Morgunblaðið - 08.07.1994, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 17
LISTIR
Þriðjudagstónleikar í Sigmjónssafni
Hugleiðingar um
tilveru manna
og ástarsöngvar
Á SÖNGTÓNLEIKUM í Listasafni Sigurjóns næstkomandi þriðjudag
fara þær Hólmfríður Benediktsdóttir sópran og Helga Bryndís Magnús-
dóttir píanóleikari úr kímni Steins Steinarrs og þönkum hans um lífið
og tilveruna í hugleiðingar írskra einsetumanna á miðöldum. Ástkona
Goethes orti ljóðin sem Hólmfríður syngur síðan og sænsk ljóðskáld
eiga lokaorðin um ást og trega.
Helga Bryndís Hólmfríður
Magnúsdóttir Benediktsdóttir
Hólmfríður lauk burt-
fararprófi frá Tónlistar-
skóla Kópavogs 1980 en
þar kenndu henni Elísabet
Erlingsdóttir og Guðrún
A. Kristinsdóttir. Fram-
haldsmenntun sótti hún
svo vestur um haf í Blo-
omingtonháskóla og lauk
þaðan prófi 1990. Kenn-
arar hennar jdra voru Roy
Samuelsen og Klara
Barlow. Hólmfríður kenn-
ir nú við Tónlistarskólann
á Akureyri og Borgarhóls-
skóla á Húsavík auk þess
sem hún stjómar barna-
kór Akureyrarkirkju.
Helga Bryndís lærði
píanóleik hjá Jónasi Ingimundarsyni
við Tónlistarskólann í Reykjavík og
stundaði framhaldsnám við tónlist-
arháskólann í Vín og Sibelíusar-aka-
demíuna í Helsinki. Hún hefur haldið
ijölda tónleika ein og með öðrum,
er félagi í Caput-hópnum og kennir
nú við Tónlistarskólann á Akureyri.
Þar hófst fyrir tveim sumrum sam-
starf þeirra Hólfríðar.
„Vort líf, vort líf, Jón Pálsson"
orti Steinn Steinarr og Jórunn Viðar
samdi lag sem nokkuð hefur verið
deilt um. Hólmfríður syngur þetta
lag á tónleikunum og sömuleiðis
annað eftir sömu höfunda sem heyr-
ist mun sjaldnar. Það heitir „Hvítur
hestur" og eflaust kannast ýmsir við
ljóðið þótt það það sé ekki eins þekkt
og „Bam“ og „Það vex eitt blóm
fyrir vestan“. Guðrún J. Þorsteins-
dóttir píanóleikari samdi lögin við tvö
síðarnefndu ljóðin.
Lagaflokkurinn Hermit Songs eða
söngvar einsetumanns var frumflutt-
ur í Bandaríkjunum 1953 af höfund-
inum Samuel Barber og Leontyne
Price. Ljóðin em talin ort af írskum
munkum milli 8. og 13. aldar, en
Hólmfríði finnst ýmislegt benda til
að einhver þeirra séu eftir nunnur.
„Suleika ljóðin" eftir Franz Schu-
bert eru hárómantísk við ljóð eftir
Marianne von Willemer. Hún er eink-
um þekkt af sambandi sínu við Goet-
he og lengi vel var ljóðaflokkurinn
„Aus dem westöstlichen Divan“, sem
þessi erindi eru úr, talinn eftir hann.
Eftirvænting og söknuður elskenda
eru hér yrkisefni en síðar kveður við
tregafyllri tón. Jean Sibelius samdi
lög við ljóð nokkurra sænskra skálda
um þrá þess sem elskar án þess að
ástin sé endurgoldin. Á þeim nótum
lýkur tónleikum Hólmfríðar og Helgu
Bryndísar í safninu á Laugarnesi.
Fjórir listamenn
á Hulduhólum
ANNA Eyjólfsdóttir, Björn Birnir,
Helga Magnúsdóttir og Steinunn
Marteinsdóttir sýna saman á ár-
vissri sumarsýningu á Hulduhólum
í Mosfellsbæ sem opnuð verður á
morgun, laugardag, klukkan 14.
Anna sýnir skúlptúrverk unnin í
lopa og verk þar sem viðfangsefn-
VASI eftir Steinunni Marteinsdóttur.
ið er upplifun hennar á æskunni.
Hún tók seinast þátt í samsýningu
í Seltjarnarneskirkju árið 1990.
Björn sýnir málverk, einkum af
söndunum á Suðurlandi og um-
hverfi þeirra. Hann hélst síðast
einkasýningu í FÍM salnum árið
1992. Helga sýnir einnig málverk.
Hennar helsta við-
fangsefni er ljósið,
íslensk birta eða
hið huglæga ljós
eins og hún orðar
það sjálf. Hún
sýndi fyrr á þessu
ári í AKÓGES-
húsinu í Vest-
mannaeyjum.
Steinunn sýnir
keramikverk, lág-
myndir úr leir, en
einnig skálar og
ný form í vösum.
Einn þeirra er
sýndur hér til hlið-
ar.
Sumarsýningin
á Hulduhólum
stendur í sex vik-
ur. Henni lýkur
21. ágúst og opið
er frá klukkan tvö
til sex síðdegis
alla daga vikunn-
ar nema mánu-
daga.
An sessu
Norðurtanga 3
Akureyri
Skeifunni 13
Reykjavík
Auðbrekku 3
Kópavogi
Reykjarvíkurvegi
Hafnarfirði