Morgunblaðið - 07.07.1994, Síða 30

Morgunblaðið - 07.07.1994, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRIPALUJÓ6A Líkdmi þinn er besta bókin um heilsu sem dð þú kemur til með dð lesd, en kdirntu aðlesahana? Byrjendanámtkeið heftt 11. júlí. I JÓGASTÖÐIN HEIMSLJÓS, E Skeifunni 19,2. hæð, s. 889181 (kl. 17—19). Biddu um Banana Boat alnáttúrulegu sólkremin (All natural Chemical Free) □ Um 40 Banana Boat sólkrem, -olíur og -gel með sólvörn upp á #50, framleidd úr Aloe Vera, jojoba, kollageni, lanolíni, minkaolíu, banönum, kókos, A,B,D og E-vítamíni. o Sérhönnuð barnasólkrem, barnasólvarnar- úði, barnasólvarnarsalvi og barnasól- varnarstitti. Banana Boat. Verð frá kr. 494,-. □ Banana Boat Aioe Vera gelið er hreinna (99,7%), ódýrara (40-60%) og ifleiri túpu- og brusastærðum (6) en önnur Aioe gel. Biddu um Banana Boat i sólbaðsstofum.snyrti vöruverslunum , apótekum og öllum heilsu- búðum utan Revkiavíkur.______________ Heilsuval, Barónsstíg 20, ® 626275 Vantar þig tjald fyrir sýningu, brúðkaup, veislu, ættarmót o.fl.? Höfum tjöld allt frá 20 fm og upp í 180 fm á afar hagstæðu verði. Upplýsingar í símum 650900 og 985-34205. Skátafélagið Hraunbúar, Hafnarfirði. 5! Sjábu hlutina í víbara samhcngi! KA TRIN AXELSDOTTIR + Katrín Axelsdóttir var fædd í Reykjavík 13. apríl 1956. Hún lést á Landspítalanum 25. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 1. júlí. HÚN Kata bjó í nábýli við mig í sveitinni í átta ár og það var gott að eiga samleið með henni. Yfir henni var reisn. Hún var myndarleg kona, há og grannvaxin, dökk yfirlit- um og bar sig vel. Hún var smekk- vís og hafði gaman af að klæða sig vel og líta vel út. Það gerði hún allt til enda. m.a.s. eftir að sjúkdómurinn hafði rænt hana þreki. Hún vissi að hveiju dró. Hún vissi að hún hafði aðeins ákveðinn tíma til að lifa og vera með vinum sínum og fjölskyldu og þegar hún sofnaði seint að kveldi laugardagsins 25. júní var hún um- kringd ástvinum sínum. Hér í sveitinni bjó hún af myndar- skap í Sólheimum ásamt Kára Marís- syni, manni sínum og fjórum börn- um, Kristínu Björk, Arnari Snæ, Maríu og Axel. Þau byggðu við íbúð- arhúsið og innréttuðu að nýju og bjuggu af stórhug. Umsvifin voru mikil, menn í vinnu, mat og gistingu vikum saman, en það hefur í för með sér mikið aukaerfiði fyrir hús- móður í sveit. Öllu þessu sinnti Kata af dugnaði auk vinnu utan heimilis um tíma, en þá starfaði hún í bank- anum í Varmahlíð. Henni þótti vænt um það starf og líkaði vel en saga hennar var saga. margrar nútíma- konu; hún gegndi of mörgum hlut- verkum og þeim of kröfuhörðum. Annir heima fyrir meinuðu henni að vinna utan heimilis en það var með trega sem hún hætti í bankanum. Kötu var margt til lista lagt og átti sér drauma um að mennta sig frek- ar en þeir fengu ekki að rætast. Henni tókst ekki að samræma heim- ilisstörfm, bústörfin og uppeldi barn- anna því að sækja tíma og aga sig til heimalestrar. Hún hafði alla tíð mikinn áhuga á íþróttum, sérlega körfubolta og einhvern tíma heyrði ég sagt að hún sækti hvern einasta leik á Króknum. Áhugann og leikn- ina hafa börnin erft, reyndar frá foreidrum sínum báðum. Því að þau hafa spilað körfubolta af eldmóði og staðið sig vel, bæði hér á Islandi og heimalandi körfuboltans, Bandaríkj- unum, þar sem Arnar sonur þeirra var skiptinemi síðasta ár. Hugur Kötu stóð til þess að taka meiri þátt í íþróttum en hún gerði en aftur komu aðstæður í veg fyrir það. Hér bjó hún í rúm 15 ár og eignað- • HSM Pressen GmbH • Öruggir vandaöir pappírstætarar • Margar stærðir - þýsk tækni • Vönduð vara - gott verö OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavík Símar624631 • 624699 ist góða og trausta vini, tók þátt í félagslífinu og setti svip sinn á mannlífið og féll hvarvetna vel inn í, en óyndi sótti á hana og lífið hér og það sem hér var á boðstólum svaraði ekki draumum hennar. Ef til vill réð einhveiju einnig að hún var borin og barnfædd í Reykjavík og sá fyrir sér hvers hún gæti