Morgunblaðið - 13.07.1994, Side 11

Morgunblaðið - 13.07.1994, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994 11 VIÐSKIPTI Atvinnuleysi í apríl, maí og júní Hlutfall atvinnulausra af heildarvinnuafli. Á höfuðborgarsvæðinu standa 3,7% 3.446 atvinnulausir á bak við töluna 4,4% í júní og fækk- aði um 301 frá því í maí. Alls voru 5.586 atvinnu- lausir á landinu öllu júní og hefur fækkaðum710 a A M J frá því í maí. vestfirðir ff 75% 1994 IANDSBYGGÐIN 5,7% b A M J AUSTUR- 3,9% LAND 4,6% 4,2% I I ' _ 5,6% A M j LANDIÐ ALLT M 5,6% 4,8% 4,2% A M J Heldur dregur úr atvinnuleysi eftir því sem líður á árið Um 5.600 manns voru atvinnulausir íjúnímánuði UM 5.600 manns voru að meðal- tali atvinnulausir í júní sem er um 600 fleiri en í júní á síðasta ári. Atvinnulausum hefur þó fækkað um 710 frá fyrra mánuði og er þar að mestu leyti um að ræða karl- menn. Vinnumálaskrifstofa félagsmála- ráðuneytisins sendi frá sér tölur um áætlað atvinnuleysi í júní, en vegna sumarleyfa hefur gengið erfiðlega að fá atvinnuleysistölur frá nokkr- um stöðum, og því gætu endanlegar tölur breyst. Samkvæmt tölunum var atvinnuleysi 4,2% af mannafla í júní en var 4,8% í maí og 5,6% í apríl. Á síðasta ári var atvinnuleysi 3,7% í júní, 4% í maí og 4,6% í apríl. Dregur úr atvinnuleysi Dregið hefur úr atvinnuleysi í öllum landshlutum nema Vestfjörð- um, en þar er atvinnuleysi hlutfalls- lega einna minnst á landinu eða 2,4%. Atvinnuleysi er minnst á Austurlandi, 2,2% en mest á Norðurlandi eystra eða 5,7% Fyrstu sex mánuði ársins hafa tæplega 7.300 manns að meðaltali verið atvinnulausir í hveijum mán- uði, þar af 3.828 konur og 3.464 karlar. Minna atvinnuleysi eftir því sem liðið hefur á árið hefur því eink- um komið körlum til góða. Átvinnu- leysi hefur að meðaltali verið 5,6% það sem af er. Mest var atvinnuleys- ið í janúar eða 7,7% en hefur síðan minnkað jafnt og þétt. Heimsmarkaður Verkföll valda olíuverðshækkun London. Reuter. OLÍUVERÐ hækkaði í rúmlega 18 dollara tunnan í fyrsta sinn í 13 mánuði í gær vegna harðnandi verkfalls olíuverkamanna í Nígeríu, sem hefur í för með sér hættu á því að mikilvægar hráolíubirgðir hætti að berast. Verð á Norðursjávarolíu, sem yfirleitt er lagt til grundvallar heimsmarkaðsverði, komst í allt að 18,32 dollara, sem var 36 senta hækkun. Eftirlitsmenn og skrif- Húsnæðisbréf Avöxtun- arkrafa hækkar ÁVÖXTUNARKRAFA húsnæðis- bréfa hefur hækkað nokkuð í sumar. í útboði Húsnæðisstofnunar ríkisins, sem lauk í gær, fór meðalávöxtunar- krafa bréfa til 15 og 20 ára í 5,18% en í vor var hún komin niður fyrir 5%. Samtals var tekið 22 tilboðum frá 5 aðilum, að nafnvirði 362 millj- ónir króna. Leitað var tilboða í þijá flokka húsnæðisbréfa. í 1. flokki 1994 voru bréf til 20 ára og var lægsta ávöxtun- arkrafa 5,15% en hæsta 5,20% og meðalávöxtun 5,18%. í 2. flokki 1994 voru bréf til 15 ára og var lægsta ávöxtun 5,18% en hæsta 5,19% og var meðalávöxtun 5,18%. í 3. flokki 1994 voru boðin bréf til 10 ára og var lægsta ávöxtun 5,05%, sú