Morgunblaðið - 07.07.1994, Side 18

Morgunblaðið - 07.07.1994, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Gallerí Blátt áfram HRAFNHILDUR Gunnlaugsdóttir myndlistarkennari, Katrín Didriks- en gullsmiður og Margrét Árna- dóttir leirmunahönnuður hafa opn- að gallerí og verkstæði á Skóla- vörðustíg 17b, sem kallast Blátt áfram. Leggja þær stöllur áherslu á sérhannaða íslenska gjafavöru eins og handmálað silki, ofna skartgripi og leirmuni. Á boðstól- um í galleríi Blátt áfram eru t.d. slæður, myndir, bindi, púðar, vesti, töskur, armbönd, hrosshársnælur, oxaðir eyrnalokkar, skálar, kerta- stjakar og vasar. Auk þess verður Kristín Þóra Guðbjartsdóttir hönn- uður með pappírsverk í galleríinu í sumar, en þar er opið alla virka daga frá kl. 12-18 og á laugardög- um kl. 11-14. Mercedes Benz 209-D árg. ’87, turbo, sjálfsk., ek. aðeins 62 þ. km. Sjúkrabíll. Getur selst með búnaði eða sem hús- Chrysler Voyager árg. ’89,8 sæta, ek. 56 þ. km. Verð kr. 1.450 þús. BMW 3201 árg. '89, hvítur, sjálfsk., 4ra dyra, ek. 259 þ. km., vél uppt. Mjög gott verð kr. 620 þús. VW Polo árg. ’90, ek. 55 þ. km. Verð kr. 380 þús m/vsk. Skoda 120-L árg. '88, ek. 30 þ. km. Range Rover árg. ’85, ek. 53 þ. km. /erð kr. 800 þús. Einkabíll - sem Subaru Legacy 1800 ST 4 x 4 blár, ek. 70 þ. km. Verö kr. 1.250 þús. Subaru, árg. ’88, '87 og ’86. Verð kr. 700 þús., 500 þús. og 450 þús. Feroza EI-2 árg. '91,4x4, ek. 50 þ. km. Verö kr. 1.150þús. Sk. óskast á bfl til leiguaksturs. Honda Prelude EX árg. ’87, rauður, ek. 116 þ. km. Verð kr. 750 þús. Feroza árg. '89, blár+grár, ek. 80 þ. km. Verð kr. 890 þús. Nissan Sunny SR1.6 árg. '93, hvítur, ek. 30 þ. km. Verð 1,1 millj. Húsbflar stórir og smáir, dýrir og ódýrir. Vantar sölubfla á stærsta bflasölu- svæði borgarinnar. Notið sumarið til bflaskipta við Miklatorg fyrir neðan Perluna, símar 17171 og 15014. Loftkenndur himneskur blær Karólínu KARÓLÍNA Lárusdóttir, myndlist- arkona, fær mjög jákvæða umfjöll- un í nýjasta hefti breska tímaritsins Modern Painters. í tímaritinu er fjallað um farandsýningu á verkum Karólínu sem hefst 30. júní og lýk- ur 16. júlí. Gagnrýnandinn Joseph Williams skoðaði sýninguna í CCA Galleries í Cambridge. Verk eftir Karólínu eru einnig á sýningu Brandler Galleries í Essex „Smart Art.“ Að sögn Williams veita myndir Karólínu þreyttum hug hvíld. Áhorfandinn svífur skyndilega um loftið, og yfirgefur ekki eingöngu stórborgina heldur þann heim sem hann þekkir. Sakleysi endurglæðir sýn hans. Þungdaraflið missir vald sitt í einkennilegri sveitasælu Karó- línu. William segir að ef myndirnar væru ekki svona kyrrlátar þá væru þær óhugnanlegar. Ekki íslendingar í umfjölluninni er vitnað í orð Karólínu þess efnis að fólkið á myndunum sé ekki íslendingar heldur hennar fólk. Hún segir að í verkum sínum sé farið yfir í annan heim. Hann er raunverulegur en einnig af öðrum heimi. Áhorfandinn hugsi er þetta þarna eða ekki? Sá ég engil eða er þetta eingöngu birt- an? William nefnir að