Morgunblaðið - 08.07.1994, Side 34

Morgunblaðið - 08.07.1994, Side 34
'34 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Ljóska One of my greatest thrills was being part of a dogsled team. Every winter the kid nextdoor usedto pull me on his sled. Eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert var að vera í sleða- hundahópi. Þú varst aldrei í sleðahunda- Krakkarnir í næsta húsi voru van- hópi... ir að draga mig á sleða á hverjum vetri. BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 ALLIR vita að malbiksframkvæmdir eru nauðsynlegar, en með smá útsjónarsemi má minnka verulega óþægindi sem ökumenn verða fyrir. Afram veginn Til vegaviðgerðahetjanna í Reykjavík Frá Sverrí Sv. Sigurðarson: ÞÁ ER nú sumarið loksins komið. Sólin skín hátt á lofti, blómin spretta í haganum, býflugurnar suða og hin- ar sívinsælu malbiksframkvæmdir gleðja hjörtu okkar bílstjóranna enn á ný. Það var nú um daginn að ég var á hraðferð um borgina okkar í ýmsum erindagjörðum. Klukkan tifaði, tímamörk nálg- uðust óðfluga og ég þurfti verulega á því að halda að komast bæjarhlut- anna á milli án tafa. Þá var skyndi- lega komið að ógnarlangri biðröð sem varla lúsaðist áfram með hraða snigilsins. Röðin sú teygði sig upp yflr hæðina og handan við, svo hvorki var hægt að sjá hvar hún endaði né af hvaða völdum hún var, og ekki var annað að gera en bíða þolinmóð- ur því þarna komst maður hvorki afturábak né áfram. Brotalöm í umferðarstjórnun Of mörgum kílómetrum og alltof mörgum mínútum síðar (voru það tuttugu mínútur eða hálftími; eða meira?) kom maður svo loks að ykk- ur, malbiksgreifunum, þar sem þið voruð á öllum þessum flottu vélum og völturum ykkar að púla við að fræsa upp og endurmalbika götuna. Enn þurfti ég að silast áfram tölu- verðan spöl þangað til að leystist úr flækjunni og ég varð fijáls máður á ný-. Á þessum mínútum sem ég beið í röðinni keyrði ég framhjá lögreglu- manni sem stóð þarna með prik sitt og beindi þeim sem voru á hægri akrein að beygja útaf til hægri. Meirihluti ökumanna, og þar með ég, voru á vir.stri akrein og héldu sig þar enda voru þeir á leiðinni beint áfram en ekki uppeftir til hægri. Það voru semsagt fæstir sem fóru eftir bendingum lögregluþjónsins enda höfðu þeir ekki hugmynd um og átt- uðu slg ekki fyrr en of seint hvers vegna lögregluþjónninn var að reyna að beina umferðinni til hægri. Vantar upplýsingaskilti Og það var þarna sem ég fékk alveg ótrúlega snjalla hugmynd: Væri það ekki þjóðráð ef þið mynduð taka upp það sem kollegar ykkar í öllum öðrum löndum hins vestræna heims hafa tíðkað í áratugi, nefnilega það að setja upp stór og greinileg skilti okkur ökumönnum til upplýs- ingar, svo við getum áttað okkur í tíma og sveigt fyrir þessar annars ágætu framkvæmdir ykkar. Ég hefði a.m.k. þegið það þama um daginn. Ég verð að segja að mér finnst það skjóta skökku við þegar það er malbikað og gert við götur fyrir hundruð milljóna á hveiju ári og þið eruð sportandi á græjum sem kosta tugi milljóna, en það er ekki hægt að henda nokkrum tugþúsundköllum í upplýsingaskilti sem myndu minnka þann kostnað (er hann ekki upp á nokkra tugi milljóna?), sem þjóðfé- lagið verður fyrir árlega vegna um- ferðartafa sem hljótast af þessu umstangi. (Hvað haldið þið til dæm- is, mínir ágætu, að ég hefði þurft að borga ef ég hefði verið í leigubíl?) Fyrst ég er farinn að tala um upplýsingaskilti verður að viður- kenna að sumir verktakar virðast vera að reyna að taka upp þennan ágæta sið en þó oftar en ekki af undarlegum vanmætti. Of oft hefur maður séð einhveijar gular spóna- plötur sem eru vafðar í skítugt plast og svo hefur einhver sem augljóslega kann vart að draga til stafs krotað eitthvað torkennilegt á plastið með hálfónýtum tússpenna. (Þeim sem getur lesið slíkt þegar hann þýtur framhjá á 70 kílómetra hraða er vin- samlegast bent á að sækja um næst þegar auglýst verður eftir geimförum til Mars eða nýjum forstjóra hjá SONY eða einhveiju álíka, enda er viðkomandi augljóslega snillingur með ofurmannlega athyglisgáfu!) En án gríns þá vona ég af ein- lægni að þið, malbikshöfðingjarnir ásamt ykkar yflrmönnum, takið ykk- ur i)ú saman í andlitinu og farið að sýna ökumönnum þá sjálfsögðu kurt- eisi að gefa okkur kost á því að kom- ast sem tafaminnst áfram í umferð- inni. Ef þjð gerið það sómasamlega þá mun ég (og alveg áreiðanlega fleiri) verða ávallt ... yðar einlægur aðdáandi. SVERRIR SV. SIGURÐARSON, Birkimel 10, Reykjavík. Gagnasafn Morgimblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.