Morgunblaðið - 08.07.1994, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
ANN Wallström fíðluleikari og Ulf Söderberg orgelleikari leika
á Sumartónleikum í Skálholtskirkju um helgina.
Hús Guðs og
helgur söngur
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
MEGAS á Drög að upprisu-tónleikunum í MH.
ANN Wallström fíðluleikari, Ulf
Söderberg orgelleikari og Anna
Magnúsdóttir semballeikari leika
ásamt Bachsveitinni á Sumartón-
leikum í Skálholti um helgina.
Ann Wallström útskrifaðist frá
Kungliga Musikhögskolan í Stokk-
hólmi og hefur mikið fengist við
einleik og kammertónlist síðan. Auk
þess að spila á nútímafíðlu spilar
Ann á fyrri tíma hljóðfæri. Hún
hefur mikið starfað sem konsert-
meistari, leiðari og leiðbeinandi.
Hún hefur verið konsertmeistari
Bachsveitarinnar í Skálholti frá
upphafi eða frá árinu 1986. Einnig
hefur hún kennt flutning barokk-
tónlistar. Frá árinu 1993 hefur Ann
starfað við dómkirkjuna í Linköping
þar sem hún er leiðari kammer-
hljómsveitar og ábyrgðarmaður alls
tónlistarflutnings.
Orgelleikari 15 ára
Ulf Söderberg orgel- og sembal-
leikari útskrifaðist frá Kungliga
Musikhögskolan í Stokkhólmi að-
eins 15 ára gamall og varð þar með
yngsti orgelleikari Svíþjóðar. Ulf
fékk styrk frá Musikaliska Aka-
demien og gat því stundað frekari
nám í tónlist fyrri tíma við Schola
Cantorum í Basel og Tónlistarhá-
skólann í Stuttgart. Hann vinnur
nú að doktorsritgerð við háskólann
í Gautaborg og fjallar hún aðallega
um túlkun barokktónlistar. Ulf hef-
ur haldið marga tónleika bæði sem
stjórnandi, organisti og semballeik-
ari. Hann hefur starfað mikið við
kórstjóm og hefur hlotið lof fyrir.
Anna Magnúsdóttir hóf nám í
píanóleik hjá Gísla Magnússyni en
útskrifaðist úr tónmenntakennara-
deild Tónlistarskólans í Reykjavík
vorið 1978. Sjö árum síðar hlaut
hún doktorsgráðu í tónlistaruppeldi
frá háskólanum í Illinois í Banda-
ríkjunum. Anna stundaði nám í
semballeik jafnhliða doktorsnám-
inu. Hún lauk einleikaraprófí frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík vor-
ið 1990 en kennari hennar var
Helga Ingólfsdóttir. Anna hefur
komið fram sem einleikari og tekið
þátt í flutningi kammertónlistar.
Hún kennir við Tónlistarskólann í
Reykjavík og semballeik við Tónlist-
arskóla Garðabæjar.
Onnur tónleikahelgi
Sr. Guðmundur Óli Ólafsson opn-
ar þessa tónleikahelgi með erindi,
sem nefnist Hús Guðs og helgur
söngur, klukkan 14.00 á laugardag-
inn í Skálholtsskóla. Á fyrri tónleik-
um laugardagsins klukkan 15.00
munu Ann Wallström og Ulf Söder-
berg flytja ítölsk verk frá 17. öld
fyrir fiðlu og orgel. Klukkan 17.00
leikur Bachsveitin í Skálholti ásamt
Önnu Magnúsdóttur semballeikara
og Ulf Söderberg orgelkonsert
ewftir G.F. Hándel, pars III og VI
úr Mensa Sonora fyrir fjóra strengi
og fylgirödd eftir H.I.F. Biber, sem-
balkonsert og hljómsveitarsvítu eft-
ir J.S. Bach. Á sunnudag klukkan
15.00 verður síðari efnisskrá
laugardagsins endurflutt en í messu
klukkan 17.00 flytja Ann Wallström
og Ulf Söderbverg samleiksverk.
Boðið verður upp á bamapössun
á staðnum og hægt er að kaupa
veitingar í Skálholtsskóla. Aðgang-
ur er ókeypis.
Drög
að upp-
risu
TÖNLIST
T ó n I c i k a p I a I a
DRÖG AÐ UPPRISU
Drög að upprisu, tónleikar Megasar
og Nýdanskrar í hátíðarsal Mennta-
skólans við Hamrahlið. Flytjendur
Magnús Þór Jónsson, Björn Jörundur
Friðbjömsson, Daníel Agúst Har-
aldsson, Stefán Hjörleifsson, Ólafur
Hókn Einarsson, Guðlaugur Kristinn
Óttarsson, Kristbjörg K. Sólmunds-
dóttir og Margrét Sigurðardóttir.
