Morgunblaðið - 13.07.1994, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 13.07.1994, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994 5 FRÉTTIR Volvo 440/460 var kynntur með 2.0 lítra vél í janúar 1993 og hefur hann átt vaxandi vinsældum að fagna síðan þá. Árið 1993 var Volvo 440/460 þriðji mest seldi bíllinn hér á landi en það sem af er þessu ári hefur hann skotið keppinautunum ref fyrir rass og er nú sá mest seldi í sínum stærðar- og vélarflokki. Samtals hafa selst 176 bílar af þessari gerð á þessu tímabili og markmiðið er að ná 200 bíla markinu fyrir næstu mánaðarmót. 3tto« u'tðí*** Kaupauklal veiámæti_____ 83.285 kr. a: Volvo 440 kostar frá 1.519.000 kr. stgr. Volvo 460 kostarfrá 1.569.000 kr.stgr. VOLVO Á BETRA VERÐI FYRIR Þ I G I BRIMBORG FAXAFENI 8 • SIMI 91- 685870 Morgunblaðið/Sverrir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir framkvæmdastjóri Islands- skrifstofu Amnesty Internat- ional kynnti árskýrslu sam- takanna á blaðamannafundi. Arsskýrsla Amnesty International Baráttufólk verður fyrir sífellt meira aðkasti ÍSLAND er nefnt í skýrslu Amn- esty International fyrir árið 1993 sem dæmi um land, þar sem jákvæð þróun i meðhöndlun á pólitískum flóttamönnum hefur átt sér stað. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir fram- kvæmdastjóri Amnesty segir að stefna samtakanna sé að kanna mál hvers flóttamanns fyrir sig áður en þeim sé vísað úr landi eins og nú sé yfirleitt gert. Mikill munur sé á efnahagslegum flóttamönnum og pólitískum, sem stefni lífi sínu í hættu með því að fara aftur til heimalands síns. í ársskýrlunni kemur fram að baráttufólk fyrir mannréttindum um allan heim hafi orðið fyrir auknu aðkasti af hálfu ríkisstjórna á liðnu ári. í alþjóðlegu yfirliti, sem tekur til 151 lands, kemur fram að í 63 löndum hafi samviskufangar verið settir í fangelsi. í 53 löndum voru í haldi yfir 100.000 pólitískir fangar án ákæru eða dómsmeðferðar. Ríf- lega 112 ríkisstjórnir pynduðu fanga og pólitísk morð að undirlagi ríkisstjórna áttu sér stað í 61 landi. Amnesty berst gegn dauðarefs- ingum. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir framkvæmdastjóri Alþjóðaskrif- stofu Amnesty á íslandi segir það því valda áhyggjum að í Bandaríkj- unum hafi 38 verið teknir af lífi á síðasta ári og 2.750 bíði fullnæg- ingu dauðadóms. í öllum heiminum voru um það bil 2.000 dauðadæmd- ir menn teknir af lífi í 33 löndum. í Evrópu ber málefni Bosníu- Herzegóvínu hæst og þar hafa allir aðilar átakanna framið gróf mann- réttindabrot. Hópar í Bretlandi á vegum IRA og mótmælenda drápu 73 almenna borgara. í 26 Evrópu- löndum er greint frá pyndingum eða misþyrmingum í fangelsum. Þúsundir í fangelsum í Miðausturlöndum sitja skv. skýrslunni þúsundir einstaklinga í fangelsum vegna gruns um and- stöðu við stjórnvöld eða samúð með íslömskum bókstafstrúarmönnum. Pyndingar og misþyrmingar af hendi lögreglu voru algengar -K mörgum löndum Ameríku, m.a. Haítí, Venesúela, Mexíkó, Perú og Kólumbíu. í Afríku voru pólitísk morð algengasta mannréttindabrot- ið en pólitískar handtökur ogjjynd- ingar voru einnig algengar. I Asíu voru aftökur án dóms og laga ásamt mannshvörfum algengar víða um álfuna og ástand mannréttindamála almennt bágt. Andarungar í fóstri Vogum - Eftir að hafa verið í útilegu á Kirkjubæjarklaustri hafa systkinin Sara og Aron verið með andarunga í fóstri. Eftir að komið var úr veiðiferð voru litlir móðurlausir andar- ungar fyrir utan Ijaldið en eng- in önd. Var talið að tjöldin hafi verið svo nærri hreiðrinu að öndin hafi fælst í burtu og úr því engin önd fannst var ákveð- ið að taka ungana með heim og ala þá upp. Sara sagði í samtali við Morg- unblaðið að ungarnir borði maðka, flugur og hún gefi þeim mjólk og brauð. Maðkana veiði hún fyrir þá, en þeir veiði flug- urnar sjálfir. Þá sagði hún að eldri bróðir sinn hafa reynt að sleppa ungunum í andarhóp niður í fjöru en ungarnir hafi bara elt hann aftur heim. Hún segir að ungarnir verði aldir upp þar til þeir verða fleygir og þá verði þeim sleppt aftur. Hvernig svo gengur að fá þá til þess að aðlagast félögum sín- um í náttúrunni, verður að koma í ljós síðar eða um það leyti sem þeir verða fleygir í haust. Öruggur metsölubíll á frábæru júlítilboði! 24 bllar með 83.285 kr. kaupauka Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson VOLVO 440/460 Mest seldi bíll ísínum stœrbarflokki 1994

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.