hæsta 5,20%, en meðalávöxtun 5,11%. stofumenn hafa gengið í lið með verkfallsmönnum í Nígeríu og það varð til þess að að Norðursjávarolíu- verðið fór yfir 18 dollara. Brezkur sérfræðingur sagði að þótt verkfallið hefði ekki enn haft áhrif á útskipun á 1,5 milljónum tunna af hráolíu sem Nígeríumenn framleiða á dag gerði ríkjandi markaðsjafnvægi að verkum að verðið væri viðkvæmt fyrir öllum hugsanlegum truflunum, sem gætu orðið á birgðasendingum. Olíuverð í upphafi annars árs- fjórðungs 1994 var tæplega fjórum dollurum hærra en í febrúarlok, en þá hafði það ekki verið eins lágt í fimm ár. Verð á Norðursjávarolíu hefur hins vegar ekki náð sér aftur á strik síðan 1993 þegar það var yfirleitt um 20 dollarar. Olíuverð hefur hækkað á undan- förnum mánuðum vegna aukinnar eftirspurnar í Bandaríkjunum og minna framboðs frá aðildarríkjum OPEC. Nígería er fyrrverandi aðili að OPEC og selur olíu sína aðallega til Bandaríkjanna og Vestur-Evr- ópu. Verkfallsmenn i Nigeríu reyna fá herforingjastjórn landsins til þess að sleppa stjórnarandstæðingnum Moshood Abiola úr haldi og stjórna olíuiðnaði landsins betur. SÉRHÆÐ SÝIMD í DAG ÁLFHEIMAR 27 ( dag höfum við til sýnis ca 150 fm sérhæð í fjórbýli ásamt bilskúr. Á hæðinni eru 4 svefnherbergi, stofa og forstofuher- bergi ásamt geymslu en í kjallara er sameiginlegt þvottahús og sér geymsla. Ibúðin er nýmáluð og laus nú þegar. Sölumaður okkar verður á staðnum kl. 18.00 í dag. Ibúð í Hafnarfirði Nýkomin til sölu snyrtileg 3ja herb. íbúð 74 fm á mið- hæð við Köldukinn. Sérinng. Suðursvalir. Möguleg skipti á 2ja herb. íbúð. Verð 5,7 millj. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 50764. Sjávarútvegur Sölusamdráttur hjá Sæplasti TAP sem nam 8,2 milljónum króna varð á rekstri Sæplasts hf. fyrstu fjóra mánuði ársins. Ástæður taps- ins má fyrst og fremst rekja til samdráttar í sölu, en heildartekjur Sæplasts á þessu tímabili voru 92,3 milljónir króna sem er rúmlega 14% minni velta en fyrstu fjóra mánuð- ina 1993. Samdráttur í fjárfestingum Sala Sæplasts á fyrsta ársfjórð- ungi hefur undanfarin ár byggst á góðri sölu innanlands eins og segir í frétt frá fyrirtækinu. Ennfremur segir að nú horfi svo við að með minnkandi kvóta hafí dregið saman í fjárfestingum í sjávarútvegi auk þess sem verkfall sjómanna í janúar sl. hafí seinkað fjárfestingum veru- lega. Bókfært verð heildareigna Sæ- plasts 30. apríl sl. var 366 milljónir króna samkvæmt milliuppgjöri fé- lagsins. Þar af voru veltufjármunir 136.5 milljónir og aðrar eignir 229.5 milljónir. Heildarskuldir fé- lagsins voru á sama tíma 137,8 milljónir og eigið fé því 228,2 millj- ónir. Eiginfjárhlutfal! var skv. þessu 63% en var 66% um síðustu ára- mót. Veltufjárhlutfall Sæplasts var 2,0 30. apríl sl. en 2,75 um síðustu áramót. Aukin sala á trollkúlum í frétt Sæplasts segir að sölusam- drátturinn fyrstu fjóra mánuði árs- ins hafí komið fram bæði á innlend- um og erlendum mörkuðum. Þó hafí sala á trollkúlum erlendis auk- ist um 23% á milli ára. DOLLARI EKKI LÆGRI FRA STRIÐSLOKUM Dollarinn styrkti sig á þriðjudag eftir að gengi hans hafði fallið meira en nokkru sinnl frá striöslokum gagnvart yeni og hélt áfram að siga gagnvart öðrum gjaldmiölum. DM ______ ¥ 1,8 1,7 1,6 1,5 110 100 90 DM 1,5305 Þriðjud. Kl. 13.00 j fmamjj8°j Genqi i lok hverrar viku »!