Morgunblaðið - 02.07.1994, Blaðsíða 30
.30 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
GUÐFINNUR
SIGURJÓNSSON
+ Guðfinnur Sig-
urjónsson var
fæddur á Ólafsfirði
26. september 1929.
Hann lést á Land-
spítalanum 23. maí
siðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Siguijón
Jónsson, ættaður
frá Ólafsfirði, og
Maria Kristjáns-
dóttir frá Reykjad-
al í Vestmannaeyj-
um. Þau hófu bú-
skap á Ólafsfirði,
en fluttu til Vest-
mannaeyja í kringum árið 1935.
Guðfinnur átti tvo yngri bræð-
ur, Kristján, f. 1931, hann lést
árið 1983, og Jón Armann neta-
gerðarmeistara, f. 1940. Guð-
finnur kvæntist eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Helgu Bachmann,
árið 1950 og eignuðust þau
þijú börn. Elstur er Þorkell
Sævar, sparisjóðsstjóri hjá
Sparisjóði Þórshafnar og ná-
grennis, f. 1950. Hann er bú-
settur á Þórshöfn, kvæntur
Eddu Snorradóttur og eiga þau
tvo syni, Snorra Hafstein, f.
1971 og Guðfinn Helga, f. 1978.
Næst er Guðbjörg Antonía, f.
1958, búsett í Vestmannaeyjum.
Hún er gift Magna Jóhannssyni
skipstjóra og eiga þau þrjá syni,
Jóhann Magna, f. 1983, Guðfínn
Sævald, f. 1985, og Anton Jarl,
f. 1991. Yngstur barna Guð-
finns og Helgu er Siguijón
Órn, skrifstofusljóri hjá
Birgðastofnun varn-
ariiðsins á Keflavík-
urflugvelli, f. 1961,
og er hann búsettur
í Keflavík. Hann er
kvæntur Kristínu
Birgisdóttur og eiga
þau þijú börn, Sævar
Órn, f. 1982, Hafþór
Ægi, f. 1986, og
Helgu Dagnýju, f.
1988.
Guðfinnur bjó með
fjölskyldu sinni í
Vestmannaeyjum til
ársins 1973. Er eld-
gos braust út þar,
fluttust þau búferlum til Kefla-
víkur og bjuggu þar til ársins
1984 er þau hjón fluttu til
Reykjavíkur. Útför Guðfínns
fór fram frá Landakirkju í
Vestmannaeyjum 28. maí síð-
astliðinn.
„ÞEGAR þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu aftur huga þinn og þú munt
sjá, að þú grætur vegna þess sem
var gleði þín.“ (Úr Spámanninum,
e. K. Gibran.)
Elskulegur pabbi minn er dáinn,
farinn úr þessari jarðvist aðeins 64
ára gamall. Hann sem var mér svo
mikils virði og sonum mínum svo
yndisiegur afi og reyndar eini afínn
sem þeir þekktu.
Það er svo sárt að kveðja þann
sem á svo stóran stað í hjarta manns
og þurfa að sætta sig við að fá
ekki að hafa hann lengur hjá sér
og meðal okkar. Eg gekk með
yngsta son minn, Anton Jarl, þegar
t
Ástkær sonur okkar,
STEINDÓR KÁRI GUNNARSSON,
lést 14. júní síðastliðinn.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Fyrir okkar hönd, systkina og annarra vandamanna,
Guðríður Steindórsdóttir,
Gunnar Þorvaldsson.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON
bifreiðastjóri,
Drápuhlíð 5,
andaðist þriðjudaginn 21. júní.
Útförin hefur farið fram.
Kristín Jónsdóttir,
Jón Björgvinsson, Greta Björgvinsdóttir Petersen.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir,
HLYNUR ÞÓR HINRIKSSON
kennari,
Kríuhólum 2,
sem iést á heimili sínu þann 23. júní,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
mánudaginn 4. júlí kl. 13.30.
Valgerður Anna Sigurðardóttir,
Sigurður Þór Hlynsson
og vandamenn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samíð og vináttu við andlát og útför
ÞORGILSAR BJARNASONAR,
Fagurhóli,
Strandvegi 55,
Vestmannaeyjum.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björgvin Jónsson.
pabbi, sem alltaf var svo hraustur,
fékk þær hörmulegu fréttir að vera
kominn með krabbamein, en síðan
eru rúm þrjú ár og þó hann þyrfti
að gangast undir uppskurði og vera
á sjúkrahúsi stóð hann sig svo vel
þess á milli og leit svo vel út að
maður fór að vona og trúa að allt
væri orðið gott og læknunum hefði
tekist að komast fyrir meinið. En
áfallið kom, heilsan gaf sig og að
lokum sá maður að hverju stefndi
og sorgin greip um sig.