sýn Karólínu byggi á íslensku landslagi og nor- rænum þjóðsögum. Villt landslagið og fólkið sé mótað af æskuminning- um hennar frá íslandi. Fólkið sem PÍ ANÓTÍMINN eftir Karólínu Lárusdóttur. hún umgekkst á æskuárunum breytist í kviksjá hennar og birtist í sterkum frumlitum. William segir að minningar Karólínu séu skirar og ljfandi og barnalegur tónn þeirra gefi olíumálverkum hennar loft- kenndan, himneskan blæ. Williams nefnir að stríðnisleg margræðni myndanna sé gerð af ráðnum hug. Bátar sigli um loftið, kokkar verði tónlistarmenn og ský öldufaldar. Persónur myndanna séu samt aldrei undrandi út af þessum einkennilegu atburðum, allt sé eðli- legt, og Karólína vefi töframyndir sínar af leikni. í þeim megi sjá þögult landslag drauma. Heimur hennar sé án hljóða og í honum skilgreini litir alla hluti. Williams fjallar að lokum um vatnslita- og ætimyndir Karólínu, sem hann er mjög hrifin af, og minnist á sívaxandi áhuga hennar á óhlutstæðu myndmáli. Hann hef- ur eftir henni að slíkar myndir séu ,jafnvægisæfingar“. íslenskar bókmenntaperlur fyrir ferðamenn Nýjar bækur ■ Fallvölt gæfa eftir Ken Follet er bók júlímánaðar hjá bóka- klúbbnum Nýjar metsölubækur. í kynningu frá Vöku-Helgafelli segir: „Ken Follet er fæddur í Cardiff í Wales. Hann stundaði heimspekinám við Lundúnahá- skóla og gerðist blaðamaður að loknu prófi. Meðfram blaða- mennsku skrifaði hann sína fyrstu skáldsögu sem vakti takmarkaða athygli. Með annarri bók sinni, Nálarauga, sýndi Follet hins vegar og sannaði hvað í honum bjó og eftir það seljast bækur hans í millj- óna upplögum um allan heim. Má þar nefna Lykilinn að Rebekku, Nótt yfir hafi og fleiri.“ ■ Ljóðabókin Hugarfóstur eftir Eirík Hrafn Thorarensen er komin út. Bókin er gefin út af höfundi í samvinnu við Braga Halldórsson í 100 tölusettum ein- tökum. Hin helgu vé verðlaunuð MYND Hrafns Gunnlaugssonar, Hin helgu vé, var margverðlaunuð á tíundu alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðinni í Tróju á Costa Azul í Portúgal. Myndin hlaut Gullnu hnísuna sem besta kvikmynd há- tíðarinnar og silfurhnísuna fyrir besta leik í karl- og kvenhlutverk- um. Steinþór Matthíasson og Tinna Gunnlaugsdóttir hlutu því þau verðlaun. Hin helgu vé hlaut líka sérstök verðlaun samtaka katólskra kvikmyndagagnrýn- enda. LEIKHÓPURINN Sögusmiðjan, The Fiction Factory, hefur boðið upp á leikdagskrá á ensku fyrir erlenda ferðamenn og aðra gesti sem heimsækja landið síðan i byijun júní. Dagskráin ber heitið Tales from our Country. Henni er ætlað að bæta úr þeirri þörf sem er á skemmtunum fyrir er- lenda gesti og jafnframt að sýna þeim íslenskan bókmenntaarf á lifandi hátt. Sýningin er stutt ferðalag þar sem áfangastaðir eru íslenskar bókmenntaperlur frá ýmsum tímum. Meðal annars eru brot úr Sjálfstæðu fólki, Njálu, Gerplu, Bakkabræðrum, Sálinni hans Jóns míns og sögur af álf- um, huldufólki og tröllum. Einn- ig er sungið, ljóð flutt og leikið á hljóðfæri. Dagskráin tekur eina klukkustund í flutningi. Hún