Morgunblaðið - 08.07.1994, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 13
VIÐSKIPTI
Japan
Stefnir í
met í sölu
á innflutt-
um bílum
Tókýó. Reuter.
SALA á innfluttum bílum í
Japan hefur aukist á þessu ári
og er talið líklegt að hún fari
yfir fyrra met, sem varð árið
1990, þegar 223.923 innfluttir
bílar seldust í Japan.
Neytendur hrífast af verð-
lækkunum og kynningum á
nýjum gerðum, sem sumar
hverjar eru hannaðar með til-
liti til smekks japanskra kaup-
enda. Sala á innfluttum bílum
á fyrra helmingi þessa árs jókst
um 40,3% miðað við sama tíma
í fyrra og fór í 137.966 bíla.
Sala á japönskum bílum sem
eru framleiddir erlendis, t.d. í
Bandaríkjunum, Spáni og Mex-
íkó, mun að öllum líkindum
verða um 22-23% af sölu á
innfluttum bílum í ár, sem er
tæplega 19% aukning frá því í
fyrra.
8% hagvöxtur
í S-Kóreu
Seoul. Reuter.
HAGVÖXTUR í Suður-Kóreu
var 8% á fyrra misseri þessa
árs og talið er, að hann verði
svipaður á öllu árinu. Er það
helsta viðfangsefni suður-kóre-
skra stjómvalda að koma í veg
fyrir of mikla þenslu í efna-
hagslífinu.
Chung Jai-suk, aðstoðarfor-
sætis- og efnahagsáætlanaráð-
herra, kveðst búast við, að
þremur meginmarkmiðum
verði náð: Að hagvöxturinn
verði 7,5-8%; að verðhækkanir
verði innan við 6% og greiðslu-
jöfnuðurinn verði í jafnvægi. Á
síðasta ári var hagvöxtur í
Suður-Kóreu 5,6%.
Hátt gengi á japanska jeninu
hefur bætt stöðu s-kóreskrar
framleiðslu á erlendum mörk-
uðum en hún á oft í beinni
samkeppni við þá japönsku.
Einkavæðing
Lufthansa
Berlín. Reuter.
ÞÝSKA flugfélagið Lufthansa
lagði í gær fram áætlanir um
einkavæðingu, í trausti þess
að hagnaður yrði af rekstri
félagsins á þessu ári og unnt
yrði að greiða arð í fyrsta
skipti í fimm ár.
Júrgen Weber, stjómarfor-
maður félagsins, sagði í Berlín
að á fyrra helmingi ársins
1992 hefði daglegt tap numið
um tveim milljónum marka,
„en á hveijum degi á fyrra
helmingi þessa árs höfum við
hagnast um hálfa milljón
marka.“
Weber sagði einnig að
einkavæðing á félaginu myndi
að öllum líkindum hefjast á
þessu ári. Þýska ríkið, sem á
rétt rúmlega helming í félag-
inu, kemur til með að eiga um
35% eftir að hlutafé verður
aukið í tveim skrefum.
Stjómarformaðurinn sagð-
ist vænta þess að á seinni hluta
þessa árs yrði jafnvel enn
meiri hagnaður af rekstrinum.
GUNNAR Guðmundsson verktaki tekur við stýranlega jarðborn-
um á vélasýningu í París fyrir skömmu. Til vinstri er Marinus
Lievese fulltrúi Vermeer verksmiðjunnar, Gunnar og Jóhann
Ólafur Ársælsson framkvæmdastjóri véladeildar Merkúr hf.
Loksins jarðbor
sem hægt er að stýra
MERKÚR hf. flutti nýlega til
landsins jarðbor fyrir ljósleiðara
og aðrar jarðlagnir sem hægt er
að stýra. í fréttatilkynningu frá
fyrirtækinu kemur fram að um er
að ræða fyrsta jarðbor af þessu
tagi sem fluttur er til landsins og
það er Gunnar Guðmundsson verk-
taki í Kópavogi sem er kaupand-
inn.
Um er að ræða Vermeer jarðbor
sem er hægt að stýra og getur
borstálið beygt framhjá jarðlögn-
um sem fyrir eru eða öðrum þeim
hlutum í jörðu niðri sem ekki á
að bora í. í fréttatilkynningunni
segir að þar með sé_ liðin tið að
það þurfi að bijóta upp stéttar,
bílaplön og grafa upp grasflatir
þegar verið er að leggja nýjar
lagnir eða endurnýja gamlar.
Fulltrúi frá Vermeer verksmiðj-
unni kom til landsins til að kenna
starfsmönnum Gunnars að nota
borinn sem þegar hefur verið pant-
aður í verkefni.
Hvort heldur þú œtlar aó tjalda\ í HúsafeUi jgangá> á Herðubreið, fara
á œttarmáp í Skagafirði eða /ara hringinn, ér allwf jafn nauðsynlegt
að fwfa viðlegubúnaðinn í lagiAí HAGKAUP—Skeifunni, Akureyri og
Njarovtkfinnur þúflestþað semþarf til að gera ferðalagið ánœgjulegt.t
Tjald Wm
tveggja manna
Verð kr. 3.995,-
Svefnpokar
frá kr. 2.995,
Gastjaldlukt
VerðkTTl495
Gáshella
verð kr. 4.395,
Vatnstankur
15 lítra
Verð kr. 399,
nuibá minnum við á giíœnt
postversbmar