Morgunblaðið - 02.07.1994, Side 44

Morgunblaðið - 02.07.1994, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Að landi með full- fermi af grálúðu Mesta afla- , verðmæti línubáts iHH 'Sman. SAUDI ARABfA Gönftj ndenjlui DJIBOUnv^ &v\^, . EÞÍÓPÍA SÓMALÍA/ J 0 300 ton LÍNUBÁTURINN Tjaldur SH 270 er væntanlegur að landi á Rifi um hádegisbil í dag með fullfermi, um 130 tonn, af lausfrystri grálúðu. Afla- verðmæti nemur um 30 milljónum króna að sögn Guðmundar Kristjáns- sonar, framkvæmdastjóra útgerðar- fyrirtækisins Kristjáns Guðmunds- sonar hf., sem gerir Ijald út. Guð- mundur telur það næsta öruggt að enginn línubátur hafi siglt í land með meiri verðmæti bundið í afla. Hann segir að allur afli muni fara úr landi á markað í Taiwan eða Japan. ——> Aflaverðmæti er að mati Guð- mundar jafn mikið og raun ber vitni vegna þess að aflinn samanstendur af eintómri stórlúðu. Hann staðfest- ir að nærri liggi að hásetahlutur nemi um hálfri milljón króna. Veiðanleg á línu á ný „Við höfum eytt mikilli orku og fjármunum í leit að grálúðu sem er veiðanleg á línu,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum verið að reyna við hana í . mánuði en ekki haft erindi sem - -^erfiði fyrr en nú. Við náðum henni á línu djúpt vestur af landinu á miklu dýpi. Eg bendi á að grálúða var mikið veidd á línu fyrir um 15-20 árum. Þær veiðar lögðust síðan af og togararnir tóku við. Það er þar af leiðandi sérstakt ánægjuefni fyrir bátafiotann að línubátar geti á ný veitt grálúðu á þessum slóðum," sagði hann. Eftir helgina er að sögn Guð- mundar von á Tjaldi II, öðrum línu- báti fyrirtækisins, með álíka mikinn gráiúðuafla en hann gerir þó ekki ráð fyrir að aflaverðmæti í þeim túr verði jafn mikið. Rauði krossinn Islendingur til Jemen BJÖRG Páls- dóttir hjúkr- unarfræðing- ur og ljósmóð- ir er stödd í Jemen við hjálparstörf á vegum RKÍ. Hélt Björg Björg Pálsdóttir utan síðastljð. inn þriðjudag á leið tii Ti’azz að sögn Sigríðar Guð- mundsdóttur, skrifstofu- stjóra Alþjóðaskrifstofu Rauða krossins. Segir Sigríður að Björg fari til tveggja mán- aða en það ráðist af ástandinu hvert framhaldið verði. „Björg verður í Ti’azz og vonandi hefur hún komist inn til Saana á fimmtudag en hún fór út með sólarhrings fyrir- vara til að taka þátt í hjálpar- starfi á vegum Rauða kross- ins,“ sagði Sigríður. Segir hún einnig að Björg komi til með að starfa á skurðspítala sem settur verði upp í borginni. Um sé að ræða færanlega aðstöðu sem send er frá Finn- landi. Björg hefur unnið við hjálparstörf í Eþíópíu, Tæ- landi, Afganistan og Kenýa. Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi Samningar um 500 millj. nýsmíði í burðarliðnum SKIPASMÍÐASTÖÐ Þorgeirs og Ellerts á Akranesi hefur átt í við- ræðum við útgerðaraðila í Grinda- vík um smíði á 1.300 rúmlesta loðnuskipi að verðmæti rúmlega 500 milljónir króna. Að sögn Har- aldar L. Haraldssonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, eru samningar um smíðina vel á veg komnir, en til þess að þetta geti orðið að veruleika væri ljóst að fyr- irgreiðslu þyrfti frá stjórnvöldum og yrði fundur með þeim eftir helg- ina. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur öllum starfs- mönnum skipasmíðastöðvar Þor- geirs og Ellerts verið sagt upp störf- uin og veltur leið sem fundin hefur verið til að treysta framtíðarrekstur fyrirtækisins á viðbrögðum Lands- bankans sem er stærsti veðhafinn og viðskiptabanki fyrirtækisins. Haraldur sagði í samtali við Morgunblaðið að afstaða bankans yrði væntanlega ljós fljótlega eftir helgina. Hann sagði að tækjust samningar um smíði loðnuskipsins myndi það gjörbreyta allri aðstöðu hjá fyrirtækinu, en þetta héngi að sjálfsögðu saman við að framtíðar- rekstur þess yrði tryggður. Fleiri aðilar í hugleiðingum „Það eru ákveðnir þættir í þessu sambandi sem þarf að leysa og er- um við að vinna í því, en gangi