Morgunblaðið - 13.07.1994, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.07.1994, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Siglir, stærsti togari í eigu íslendinga, kom til Hafnarfjarðar í gær Afurðirúr 1.500 tonnum af karfa TOGARINN Siglir kom inn tii Hafnarfjarðar í gær eftir 37 daga veiðiferð á karfamiðum um 560 mílur suðvestur af Reykjanesi, með afurðir úr 1.500 tonnum af úthafskarfa. Siglir fullvinnur aflann og vinnur mjöl úr því sem ekki er fryst þannig að ekki fer bein til spillis. Aflaverðmæti eftir veiðiferð- ina er 45-47 milljónir króna, að sögn Ragnars Ólafssonar skipstjóra. SKIPVERJAR á Sigli tóku trollið í land í Hafnarfirði í gærmorgun. Þetta var önnur veiðiferð Siglis, stærsta fiskiskips í eigu Islendinga. Togarinn, sem er smíðaður í Þýska- landi árið 1975 fyrir kanadískt út- gerðarfélag sem gerði hann út þar til í vor, er gerður út frá Siglufírði en skráður í Belize. 35 manna áhöfn togarans, kemur víðs vegar að af landinu en að auki er þar Kanada- maður sem sér um mjölvinnsluna við annan mann en sá hafði verið í áhöfn skipsins í sjö ár hjá fyrri eigendum. 200 tonn af mjöli og 500 tonn fryst „Stór hluti af þessu er mjög stór og góður karfi og hann er ekki mik- ið sýktur,“ sagði Ragnar Ólafsson þegar Morgunblaðið ræddi við hann skömmu eftir að Siglir kom til hafn- ar í gærmorgun. „Þetta gekk mjög vel, sérstaklega fyrstu dagana þegar við fengum upp í 70-80 tonn í holi," sagði Ragnar. Af 1.500 tonnum sem skipið fékk upp úr sjó fóru um 1.000 tonn í mjölvinnslu og gáfu af sér um 200 tonn af mjöli en 500 tonn af hausuðum karfa eru í troðfullum frystigeymslum skipsins. Ragnar sagði að Siglir héldi til veiða á ný á laugardag og færi aft- ur á sömu slóðir enda yrði úthafs- karfaveiði væntanlega verkefni skipsins í 8-9 mánuði á ári. Hann sagði að svo virtist sem árlega færð- „UNNT er að taka út reiðufé með Visa-Electron debetkorti í tæplega 300 hraðbönkum í Hollandi, auk þess sem 600 bankaútibú þar veita korthöfum fyrirgreiðslu, að því til- skyldu að þau séu búin tölvubúnaði sem les rafræn kort,“ segir Einar S. Einarsson, forstjóri Visa íslands. Að hans sögn taka um 2.000 versl- anir þar í landi einnig við kortunum, og fullyrðir að „ef hinn umræddi og ógæfusami ferðamaður í Hollandi hefði verið með Visa-Electron debet- kort frá viðskiptabanka sínum, hefði það gert gæfumuninn fyrir hann. Holland er lítið land þar sem hægt er að hjóla á milli, og viðkomandi ferðamaður var ekki beinlínis inni- lokaður í sumarbúðum eins og gefið hefur verið í skyn,“ segir Einar. Einar segir að allir hraðbankar í heiminum sem taka við Visa-kortum, taki jafnframt við Electron-kortum frá fyrirtækinu sem tryggi það að fólk geti náð í peninga um víða ver- ist nokkur deyfð yfir karfaveiðarnar á þessum slóðum í júlímánuði þegar karfinn hyrfi inn í grænlenska lög- sögu. Ragnar var áður skipstjóri á Sigl- firðingi en kvaðst kunna umskipt- unum vel þótt hvorki skipið né veiði- skapurinn væri sambærilegur. „Þetta er mjög gott skip, hefur reynst vel og það hafa engin vand- ræði komið upp á,“ sagði Ragnar. Með betri skipum Björn Jóhannesson, háseti frá Akureyri, Sigmar Steingrímsson, netamaður frá Akureyri og Valerg Lárusson háseti úr Reykjavík, eru í áhöfn Siglis og voru fegnir að kom- ast í land 'eftir 37 daga á sjó en sögðu að viðbúið væri að túrarnir ættu eftir að verða lengri en þessi því skipinu væri ekkert að vanbún- aði að vera á sjó í þtjá mánuði I einu. „Þessi túr byijaði vel og fyrstu vikurnar fengum við oft 50-70 tonn í holi en síðustu dagana var þetta óttalegt kropp,“ sagði Björn. Þeir sögðust þó ekki kvarta undan út- haldinu, þetta væri ágætt meðan nóg væri að gera og afkastagetan