Morgunblaðið - 08.07.1994, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 19
______AÐSENPAR GREIIMAR_
Ríkissj óðshallinn
ALLIR vita að
launþegi sem fær 100
þúsund krónur út-
borgað á mánuði en
eyðir á sama tíma 110
þúsund krónum lendir
fyrr eða síðar vand-
ræðum. Launþegi í
slíkri aðstöðu hefur
aðeins um þrennt að
velja, þ.e. afla meiri
tekna, draga úr neysl-
unni eða að slá lán.
Það síðastnefnda felur
í sér mesta áhættu þar
sem hann treystir á
ókomnar tekjur til
Björgvin Sighvatsson
Hallarekstur ríkis-
sjóðs í samanburði við
útgjöld til ýmissa
málaflokka ætti að
gefa vísbendingu um
hversu mikið ríkið
eyðir um efni fram. Á
árinu 1992 voru út-
gjöld ríkis til mennta-
mála í landinu rétt
rúmlega 16 milljarðar.
Útgjöld vegna rekst-
urs sjúkrahúsa og
sjúkrastofnanna voru
á sama tíma einnig um
16 milljarðar króna. í
málefnum sem heyrðu
þess að standa undir
núverandi eyðslu.
Ríkissjóður hefur undanfarin ár
verið í sömu sporum þar sem tekj-
ur hans hafa ekki dugað fyrir öll-
um útgjöldum. Samkvæmt fjárlög-
um stefnir hallinn í 10 milljarða
króna á þessu fjárlagaári og að
öllu óbreyttu mun hann tvöfaldast
á næstu fjórum árum. Ríkissjóður
hefur sömu valmöguleika og laun-
þeginn hér að framan til þess að
draga úr hallanum. Hingað til
hefur ríkissjóður valið þá leið að
fjármagna hallarekstur sinn með
lántökum innanlands og erlendis
og ganga jafnframt á framtíðar-
tekjur þjóðarinnar með ofveiði í
helstu fiskistofnanna. Nú er svo
komið að skuldabyrði þjóðarinnar
nálgast hættumörk enda skuldar
hún um 260 milljarða króna í löng-
um erlendum lánum.
Þegar skuldastaða þjóðarinnar
er orðin svo slæm sem raun raun
ber vitni er ekki verjandi lengur
að ríkissjóður sé að auka á þann
vanda með hallarekstri ár eftir ár
upp á fleiri milljarða króna. Allir
vita að í þeim efnum erum við
komin á leiðarenda. Ef við erum
sammála um að það sé siðlaust
að steypa næstu kynslóðum í
skuldafen af okkar völdum hvað
er þá til ráða? Eins og með laun-
þegann fyrrnefnda þá getur ríkis-
sjóður annaðhvort aukið tekjur
sínar með meiri skattheimtu eða
þá dregið úr útgjöldum sínum.
Skattheimta hins opinbera er
hins vegar orðin svo mikil að erf-
itt getur verið að halda áfram á
þeirri braut. Allt að helmingur af
launatekjum launþega rennur nú
beint til hins opinbera. Varla er
það réttlætanlegt að stjórnvöld
geti sí og æ farið auðveldustu leið-
ina og leyst vanda líðandi stundar
með því að seilast lengra ofan í
vasa launamanna. Ekki má heldur
gleyma því, að aukin skattheimta
dregur úr vinnuáhuga fólks, þegar
sífellt stærri hluti af afrakstri eig-
in vinnuframlags er ætlað öðrum
til ráðstöfunar.
En hvað með fyrirtækin? Er
ekki hægt að skattleggja þau
meira en nú er gert? Sjálfsagt er
það hægt en ekki má gleyma því
að t.d. tekjuskattar á fyrirtæki
hafa aldrei vegið þungt í skatttekj-
um ríkisins miðað við tekjuskatta
einstaklinga. Á árinu 1993 var
tekjuskatthlutfall fyrirtækja um
39% og samtals greiddu þau um
3,3 milljarðar króna í tekjuskatta.
