Morgunblaðið - 13.07.1994, Side 2

Morgunblaðið - 13.07.1994, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ I - FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Karl Snorrason Á MYNDINNI sést flugvél Landgræðslunnar, Páll Sveinsson, yfir nýjum flugvelli Landsvirkjunar. Utanríkisráðherra til Brussei Viðræður við for- svarsmenn ESB JÓN Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra ræðir við forustumenn Evrópusambandsins næstu daga, en utanríkisráðherra er nú formaður EFTA. George Reisch aðalfram- kvæmdastjóri EFTA verður í för með Jóni Baldvin, en Reisch hefur dvalið hér á landi síðustu daga. Jón Baldvin fer til Brussel í dag og hittir þá Robert Urbain utan- n'kisviðskiptaráðherra Belga að máli. Á fimmtudagsmorgun ræðir hann við Sir Leon Brittan, einn af varaforset- um Evrópusambandsins. Síðar um daginn fer Jón Baldvin til Bonn í Þýskalandi og hittir þar Klaus Kinkel utanríkisráðherra Þýskalands, sem nú fer með formennsku í Evrópusam- bandinu. Þar mun Jón Baldvin jafn- franit halda opinberan fyrirlestur. Á föstudagsmorgun hittir Jón Baldvin að máli Hans van der Broek sem fer með utanríkismál hjá Evr- ópusambandinu. Samkvæmt upplýsingum úr ut- anríkisráðuneytinu munu viðræður utanríkisráðherra við áðurnefnda menn aðallega íjalla um málefni EFTA og Evrópusambandsins. Ut- anríkisráðherra mun einnig ræða tvíhliða málefni íslands og Evrópu- sambandsins. Sljórn Neytendasamtakanna mótmælir nýjum færslugjöldum Bankastofnanir færi rök fyrir gjaldskrárliðum Aðstoðarbankastjóri Landsbankans segir tafir á svörum vegna sumarleyfa Nýr olíuborinn flugvöllur á hálendinu LANDGRÆÐSLA ríkisins notaði í byijun júlí í fyrsta sinn nýjan olíuborinn flugvöll við Blöndu- lón. Landgræðslan sáir árlega með flugvélinni Páli Sveinssyni um 400 tonnum á Auðkúluheiði og fleiri svæðum nærri uppistöðu- lóni Blönduvirkjunar, samkvæmt samningi við Landsvirkjun. Flug- völlurinn heitir Sandárflugvöll- ur, er 1200 m á lengd og í um 500 metra hæð að sögn Stefáns Sigfússonar fulltrúa lyá Land- græðslunni. Völlurinn er með 9 metra breitt slitlag en í heild er hann 18 metra breiður. Það var flugvöllur á þessu svæði, sem fór undir lónið. Stefán sagði að áður hafi þurft að fljúga Páli Sveinssyni frá Sauðárkróki og mikið hag- ræði sé því af nýja flugvellinum. Núna sé allt efni keyrt upp á Sandárflugvöll og aðeins taki um tíu til fimmtán mínútur að fljúga með það yfir landgræðslu- svæðin. Flugvöllurinn var gerð- ur fyrir verkefni Landgræðsl- unnar og að sögn Stefáns hefur hann reynst ágætlega. STJÓRN Neytendasamtakanna hefur sent bönkum og sparisjóðum bréf þar sem nýrri gjaldskrá vegna notkunar ávísana og debetkorta er mótmælt. í því er farið fram á rök- stuðning á nokkrum liðum í gjald- skrá bankanna. Brynjólfur Helga- son aðstoðarbankastjóri Lands- bankans segir að til standi að rökstyðja gjaldtökuna en bréfínu hafi ekki enn verið svarað vegna sumarleyfa. Vilja Neytendasamtökin að bank- inn rökstyðji hvers vegna kosti 350 krónur að greiða af skuldabréfi hjá gjaldkera í bankanum en 120 krón- ur að láta skuldfæra greiðsluna. Einnig er spurt hvers vegna sama gjald sé tekið fyrir reikningsyfirlit sent í pósti og yfírlit sem afhent sé í afgreiðslu. Beðið er um rökstuðn- ing á færslugjöldum vegna debet- korta og ávísana og óskað eftir upplýsingum um hvers vegna Landsbankinn innheimti sérstakt vanskilagjald vegna skuldabréfa sem ekki séu greidd á gjalddaga. Einnig er spurt hvort rétt sé að einungis hluti færslna með debet- kortum sé athugaður með tilliti til innstæðu. Verður rökstutt Brynjólfur Helgason aðstoðar- bankastjóri segir að ekki sé hægt að gefa endanlegt svar við þessum spumingum að svo stöddu. En hann segir að meiri vinna sé falin í því að fá viðskiptavininn í bankann til að greiða af skuldabréfí en að skuldfæra af reikningi. Nákvæmur kostnaður sé hins vegar ekki ljós að svo stöddu en munurinn verði rökstuddur. Reikningsyfirlit sé sent í pósti frá Reiknistofu bankanna og gjaldtaka vegna þess feli í sér tæknikostnað og burðargjald. „I hinu tilvikinu er þetta vinna starfs- manns í afgreiðslunni. Hún kostar ekki minna og er jafnvel dýrari þótt það virki ekki þannig,“ segir Brynjólfur um sama gjald fyrir reikningsyfirlit sem sent er heim og fengið í banka. Kostnaður 