nýtt- ist til fulls, en hámarksgetan er að pakka í 1.200 kassa á sólarhring. Hins vegar væri þetta hálf leiði- gjamt þegar lítið væri að hafa. Þá fengist léiegt verð fyrir karfann og öld. Hann segir að tölulegur saman- burður á útbreiðslu Visa-hraðbanka í apríl sl. og hraðbanka á vegum Maestro-Cirrus við lok seinasta árs, sýni vel þann mun sem sé á móttöku- stöðum. Samkvæmt þeim upplýsing- um séu tæplega 80 þúsund hrað- bankar í 26 löndum Evrópu sem taki við Visa-Electron kortum, á móti rúmlega 30 þúsund hraðbönk- um á vegum Maestro-Cirrus í 17 löndum Evrópu. í Bandaríkjunum séu hraðbankar Visa 5.000 fleiri en hraðbankar Maestro-Cirrus, nær helmingi fleiri í Asíu, og svo mætti lengi telja, en alls megi taka út reiðufé með Visa-Electron debet- kortum í yfir 174 þúsund hraðbönk- um í um 100 löndum. Hins vegar sé hægt að greiða með kortinu á yfir 500 þúsund stöðum í Evrópu og á rúmlega einni milljón staða í heiminum öllum, sem sé þó aðeins um tíundi hlutur þeirra staða sem taka kreditkort. Morgunblaðið/Golli Ragnar Ólafsson skipstjóri í mjölgeymslunni en Siglir mun vera eina skipið í eigu Islend- inga sem er með starfhæfa mjölvinnslu um borð. Gunnar segir að í Hollandi taki enginn þjónustuaðili, eins og velrslanir og veitingahús, við debet- kortum, en áætlað sé'að í lok þessa árs verði þeir 24 þúsund talsins. Debet-kortavæðingin sé í raun á byijunarstigi í Evrópu hvað þetta varðar, t.d. taki engir þjónustuaðil- ar við Maestro í Danmörku; Frakk- landi, Hollandi o.s.frv. „Astæðan fyrir því að bankarnir í Hollandi tóku ekki við debetkortinu, er sú að um hraðbankakort er að ræða en ekki er hægt að taka út með því reiðufé í bankaafgreiðslu. Við höfum hins vegar ekki náð í viðkom- andi einstakling til að komast að því nákvæmlega í hvgða hraðbanka hann fór og afhveiju kortinu var hafnað þar,“ segir Gunnar. 3-5 ár ætluð til útbreiðslu Hann segir ísland fyrst Norður- landaþjóða til að gefa út Maestro- kort, og í raun á undan flestum löndum öðrum. „Það er ekki hægt að stóla eingöngu á þessi kort sem greiðslumiðil erlendis, því að þau eru algjörlega ný af nálinni. Ma- estro-debetkortakerfið er fyrsta og eina kerfið í heiminum sem er sér- hannað fyrir debetkort, en hins vegar eru til önnur kerfi þar sem kreditkortakerfið er notað sem deb- etkortakerfi. Þess vegna er þessi útbreiðsla fyrst að taka við sér nú og má reikna með að 3-5 ár taki fyrir debetkortin að verða eins út- breidd og kreditkortin í heiminum. Debetkorthafar okkar eiga að fá í hendur upplýsingar um staðsetn- ingu hraðbanka sem taka við þeim, virtist fara stöðugt lækkandi en mest af honum er selt til Japan í gegnum íslenskar sjávarafurðir. Þeir félagar sögðust ánægðir með skipið. „Þetta er með betri skipum í flotanum, það er vel búið og nægi- lega stórt til að vera í úthafinu,“ sagði Sigmar. í uppskurð hjá Litháum Mikill fjöldi skipa var að karfa- veiðum út af Reykjanesi og sagðist Valberg hafa talið 58 skip einn dag- inn, þar á meðal rússnesk, kóresk, frönsk og litháísk. Siglir hafði haft talsverð samskipti við þau skip, fengið viðgerðarmann um borð frá rússneksum togara þegar talstöð Siglis bilaði og eins hafði einn úr áhöfninni gengist undir uppskurð vegna tannrótarbólgu um borð í lit- háíska risatogaranum Vydunas, sem var með lækni um borð. Skipið fer að nýju til veiða á laug- ardag en þá fækkar nokkuð í áhöfn- inni og verða 30 um borð enda búist við að á næstunni muni hægjast nokkuð um í karfaveiðunum. og fjölda þjónustuaðila, og eiga að kynna sér þær áður en haldið er af stað í ferðalag. Viðkomandi kort- hafi virðist ekki hafa gert það í þessu tilviki,“ segir Gunnar. Vegna þeirra ummæla Einars S. Einarssonar, forstjóra Visa íslands, að korthafinn hefði firrt sig þeim vandræðum sem hann varð fyrir með debetkorti frá Visa íslandi, kveðst Gunnar hvorki geta sannað né afsannað þá fullyrðingu Einars, og hann telji Einar ekki geta slíkt heldur. „Samkvæmt mínum upplýs- ingum erum við með 3.400 hrað- banka í Hollandi en Visa ísland með tæplega 300 hraðbanka, þann- ig að menn geta sjálfír séð hvorum hefði vegnað betur.