Á sama tíma voru tekjuskattar
einstaklinga um 12,8 milljarðar
króna. Hækkun tekjuskatta á fyr-
irtæki jafnvel um tugi prósenta
myndi því ekki einu sinni duga til
þess að eyða fjárlagahallanum.
BORGIN
5U5HI
- Borð fyrir þig -
sími 11440
undir félagsmálaráðu-
neytið og dóms- og kirkjumála-
ráðuneytið var varið rúmum 10
milljörðum króna á árinu 1992.
Þessar tölur breytast lítið milli ára
og ættu því að veita nokkuð góðar
upplýsingar um útgjöld yfirstand-
andi árs.
Hingað til hefur verið reynt að
skera niður útgjöld ríkisins með
því að hagræða og spara lítilshátt-
ar hér og þar. Með smákroppi í
rekstrarkostnað opinberra stofn-
anna og með aukinni kostnaðar-
hlutdeild ýmissa hópa í þjóðfélag-
inu hefur tekist að draga úr fjár-
lagahalla ríkissjóðs að einhverju
leyti. Allt slíkt er gott og blessað
en breytir ekki því að fjárlagahall-
inn stefnir a.m.k. í 10 milljarða á
þessu fjárlagaári og í 20 milljarða
eftir 4 ár. En hvernig á þá að
fara að því að eyða fjárlagahallan-
um? Svarið hlýtur að felast í veru-
legum niðurskurði í rekstri ríkis-
sjóðs. Þar sem langstærsti út-
gjaldaliður ríkissjóðs eru í tengsl-
um við velferðarmál er illmögulegt
að draga úr hallanum nema að
þar verði umtalsverður niður-
skurður. Niðurskurður af þeirri
stærðargráðu, sem jafngildir fjár-
lagahallanum, felur í sér kerfis-
læga breytingu á rekstri ríkissjóðs.
Hingað til hefur sjúkrahús- og
læknisþjónusta nánast að öllu leyti
verið greidd af ríkinu. Einnig hef-
ur ríkið nánast að mestu staðið
undir kostnaði af rekstri skólanna
í landinu. Öllum finnst það eðlileg
mannréttindi að fá þessa þjónustu
fría. Vandamálið er að þjóðin hef-
ur ekki efni á að halda uppi slíku
velferðarkerfi. Varla teljast það
eðlileg mannréttindi gagnvart
næstu kynslóðum að skuldsetja
þær til þess að við getum haldið
óbreyttu neyslustigi.
Fjárlagahalli sem nálgast orðið
útgjöldum vegna rekstrar sjúkra-
stofnana eða menntastofnana
verður ekki leystur nema með
í stað þess að ríkisvald-
ið reyni að hjálpa öllum,
segir Björgvin Sig-
hvatsson, þá takmarki
það sig við þá sem verst
eru settir.
harkalegum niðurskurði i rekstr-
arútgjöldum ríkissjóðs. Harkaleg-
ur niðurskurður af þeirri stærð-
argráðu sem nauðsynlegt er felur
í sér breyttar hugmyndir um hlut-
verk ríkisvaldsins gagnvart ein-
staklingnum í samfélaginu. Hug-
myndir um að nemendur greiði
fyrir skólavist, sjúklingar fyrir
sjúkrahúsvist og afnám eða veru-
legur niðurskurður í bótagreiðsl-
um hljóta að vera inn í myndinni
ef nást á árangur. í stað þess að
ríkisvaldið reyni að hjálpa öllum
þá takmarki það sig við þá, sem
eru verst settir, en hinir síðan látn-
ir sjá um sig sjálfir.
