Morgunblaðið - 08.07.1994, Síða 6

Morgunblaðið - 08.07.1994, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐID FRÉTTIR Síðbúinn sauðburður í Arbæjarsafni ÆR BAR lambi í Árbæjarsafni á mánudaginn, en frekar óvenju- legt er að ær beri á þessum árs- tíma. Sauðburðurinn kom starfs- mönnum safnsins ánægjulega á óvart að sögn Erlu Hallsteins- dóttur, leiðsögumanns á Árbæj- arsafni. Hún sagði að þetta væri ekki eina ungviðið sem komið hefði í heiminn á safninu síðustu daga því að í gær hefðu fimm hænuungar skriðið úr eggjum. Þetta eru ungar af íslenskum stofni og þess vegna eru þeir marglitir. Auk hænsna og kinda eru á safninu kýr og þriggja vikna kálfur. Það hefur því fjölg- að verulega í búfjárstofni Árbæj- arsafns í bíðviðrinu undanfarna daga og ætti ungviðið að verða ungum gestum safnsins til skemmtunar og fróðleiks. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leiguflug, ísleifur Ottesen hfkærir verkfallsboðun FÍA til Félagsdóms Snýst um rétt stéttar félags til að boða aukafélaga í verkfall Fimm sóttu um stöðu landsbóka- varðar UMSÓKNARFRESTUR um stöðu landsbókavarðar skv. nýjum lögum rann út um mánaðamótin. Fimm sóttu um stöðuna. Nöfn þeirra munu fara til umsagnar stjórnar Landsbókasafns Íslands-Háskóla- bókasafns eins og safnið í Þjóðar- bókhlöðunni mun heita. Búið er að tilnefna fjóra einstaklinga í stjórn- ina en beðið er eftir því að Rann- sóknarráð íslands taki til starfa því það á að tilnefna fimmta einstakl- inginn að sögn Áma Gunnarssonar í menntamálaráðuneytinu. Fyrr er ekki hægt að afgreiða umsóknirnar. Þeir sem sóttu um stöðu lands- bókavarðar eru: Einar Sigurðsson háskólabókavörður, Guðrún Karls- dóttir deildarstjóri í Háskólabóka- safni, Hildur G. Eyþórsdóttir yfir- bókavörður í Landsbókasafni, Leó Ingason cand. mag. og Sigrún Klara Hannesdóttir prófessor. Forseti ís- lands mun síðan skipa landsbóka- vörð til sex ára eftir tillögu mennta- málaráðherra. Landsbókavörður skal skipaður úr hópi þeirra um- sækjenda, sem stjórn bókasafnsins telur hæfa. -----» ♦ ♦--- Kveikt á LEIGUFLUG, ísleifur Ottesen hf., hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi til ógildingar á verkfallsboðun Félags íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, hjá flugmönnum fyrirtækisins. Eru forsendur stefnunnar þær að atkvæða- greiðsla um verkfallið á félagsfundi 28. júní sl. hafi verið ólögmæt. Að sögn Tryggva Baldurssonar, formanns FÍA, tók vinnustöðvunin gildi á miðnætti í gær. Flugmenn félagsins voru í vinnu í gær en að sögn Tryggva hefur félagið ekki hafið verkfallsvörslu og er beðið er úrskurðar Félags- dóms sem væntanlegur er í dag. Að sögn ísleifs Ottesens, hjá Leiguflugi, ísleifi Ottesen hf., snýst málið um með hvaða hætti stéttar- félag geti sent starfsmenn í verkfall sem ekki eru fullgildir aðilar að fé- laginu. Flugmennirnir eru aukaaðil- ar að FÍA og bókuðu á fundinum að þeir vildu ekki fara í verkfall og væru ekki ósáttir við sinn at- vinnuveitenda. „Þetta snýst um grundvallarmannréttindi þeirra," segir ísleifur. Atkvæði greidd með handauppréttingu Stefnandi byggir kröfu sína um að verkfallsboðunin verði ógilt á því að samkvæmt lögum um stéttarfé- lög sé tekið fram að atkvæða- greiðsla um verkfallsboðun skuli vera leynileg. Atkvæðagreiðslan var gerð með handauppréttingu og segir Tryggvi Baldursson, formaður félagsins, að handaupprétting hafi