“ Borgarráð um byggingu íþróttahallar Áhyggjur minnihlut- ans vegna seinagangs Höfðu ótal tækifæri á valdatíma sínum segir í bókun meirihlutans FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks- ins í borgarráði taka undir bókun fulltrúa flokksins á fundi íþrótta- og tómstundaráðs og lýsa yfír stuðningi við byggingu íþrótta- haliar fyrir HM í handknattleik á næsta ári. Jafnframt er lýst áhyggjum yfir seinagangi við ákvarðanatöku um málið. í bókun borgarráðsfulltrúa R-lista, segir að sjálfstæðismenn hitti sjálfa sig fyrir með bókuninni og að hún sé þeim til lítils sóma. Sérstök umfjöllun í bókun sjálfstæðis- manna segir að hugmyndin sem rædd hafí verið hafi fyrst verið kynnt borgaryfii'völd- um í sveitar- stjórnarkosn- ingunum í maí og því ljóst að sá listi, sem fengi meirihluta, yrði að vinna dag og nótt til þess að mál- ið yrði að veruleika. Báðir forystu- menn listanna hafí lýst stuðningi við málið. Þá segir að „margt bendi til að þetta mál hafí ekki fengið þann forgang á undanförnum vik- um, sem nauðsynlegur er til þess að hljóta brautargengi“. Óskað er eftir að málið komi til sérstakrar umfjöllunar á næsta fundi borgar- ráðs og að þá liggi nauðsynleg undirbúningsvinna fyrir. Ósvífin bókun í bókun borgarráðsfulltrúa R- lista segir að miðað við forsögu þessa máls verði bókun sjálfstæð- ismanna að teljast óvenju ósvífin. Flokkurinn hafi haft ótal tækifæri á valdatíma sínum til að gera við- eigandi ráðstafanir til að undirbúa HM í handknattleik svo að keppn- in gæti farið fram með sóma. Þessu hlutverki hafi Sjálfstæðis- flokkurinn gersamlega brugðist. Vísað á bug I lokabókun sjálfstæðismanna er því ekki mótmælt að umræddar hugmyndir um yfirbyggingú gervigrasvallar komu upp í kosn- ingunum og því eðlilegt að nýr meirihluti tæki á málinu. Fullyrð- ingum R-listans er því algerlega vísað á bug. Andlát ERLENDUR MAGNUSSON ERLENDUR Magn- ússon múrari frá Akranesi lést þann 12. júní sl., en hann var elstur íslenskra karl- manna, 103 ára að aldri. Erlendur var fæddur í Reykjavík 28. september 1890. Foreldrar hans voru Magnús Geir Guðna- son steinssmiður og kona hans Guðrún Þorvarðardóttir. Er- lendur lauk sveins- prófi í múraraiðn 1924. Hann flutti til Akraness árið 1932 og stundaði iðn sína þar til starfsloka. Erlendur kvæntist Magnhildi Ólafsdóttur frá Akranesi árið 1923. Þau eignuðust sjö börn. Magnhildur lést árið 1989. Erlendur var jarð- sunginn frá Akranes- kirkju 21. júní sl. Forstjóri Kreditkorta um erfiðleika debetkorthafa í Hollandi Erfitt er að nota kortið á fámennari stöðum UM 3.400 hraðbankar sem taka við Maestro-debetkortum voru settir upp á fjölförnum ferðamannastöðum í Hollandi í júní sl., samkvæmt upplýsing- um sem Gunnar Bæringsson, framkvæmdastjóri Kreditkorta hf. kveðst ekki sjá ástæðu til að rengja. „Korthafinn sem Morgunblaðið segir frá var staddur í sumarhúsabyggð í fremur fámennu byggðarlagi í Hollandi þar sem ekki er óeðlilegt að erfítt sé að nota kortið. Utbreiðslan á debet- kortunum er ekki hin sama og á kreditkortunum, og við höfum lagt á það mikla áherslu í kynningu okkar á kortunum," segir Gunnar. Framkvæmdastjóri Visa Islands Visa-Electron korthafí hefði ekki lent í vanda t í i i i « « « « * I í 1 I < ( \ i l I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.