Stjórnmálamenn hafa hingað til
ekki þorað að ganga lengra en að
tala um aðhald, hagræðingu og
lítils háttar sparnað til þess að ná
niður fjárlagahallanum. Þó að að-
haldsaðgerðum hafi verið beitt á
undanförnum árum hefur það
samt ekki dugað. Árlegur halla-
rekstur upp á milljarða króna kall-
ar á kerfislægar breytingar á vel-
ferðarkerfinu þar sem velferðar-
mál eru langútgjaldafrekasti
málaflokkurinn. Eins og áður
sagði hefur enginn stjórnmála-
maður, að minnsta kosti ekki opin-
berlega, verið nógu hugaður til
þess að boða slíka niðurskurðar-
stefnu. Stefnu, sem allir vita, að
er nauðsynleg. Þegar enginn
stjórnmálamaður er reiðubúinn að
boða kerfislægar breytingar á vel-
ferðarkerfinu þá er varla von til
þess að hallinn minnki að ein-
hveiju marki.
Fyrr eða síðar kemur áfallið af
viðvarandi skuldasöfnun ríkissjóðs
þar sem ekkert bendir til þess að
tekjurnar muni aukast umtalsvert
í framtíðinni. Það er því kannski
svolítið öfugsnúið að þann 17. júní
sl. var samþykkt á Þingvöllum
þingsályktun um að stefna beri
að endurskoðun á mannréttindak-
afla stjórnarskrárinnar. Á sama
tíma eru mannréttindi ungu kyn-
slóðarinnar og næstu sem eftir
koma fótum troðið.
Höfundur er hagfræðingur.
KÍNA
NÆSTA SKEMMTI- OG FRÓÐLEIKSFERÐ TIL KÍNA
VERDUR FARIN 16. SEPT., EN ÞETTA VERÐUR
22 DAGA FERÐ VÍDSVEGAR UM LANDIÐ.
HEILDARVERD. ALLTMEÐ ÖLLU, ER KR. 262.500,-
VIDSKIPTAFERÐ Á VÖRUSÝNINGUNA í GUANGZHOU
(KANTON) VERDUR FARIN ÞANN 12. OKT. OG KOMID
HEIM ÞANN 23. OKT. FYRIR UTAN GUANGZHOU,
VERÐUR FARIÐTIL HONG KONG OG BEIJING.
UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR, BALLETTMEISTARI, ER
FARARSTJÓRI FERDANNA OG MUN KYNNA
FERÐIRNAR í DANSI, MÁLI OG MYNDUM Á KÍNA-
KVÖLDI Á VEITINGASTADNUM SHANGHÆ,
LAUGAVEGI 28, MÁNUDAGINN 11. JÚLÍ KL. 19.30.
BORIN VERDUR Á BORD GÓMSÆT FJÖGURRA
RÉTTA KÍNVERSK MÁLTÍÐ Á KR. 990.
BORDAPANTANIR HJÁ SHANGHÆ, SÍM116513.
UNNUR GEFUR UPPLÝSINGAR UM FERDIRNAR OG
TEKUR Á MÓTI PÖNTUNUM NÚ ÞEGAR í SÍMA 12596.
KÍNAKLÚBBUR UNNAR,
Reykjahlíð 12,
sími 12596.
Læri í 1/1 Læri sneitt 1/1
pr.kg.
499,k' 569-
Hryggir í 1 /1 Hryggir í 1 /1
439..". sneiddir
549'“
Þurrkryddað
lambalæri í 1/1
695-
Lramstykki
grilisagað
pnkg.
Þurrkryddaðar J.Ull
grillkótilettur
699 •
U i/ i/
Þurrkryddaðar
grillsneiðar
Frampartar,
599'**
VILLTUR
NÝR ÖLFURSÁRLAX!
$89
pr-kg-
í 1/1
598.
pr.kg
NOATUN
Nóatún 17 - S. 617000, Rofabæ 39 - S. 671200, Laugavegi 116 - S. 23456,
Hamraborg 14, Kóp. - 43888, Furugrund 3, Kóp. - S.42062,
Þverholti 6, Mos. - S 666656, JL-húsinu vestur í bæ - S. 28511,
Kleifarseli 18 - S. 670900
NÓATÚN