* - "4 "J'• ■ 1- ■ «is .. F M A M J J Gengi í lok hverrar viku Fer dollari í 95jen? Tókýó. Reuter. GENGI dollarans lækkar enn og búist er við að sú þróun haldi áfram, einkum gagnvart evrópsku gjaldm- iðlunum. Það ýtir svo aftur dollar- anum niður gagnvart japanska jen- inu. Er því spáð, að hann fari niður í 95 jen og 1,50 þýsk mörk. „Eins og nú er komið virðist ekk- ert geta stöðvað fall dollarans,“ sagði framkvæmdastjóri rafeinda- fyrirtækis í Japan. „Við útflytjendur erurn í alvarlegum vandræðum og neyðumst til að selja dollara til að geta staðið við samninga, sem skráðir eru í jenum.“ Japanskir út- flytjendur reyna að draga úr áhrif- um gengisbreytinganna með fyrir- framsamningum þar sem miðað er við ákveðið gengi á jeninu og yfir- leitt draga þeir fram á síðustu stund að selja dollara. Það eykur hins vegar bara þrýstinginn og sérfræð- ingar segja, að rétti dollarinn við, fari í um 100 jen, muni menn selja hver um annan þveran og þar með lækka gengið aftur. í Tókýó fór dollarinn í 96,95 jen en var í 97,07 þegar viðskiptum lauk í gær. Þá fengust 1,5266 mörk fyrir hann. Yfirlýsingar Bills Clinton Bandaríkjaforseta á leið- togafundinum í Napólí hafa ýtt undir gengislækkun dollarans en þá kvaðst hann ekki mundu biðja seðlabankann að hækka vexti og hann sagði dollarann ekki í neinu sögulegu lágmarki gagnvart evr- ópskum gjaldmiðlum. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON. framkvæmdástjori KRISTJAN KRISTJAIMSSON, loggiltur fasteignasau Til sýnis og sölu m.a. eigna: Glæsileg endaíbúð - gott verð 4ra herb. á 1. hæð við Hraunbæ 108,6 fm. Nýtt glæsilegt eldh. Sér- hiti. Tvennar svalir. 3 svefnherb. á hæð og eitt í kj. með snyrtingu. Ágæt sameign. Verð aðeins kr. 7,8 millj. Bankastræti - úrvalsstaður Verslunarhæð rúmir 110 fm. Kj. fylgir ásamt fleiru. Teikningar og nánari uppl. aðeins á skrifst. í nágrenni Vesturbæjarskóla Mjög góðar 5 herb. hæðir í reisul. steinhúsum. Eignask. mögul. Vinsam- legast leitið nánari upplýsinga. Á úrvalsstað í Þingholtunum Fyrsta hæð í reisul. þríbýlish. tæpir 100 fm. Mikið endurn. í „gömlum stíl“. Tiiboð óskast. í fremstu röð við Barðaströnd Vel byggt og vel með farið raðh. á tveimur hæðum með innb. bílsk. 221,2 fm. Frábært útsýni yfir sundin til Esjunnar og Akrafjallsins. Fyrir smið eða laghentan Á úrvalsstað við Safamýri 6 herb. sér efri hæð 144,5 fm nettó. Rúmg. suðursv. Þarfnast nokkurra endurbóta. Bilsk. 27,6 fm. Tilboð óskast. • • Höfum starfað í 50 ár. Almenna fasteignasalan sf var stof nuð 12. júlf 1944 AIMENNA ..._______.... FASTEIGNASAl AN Elsta fasteignasalan flandinu. LAUGAvÉGn?S?MARlvÍ5Ö^2Í37Ö

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.