50 krónur Hvað færslugjöld varðar segir Brynjólfur að kostnaður vegna ávís- ana sé 50 krónur en fólk borgi hins vegar um 30 krónur með nýju færslugjaldi ef verð hvers eyðublaðs er meðtalið. Debetkortafærslan sé tæknifærsla og sé sú aðferð ódýr- ari. „Mannshöndin kemur miklu minna nálægt því en ávísunum. Oft þarf að senda þær milli banka og milli staða og mikil vinna kringum hverja ávísun," segir hann. Brynjólfur segir að vanskilagjald komi til af aukakostnaði vegna inn- heimtuaðgerða, til dæmis að senda ítrekanir, auk annarra aðgerða sem fylgi lengri vanskilum. Einnig eigi það að virka sem hvati á fólk svo það leiti til bankans áður en í vand- ræði sé komið ef á þurfí að halda. Hvað varðar þær upplýsingar að bankinn athugi einungis hluta færslna með debetkortum með til- liti til innstæðu segist Brynjólfur ekki vilja tjá sig um það á þessu stigi. I > i i i t i I I I Morgunblaðið/Golli Hundadagar heflast Æðarbændur kvarta I yfir ágangi grá- 1 sleppuveiðimanna Landhelgisgæslan mælir landamörk Lýst er eftir ung- ummanni LÖGREGLAN í Reykjavík og fjöldi manna úr hjálpar- og björgunar- sveitum á höfuðborgarsvæðinu hafa leitað að þrítugum Reykvík- ingi, Valgeiri Viðarssyni, síðan 30. júní síðast liðinn, en án árangurs. Valgeir fór frá heimili sínu við Laugaveg að- faranótt 19. júní. Talið er að hann hafí verið á dök- kleitu reiðhjóli. Valgeir er lágvaxinn maður, grannur með skollitað, stutt hár. Þegar síðast sást til hans var hann klæddur í ljósbláar gallabuxur, brúnan leður- jakka, köflótta skyrtu og í brúnum reimuðum leðurstígvélum. Þeir sem gefíð geta upplýsingar um ferðir Valgeirs Viðarssonar í sambandi við hvarf hans eru beðn- ir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. HUNDADAGAR hefjast í dag, 13. júlí. í bókinni Saga daganna kemur fram að um hásumar skíni Síríus skært, oft nefnd hundasfjarnan, og kenndu Forn-Grikkir heitustu sumar- dagana við þá stjörnu. íslensk skýring á nafninu er að um þetta leyti bíti hundar gras. Hundadagar tengdust veðri talsvert, enda heyskapur í full- um gangi. Töldu flestir að von væri á veðrabrigðum í upphafi hundadaga og mundi það veður haldast til enda þeirra og þá skipta um aftur. Samkvæmt því verður því rigning suðvestan- lands en hlýtt og bjart Norð- austanlands til loka hundadaga, þann 23. ágúst næstkomandi. EIGENDUR jarða sem liggja að sjó og eyja við Breiðafjörð hafa á síð- ustu vikum kvartað yfír ágangi grásleppuveiðimanna, einkum við æðarvörp, og talið þá leggja net innan sinna netlaga og innan marka sem varp nýtur friðunar skv. lögum. Ólafur Stefán Sigurðsson sýslu- maður í Búðardal staðfestir þetta og segir hann að aðstoðar Land- helgisgæslunnar hafí verið leitað til að mæla fjarlægð frá landi að dufl- um í veiðinetum veiðimanna en búast megi við að þeir verði kærðir sem séu innan lögboðinna marka. Sýslumaðurinn sagði í samtali við Morgunblaðið að konungleg til- skipun frá 1849 um veiði við ísland kveði á um að eigendur jarða við sjó eigi veiði 60 faðma frá stór- straumsfjöruborði en nýrri lög kveði á um að fjarlægðin sé 115 metrar. Hið sama gildi um eigendur eyja og hólma. Ný lög um verndun og veiðar á villtum fuglum og dýrum gera aftur á móti ráð fyrir að net megi ekki leggja nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra á tímabil- inu frá 15. apríl og 15. júlí án leyf- is varpeigenda. „Þetta mál á sér nokkra for- sögu,“ sagði Ólafur Stefán. „Fyrir um tveimur árum var fundur hald- inn að tilstuðlan sýslumannanna á Patreksfírði og í Búðardal með full- trúum deiluaðila. Þar lýstu sýslu- menn skilningi sínum á lögum um veiðar og landamerki og útskýrðu þau. Að lokum náðist sátt með full- trúum beggja hópa sem lýstu því yfir að þeir myndu hafa þessi lög og reglur í heiðri. Nú virðist þessi sátt vera brostin og landeigendur hafa kvartað yfir ágangi sjó- manna,“ sagði hann. Sýslumaðurinn segir að hugsan- lega þurfi dómstólar að skera úr um tulkun a lagaákvæðum sem við eigi. „Við fengum Landhelgisgæsluna í lið með okkur og tveir stýrimenn frá gæslunni hafa nú í tvígang komið til að mæla fjarlægð að netaduflum grásleppuveiðimanna. Það verður byijunin á því að fá skýrar línur í þetta mál,“ sagði Olafur Stefán Sig- urðsson sýslumaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.