notið þar, meira frelsis, foreldra sinna og fjölskyldu, möguleika til að mennta sig og vinna úti. Sjálfsagt hefur hún verið margbúin að velta stöðunni fyrir sér, togast hefur á í henni að fara eða vera en loks afréð hún að flyta ein suður, leigði íbúð og fékk vinnu í Búnaðarbankanum í Austur- stræti í hjarta Reykjavíkur. Þessi ákvörðun kostaði mikið. Áræði og kjark þurfti til að yfírgefa heimilið, það sem hún hafði skapað og unnið að árum saman, fara frá vinum og þekktu umhverfi, sem var þó barna- leikur miðað við það að skilja þijú yngri börnin eftir en vegna þess þjáðist hún sífellt af samviskubiti sem óþarft er að fjöiyrða um. Vegur- inn sem hún gekk var erfiður, en hann var vafalaust hinn eini færi frá þeim krossgötum sem hún stóð á. Smám saman tókst henni að búa betur um sig, hún leigði góða íbúð af vinum sínum og síðasta vetur bjuggu báðar dætur hennar hjá henni. Þessi tími var dýrmætur en skuggi veikindanna vofði yfir. Hingað norð- ur kom hún í fríum og til að halda upp á afmæli barnanna og reyndum við vinkonurnar í saumaklúbbnum að sæta lagi til að hittast. Það var alltaf gaman að hitta Kötu, hún flutti með sér hressandi andblæ, tók sjálfa sig ekki of alvarlega, var hlýleg í viðmóti. Þaðan á ég margar um Kötu, um léttan hláturinn, um hana káta, stormandi inn úr dyrunum, fulla af lífi. Við hér á Miklabæ minnumst hennar með gleði og biðjum Guð að gefa ykkur styrk, Kári, Axel, Maja, Kristín og Arnar. Dalla Þórðardóttir, Miklabæ. Við kynntumst Kötu og íj'öl- skyldu hennar í gegnum íþróttina sem við allar stunduðum. Allt frá því við byijuðum í körfubolta hefur Kata verið með okkkur sem félagi, vinur og stuðningsmaður. En körfu- boltaíþróttin á stóran þátt í lífi fjöl- skyldunnar. Þrátt fyrir að leiðir skildi fyrir nokkrum árum þegar Kata flutti suður voru alltaf bönd sem tengdu okkur saman. Ef Kata átti þess nokkurn kost var hún mætt þar sem við vorum að keppa. Okkur þótti alltaf svo gaman að Viðgerðir á öllum tegundum af töskum. Fljót og góð þjónusta. TÖSKU- VIÐGERÐIN VINNUSTOFA SlBS Ármúla 34, bakhús Sími814303 hitta Kötu. Hún var alltaf svo kát, bjartsýn og tók svo vel á móti okk- ur. Nú þegar leiðir okkar skiljast að lokum er erfitt að ímynda sér að Kata verði ekki til staðar í haust þegar körfuboltinn fer aftur af stað. Það skarð sem eftir verður mun enginn fylla, en góðar minningar lifa. Elsku Kári, Kristín, Arnar, Mar- ía, Axel og aðrir ættingjar, við send- um ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum guð að gefa ykkur styrk í þessar miklu sorg. Þótt vindar blási veröld í, og vofi yfir kólgnský, þá mundu hann, er böl þitt ber, sem bróðir þinn og Drottinn er. Og náð hans nægir þér. Og hví skal þá ei hjartans þökk sig hefja yfír skýin dökk? Þú veist, að þína byrði ber sá bróðir, sem þinn Drottinn er. Og ná hans nægir þér. (Siguij. Guðjónsson) Kristín Elfa Magnúsdóttir, Selma Barðdal, Sauðárkróki. Og ég man að þú brostir við litlu bami sem beið eftir strætisvagninum. Og mér fannst þá, sem öll fegurð og mildi lífsins væri falin í þessu töfrandi brosi þínu. (Steinn Steinarr) Ég minnist dagsins í apríl fyrir tveimur árum þegar Kata byijaði að vinna hjá okkur. Hávaxin, falleg og með síða svarta hárið heilsaði hún mér og ég laðaðist samstundis að henni. Seinna þegar við fórum að spjalla saman var eins og ég hefði þekkt hana í mörg ár og með okkur hófst náin vinátta. Ég man hversu stutt var alltaf í brosið sem endurspeglaðist í augun- um, hláturinn sem hreif alla með, húmorinn og hæfileikann til að sjá alltaf björtu hliðamar á málunum. Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Þannig var Kata. Hún átti til meiri styrk en flestir aðrir sem ég þekki og hún var óspör á þennan styrk. Þrátt fyrir efiðleika undan- farna mánuði gat hún hughreyst mig og sent mig sterkari út í lífið. Ég minnist hennar sem móður. Hversu mikil barnagæla hún var og hvað börnin hennar fjögur veittu henni mikla gleði. Hversu stolt hún var af þeim og hvað umhyggjan fyrir þeim var ávallt í fyrirrúmi. Þeim og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð og vona að þeim auðnist að lifa lífinu í hennar anda, af þreki, þrótti og trú á lífið. Soffía Gísladóttir. „Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Þessi ómetanlega speki er frá spámanninum Kahlil Gibran komin og finnst mér hún hafa veitt mér ómetanlegan styrk í minni óyfirstíg- anlegu sorg sem mér fannst þá á þeim tíma að missa dóttur mína frá manni og þremur börnum árið 1991. Hún var á sama aldri og Kata þegar hún dó. Ég vona að það megi nú hjálpa nánasta fólki Kötu, sem eru í þeim sporum sem ég var í þá, við þennan mikla missi: Já, elsku Kata mín, það er erfitt fyrir alla að missa þig á besta aldri, sjá þig aldrei aftur káta og hressa eins og þú varst alltaf, þegar þú hittir fólk og skipti aldur þar engu máli. Kata þurfti að komast yfir mikið og koma miklu í verk. Það kom nú fljótt í ljós eftir að hún kom hingað í sveitina ásamt manni sínum Kára Maríssyni, sem einnig er harðdug- legur. Þau skildu eftir sig fallega uppbyggða jörð og skógrækt, þetta var mikil og erfið vinna. Kata var verslunarskólagengin og vann í banka eftir að hún lauk prófi og var það henni hugleikið starf. Hún vann hér í útibúinu í Varma- hlíð annað slagið. Hún hafði mörg áhugamál, t.d. íþróttir, hún æfði körfubolta o.fl. Állar ungu konurnar hér í sveitinni voru í saumaklúbb og var þá glatt á hjalla hjá þeim. Nokkrar úr saumaklúbbnum voru með hestaklúbb þ. á m. Kata. Fóru þær alltaf einu sinni á sumri ríðandi fram í Gilsbakka að hitta Hjörleif Kristinsson sem var þá orðinn einn þar á bæ. Hann var alsæll að fá þessar blómarósir í heimsókn til sín, þær fóru svo í Merkigil að heim- sækja annan einbúa, Helga Jónsson og tók hann þeim opnum örmum og fengu þær fínar veitingar á báðum stöðum. Við Kata og fyrrverandi formaður barnaverndarnefndar, Hjörleifur fórum saman í ferðalag sumar hvert að heimsækja heimili sem höfðu sumardvalarbörn, á meðan hún var með mér í barnaverndarnefnd. Þær voru eftirminnilegar ferðirnar okkar og skemmtilegar. Nú hafa bæði Hjörleifur og Kata kvatt þennan jarðneska heim með svo stuttu milli- bili og bæði börðust við krabbamein sem er alltof tíður sjúkdómur og erfiður viðureignar. Við Kata fórum saman á bárna- verndarþing árið 1988. Það var gam- an að fara með Kötu á þetta þing. Ferðast með henni, vinna með henni og gleðjast með henni. Minningin um brosið þitt bjarta mun ylja okkur sem eftir lifum um ókomna tíð. Kata ól af sér fjögur börn; Krist- ínu, Arnar, Maríu og Axel. Eiga þau nú um sárt að binda en með tíman- um gróa sárin og fallegu minning- arnar verða yfirsterkari sorginni. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera með fjölskyldu Kötu á hátíðar- stundum og mannfögnuði í Sólheim- um. Þar var gestrisni og myndar- bragur í hávegum hafður. Að lokum langar mig að láta þetta fallega ljóð fara um leið og ég sam- hryggist ykkur öllum, Kára, börnun- um, foreldrum og elskulegri systur hennar og íjölskyldu. En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri. Með hveiju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. Ef lífsins gáta á lausnir til, þær ljóma bak við dauðans þil. Og því er gröfín þeim í vil, sem þráðu útsýn stærri. (Magnús Ásgeirsson) Unnur á Víðivöllum, formaður barnaverndarnefndar. SIEMENS Rafmagnsofnar! Eigum hina vönduðu rafmagnsþilofna frá Siemens í miklu úrvali. 200 - 2000 W. Áratuga frábær reynsla á fslandi. Veldu vel, veldu Siemens. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 n »H Vfl/fr þú endlngu og gæði< velur þú SIEMENS + Maðurinn minn, faðir okkar og sonur, BJÖRN EINAR ÞORLÁKSSON, Eyjarhólum, Mýrdal, lést 5. júlí. Útförin fer fram frá Skeiðflat- arkirkju laugardaginn 9. júlí kl. 14.00. Rósa Haraldsdóttir, Agla Sigríður Björnsdóttir, Þorlákur Sindri Björnsson, Solveig Björnsdóttir, Ingibjörg Rósa Björnsdóttir, Haraldur Björnsson, Ingibjörg Indriðadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.