Morgunblaðið - 07.07.1994, Page 37

Morgunblaðið - 07.07.1994, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994 37 Hjólreiða- hátíð á Hvolsvelli Hvolsvelli. Morgunblaðið. HJÓLREIÐAHÁTÍÐ VÍS verður haidin á Hvolsvelli um næstu helgi, dagana 9. og 10. júlí. Hátíð- in hefst með íslandsmeistaramóti í götuhjólreiðum „Tour de Hvol- svöllur" en hjólað verður frá Reykjavíktil Hvolsvallar, um 110 km langa leið. I fyrra tók það hjólreiðakappana aðeins tæpa þrjá tíma og verður spennandi að fylgjast með því hvort ár- angurinn verður bættur að þessu sinni. Boðið verður upp á fjölbreytta skemmtun fyrir alla fjölskylduna á Hvolsvelli báða dagana. Má þar nefna ratleik, Þórsmerkurferð, rúningskeppni, hjólatúra um ná- grennið, kvöldvöku við varðeld og margt fleira. Þá verður keppt í ýmsum hjólaþrautum í ölium aldursflokkum. Heiðursgestur á hátíðinni verð- ur Magnús Scheving, þolfimi- Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Einn sigurvegaranna úr keppninni í fyrrasumar. kappi, og mun hann reyna þolið við hjólreiðar. Kiwanisklúbburinn Dímon mun gleðja öll 6 ára börn í Rangárvallasýslu með því að gefa þeim hjólahjálma. Það er Sælubúið hf., ferða- þjónusta á Hvolsvelli, sem hefur skipulagt hátíðina og leigir út tjaldstæði og veitir allar upplýs- ingar um hátíðina. EIGENDUR verslunarinnar Noi, Claudio Romanelli og Valgerður B. Ólafsdóttir. Ný verslun OPNUÐ hefur verið á Skólavörðu- stíg 25 verslunin Noi. Verslunin er með fatnað og fylgihluti fyrir fólk á aldrinum 18-35 ára. Meðal merkja má nefna Sub- Couture, Wit and Wisdom, Hyst- eric Glamour, The Dispensary og merki fleiri ungra breskra hönnuða sem ekki áður hafa fengist hér heima. Verslunin er opið mánudaga til föstudaga kl. 10-18, föstudaga kl. 10-19 og laugardaga kl. 10—16. Eigendur eru Valgerður B. Ólafsdóttir og Claudio Roman- elli. eina *#nn«i ásamt Haukl Heiðari, Viila Ouðjóns oq Pétri Krietjáns Fjölbreyttjparnai- oq fjölskylduskemmtun með Fjörkálfum í gleði, sönq, leik og sprelli ööngvamkeppni æakunnar Valdir verða þátttakendur í söngvarakeppni og limbó úr hópi þeirra, sem fæddir eru 1980 eða síðar. Allir geta komið til prófunar frá kl. 10 til f 2, á þann stað sem Fjörkálfarnir skemmta þann daginn. Allir eigurvegarar á geisladisk! Sigurvegari í söngvarakeppninni á hverjum stað fær ókeypis ferð fyrir sig og foreldri á lokaskemmtun í Reykjavík með FLUGLElÐUM-innanlands og kemur einnig fram á geisladiski. Islandsmeistari í limbó-dansi hlýtur glæsilegan vinning, Með Flugleiðum tíl Kaupmannahafnar Hver aðgöngumiði gildir einnig sem happdrættismiði og að loknum öllum skemmtunum verður dregið og vinningshafi hlýtur ferð fyrir sig og fjölskyldu sína í Tívolí í Kaupmannahöfn með FLUGLEIÐUM. Dagskrá Fjörkáffa í suman 9. júli Dalvík 10. júli Akureyri 16. júli Höfn Hornafirði 17. júlí Egilsstaðir 23. júlí Patreksfjörður 24. júli Hnífsdalur 6. ágúst Selfoss 7. ágúst Borgarnes 13. ágúst Sauðárkrókur 14. ágúst Húsavík 20. ágúst Vestmannaeyjar 21. ágúst Suðurnesjabær 27. ágúst Stykkishólmur 28. ágúst Reykjavik Lokaskemmtun í Reykjavik 4. september 1 í’js.síj sA\ Island FLUGLEIDIR '1 Tioriu: Sækjum þaöheim! y Miðaverð aðeins kr. 300.- Kókoebolla frá öælgætisgerðinnl Völu fylgir hverjum miðal KHWWilBWBIflWBWiaMilWI Stefnt er að árlegum hátíðahöldum í Stykkishólmi Safnahúsið í Borgarnesi Sýning á þjóðhátíð- armunum í SAFNAHÚSI Borgarfjarðar hef- ur verið sett upp sýning á raunum sem tengjast þjóðhátíðum íslend- inga. Munirnir eru allir í eigu Bjarna Valtýrs Guðjónssonar verslunar- manns í Borgarnesi, en þetta mun vera stræsta einkasfn sinnar teg- undar sem til er á landinu. Bjarni Valtýr hefur safnað þessum grip- um í yfir 20 ár. Þeir þekja nú fjög- ur stór borð í Safnahúsinu. Á sýningunni gefur að líta minn- ispeninga, barmmerki, skyldi, veggplatta, kort, borðfána, blöð og fleira. Bjarni Valtýr sagði að mikið hefði bæst við safnið á þessu ári, á 50 ára afmæli lýðveldisins. Sýningin stendur yfir til 22. júlí. FJÖLBREYTT dagskrá verður í boði fyrir þá, sem taka þátt í fjöl- skylduhátíð Stykkishólmsbæjar helgina 8. til 10. júlí nk. Hátíðin verður með dönsku yfirbragði og segir Þórunn Inga Einarsdóttir framkvæmdastjóri hátíðarinnar að það sé til að minna á dönsk tengsl bæjarins. Fyrr á árum hafi verið þarna m.a. danskir kaupmenn og danskt apótek. Hugmyndin er að hennar sögn að gera þessa hátíð að árlegum viðburði. Komið verður upp 300 fermetra tjaldi, þar sem heimamenn munu selja ýmsan varning. Veitingahús verða með danskan matseðil og danskur bjór verður seldur á krán- um. Farið verður í ratleik og einn- ig gengið á Helgafell. I Norska húsinu verður opnuð myndlistarsýning, sýning verður á gömlum ljósmyndum frá Stykkis- hólmi, lifandi tónlist verður bæði á veitingahúsinu Knudsen og Hót- el Stykkishólmi, útidansleikur verður á Hólmkjörsplaninu bæði föstudags- og laugardagskvöld og á miðnætti laugardagsins verður varðeldur og flugeldasýning á Motorcross á Sandskeiði ÖNNUR umferð íslandsmótsins í motorcross fer fram sunnudaginn 10, júlí við Sandskeið kl. 14. í ár er fyrsta skipti keppt í B- flokki sem er ætlaður fyrir byijend- ur og er þátttaka í honum mjög góð. Reynir Jónsson sigraði í fyrstu umferðinni. íþróttavellinum. Er þá fátt eitt nefnt. Björgunarsveitin Berserkir mun taka á móti öllum, sem koma inn í bæinn. Þórunn Inga segir að all- ir muni leggjast á eitt við að gera þessa hátíð skemmtilega, ókeypis verði inn á svæðið og hátíðin sé opin öllum. Hátíð með dönsku ívafi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.