er fiutt á ensku en jafnframt rennur þýskur texti með á sjónvarpsskj- ánum. Leikhópurinn er eingöngu skipaður atvinnuleikurum. Það eru Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir, Felix Bergsson, Magnús Ragnarsson og Þórdís Arnljóts- dóttir sem leika en um tónlist sér Guðni Franzson klarínettuleik- ari. Sigurður A. Magnússon að- stoðaði við handritaskrif og Jón St. Kristjánsson leikstýrði. Sýningar á Tales from our Countrye ru á Scandic hotel Loft- leiðum á hverju sunnudagskvöldi klukkan 20.00. Einnig er hægt að panta sýninguna og er þá möguleiki að leika styttri útgáfu. --------------------------- t Gallerí á > Hjalteyri GREIÐASALA og gallerí hefur verið opnuð á Hjalteyri. Staðurinn verður opnaður með kynningu á listverkum eftir Sólveigu Eggerts- dóttur. Þá verða sýningar á verk- 9 um eftir Önnu Torfadóttur, Sig- | rúnu Eldjárn, Guðbjörgu Ringsted | og Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur. Greiðasalan og galleríið eru til húsa í gömlu timburhúsi sem er þekkt sem Richards húsið eða Nýja hótelið Hjalteyri. Það var byggt af Thor Jensen árið 1912. Greiðasalan og galleríið verður opið daglega yfír sumarmánuðina frá 15-23. k Sænskur kór > í Selfosskirkju GRYCKSBO kirkjukórinn úr Dölunum í Svíþjóð heldur tónleika í Selfosskirkju í kvöld kl. 20.30. Á efniskránni er m.a. þjóðleg sænsk tónlist og mun kórinn koma fram í sænskum þjóðbúningum. í Grycksbo kirkjukórnum eru 30 söngfélagar og stjórnandi er ^ Margareta Andreasson. Gestgjaf- 9 ar eru kórar Villingaholts- og Hraungerðiskirkna í Flóa. Annað kvöld heldur kórinn síð- an tónleika í Langholtskirkju kl. 20. fi I t I t Stefán frá 1 Möðrudal sýnir STEFÁN V. Jónsson Stórval held- ur sýningu í Austurborg, Vopna- fírði, dagana 8-10 júlí n.k. og mun þetta vera í fyrsta sinn sem hann sýnir á Austurlandi. í fréttatilkynningu segir: „Listamaðurinn er bæði tilfinn- ingaríkur og röskur og liggur mik- | ið eftir hann af myndum. Á sýn- ■ ingu þessari gefur að líta breitt úrval frá ýmsum tímabilum á ferli hans. Viðfangsefna leitar Stefán helst í fjöllunum, vötnunum, hæð- unum og hólunum sem voru í hans nánasta umhverfi. Einnig dregur hann upp myndir af þeim dýrum sem hafa verið honum hugleiknust | á liðnum árum og ber þar mest á hestum og sauðfé." íslandskvöld í Norræna húsínu SIGURGEIR Steingrímsson, sér- fræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar, segir frá íslensku handritinum og sýnir litskyggnur í Norræna húsinu fimmtudaginn 7. júlí klukkan 20.00. Eftir fyrir- > lesturinn og kaffihlé verður sýnd • kvikmynd frá íslandi. Opið er í kaffistofu og bókasafni til klukkan 22.00 á fimmtudagskvöldum í sumar. Kynning á íslensku samfélagi fer fram í fundarsal Norræna hús- ins á sunnudögum í sumar klukkan 17.30. Þessi kynning er ætluð i ferðamönnum frá Norðurlöndun- um og sér dr. Sigrún Stefánsdótt- ir fréttamaður um kynningarnar | og sýnir fréttamyndir til skýringar efninu. Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.