Morgunblaðið - 13.07.1994, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
1-
FRETTIR
l
Stöb 2:
Yið ættum bara að skila myndlyklinum góði. Af tvennu illu vil ég heldur þurfa horfa á
allt HM-sparkið í ríkissjónvarpinu, þeir nota þó tuðrur . . .
Ráðuneytisstj óri utanríkisráðuneytis
Starfskraftar dreifðir o g
barist gegn breytingnm
RÁÐUNEYTISSTJÓRI utanríkisráðuneytisins segir að markmið ráðu-
neytisins sé óljóst og það einkenni störf þar að starfsmenn séu nánast
í eins konar slökkviliðsstarfsemi að ráða niðurlögum elda sem blossi
upp samtímis og víðsvegar vegna óvæntra verkefna sem beri að,
fremur en að ráðuneytið velji sér verkefni í samræmi við stefnu
stjórnvalda á hveijum tíma og almenn markmið ráðuneytisins. Þetta
kemur fram í viðtali við Róbert Trausta Árnason nýskipaðan ráðu-
neytisstjóra í fréttabréfi utanríkisráðuneytisins. Róbert Trausti segir
þar að til sé lýsing á verkefnum utanríkisráðuneytisins en markmið
sé óljóst og leiði það til þess að starfsemi ráðuneytisins megi líkja
við stjörnu sem geislar frá sér í allar áttir í stað þess að öllum kröft-
um ráðuneytisins sé beint í sömu átt.
„Ástandið skapar einnig vanda-
mál um taumhald. Hvemig eiga
stjórnendur ráðuneytisins að hafa
taumhald þegar hvorki þeir né al-
mennir starfsmenn ráðuneytisins
vita í hvaða átt eigi að stefna og
starfskröftum ráðuneytisins er
beint í ýmsar áttir? Skortur á taum-
haldi leiðir síðan af sér agavanda-
mál. Stefnuleysi samfara skilgrein-
ingu einstakra starfsmanna á því
hver verkefni og hlutverk ráðu-
neytisins séu út frá því hvað þeir
eru að fást við hverju sinni leiðir
til hreppamyndunar í ráðuneytinu
og jafnvel hrepparígs,“ segir Rób-
ert Trausti í viðtalinu.
Orrusta mót ofurefli
Morgunblaðið/Kristinn
Heimalningar fá pelann
ÓLAFUR Hjörtur Kristjánsson, 7 ára, tók það að sér með glöðu
geði að gefa heimalningunum á Seljalandi undir Eyjafjiillum pel-
ann og ekki er að sjá annað en að þeir kunni vel að meta sopann.
Hann segir að tilraunir til
endurskipulagningar séu eins og
að halda í orrustu á móti ofurefli.
Breytingarnar mistakist því gamli
andinn í ráðuneytinu, sem veiti
breytingum viðnám, verði ofaná
og sigri auðveldlega. Því verði yfir-
stjórn ráðuneytisins að hugleiða
hversu opið og móttækilegt ráðu-
neytið sé í raun fyrir breytingum,
hvort stefnumörkun sé skýr og
ráðuneytinu hafi verið sett mark-
mið. Róbert Trausti leggur síðan
til að ráðuneytinu verði sett skýr
markmið til lengri og skemmri
tíma og best sé að markmiðin séu
mælanleg þannig að hægt sé að
bera saman áætlun og árangur.
í inngangi Bjarna Vestmann
ritstjóra fréttabréfsins kemur
fram að allir flutningsskyldir
starfsmenn ráðuneytisins hafi í
sumar fengið bréf þar sem þeir
eru beðnir að svara ýmsum spurn-
ingum varðandi flutningsskyidu-
na, hvert þeir vilji fara, hvar þeir
vilji starfa, hve lengi og hvort
þeir geti hugsað sér að fara til
alþjóðastofnana ef ráðuneytis byði
upp á slíkl. Þetta segir Bjarni að
marki tímamót í ráðuneytinu.
„Blöndun á staðnum“ ekki ný aðferð
Milljarðar tapast
sökum tregðu
og skammsýni
IMorgunblaðinu árið
1978 lýsir Sverrir Run-
ólfsson því yfir í aðs-
endri grein að vega-
kerfi landsins sé helsta
áhugamál sitt. Nokkrum
misserum áður hafði hann
beitt nýstárlegum aðferðum
við lagningu slitlags á veg-
arkafla á Kjalarnesi sem
nefndur hefur verið „Sverris-
braut“. Það var m.a. gert með
því að blanda slitlag á staðn-
um á þar til gerðri vél. Hann
segist ekki hafa hlotið skiln-
ing á þessum árum meðal
yfirmanna vegamála á íslandi
og hélt því fram þá og nú að
skammsýni hafi ríkt í herbúð-
um þeirra. Menn minnast
hans á ný þegar fréttir berast
af því að Vegagerðin hafi tek-
ið í notkun „nýja“ aðferð við
að leggja slitlag með því að
blanda það á staðnum.
- En hversu „ný“ er þessi að-
ferð?
„Ég get sagt að batnandi
mönnum er best að lifa. Ég not-
aði sams konar tækni fyrir 19
árum þegar lögð var svokölluð
„Sverrisbraut“ á Kjalarnesi. Þá
fékk ég leyfi til að leggja bundið
slitlag á einn kílómetra og notaði
vél sem blandaði slitlagið á staðn-
um.
