Morgunblaðið - 02.07.1994, Side 33

Morgunblaðið - 02.07.1994, Side 33
i MORGUNBLAÐIÐ LAU GARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 33 J I I 1 I I I < FRÉTTIR Yfir 100 þúsund gestir í fjölskyldugarðinn STARFSEMIN í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum er komin á fullt skrið og hafa nú þegar rúmlega 100 þúsund gestir heimsótt garð- inn á þessu ári. Hátíðir hafa verið haldnar í garðinum sem tengjast á einn eða annan hátt einhveijum tyllidögum. Hefur verið fengið til liðs bæði tónlistarfólk og annað fagfólk til að koma skemmtun og fróðleik á framfæri. Furðufjölskyldan fer um Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn, skemmtir börnum og einnig brydd- ar hún upp á ýmsum fróðleik og gríni sem tengjast okkur öllum á einn eða annan hátt. Nýtt leiktæki hefur verið tekið í notkun í Fjölskyldugarðinum sem nefnist Köngulóarvefurinn og hef- ur hann hlotið miklar vinsældir hjá fólki á öllum aldri. Einnig er nýtt á döfinni að bjóða börnum annað slagið að föndra. Þau fá að kríta á stéttir, mála myndir og óskasteina og einnig er boðið upp á andlitsmálun sem nýtur mikilla vinsælda. Bætt hefur verið við leiktækjum í sandkassann og verið er að útbúa svæði með dúkkuhús- um og öðrum leikhúsum fyrir yngstu kynslóðina. Stærri framkvæmdir eru einnig í gangi og má þá helst nefna bygg- ingu hreindýrahúss og greiðasölu. Myndarlegu sölutjaldi hefur verið komið upp í Húsdýragarðinum. Hjá gestum er vinsælt að sitja yfir kaffi og meðlæti á meðan börnin una sér við að fylgjast með dýrunum. Nk. helgi verður venjubundin sumardagskrá. Furðufjölskyldan kemur í heimsókn og Reykjavíkur- lestin verður einnig á ferðinni báða dagana. Fjölskyldu- og Húsdýragarður- inn er opinn alla daga frá kl. 10-21. WtÆKWÞAUGL YSINGAR 4 4 í 4 i ( < 1 < 4 1 < i 1 < i 1 4 4 4 Stýrimaður og yfirvélstjóri óskast á togara sem fer til úthafsveiða. Upplýsingar í síma 97-51329. Frá Grindavíkurskóla Áhugasama kennara vantar að Grunnskólan- um í Grindavík. Kennslugreinar: Sérkennsla, myndmennt og almenn kennsla. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 92-68504 og aðstoðarskólastjóri í síma 92-68363. Bandalag háskólamanna - BHMR Lágmúla 7, 108 Reykjavík. Óskum eftir starfsmönnum í eftirtalin störf: 1. Skrifstof ustjóri/fjármálastjóri Skrifstofustjóri/fjármálastjóri (fullt starf) ann- ast bókhald og fjárreiður bandalagsins, or- lofssjóðs og starfsmenntunarsjóðs og sér um daglegan rekstur skrifstofu bandalags- ins. Starfið er laust nú þegar og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsókn, merkt „skrifstofustjóri", með upp- lýsingum um menntun og fyrri störf, skal senda stjórn bandalagsins á skrifstofu okkar eigi síðar en 7. júlí 1994. 2. Upplýsingafulltrúi Upplýsingafulltrúi (75% starf) annast síma- vörslu, almenna upplýsingagjöf og daglega þjónustu við félagsmenn bandalagsins og aðildarfélög. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst nk. Umsókn, merkt „upplýsingafulltrúi", með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal senda stjórn bandalagsins á skrifstofu okkar eigi síðar en 7. júlí 1994. Til sölu Fullbúin, 4ra herb. 108 fm íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi í Kópavogi á aðeins kr. 5,5 millj. Ahv. í hagstæðum langtímalánum 2,2 millj. Ársalir - fasteignamiðlun - sími 624333. Einbýlishús við Mývatn í Reykjahlíðarþorpi Til sölu er einbýlishúsið að Birkihrauni 11. Grunnflötur 174 fm, neðri hæð, 100 fm efri hæð. Bílskúr 56 fm. Byggt 1982-’4. Eignin telur: Á neðri hæð, 4 svefnherb., sjónv- herb., stór stofa, eldhús, búr, 2 inngangar og 2 snyrtingar. Efri hæð: Góð gistiaðstaða fyrir ferðafólk, þ.e. 3 rúmg. herb. ásamt setu- stofu og eldunaraðstöðu. Tilboðum óskast skilað fyrir 15. júlí nk. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar hjá Stefáni Þórhallssyni, sími 96-44285, eftir kl. 16.00. Útboð - málarameistarar Tilboð óskast í utanhússmálningu og sprunguviðgerðir á félagsheimilinu Aratungu í Biskupstungum. Verkinu skal lokið fyrir 15. ágúst 1994. Tilboðum skal skila á skrifstofu Biskups- tungnahrepps fyrir 9. júlí 1994 og þar eru veittar nánari upplýsingar í síma 98-68808. Oddviti Biskupstungnahrepps. Sambyggður f rystiskápur óskast til leigu í nokkra mánuði. Leigan greiðist fyrirfram. Vinsamlegast leggið inn nafn og síma hjá auglýsingadeild Mbl., merkt: „F - 12783“. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi fasteign fer fram á henni sjálfri miðvikudaginn 6. júlí 1994 kl. 14.30: Hafnargata 99, Bolungarvík, þingl. eign Hjartar Líndal Guðnasonar, eftir kröfum sýslumannsins í Bolungarvík og íslandsbanka hf. Sýslumaðurínn í Bolungarvík, l.júlí 1994. Framhaldsuppboð Fimmtudaginn 7. júlí nk. fer fram framhaldsuppboð á eftirtöldum eignum, sem haldið verður á þeim sjálfum: Kl. 13.00 Norðurhvammur, Mýrdalshreppi, þinglýstur eigandi Ríkis- sjóður, ábúandi Jónas Hermannsson, að kröfu Stofnlánadeildar land- búnaöarins. Kl. 16.00 Skaftárdalur III, Skaftárhreppi, þinglýst eign Alexanders Sigurðssonar, að kröfum Húsnæöisstofnunar ríkisins og Glitnis hf. Sýslumaðurínn Vík í Mýrdal, 1. júli 1994. ___■» SltlCI augtýsingor skíðadeild Sumarferð skíðadeildarinnar verður farin helgina 8.-10. júlí. Farið verður á Snaefellsjökul. Upplýsingar í símum 666794, 46903 og 873794. Stjórnin. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðumaður: Hreinn Bernharðs- son. Almenn samkoma kl. 20.00. Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30. FERÐAFELAG (§> ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Dagsferðir Ferðafélagsins: Sunnudagur 3. júli: Kl. 08.00 Þórsmörk dagsferð, stansað um 4 klst. Verð kr. 2.700. Kl. 09.00 Skarðsheiði frá austri til vesturs. Gengiö frá Geldingar- draga til vesturs. Verð kr. 1.800. Ki. 13.00 Innstidalur (Ölkeldur), Þrengsli. Gengið upp Sleggju- beinsskarð, til baka meðfram Skarðsmýrarfjalli. Verð kr. 1.100. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin og Mörkinni 6. Ferðafélag (slands. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 ísfirðingar, ferðafólk Miðnætursólarsigling frá ísafirði með Fagranesi. Kynning ó árbók Ferða- félagsins. Sigling út Isafjarðardjúp þar sem ætlunin er að skoða sólarlagið. Komið i land á Hesteyri. Ásetlað er að ferðin taki 4 klst. Ferðafélag Islands mun kynna nýja árbók sína „Ystu strandir norðan Djúps", sem fjallar um svæðið, og verður hægt að eign- ast bókina með því að gerast félagi í Ferðafélaginu. Djúpbát- urinn kynnir áætlun sína. Hægt verður að fá veitingar um borð. Harmóníkufélag ísafjarðar sér um fjörlega tónlist. Fararstjóri, Gísli Hjartarsson. Verð aðeins 1.000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn. Fjölmennið Ferðafélag Islands. UTIVIST [Hollveigarstig 1 • simi 614330 Dagsferð sunnudaginn 3. júlíkl. 10.30: Sandfell við Þingvallavatn Lágfjallasyrpa, 5. áfangi. Gengið verður upp á Sandfell með Þingvallavatni og endað við Ölfusvatn. Brottför frá BSÍ bensínsölu. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Verð kr. 1.400/1.500. Upplýsingar og miðasala á skrifstofu Útivistar. Þingvellir Helgardagskrá 2.-3. júlí Laugardagur 2. júlí: Kl. 13.00 Gönguferð um Suð- urgjár - sérstaklega hugað að jurtum og jarðfræði. Ferðin tekur um þrjár klukkustundir. Farið frá Valhallarplani kl. 13.00 stundvís- lega. Kl. 14.00 Barnastund. Leikir og ævintýri fyrir börn. Yngri en sex ára komi í fylgd með fullorðnum. Hittumst á Skáldareit aftan við Þingvallakirkju. Stendur f eina klukkustund. Kl. 14 Þinghelgarganga. Fjallað á lifandi hátt um þingstaðinn og umhverfi hans. Tekur um eina og hálfa klukkustund. Farið frá Þingvallakirkju kl. 14.00 stund- víslega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.