Morgunblaðið - 08.07.1994, Side 15

Morgunblaðið - 08.07.1994, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 15 ERLENT Napólí skartar sínu fegursta fyrir heiminn Það þurfti fund leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims til að ýta við Napólíbúum, segir Sig- rún Davíðsdóttir, fréttaritari Morgunblaðs- ins, í Napólí. I tilefni fundarins, sem hefst í dag, hafa borgarbúar tekið rækilega til hendinni, svo borgin er næstum óþekkjanleg. HÁTÍÐARKVÖLDVERÐUR leiðtoganna verður haldinn í Castell Dell’ovo við Napólíhöfn. YFIRVÖLD í Napólí hafa lagt mikið á sig til að allt verði í sem bestu horfi er fundur leiðtoga sjö helsfu iðnríkja heims hefst í dag. Á nokkrum mánuðum hefur verið unnið starf, sem ekki hefur verið sinnt áratugum saman. Auk hins ytri aðbúnaður beinist athyglin að umræðuefnunum og þá ekki síst áttunda gestinum, Boris Jeltsín forseta Rússlands, sem tekur þátt í hinum pólitíska hluta fundarins. Napólí minnir á forna frægð sína Napólí er einhver fallegasta borg Evrópu og á sér langa og merka sögu, allt frá því hún var stofnuð af Grikkjum. En frá því eftir síðari heimsstyijöld hefur borgin verið lítt hirt og einnig ill- ræmd fyrir glæpastarfsemi á öll- um sviðum, allt frá vasaþjófum til eiturlyfja- og vopnasala. Ferðamenn hafa orðið illilega fyrir barðinu á óþjóðalýðnum, einkum Japanir, svo þarlendar ferðaskrifstofur hafa afskrifað borgina og hætt skipulegum ferð- um þangað. Þetta hefur þýtt gríð- arlegt tekjutap borgarbúa auk þess sem borgin fór mjög illa í jarðskjálftum 1980. Þótt stórfelld- um fjárhæðum væri þá varið til endurreisnar skiluðu þær sér betur í vasa glæpamanna en borgarbúa, svo eftirtekja þeirra varð rýr. Hinn nýi borgarstjóri Napólí, Antonio Bassolino, fulltrúi Lýð- ræðislega vinstri flokksins, sem áður var Kommúnistaflokkurinn, hefur tekið borgarstjórnina föstum tökum og nýtt sér leiðtogafundinn til hins ýtrasta. Með aðstoð 3.000 verkamanna undir stjórn 96 verkstjóra hafa bæði götur og byggingar tekið slíkum stakkaskiptum að borg- arbúar trúa ekki eigin augum. Umskiptin eru áugljós frá því kom- ið er á flugvöllinn eða aðaljárn- brautarstöðina. Götur hafa verið malbikaðar og blóm gróðursett. Bassolino leggur áherslu á að stakkaskiptin eigi að endast meira en tvo daga. Hann hefur því virkj- að skólakrakka og ungt fólk, sem hann lætur sýna borgarbúum minnismerki og sögufræga staði, sem hafa verið lokaðir áratugum saman, til að vekja stolt þeirra' yfir fegurð og sögu Napólí. Hálsbindi hönnuð Eins og er eru hverfin við höfn- ina í nágrenni fundarstaðarins að mestu lokuð af og lögregluþjónar um allt. í framtíðinni er einnig ætlunin að takmarka umferð bíla- og mótoijóla, sem er yfirþyrmandi og líklega hvergi meiri í Evrópu og þó víðar væri leitað. Fundurinn er stórmál í borginni. Tískuhönn- uðir hafa hannað hálsbindi, sæl- gætissalar selja Vesúvíus úr súkk- ulaði og pizzusalar baka G7-pizz- ur, en fundurinn er kenndur við hina sjö stóru. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og gest- gjafinn, ætlar að nota fundinn til að vekja athygli viðstaddra blaða- og fréttamanna á að Ítalía sé ann- að og meira en bara mafíuríki. Rússland - ekki forréttindi en jafnrétti Undanfarin þijú ár hefur Jeltsín forseti hitt leiðtogana sjö með betlistaf í hönd, en nú er hann í fyrsta skipti þátttakandi \ hluta fundarins til jafns við hina. I kvöld hittast leiðtogarnir við kvöldverð. Á morgun verða efnahagsmálin rædd, en á sunnudagsmorgun tek- ur Jeltsín þátt í hinum pólitísku umræðum. Jeltsín hefur lýst yfir ánægju með þennan áfanga og bent á að mörg vandamál, sem rædd verða fyrri daginn, séu ill- leysanleg án þátttöku Rússlands, t.d. kjarnorkuöryggismál, skipu- lögð glæpastarfsemi og peninga- þvottur samfara henni, auk skuldasöfnunar þriðja heimsins, þar sem Rússland á útistandandi lán upp á 140 milljarða banda- ríkjadala. Jeltsín segir einnig nauðsynlegt að afnema ýmsar efnahags- og viðskiptahindranir, t.d. í Banda- ríkjunum, sem enn eru við lýði frá tímum kalda stríðsins. Fyrr sé ekki hægt að koma á eðlilegum viðskiptum. Rússland biðji ekki um forréttindi, heldur jafnrétti á borð við hinar þjóðirnar. Þetta sé mikil- vægt skref til að opna rússneska markaði, eins og vilji sé til og um leið að auka stöðugleika í heimin- um. Fundurinn í Napólí geti mark- að stórt skref í þá átt. Helmut Kohl kanslari Þýskalands, sem er fulltrúi lands síns á fundinum, hefur lýst yfir áhuga á að styðja viðleitni Rússa nú sem áður og einnig vill Berluseoni beita sér fyrir því sama. Auk stuðnings við Rússland og kjarnorkuöryggismál verður sam- band Evrópu og Bandaríkjanna til umræðu og þá einnig staða dollar- ans, baráttan við atvinnuleysi, al- mennt ástand efnahagsmála og svo mál eins og ástandið í Bosníu og Rúanda. Fundinum átti að Ijúka á sunnudag með hádegisverði, en þar sem Kohl þarf að fara fyrr var honum afiýst. HYynoni til framtídar Verð frá 1.290.000 kr. á götuna! SCOUPE TÚRBÓ ...og gamanið hefstfyrir alvöru Hyundai Scoupe er hannaður fyrir þá sem hafa yndi af akstri og þora að vekja athygli. Útlitið er ferskt og sportlegt og þýður akstur bílsins í samræmi við mjúkar bogadregnar línur hans. Láttu drauminn rætast - fáðu þér fallegan sportbíl og njóttu þess að vera úti að aka. • Álfelgur • Vindskeið með bremsuljósum • Útvarp, geislaspilari og 4 hátalarar • Leðurklætt stýri • 1500 cc • lléhestöfl lUMÍr 40 ÁRMÚLA 13 • SÍMI; 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.