Ég kynntist þessari aðferð
raunar í Bandaríkjunum þar sem
ég bjó um 25 ára skeið á árunum
1945-1971. Þangað fór ég upp-
haflega í söngnám en leiddist út
í vegagerð og framleiðslu á
steypuefni eftir að ég kynntist
fyrri konu minni, sem var dóttir
verktaka í Kalíforníu. Um tveggja
áratuga skeið vann ég við að
leggja allar helstu hraðbrautir
Kaliforníu-fylkis og verkefni mitt
var einmitt að blanda á staðnum
slitlag og malbik á vél sem er
mun stærri en sú sem Vegagerð-
in notar í Bakkaselsbrekku. Fyrir
norðan er aðeins lagt á eina ak-
rein í einu en við lögðum á fjórar
akreinar í senn.“
- í hveiju var tilraun þín á
Kjalarnesi fólgin?
„Ég taldi að þær aðferðir við
lagningu bundins slitlags sem ég
kynntist í Bandaríkjunum myndu
henta vel hér á landi. Þar af leið-
andi kynnti ég forráðamönnum
vegagerðar á Islandi hugmyndir
mínar. Með aðstoð
góðra manna sem
höfðu trú á mér fékk
ég árið 1975 loforð fyr-
ir því að ég fengi að
malbika 1 kílómetra á
Kjalamesi.
Sverrir Runólfsson
►SVERRIR Runólfsson er
fæddur í Reykjavík árið 1921.
Ungum bauðst honum að fara
í söngnám á Long Beach í Kalí-
forníu og þar kynntist hann
fyrri konu sinni, Janet Murphy
píanóleikara. Um nokkurt skeið
starfaði hann sem framleiðandi
söngleikja á Long Beach og í
Hollywood. Árið 1949 hóf hann
störf við lagningu hraðbrauta
og flugvalla í Kaliforníu-ríki
og víðar hjá tengdaföður sínum
sem var verktaki. Hann flutti
til íslands alkominn árið 1971
en hann kvæntist í annað sinn
árið 1969 íslenskri konu,
Andreu Þorleifsdóttur. Á árun-
um 1971 til 1980 vann hann í
Efnaverksmiðjunni Tandur.
Árið 1980 keypti hann fyrir-
tækið og rak það til ársins 1987.
Líf mitt hefur
verið ævintýri
líkast
Það er aftur á móti ótrúlegt
hversu langt var gengið til að
gera mér erfitt fyrir. Það er eins
og forráðamenn vegamála hafi
skellt í lás og farið í varnarstöðu.
Ég náði að klára undirstöðuna
undir vegarkaflann með blöndun-
artækni minni en þegar ég fór
fram á að Ieggja slitlag á veginn
með vélinni fékk ég það ekki fyrr
en eftir heilan vetur. Það er ótrú-
legt að menn hafí látið það ger-
ast að skilja veginn eftir óvarinn
yfir veturinn. Það er eins og að
koma fyrir húsgögnum í húsi
áður en þak er sett á það.“
- Þú varst alla tíð mjög ósáttur
við vinnubrögð Vegagerðarinnar
og hugarfar stjórnvalda?
„Það er rétt. Mér virtist því
miður að embættismenn hefðu
áhuga á því einu að gera þetta
verkefni sem dýrast. Ég hef einn-
ig lengi verið ósáttur með það
hve illa embættismenn og yfirvöld
hafa tekið hugmyndum ungra
manna, oft nýkomnum úr námi,
um umbætur, nýsköpun eða hag-
ræðingu. Ég kann margar sögur
að segja af námsmönnum sem
koma heim með hugmyndir sem
síðan hafa verið kæfðar. Ég lenti
sjálfur í þessu og ég tel að þjóðar-
búið hafi orðið af milljörðum
vegna skilningsleysis og skamm-
sýni embættismanna í ríkiskerf-
inu.
Ég vil þó taka það fram að ég
kynntist fjölmörgum ágÉetum
mönnum í tengslum við
vegagerðina hér á landi.
Það á jafnt við um verk-
fræðinga, starfsmenn á
rannsóknarstofnunum
og embættismenn.“
- Eru tilraunir Vega-
gerðinnar með „biöndun á staðn-
um“ eitthvað í líkingu við þínar
á sínum tírna?
„Mér sýnist þessi norska vél
Vegagerðarinnar gera nákvæm-
lega það sama og þær vélar sem
ég vann við. Þær taka upp í sig
hvaða efni sem er og blanda það
og leggja slitlagið jafnóðum. Þessi
vél er raunar minni en þær sem
notaðar voru í Bandaríkjunum.“
- Hættirþú afskiptum af vega-
gerðarmálum eftir deilurnar á
áttunda áratuginum?
„Já, ég gerði það. Ég keypti
sápuverksmiðju og rak hana allt
þar til að ég neyddist til að selja
fyrirtækið eftir að ég veiktist árið
1987. Þegar ég lít um öxl get ég
þó ekki annað sagt en að líf mitt
hafi verið ævintýri líkast. Ég hef
kynnst einstaklega góðu fólki og
allt þar til að ég veiktist missti
ég vart dag úr vinnu.“
l
i
§
I
?
p
i
b
»
i
i
t.
i
i
*
L
í