tíðkast í flest- um stéttarfélögum í mörg ár og hingað til hafi enginn gert athuga- semd við slíkt. Einnig gerir stefnandinn athuga- semd við boðun félagsfundar og segir í stefnunni að ekki hafi verið staðið rétt að fundarboði á fundinn þar sem atkvæðagreiðsla um verk- fallið fór fram. ísleifur segir að hvort vinnu- stöðvunin hafi verið boðuð á rétt nafn félagsins, eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær, sé aukaatriði í málarökunum. Hafa ekki atkvæðisrétt Flugmennirnir fjórir og lausráðn- ir flugkennarar hjá fyrirtækinu eru með aukaaðild að FÍA. Tryggvi segir að það þýði að þeir hafi skert réttindi, sem felist í að þeir hafi ekki atkvæðisrétt á félagsfundum FÍA. Þeir hafi aftur á móti mál- frelsi og tillögurétt. Hann segir að kjarasamningur FÍA kveði á um tryggingar félags- manna, orlofsmál, uppsagnir og vinnutíma flugmanna, sem sé ná- tengdur öryggismálum. nyjum um- ferðarljósum LAUGARDAGINN 9. júli kl. 14 verður kveikt á nýjum umferðarljós- um á mótum Vesturlandsvegar og Víkurvegar sem liggur upp í Graf- arvog í Reykjavík. Umferð af Vík- urvegi verður umferðarstýrð, enn- fremur umferð af Vesturlandsvegi inn á Víkurveg (til austurs). Til að áminna ökumenn um hin nýju umferðarljós verða þau látin blikka gulu ljósi í nokkra daga áður en þau verða tekin í notkun. Héraðsdómur sýknar HIY-smitaðan mann af ákæru um að nauðga pilti Dómari gagnrýnir rannsókn málsins Rannsóknarlögreglan er harðlega gagnrýnd í sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfír eyðnismituðum manni sem sakaður var um að hafa nauðgað 14 ára pilti á síðasta ári. HERAÐSDOMUR Reykjavíkur sýknaði í gær 32 ára gamlan mann af ákæru um að hafa nauðgað tæp- lega 15 ára pilti í júli sl. sumar og að hafa með þvi stofnað lífi piltsins í augljósan háska þar sem ákærði vissi þá að hann var eyðnismitaður en án einkenna um sjúkdóminn. ítrekaðar rannsóknir á kærandan- um hafa leitt í ljós að hann hefur ekki smitast af eyðniveirunni. í nið- urstöðum dómsins er harðlega fundið að mörgum atriðum í rann- sókn málsins og segir dómari að RLR hafi látið undir höfuð leggjast að rannsaka jafnt atriði sem leiði til sýknu mannsins og sakfellingar. Sú vanræksla hafi aukið á vafa um sekt hans. Pilturinn lagði fram kæru 2. ágúst síðastliðinn og kærði mann- inn fyrir að hafa nauðgað sér á heimili hans. Atburðurinn hafi átt sér stað eftir samkvæmi á heimili mannsins, þar sem auk þeirra voru um tíma 7-8 manns, flestir sam- kynhneigðir, en pilturinn, kærand- inn, kvaðst vera tvíkynhneigður. Hann kvaðst hafa verið orðinn ölvaður og fengið að ieggja sig í rúmi húsráðandans og síðan vaknað í rökkvuðu herberginu við það að maður sem hann hafi þekkt sem húsráðandann var að hafa við hann samfarir. Þrír dagar liðu frá hinum meinta atburði þar til kæra var lögð fram. Við læknisskoðun fundust engin ummerki er þættu veita vís- bendingu um nauðgun. Húsráðandinn, sem er smitaður af HlV-veirunni en einkennalaus um eyðni, neitaði ávallt sakargift- um og öllum kynferðislegum af- skiptum af piltinum. I niðurstöðum dómsins segir að þrátt fyrir ónákvæmni í tímasetn- ingu og fremur óljósar Iýsingar á meintum atburðum sé framburður kærandans í aðalatriðum trúverð- ugur. Ákærði neitaði sakargiftum Vitnað er til framburðar sálfræð- ings, læknis og hjúkrunarfræðings um andlegt ástand piltsins og sagt að telja verði sannað að umrædda