Morgunblaðið - 08.07.1994, Síða 16

Morgunblaðið - 08.07.1994, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Borgarkringlan Fjölþióðleg list í bíla- geymslunni MYNDLISTARSÝNING í botn- hluta bílageymslunnar undir Borgarkringlunni opnar á morg- un laugardag kl. 14. Hér er á ferðinni samstarfshópur ungra ^^^^^^^istamanna ^ frá landi. Framkvæmd verkefnisins er í höndum listamannanna sjálfra sem njóta stuðnings nokkurra fyrirtækja á Stór-Reykjavíkur- svæðinu, auk þess sem sendiráð Svíþjóðar og Þýskalands styrkja verkefnið. Sýningarsvæðið er tæpir 4000 fermetrar og fjöldi iistamanna á fjórða tug. Viðfangsefni og að- gerðir eru af ólíkum toga. Þar verða málverk, skúlptúrar, lág- myndir, veggmyndir, ljósmyndir, kvikmyndir, töívumyndir, video, ísetningar, póst-list, ljóð og hljóð og svo nokkrar uppákomur á opnunardegi milli kl. 14.30 og 15.30. Kristmundur í Þrastarlundi KRISTMUNDUR Þ. Gíslason list- málari opnaði 4. júlí sl. sýningu á 15 smámyndum í Þrastarlundi í Grímsnesi. Kristmundur sýnir þar verk unnin með olíulitum og eru þau flest unnin á þessu ári. Sýningin verður opin á opnun- artíma veitingaskálans til 17. júlí. Að sýningunni lokinni mun hann síðan heimsækja nokkur Eddu- hótel norðan- og vestanlands og halda þar sýningar í félagi við konu sína, myndlistarkonuna Kittu Pálmadóttur Malmquist. Bjarni Þór með sýningu. Bjarni Þór sýn- ir í Gallerí Góðverk BJARNI Þór opnar sýningu í Gallerí Góðverk, Skólabraut 2-4 Akranesi, dagana 9. júlí - 22. júlí. Á sýningunni verða 30 vatns- litamyndir. Bjarni lauk námi frá Mynd- lista- og handíðaskólanum ’78. Hann hefur haldið nokkrar einka- sýningar áður og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Verk Signrðar Kristjánssonar í Gallerí Greip í GALLERÍ Greip opnar sýning á verkum Sigurðar Kristjánsson- ar á morgun laugardag. Sigurður er fæddur árið 1897 og mun hann vera elsti núlifandi mynd- listarmaður íslands. Árið 1918 fór Sigurður til Kaupmannahafnar í myndlist- amám. í kjölfar þess bjó hann og starfaði í Danmörku og Sví- þjóð í 7 ár. Fyrsta einkasýning Sigurðar var í Þjóðminjasafninu 1961, en síðan hefur hann sýnt víða um landið og í Danmörku. Myndimar á sýningunni eru allar úr einkasafni. Jafnframt verða nokkur verk eftir Kristján Fr. Guðmundsson listaverkasala á sýninguni. Sýningunni lýkur miðvikudag- inn 28. júlí og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Hermína Dóra sýnir „Hjá þeim“ HERMÍNA Dóra Ólafsdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu í sýning- arsalnum „Hjá þeim“, Skólavörðu- stíg 6b, á morgun, laugardag, kl. 14. Hermína sýnir myndir unnar með blandaðri tækni, flestar á þessu ári. Hún lauk námi frá málunardeild Myndlista- og handíðaskóia íslands 1992 og hefur áður sýnt á skólasýn- ingum og veitingahúsum. Sýningin er opin frá kl. 12-18 virka daga og kl. 10-14 laugardaga. Sýningunni lýkur 30. júlí. HERMÍNA Dóra við eitt verka sinna. Segðu það með myndbandi KVIKMYNPIR Bíóborgin BLÁKALDUR VERULEIKI „REALITY BITES“ ★ ★ Leikstjóri: Ben Stiller. Framleiðend- ur: Danny DeVito og Michael Sham- berg. Aðalhlutverk: Winona Ryder, Ethan Hawke, Ben Stiller og Swoosie Kurtz. UNGA kynslóðin í Bandaríkjunum er sögð í sérstakri tilvistarkreppu því hún hefur ekkert til að lifa og beij- ast fyrir, hefur engin einkenni og er því kölluð X - kynslóðin og þótt hún hefði markmið og einkenni mundi hún ekki nenna að velta þeim fyrir sér heldur miklu frekar hringja í Dómínóspítsur og panta eina 18 tommu. Mynd Ben Stillers, Blákaldur veruleiki, reynir að kafa í pítsakyn- slóðina og komast að því hvaðan hún er sprottin og hvað hún er að hugsa og tilraun hans, Blákaldur veruleiki, er góðra gjalda verð en einhvernveg- inn alltaf mjög meðvituð um meint ágæti sitt og þótt ýmislegt frumlegt sé að finna í persónugerðinni reiðir hún sig á endanum á gömlu góðu ástarsöguna, sem maður hefur séð fyrir endann á jafnvel áður en hún byijar. Atriði úr myndinni Bláköldum veruleika. Leikstjórinn Stiller, sem einnig fer með hlutverk klisjukennds uppatet- urs í myndinni, er umhugað um að ná athygli pítsakynslóðarinnar og þess vegna er áhorfandinn kominn inn í tónlistarmyndband áður en hann