimsókn hafi lokið í gær fara drottningin og maður hennar ekki heim til Hol- lands fyrr en á mánudag. í dag og á morgun ætla þau að ferðast um landið í fylgd forseta íslands. Ferð- inni er heitið til Húsavíkur þar sem þau ætla m._a. að ferðast um Mý- vatnssveit. Á morgun fara þau til Hafnar í Hornafirði. Vinnueftirlitið vegna alvarlegs slyss á gocart-braut á sunnudag ANDLÁT Ekkert athugavert við öryggisbúnað EKKERT er athugavert við öryggisbúnað gocart-bíla Kart-klúbbsins hf., Fákafeni 9, að sögn Jens Andréssonar tæknifulltrúa hjá Vinnueftir- liti ríkisins. Hins vegar má að hans dómi setja spumingarmerki við merkingar og skýrar leiðbeiningar gæslumanns um viðeigandi fatnað. Ungur ökumaður gocarts-bíls var hætt kominn þegar trefill um háls hans flæktist í afturöxli ökutækisins á braut Kart-klúbbsins á sunnudag. Um gocart-bíla gilda reglur um vélknúin leiktæki i skemmtigörðum. Reglurnar eru í tólf liðum og segir í þriðja lið að við alla hreyfanlega hluta vélbúnaðar skuli vera hlífar sé hætta á að þeir geti valdið slys- um. Um þennan lið sagði Jens að honum væri fullnægt með hlíf frá mótor að sléttum öxli undir bílnum. Slysið hafi orðið með þeim hætti að trefill ökumannsins hafi flækst í honum. Aðeins 30 til 40 sm eru frá axlarhæð ökumanns að ásnum. Viðeigandi fatnaður Um rekstur og ábyrgð starfsfólks segir í áðumefndum reglum að heim- ilt sé að ráða gæslumenn til að ann- ast rekstur vélknúinna leiktækja og daglegt eftirlit með þeim undir yfir- stjóm rekstrarstjóra. Gæslumenn skulu vera orðnir fullra 17 ára og hafa næga þekkingu, þjálfun og hæfni til að stjóma viðkomandi leik- tæki. Gæslumenn skulu sjá um að rekstur gangi eðlilega og að farþeg- um eða öðrum stafi ekki hætta af. Síðar segir að gæslumenn skuli sjá til þess að farþegar klæðist ekki fatn- aði sem geti valdið slysahættu. Jens sagði að setja mætti spum- ingarmerki við merkingar og skýrar leiðbeiningar gæslumanns um við- eigandi klæðnað í þessu tilfelli. Frekari upplýsingar þess efnis kæmu í ljós við skýrslutöku. Enn- fremur tók hann fram að verið gæti að trefillinn hafí verið lítt sján- legur þegar ökumaður lagði af stað. Hann sagði að sjálfum þætti sér ekki óeðlilegt að rekstraraðilar goc- art-brauta veltu því fyrir sér að lána viðskiptavinum sínum viðeig- andi samfestinga til að klæðast við aksturinn og forða þannig hugsan- legum slysum. Leyfi ekki afturkallað Hann sagði að þar sem rekstrar- aðili Kart-klúbbsins hefði tilskilin leyfi og ekkert væri athugavert við tæki, búnað eða umhverfi kæmi ekki til greina að afturkalla rekstr- arleyfí eins og heimild er til í regl- um. Hann sagði að aðstæður hafí ekki verið kannaðar sérstaklega þar sem ekki hafi verið kallað á Vinnu- eftirlitið strax eftir að slysið hefði orðið. Hins vegar væri um vinnu- stað, sem reglulega væri heimsóttur eins og aðrir slíkir, að ræða. Til greina kæmi að kanna hvort ástæða væri til að kanna hvort hægt væri að tryggja öryggi betur en nú. Ekki er vitað til að annað jafn alvar- legt slys hafi orðið á tveimur go- cart-brautum í Reykjavík. Gocart-bílar eru lágir bensínbílar á afmörkuðum brautum. Meðal- hraði þeirra er 35 til 40 km á klst. og stöðvast þeir um leið og bensín- gjöf er sleppt. Ökumaður þarf að vera a.m.k. 1.50 m að hæð. OSKAR AÐALSTEINN OSKAR Aðalsteinn, rit- höfundur og vitavörður, lést í gær, 75 ára að aldri. Óskar Aðalsteinn fæddist 1. maí 1919 á ísafirði en foreldrar hans voru þau Guðjón Sigurðsson og Guð- mundína Jónsdóttir. Óskar Aðalsteinn starfaði sem aðstoðar- bókavörður við bóka- safn ísafjarðar á árun- um 1941-46. Árið 1947 réðst hann sem vita- vörður í Hornbjargsvita þar sem hann vann til 1949. Hann stundaði ritstörf og blaða- mennsku á Isafirði árin 1949-53 en þá fór hann til starfa sem vitavörður á Galtarvita. Gegndi hann starfi vitavarðar til ársins 1977 þegar hann gerðist vitavörður Reykjanesvita til 1992. Eftir Óskar Aðalstein liggja margar skáldsög- ur, barna- og ungl- ingabækur, þáttasafn og fleiri ritverk. Seinni eiginkona Ósk- ars Aðalsteins var Val- gerður Hanna Jóhanns- dóttir, vitavörður, og lif- ir hún mann sinn. Hann átti tvær dætur frá fyrra hjónabandi og þrjá syni með Valgerði Hönnu. Duft gegn eldi í uppþvottavél SLÖKKVILIÐIÐ var kallað að hús- næði Samvinnuferða-Landsýnar við Austurstræti í gær, en þegar það kom á vettvang hafði starfsfólk ferðaskrifstofunnar ráðið niðurlög- um elds í uppþvottavél. Kallið til slökkviliðsins kom um kl. 15.20, en þá logaði í uppþvotta- vél í kaffístofu starfsmanna í risi hússins. Þar sem starfsfólkið hafði slökkt eldinn með dufttæki þurfti slökkvihðið aðeins að aðstoða við að reykræsa húsnæðið. Samkvæmt upplýsingum slökkvil- iðsins smýgur duft úr slökkvitækjum víða og loðir við allt, svo búast má við að töluvert verk verði að þrífa eftir óhappið. Starfsemi ferðaskrif- stofunnar heldur þó áfram sem ekk- ert hafi í skorist. t ! i I" ! I i í » i I I l » » i fe I fe B I i fe » I i í h

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.