nótt hafi hann orðið fyrir þeirri reynslu að karlmaður reyndi að hafa við hann samfarir meðan hann svaf. Einnig er visað til framburðar læknis um að eins og pilturinn lýsti því hvemig hann lá í rúminu þegar hann vaknaði séu litlar líkur á að samræði hafi getað átt sér stað. Þá segir að ákærði hafí staðfast- lega neitað öllum kynferðislegum afskiptum af kæranda og sé fram- burður hans í fyllsta samræmi við framburð vitnis sem var í íbúðinni varðandi þá atburði sem báðir geti borið um. Ekki gæti misræmis í framburði ákærða og hann hafi ekki á sér ósannindablæ. Þótt kær- andinn sé viss um að ákærði hafi framið kynferðisbrot gegn sér þyki ýmis atriði í frásögn hans gefa til- efni til efasemda um að ákærði hafi verið að verki, m.a. gefi hegð- un piltsins í íbúðinni fyrst eftir hið ætlaða kynferðisbrot ekki tilefni að ætla að hann hafi þá verið viss í þeirri sök að húsráðandinn hefði framið kynferðisbrot gegn sér. í niðurstöðum Sigurðar Tómasar Magnússonar héraðsdómara er fundið að fjölmörgum göllum á rannsókn málsins. Vottur hafí ekki verið við yfirheyrslur yfir kæranda, upplýsingaskýrsla rannsóknarlög- reglumanns um trúnaðarupplýs- ingar sem hafi áhrif á framgang DNA-rannsóknar á sæðisblettum í nærbuxum vitnisins eigi ekki erindi í opinbert mál, ekki hafi verið gerð vettvangsrannsókn á íbúð ákærða og fólk sem hafí verið í samkvæm- inu hafi ekki verið yfirheyrt. Gallar á rannsókn auka vafa á sekt „í fyrirmælum [laga um meðferð opinberra mála] felst að það er ekki aðeins skylda rannsóknara að rannsaka þau atriði sem geta leitt til að grunaður maður verði sak- felldur heldur ber honum einnig að rannsaka þau atriði, sem skapað geta vafa um sekt hans,“ segir í dóminum og ennfremur að þótt þessum fyrirmælum hafi ekki verið fylgt nægjanlega vel í þessu máli séu annmarkarnir ekki slíkir að þeir leiði til frávísunar málsins en þeir veiki hins vegar sönnunarstöðu ákæruvaldsins í málinu. Varðandi DNA-rannsókn segir að nærbuxur þær sem pilturinn var í umrædda nótt og hann afhenti þegar hann lagði fram kæru hafi verið geymdar við stofuhita í þrjá mánuði hjá RLR áður en þær voru sendar til rannsóknar. Hefðu bux- urnar verið rannsakaðar strax sé ekki loku fyrir það skotið að í þeim hefðu fundist sæðisfrumur sem greina hefði mátt með tilliti til erfðaefnis sem hægt hefði verið að samkenna við ákærða eða aðra þá sem voru í samkvæminu. Lögreglu- maður hjá RLR, sem rannsakaði málið, hafí fyrir dómi borið fyrir sig að hann búi yfir trúnaðarupplýs- ingum sem hafi valdið því að hann sá ekki strax ástæðu til að rann- saka buxurnar. Þrátt fyrir áminn- ingu frá dómara um vitnaskyldu hafi lögreglumaðurinn staðið á því að neita að greina frá um hvaða trúnaðarupplýsingar sé að ræða. Það leiði til þess að dómari hafí ekki aðstöðu til að meta hvort og þá hvemig þessar upplýsingar skipti máli um sönnun í málinu. Þetta ásamt drætti á rannsókn á buxunum auki á vafa um sekt ákærða og þegar allt sé saman tek- ið þyki ákæruvaldið ekki hafa fært fullnægjandi sönnur á að ákærði sé sekur um þau brot sem honum höfðu verið gefin að sök. Maðurinn var því sýknaður af öll- um ákærum, kröfu piltsins um 1,5 milljónir króna í bætur var vísað frá og allan sakarkostnað, svo og máls- vamarlaun veijanda mannsins, Sig- urðar A. Þóroddssonar hdl., skal greiða úr ríkissjóði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.