Alveg frá því að ég man eftir
mér hefur pabbi minn verið mér svo
nær. Við áttum eitthvað svo vel
saman, hann var alltaf svo léttur,
svo skemmtilegur í umgengni og
bara svo lifandi. Enda þótt ég hafí
búið í Vestmannaeyjum síðastliðin
átta ár, hefur okkar góða samband
ekki minnkað neitt. Mamma og
pabbi hafa verið svo dugleg að
koma í heimsókn og aldrei hefur
liðið meira en dagur, að ekki hafí
verið haft samband. Þar sem mað-
urinn minn er sjómaður og lítið
heima hefur pabbi gert flest þau
karlmannsverk sem þurfti að gera
á mínu heimili í gegnum árin og
alltaf hafa mamma og hann verið
boðin og búin til að koma og rétta
okkur hjálparhönd, hvort sem það
var að mála eitthvert herbergið,
mála grindverkið eða bara til að
hitta mig og drengina í oft löngum
fjarverum eiginmanns míns á sjón-
um. Enginn hefur verið mér betri
og enginn hefur rétt mér meira en
pabbi minn og mun ég aldrei geta
launað það nógsamlega.
Þegar ég fullorðin manneskja
skil ekki hví fólk er hrifið burt á
besta aldri, hvernig get ég þá ætl-
ast til þess að börnin mín skilji
það, eða eins og elsti sonur minn
sagði þegar hann frétti að afi hans
væri dáinn: „Mamma, nú hefur Guð
svo sannarlega gert einhver mistök,
afi, sem alltaf var svo góður og
skemmtilegur og hann reykti ekki
einu sinni. Því tekur Guð ekki þá
sem eru vondir?“ Ég svaraði að það
væri margt í þessu lífí sem erfítt
væri að skilja og sætta sig við. En
minningamar deyja ekki og allar
þær yndislegu minningar sem ég á
um pabba minn gætu fyllt margar
bækur og þær mun ég geyma vel
í hjarta mínu og vonandi reynist
ég bömunum mínum eins gott for-
eldri og hann reyndist mér og að
ég geti kennt þeim það sem hann
kenndi mér. Ég bið um styrk til
handa elsku mömmu minni sem
stóð svo sterk við hliðina á pabba
í veikindum hans og lífinu í heild,
því sorg hennar er sár og missirinn
mikill eftir fjörutíu og fímm ára
hjónaband.
Ég, Magni og strákarnir munum
aldrei gleyma þeirri umhyggju,
hlýju og ást sem pabbi minn gaf
okkur og við munum minnast hans
sem besta pabba, tengdapabba og
afa sem nokkur getur átt. Elsku
pabbi minn, við söknum þín svo
mikið og mín kveðjuorð til þín eru
textinn úr laginu „Pabbi minn“, því
mér verður ætíð hugsað til þín þeg-
ar ég heyri þetta lag:
Ó, pabbi minn, hve undursamieg ást þín var,
ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar.
Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú,
ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt.
Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið bam,
brosandi blítt þú breyttir sorg í gleði.
Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund,
leikandi létt þú lékst þér á þinn hátt.
Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var,
æskunnar ómar ylja mér í dag.
(Þorsteinn Sveinsson.)
Guð gefí þér góða nótt, elsku
pabbi.
Þin einkadóttir.
ÓSKAR JÓHANNESSON
+ Óskar Jóhann-
esson fæddist á
Svínhóli i Dalasýslu
30. desember 1921.
Hann lést á heimili
sínu í Kópavogi 17.
júní siðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Jóhannes
Ólafsson, bóndi og
kennari, frá Stóra-
Skógi og Halldóra
Helgadóttir, fædd á
Stóra-Fjalli í Mýra-
sýslu. Óskar var
næstyngstur átta
barna þeirra er upp
komust en þau voru: Guðný,
f.1907, Ólafur, f.1912, Guð-
björg, f.1913, Helgi, f.1915, Jón,
f.1917, Ragnheiður, f.1919,
Óskar, f.1921, og Kristín,
f.1927. Guðný, Guðbjörg og
Óskar eru nú látin. ðskar
kvæntist eftirlifandi eiginkonu
sinni, Ragnheiði Guðmunds-
dóttur, 26. júní 1951. Hún er
fædd á Seyðisfírði 11. ágúst
1932. Þau eignuðust sex börn,
en þau eru: Guðmundur Ómar,
f.1952, kennari og organisti,
kvæntur Rósu Maríu Guð-
mundsdóttur hjúkrunarfræð-
ingi, Heimir Már, f. 1954,
verkamaður, kvæntur Önnu
Adelu Óskarsson, Auðbjörg
Vordís, f. 1958, húsmóðir, sam-
býlismaður Hans G. Magnús-
son, rennismiður, Jóhannes
Halldór, f. 1963, bóndi á Svín-
hóli, Ólafur, f. 1966, bóndi, og
Alvar, f. 1969, námsmaður.
Barnabörnin eru nú átta tals-
ins. Óskar var bóndi á fæð-
ingarjörð sinni Svínhóli drýgst-
an hluta starfsævi sinnar. Arið
1984 lét hann af bú-
skap og bjó eftir það
á Alfhólsvegi 109 í
Kópavogi. Útför hans
fer fram frá Kvenna-
brekkukirkju í dag.