það eftir get ég ekki séð að nein fyrir- staða sé fyrir því að samningar um smíðina takist. Þetta er aðeins eitt af því sem við höfum verið að vinna að hér í markaðsöflun og öðru slíku, og ég hef trú á að það séu fleiri aðilar í hugleiðingum um nýsmíði," sagði Haraldur. Morgunblaðið/Björn Björnsson Löndunarbann rússneskra togara er að frumkvæði útgerðarmanna Ræða ekkí sanuiinga meðan íslensk skip eru í Smugunni FISKVEIÐIRÁÐ Rússlands styður löndunarbann rússneskra togara á fiski á íslandi en bannið er ekki tilkomið að frumkvæði ráðsins. Þetta kom fram á fundi Gunnars Gunnarssonar, sendiherra í Moskvu, með Alexander Rodin, varaformanni fískveiðiráðsins, í Moskvu í gær. Rod- in tjáði Gunnari að aðgerðir útgerðarmanna væru til komnar vegna ■^wveiða íslendinga í Smugunni en ekki á Svalbarðasvæðinu. Meðan ís- lensk skip væru í Smugunni kæmu samningaviðræður ekki til greina en Rússar væru tilbúnir til óformlegra könnunarviðræðna. Á fundinum með Rodin bað Gunn- ar um upplýsingar og skýringar á málinu. „Rodin sagði að Rússar hefðu miklar áhyggjur af óheftum veiðum í Barentshafi. Á fundi með útgerðarmönnum í Múrmansk hefðu þeir lýst áhyggjum og krafist að- gerða yfirvalda vegna veiða Islend- inga í Barentshafi. Fiskveiðiráðið starfaði eftir þjóðarrétti en útgerðar- rynenn hefðu tekið máiið í sínar hend- ur. Aðgerðir þeirra væru ekki á ábyrgð ráðsins. Rodin neitaði að hafa hvatt til þess að útgerðarmenn stöðvuðu sölu á fiski til íslands. Fisk- veiðiráðið styddi aðgerðirnar en þær væru ekki að þeirra frumkvæði. Rodin sagði jafnframt að málið sner- ist ekki um Svalbarða heldur Smug- una,“ sagði Gunnar Gunnarsson. Tilbúnir til könnunarviðræðna Gunnar kom síðan á hugsanlegar samningaviðræður um Smuguna og önnur fiskveiðimál með vísan i bréf Davíðs Oddssonar til Viktors Tsjernomyrdíns, forsætisráðherra Rússlands, í maímánuðí sl. þar sem Davíð lýsti vilja íslenskra yfirvalda til að kanna grundvöll samningavið- ræðna. „Rodin svaraði því til að ís- lensk skip væru í Smugunni og á meðan svo væri yrðu engar samn- ingaviðræður, það væri afstaða fisk- veiðiráðsins. Hann lagði til að ís- lenskir togarar færu úr Smugunni. Eftir það væru Rússar tilbúnir tii viðræðna. Eg spurði sérstaklega hvort hann væri að vísa einungis til Smugunnar en ekki til Svalbarða- svæðisins og hann jánkaði því. Ég benti jafnframt á að það væri munur á formlegum samningaviðræðum og óformlegum könnunarviðræðum og spurði hvort Rússar væru tilbúnir til óformlegra könnunarviðræðna á þessu stigi. Hann kvað já við.“ Aðgerðir koma niður á öðrum Gunnar gerði Rodin grein fyrir því að íslensk stjómvöld hefðu ekki hvatt til þess að íslensk skip væru að veiðum við Svalbarða, að veiðin þar væri á þeirra ábyrgð og þeim væri það ljóst. Þær aðgerðir sem um væri að ræða kæmu hins niður á öðrum. Hann lýsti auk þess áhyggj- um af málinu og benti á það mat íslendinga að það væri ekki í sam- ræmi við viðurkennda alþjóðlega við- skiptahætti að tengja saman tvö óskyld mál með þessum hætti. Rússarnir landa RÚSSNESKI togarinn Santa, sem gerður er út frá Múrmansk, landaði 200 tonnum af þorski úr Bar- entshafi á Sauðárkróki í gærkvöldi. Magnús Magnús- son, umboðsmaður rússn- eska togarans hjá Marbakka hf., segir að engan bilbug sé að finna á Rússunum. Ekkert hafi breyst í viðskipt- um íslendinga og rússneskra útgerðarmanna. Eins og sakir standi sjái hann ekkert því til fyrirstöðu að þeir haldi áfram að landa í ís- lenskum höfnum. Opinberri heim- sókn lýkur OPINBERRI heimsókn Beatrix Hollandsdrottningar og Claus prins lauk í gærkvöldi með móttöku og tónleikum sem drottningin bauð Vigdísi Finn- bogadóttur, forseta Islands, og fleiri gestum til í Borgarleik- húsinu. Drottningin og eigin- maður hennar verða í einka- heimsókn á Norður- og Austur- landi yfir heigina. ■ Þoka hamiaði/6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.