Japís gefur út 77,36 mín. 1.990 kr.
TÓNLEIKAR Megasar og
Sjálfsmorðssveitarinnar í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð og gefnir
voru út á plötu undir heitinu Drög
að sjálfsmorði, eru mörgum Meg-
asaraðdáendum í fersku minni
fimmtán árum eftir tónleikana. í
tilefni þeirra voru haldnir tónleikar
á sama stað seint á síðasta ári
undir heitinu Drög að upprisu og
gefnir voru út fyrir skemmstu.
Ekki verður hér fárast yfir heiti
tónleikanna síðasta haust þó þeir
gæfu í skyn að Megas væri að
„snúa aftur“, en þeir sem á annað
borð fylgjast með vita að hann
hefur starfað af fullum þrótti síð-
ustu ár og vonandi ekkert lát á.
Á tónleikunum fengu áheyrendur
reyndar að heyra sitthvað nýmeti
sem ekki er á plötunni, en ekki
er ástæða til að sýta það, því
mörg laganna eru í-all nýstárlegri
útgáfu og skemmtilegri.
Tónleikamir hófust á að leikinn
var kór úr óratóriunni Jósúa eftir
Handel; bráðsnjöll hugmynd í tón-
leikasamhengi, en ekki eins snjöll
þegar verið er að hlusta á diskinn
í tíunda sinn. Að því töldu má
segja að hvergi sé snöggan blett
að finna á disknum, sem er tví-
mælalaust besta útgáfa ársins,
a.m.k. hingað til. Lagalisti er nán-
ast safn helstu laga Megasar
gegnum tíðina, þó flestir geti talið
upp einhver uppáhaldslög sem
þeim finnst vanta því af nógu er
að taka.
Aðeins smekksatriði, fyrsta lag
disksins á eftir Handelkórnum,
gefur tóninn fyrir það sem á eftir
kemur, því þar ná Nýdanskir og
Megas undraverðri samstillingu
og næsta lag á eftir, sagan af silfri
Egils, sem þótti ægileg goðgá í
upphafi áttunda áratugarins, er
lítt síðra. Þannig fæst við hveija
hlustun ný innsýn í lögin, sem
menn hafa þó heyrt ótal sinnum
áður; því útsetningamar gæða þau
nýju lífi, án þess þó að þau glati
ættarsvipnum. Gaman er og að
heyra hvemig Megas breytir á
stundum textum laganna, til að
mynda í Þóttú gleymir guði.
Hápunktur tónleikanna er lík-
lega Litlir sætir strákar, geysilega
skemmtilega flutt, en til greina í
þann sess koma líka Ef þú smælar
framan í heiminn í skemmtilega
gamaldags útsetningu, Aðeins
smekksatriði og Orfeus og Evri-
dís. Krókódílamaðurinn er aftur á
móti full fágaður, í það minnsta
fyrir þá sem þekkja upprunalega
ómstríða útgáfu, og er á köflum
nánast skopstæling. Ógetið er
lagsins Horfðu til himins eftir þá
Nýdanska, sem er frábærlega flutt
og sérdeilis skemmtilegt innlegg í
frábæran og eigulegan disk.
Árni Matthíasson
Gítarhátíð á Akureyri
Opið námskeið ogtónleikar 12. til 16. júlí
Akureyri - Þriðja gítarhátíðin með
tónleikum og opnu námskeiði fyrir
langt komna nemendur og atvinnu-
menn í gítarleik verður haldin á
Akureyri dagana 12.-16. júlí. Að
þessu sinni er kennari á hátíðinni
einn af fremstu og eftirsóttustu
gítarkennurum i heimi, Oscar
Ghiglia, sem meðal annars hefur
á ferli sínum verið aðstoðarkennari
gítarsnillingsins André Segovia.
Ghiglia er, auk þess að vera í röð
fremstu kennara, mikill gítarleik-
ari og hefur haldið tónleika víða
um heim og gefið út hljómplötur
með leik sínum. Liður í Gítarhátíð
á Akureyri eru tónleikar, sem
haldnir verða alla námskeiðsdag-
ana. Oscar Ghiglia leikur á fyrstu
tónleikunum en dagskráin í tón-
leikaröðinni spannar allt frá klas-
sík þekktustu gítarmeistara og
yfir í blústónlist okkar daga.
