Morgunblaðið - 08.07.1994, Page 11

Morgunblaðið - 08.07.1994, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 11 LANDIÐ Fjölbreytt skemmtun í Egilsstaðaskógi Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir MJÖG vinsælt er að fara í „salibunu“ með björgunarstól. Útidansleikur og fjölskylduskemmtun Breytt skipan land- pósta í Strandasýslu Egilsstöðum - Knattspymudeild Hattar stóð fyrir mikilli hátíð í Egilsstaðaskógi 2. og 3. júlí sl. Haldinn var útidansleikur aðfara- nótt sunnudags og lék hljómsveitin Austurland að Glettingi fyrir dansi. Um 130 unglingar mættu á dans- leikinn og skemmtu sér vel, fram eftir nóttu. Fjölskylduskemmtun var síðan haldin í skóginum á sunnudegi og var boðið uppá fjölbreytta dagskrá. Meðal atriða voru; Austurland að Glettingi, Spaugstofan, ýmsir leikir og þrautir, reiðtúrar og eitt það vinsælasta; að renna sér í björg- unarstól, en Björgunarsveitin Gró sá um það atriði. Um 250 manns komu í skóginn og tóku þátt í þess- ari dagskrá. Laugarhóli - Um mánaðamótin júní/júlí urðu breytingar á skipun landpósta um miðbik Strandasýslu í kjölfar þess að landpóstflutning- ur var boðinn út. Þar tók Valur Þórðarson á Hólmavík við land- póstferðum, allt frá Þambárvöllum í Bitrufírði, norður að Ásmundar- nesi í Bjamarfirði en hann átti besta tilboðið. Á þessu svæði höfðu áður verið þrír landpóstar; Bjöm H. Karlsson á Smáhömmm, frá Þambárvöllum til Hólmavíkur. Hjört- ur Þór Þórsson á Geirmundarstöð- um, frá Hólmavík um fyrrum Hróf- bergshrepp, að Bassastöðum. Sá þriðji var svo Jón Hörður Elíasson á Drangsnesi, sem flutti póstinn frá Hólmavík um Bjarnarfjörð og Sel- strönd á Drangsnes. Sparnaður í rekstri Þá var einnig bréfhirðingin í Odda í Bjarnarfirði lögð niður þann 30. júní. Áður hafði bréfhirð- ingin á Gjögri verið flutt að Kjör- vogi. Þá er einmitt þessa dagana verið að ganga frá því að fækka bréfhirðingum í Árneshreppi, sem er nyrsti hreppur sýslunnar, úr þrem í eina. Þann 6. til 7. júlí verður umdæmisstjórinn á ísafirði á ferð þar að ganga frá málum varðandi þetta. Talið er að bréf- hirðingamar á Finnbogastöðum og í Norðurfirði verði lagðar nið- ur, en bréfhirðingin í Kjörvogi, sem er rétt vestan Gjögurs, verði sú er áfram stendur. Með öllum þessum breytingum næst fram bæði sparnaður í rekstri og auk þess sem mikil hagræðing kemur fram við þetta og einföldun í rekstrarfyrirkomulagi. Þeir einu sem koma til með að missa spón úr aski sínum, em stimplasafnar- ar, sem nú missa nokkra lítið not- aða stimpla til að safna. Að minnsta kosti Bjamfirðingar, kvöddu landpóstinn sinn með sökn- uði, sem og langa og góða þjón- ustu Þórdísar Loftsdóttur á bréfa- hirðingunni í Odda, en buðu jafn- framt hinn nýja landpóst velkominn til starfa á föstudaginn var. Eldri borgarar af Vestfjörð- um komu við í Skálholti í ferð sinni síðasta sumar. Orlofsferð eldri borgara Tálknafirði - Hin árlega ferð eldri borgara á Vestfjörðum verður farin 20. ágúst nk. Flog- ið verður með Flugleiðum frá ísafirði og Patreksfirði til Reykjavíkur og haldið til Laug- arvatns þar sem dvalið verður dagana 20.-27. ágúst. Á meðan dvölinni á Laugar- vatni stendur verður m.a. farið á Njáluslóðir með leiðsögu- manni og Þingvellir heimsóttir. Fararstjórar verða sem fyrr Sigrún Gísladóttir, Flateyri og Helga Jónasdóttir, Tálknafirði. Helga og Sigrún taka við pönt- unum frá og með föstudeginum 8. júlí nk. milli kl. 19 og 20 á kvöldin. Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson Valur Þórðarson við bU sinn er hann kom í fyrstu póstferðinni að Laugarhóli. j HMI994USA t Alþjóðlegur styrktaraðili V K 0,SL ( K/f>Ptf - K/PPTl/ um/ (f/LO Þ£P(

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.