Morgunblaðið - 07.07.1994, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994 13
LANDIÐ
Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson
AUSTRI varð sigursæll í Hólmaborgarmótinu og fyrirliði 7. flokks A hampaði stoltur bikarnum.
®Xpelair
Viftur!
Bjóðum úrvals-
loftræstiviftur frá
breska fyrirtækinu
Xpelair sem er í
fararbroddi á sínu
sviði.
Komið og kynnið
ykkur úrvalið.
SMITH & NORLAND
NÓATÚNI 4 • SI'MI 628300
Gluggaviftur Baðviftur
Loftviftur
Borðviftur
Fótbolta-
köppum boðið
í siglingu
Eskifirði - Áhöfn eins fengsælasta
loðnuskips landsins, Hólmaborgar
SU frá Eskifirði, gekkst nýlega
ásamt útgerð sinni og Lands-
banka Islands fyrir knattspyrnu-
móti fyrir börn í 7. flokki. Þátt-
takendur komu víða að af Austur-
landi og léku knattspyrnu á
glænýjum grasvelli Eskfirðinga í
góðu veðri.
Að lokinni keppni buðu
styrktaraðilarnir til pylsu- og kó-
kveislu en síðan fóru allir þáttak-
endur um borð í Hólmaborgina
og sigldu út á miðjan Eskifjörð.
Var það eitt af síðustu verkefnum
Þorsteins Kristjánssonar og hans
manna á Hólmaborginni áður en
haldið var til loðnuveiða. Þar voru
verðlaun afhent sigurvegurum í
mótinu.
Nýi grasvöllurinn reyndist
heimamönnum vel því að lið
þeirra, Austri, bar sigur úr být-
um, bæði í keppni A- og B-liða. í
keppni A-liða varð Þróttur Nes-
kaupstað í öðru sæti en Höttur
frá Egilsstöðum í þriðja. I flokki
B-liða varð Höttur í öðru sæti en
Þróttur í þriðja.
Heimamenn áttu bestu leik-
mennina, Grétar Orn Omars-
son og Gísla Má Magnússon.
Hér eru þeir ásamt Þorsteini
Kristjánsson, skipstjóra.
Sljórnherbergi
gjöreyðilagð-
ist í eldsvoða
TÖLUVERT tjón varð í bruna í
loðnubræðslunni Vestdalsmjöli á
Seyðisfirði þegar allt brann sem
brunnið gat í stjómherbergi fyrir
lýsisskilvindur og dælur. Bruninn
uppgötvaðist ekki fyrr en á þriðju-
dagsmorgun þegar starfsmenn
mættu til vinnu sinnar.
Að sögn Helga Valgeirssonar hjá
Vestdalsmjöli eru upptök eldsins
ókunn en líklegast er að kviknað
hafi í út frá rafmagni. Um nóttina
var þokuslæðingur yfir firðinum að
sögn Helga og því hafi enginn tekið
eftir neinu. Eldurinn náði ekki út
fyrir stjórnherbergið.
Bjóðum allt ab 20% afslótt af
notuóum bílum í eigu Globus fram
áb verslunarmannahelgi.
Veðrið þessa dagana er betra en elstu menn muna
og þjóðarskútan er að rétta úr kútnum.
Auk þess býður Bílahöllin allt að 20% afslátt af
notuóum Globusbílum fram aó verslunarmannahelgi.
Er lífiÖ ekki yndislegt?
Tryggðu þér notaóan bíl í eigu Globus meÖ
20% afslætti fyrir verslunarmannahelgi.
Veöriö er gott
- veróió er enn betra.
SÍMI: 674949
ÞAÐ ER OPIÐ HJÁ OKKUR:
Mánudaga til föstudaga kl. 9.00 - 18.30
laugardaga kl. 10.30 - 17.00