Gítarhátíð á Akureyri er haldin
undir stjórn og að frumkvæði Am-
ar Viðars Erlendssonar, forstöðu-
manns gítardeildar Tónlistarskól-
ans á Akureyri. Að sögn hans hef-
ur hátíðin þróast á mjög vænlegan
veg og dagskráin verið með hveiju
ári vandaðri og eftirsóknarverðari.
Á fyrstu tveimur hátíðunum var
kennari Amaldur Amarson, sem
starfar í Barcelona á Spáni. Að
þessu sinni segist Öm hafa verið
afar heppinn að ná sambandi við
meistarann ítalska, Oscar Ghiglia,
sem af einhveijum ólýsanlegum
sökum hafi átt lausar stundir í
vikutíma einmitt á þeim tíma sem
gítarhátíð er að vanda haldin. Það
sé hátíðinni og íslenskum gítarlei-
kurum og unnendum gítartónlistar
geysilegur fengur að fá Ghiglia
hingað.
Einkaframtak stutt af
einstaklingum og fyrirtækjum
Örn Viðar er upphafsmaður og
stjómandi Gítarhátíðar á Akur-
eyri. Hann segir að kostnaður við
að halda svo viðamikla gítarhátíð
sem þessa sé mikill og ekki væri
mögulegt að halda úti þessu starfi
ef ekki kæmi til verulegur fjár-
hagslegur stuðningur foreldra og
aðstandenda núverandi og fyrrver-
andi nemenda gítardeildar tónlist-
arskólans, margra áhugamanna
um gítartónlist, fjölmargra fyrir-
tækja að ógíeymdum stærstu
styrktaraðilunum, menningar-
málanefnd Akureyrarbæjar og
Tónlistarskólanum á Akureyri.
Öm Viðar telur að íslandsferð
Ghiglia verði mikil tímamót og
upplifun fyrir þá sem sækja Gítar-
hátíð á Akureyri að þessu sinni,
hann flytji með sér ferska strauma
og fjölmargar nýjungar, bæði í
kennslu sinni og tónleikahaldi.
Fyrst klassík
- svo blús
Á Gítarhátíð á Akureyri verða
tónleikar öll kvöld. Á fyrstu tón-
leikunum í Akureyrarkirkju 12.
júlí kl. 20.30 leikur Oscar Ghiglia
fjölbreytt verk, allt frá meisturun-
um Bach og Scarlatti til tónskálda
þessarar aldar á borð við Darius
Milhaud.
Daginn eftir, 13. júlí, verða tón-
leikar á sama stað og sama tíma
og þar leika Einar Kristján Einars-
son gítarleiakri og Martial Narde-
au flautuleikari verk meðal annars
eftir Giuliani, Villa-Lobos, Piazolla
og Lárus Grímsson.
Á tónlefikunum í Akureyrar-
kirkju að kvöldi 14. júlí leikur Arn-
aldur Arnarson og er dagskráin
að meginhluta með verkum eftir
Fernando Sor.
Nemendatónleikar verða í Deigl-
unni 15. júlí kl. 18. Þar leika nem-
endur á opnu námskeiði gítarhátíð-
ar verk sem þeir hafa unnið að þar
undir leiðsögn Oscars Ghiglia.
Lokatónleikar Gítarhátíðar á
Akureyri verða í Deiglunni 16. júlí
klukkan 20. Þar kveður við annan
tón en dagana á undan. Þá kemur
fram Kristján Kristjánsson, KK,
sem jafnan leikur með hljómsveit
sinni, KK bandi, en leikur hér ásamt
öðrum blússnillingi íslenskum, Guð-
mundi Péturssyni, sem helst hefur
leikið hérlendis og erlendis I Vinum
Dóra og Tregasveitinni. Guðmund-
ur leggur auk þess stund á klassísk-
an gítarleik og er einn nemenda á
Gítarhátíð á Akureyri. Þeir félagar
munu leika sígilda blústónlist auk
verka eftir KK.
Nám og skemmtun
Öm Viðar segir að nemendur á
opna námskeiðinu, sem fram fer í
Tónlistarskólanum á Akureyri,
verði á bilinu 10-15, en fleiri geti
þeir ekki verið. Þetta sé áhugasam-
ur hópur, mest langt komnir nem-
endur, en helst sakni hann þátt-
töku starfandi gítarleikara og
-kennara, sem þarna ættu fullt
erindi. Auk þess verði áheyrnar-
nemendur allmargir, en þeim Q'ölgi
með ári hverju. Tónleikadagskráin
hafi aldrei verið eins fjölbreytt og
nú og það sé von hans að bæði
Norðlendingar og ferðamenn fjöl-
menni á tónleikana og njóti sér-
stæðrar listar framúrskarandi
listamanna.