SÖKNUÐUR okkar er
mikill þegar við minn-
umst elskulegs föður,
en þó er þakklæti efst
í huganum fyrir hans
föðurlegu og hljóðlátu
umhyggju sem hann
lét okkur bömum sín-
um í té, og síðan
bamabömunum allt til
síðustu stundar.
Pabbi var mikill fjölskyldumaður
og bar hag sinna nánustu mjög
fyrir bijósti. Hann kunni vel að
gleðjast í vinahópi, var spaugsamur
að eðlisfari og sló gjarnan á létta
strengi til að skapa gott andrúms-
loft í kringum sig. Þó var hann
mjög dulur og bar ekki tilfinningar
sínar á torg, en einmitt fyrir þær
sakir var hann kannski oft misskil-
inn af þeim sem þekktu hann ekki
náið, en það gerðu í raun mjög fá-
ir. Viðurkenningum og athygli frá
almenningi leitaði hann heldur ekki
eftir. Heimur hans var heimilið, fjöl-
skyldan og jörðin hans, þar sem
hann átti sínar rætur, sem aldrei
slitnuðu. Hann var bóndi af lífi og
sál og á Svínhóli vann hann sitt
ævistarf.
í uppvexti okkar sáum við hann
sjaldan iðjulausan og hann kenndi
okkur líka að vinna. Við vorum
ekki há í loftinu þegar okkur voru
falin einhver skyldustörf og að allir
ættu að hjálpast að. Hann var mjög
laginn við að byggja upp áhuga á
því, sem við vorum að gera. Það
er örugglega hollt veganesti út í
lífið. Hann var ekki strangur uppal-
andi, en honum fórst vel úr hendi
að kenna okkur að bera vissa
ábyrgð. Aldrei hefði hvarflað að
okkur að gefast upp við eitthvert
verk eða að neita að gera eitthvað,
sem hann bað okkur um. Þótt hann
hrósaði okkur sjaldan upphátt eða
verðlaunaði þá fundum við vel þeg-
ar hann var ánægður og þakklátur.
Pabbi var einlægur trúmaður og
miðlaði trú sinni til okkar systkin-
anna. Hann kenndi okkur bænir og
vers, sem við lásum áður en við
sofnuðum á kvöldin. Vissan um að
englarnir sætu við rúmið alla nótt-
ina kom svo vel í ljós, þegar eitt
okkar var að reyna að bijóta saman
fötin þegar allir voru háttaðir, og
raða þeim á rúmstokkinn sinn til
þess að gera þægilegra sæti fyrir
englana.
Óll minnumst við jólanna heima
á Svínhóli með hlýju. Foreldrum
okkar tókst alltaf að gera þau gleði-
leg og eftirminnileg. Eftir að við
uxum úr grasi höfum við flest reynt
að halda í þá jólasiði, sem pabba
þóttu mikilvægir.
Það er dýrmætt að eiga margar
góðar minningar, sem styrkja okkur
í söknuði. Það er sárt að missa föð-
ur sinn, þótt við vissum öll að hveiju
stefndi. Hann var búinn að vera
mjög veikur, þó hann hefði fótavist
að einhveiju marki fram á síðasta
dag. Þar sem hann var alltaf harð-
ur af sér og kvartaði aldrei þó hann
væri þjáður, gerðum við okkur
kannski ekki grein fyrir því, hvað
tíminn var stuttur, sem við áttum
eftir að hafa hann hjá okkur. Hann
vildi vera heima í faðmi fjölskyld-
unnar, og sem betur fer var hægt
að uppfylla þá ósk. Pabbi gerði aldr-
ei neinar kröfur, en var þakklátur
fyrir þá hjúkrun og umönnun sem
hægt var að veita honum. í því
sambandi viljum við færa Heima-
hlynningu Krabbameinsfélagsins
sérstakar þakkir fyrir þá ómetan-
legu hjálp og stuðning, sem honum
og fjölskyldu okkar var veitt.
Bestu stundirnar hans voru þeg-
ar hann hafði fólkið sitt sem flest
hjá sér. Það birti yfír svipnum, þeg-
ar barnabörnin komu til hans, og
við fundum svo vel hlýjuna og vænt-
umþykjuna. Missir þeirra er því
einnig mikill. Hann vissi sjálfur að
hveiju stefndi, þó hann talaði ekki
mikið um það. Það er okkur öllum
huggun, að hann þurfti ekki að
þjást mjög lengi, og að hann hélt
reisn sinni til hinstu stundar.
Elsku pabbi, þökk sér þér,
þína stoð ég á mig reiddi.
Ást þín vakti yfir mér,
ár og sið þín hönd mig leiddi.
Ómar, Heimir, Auðbjörg,
Jóhannes, Ólafur og Alvar.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end-
urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl-
unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur-
eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi í númer
691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari
ekki yfír eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl-
isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví-
verknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og
Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.