veit af. Nokkrum er plantað hér og hvar um myndina því Stiller þykir best að segja það með tónlistarmynd- bandi sem honum fínnst skipta máli. Einnig spila myndbandsupptökur stóra rullu í frásöguhættinum því ein persónan er að gera heimildarmynd um félaga sína og líklega kynslóðina alla, eins frumlegt og það nú er. Svo myndin er sífelldum breytingum háð í frásögninni og þrátt fyrir einlægan leik kemur það út eins og heilmiklir stælar í Stiller. Winona Ryder er ein í fjögurra vina hópi sem myndin fylgist með eftir háskólanám. Fjölskylda hennar er skrípamynd - engin fjölskylda þessara vina virðist eðlileg - vinnan er ömurleg og ástamálin í hnút. Win- ona getur leikið og það fleytir henni og myndinni mjög áfram en öðru máli gegnir um Ethan Hawke. Hann leikur fluggreindan vin hennar sem á í mestu tilvistarkreppunni og þú veist það af því hann er sóðalegur í útliti alveg upp í vandlega klístrað hárið; það er eins og hann hafí greitt sér með einhveiju úr baðherbergi Mickey Rourké. Hawke er svo góður með sig og útreiknanlegur að hann er óþolandi í hvert skipti sem hann birtist. Aðrar persónur í vinahópnum skipta minna máli en eru mun skemmtilegri. Það eru ágætir punktar í mynd- inni ef maður lítur framhjá innan- tómu stælunum í frásagnaraðferð- inni og mörg samtölin eru fyndin og virka vel. Þetta fólk skilur ekki af hveiju lífið getur ekki verið eins og einn af þessum fjölskylduþáttum sjónvarpsins þar sem vandamálið er alltaf leyst áður en þátturinn endar. í lífinu endar þátturinn aldrei. Það er blákaldur veruleiki pítsakynslóð- arinnar. Arnaldur Indriðason Nýtt útbob spariskírteina ríkissjóbs fer fram í dag, föstudaginn 8. júlí kostur á aö gera tilboð í spariskír- teinin samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu. Lágmarkstilboö er kr. 5.000.000 að nafnverði. Aörir sem óska eftir að gera tilboð í spariskírteinin era hvattir til að hafa samband við framangreinda aðila, sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Öll tilboð í spariskírteinin þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 í dag, föstudaginn 8. júlí. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar era veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 40 70. í dag kl. 14:00 fer fram nýtt útboð á. spariskírteinum ríkissjóðs. Um er að ræöa hefðbundin, verðtryggð spariskírteini í eftirfarandi flokkum: Þessir flokkar verða skráðir á Verðbréfa- þingi íslands og verður Seðlabanki Islands viðskiptavaki þeina. Spariskírteinin verða seld með tilboðs- fyrirkomulagi. Löggiltum verðbréfa- fýrirtækjum, verðbréfamiðluram, bönkum og sparisjóðum gefst einum LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 40 70. Morgunblaðið/Golli DR. PAOLO, dr. Antonio og Jón Karlsson útgefandi. Fyrsta íslensk-ítalska orðabókín komin út ÚT ER komin hjá Iðunni íslensk- ítölsk orðabók eftir dr. Paolo Maria Turchi. í bókinni eru um þijátíu þúsund uppflettiorð og annað eins af orðasamböndum. Þar er einnig að fmna yfir eitt hundrað þúsund notkunardæmi. Gerð bókarinnar tók í heild um fjögur ár en þar af tók það dr. Paolo þrjú ár að vinna handritið frá grunni. Þessi orðabók er sú fyrsta sinnar tegundar. Höf- undur hennar er nú hálfnaður við gerð nýrrar orðabókar, ítalsk- íslenskrar. í viðauka bókarinnar er ítalskt málfræðiágrip, en slíkt hefur ekki verið gefið út hér á landi síðan á fimmta áratugnum, að sögn Jóns Karlssonar útgefanda hjá Iðunni. Höfundurinn afhenti ítalska sendiherranum á íslandi fyrsta ein- tak orðabókarinnar. Við það tilefni sagði hann að við gerð bókarinnar hefði hann haft það að leiðarljósi að orðaforði hennar spannaði sem flest svið. Hann hefði lagt áherslu á daglegt nútímamál en jafnframt haft í huga að lesendur bókmennta og eldri texta fyndu þau orð, sem líklegt er að þeir rækjust á. Þá væru einnig tekin með orð úr fjöl- miðlum og talmáli. Dr. Paolo Maria Turchi lauk doktorsprófí í klassískum málum við háskólann í Macerata á Ítalíu 1988, þá 23 ára gamall. Hann hóf síðan nám í íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla íslands. Hann er íslenskur ríkisborgari. Bókin kostar 6.800 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.