Morgunblaðið - 13.07.1994, Page 14

Morgunblaðið - 13.07.1994, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Fleiri myrtir í Alsír FJÓRIR menn biðu bana í skotbardaga milli lögreglu og múslimskra öfgamanna við innganginn að sendiráði Ítalíu í Algeirsborg í gær. Daginn áður höfðu alsírskir byssu- menn drepið ellefu manns, þar af sjö útlendinga og tvo hátt- setta embættismenn. Ofbeldið í landinu jókst til muna eftir að stjórnvöld höfnuðu viðræð- um við íslömsku hjálpræðis- fylkinguna (FIS). Sprengjuárás- ir á Rhódos FIMM ferðamenn - Svíi, tveir Danir og tveir Grikkir - særð- ust lítillega þegar sprengja sprakk á Grand-hótelinu í Rhó- dos-borg í gær. Daginn áður hafði grískur ferðamaður særst alvarlega og ítali lítilsháttar í sprengjutilræði í bænum Lin- dos á Rhódos. Virðast tilræðin liður í skipulagðri tilraun til að skaða grísku ferðaþjónustuna. Hvalavinir kveðja Noreg ÁHÖFN skips Grænfriðunga, Sirius, bjó sig í gær undir að fara frá Noregi eftir að hafa fengið brottfararleyfí þótt þrír skipveijar hefðu verið ákærðir fyrir að skera lausan hval sem norskt hvalveiðiskip hafði veitt. Dómstóll á eftir að úr- skurða hvort það hafi verið lögmæt aðgerð. Rætt um meintar mútur FORSETI neðri deildar breska þingsins, Betty Boothroyd, hefur ákveðið að efnt verði til bráðafundar til að fjalla um örlög tveggja þingmanna sem uppvísir urðu að því að þiggja fé fyrir að bera upp ákveðnar fyrirspurnir. Forsetinn vill að ákveðið verði nánar hvar sið- gæðismörkin séu og hvenær hægt sé að fullyrða að þing- menn séu að þiggja mútur. 27. lelkvika , 9-10. júli 1994 Nr. Leikur: Röóin: 1. Forward - Jonsered - X - 2. GAIS - Oddevold - X - 3. Gunnilse - Elfsborg 1 - - 4. Kaimar - Stenungsund 1 - - 5. Kariskrona - HSsslehol - - 2 6. Ljungskile - Sleipner 1 - - 7. I.und - Örgryte - - 2 8. Sparta Prag - Halmstad - X - 9. Dinamo Dresden - Sion - X - 10. Adm. YVacker - Brondby 1 - - 11. Trelleborg - Duisburg 1 - - 12. Grashopper - Alborg 1 - - 13. Aus. Wien - Norrköping - X - Ileildarvinningsupphæðin: 51 milljón krónur | 13 réttir: 1 284.690 J kr. 12 réttír: | 7.260 ^ kr. 11 réttlr: | 690 | kr. 10 réttir: | 0 |kr. Rcuter. Alkominn til Gaza Gaza, Kaíró. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínu (PLO), kom al- kominn til sjálfsstjórnarsvæðis Palestínumanna á Gazasvæðinu í gær, eftir aldarfjórðung í útlegð. Hann var í fylgd konu sinnar og 30 aðstoðarmanna, og sagðist myndu snúa sér að endurreisn samfélags Palestinumanna á Gaza og í Jeríkó. Eftir komuna til Gaza hélt Arafat til fundar með sjálfs- stjórninni sem hann veitir for- sæti. Palestínskir heimildamenn sögðu að síðar myndi hann vænt- anlega eiga viðræður við fulltrúa Hamas, islömsku andspyrnuhreyf- ingarinnar, sem er andvíg friðar- samningum við Israela. Samningamenn PLO og ísraela hittust í Kaíró í gær og héldu áfram viðræðum um frekari sjálfsstjórn Palestínumanna. Með- al þess sem þeir ræddu voru mál- efni nokkurra þúsunda palestín- skra fanga sem enn sitja í ísraelsk- um fangelsum, og er Ahmed Yass- in, stofnandi Hamas, þeirra á meðal. Tengjast ekki Moskvu Kíev. Reuter. NÝKJÖRNIR leiðtogar Úkra- ínu og Hvíta Rússlands eru vinsamlegri í garð Rússlands en fyrirrennarar þeirra, en hafa gert lýðum ljóst að löndin munu fara eigin leiðir í stjórn- sýslu. Eftir að sigur var unninn höfnuðu báðir leiðtogamir öll- um hugmyndum um að stefn- an yrði tekin til aukinna tengsla við stjórnina í Moskvu. „Hvers vegna einungis við Rússa?“ sagði Leoníd Kuchma, forseti Úkraínu, þegar hann var spurður hvort kosninga- sigur hans myndi þýða meiri tengsl við Rússland. „Því ekki við Þýskaland? Bandaríkin? Eða jafnvel Taiwan?“ Lukashenko, sigurvegari í kosningunum í Hvíta-Rúss- landi, var enn beinskeyttari. „Við skulum hætta að leika rússneska leikinn. Rússar hafa sinna eigin hagsmuna að gæta, Hvíta-Rússland sinna eigin,“ sagði hann við frétta- menn á kosningadaginn. Rússneskir stjórnmálamenn voru ánægðir, þó stundum dálítið ráðvilltir, yfír úrslitum kosninganna í nágrannaríkj- unum tveim. Clinton Bandaríkjaforseti við Brandenborgarhliðið Berlín tákn óstöðvandi framsóknar lýðræðisins Berlín. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti ávarpaði í gær mannfjölda við Branden- borgarhliðið í Berlín og. sagði að Bandaríkjamenn myndu ávallt styðja borgarbúa. Clinton hefur í Þýskalandsferð sinni fagnað sameiningu þýsku ríkjanna og hvatt til þess að Þjóðveijar verði atkvæðameiri í alþjóðamálum í samræmi við efnahagslegt vægi þeirra og stöðu meðal Evrópuþjóða. Reuter Kantaðar kartöflur Matreiðslumaðurinn Roger OLoughlin sýnir kantaða kartöflu á ráð- stefnu kartöfluræktenda í Ástraliu. Sagt er að Ástralir hafi þróað kantaðar kartöflur sérstaklega til framleiðslu á kartöfluflögum. Bandaríkjastjórn um brottvísun eftirlitsmanna frá Haítí Rétt að íhuga innrás Sameinuðu þjóðunum, Berlín. Reuter. Herforíngjastjórnin á Haítí ákvað í fyrradag að vísa úr landi 88 alþjóð- legum eftirlitsmönnum, sem áttu að rannsaka stöðu mannréttinda- mála þar. Stjórnvöld í Bandaríkjun- um og fleiri löndum brugðust hart við brottvísuninni og Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að hún réttlætti þá ákvörðun hans að íhuga innrás í Haítí. Clinton kvaðst vona að brottvís- unin yrði til þess að Sameinuðu þjóðimar hertu refsiaðgerðirnar gegn Haítí. „Við verðum að binda enda á þetta,“ sagði forsetinn, sem lét svo um mælt í vikunni sem leið að það myndi ráðast að miklu leyti af aðgerðum herforingjastjórnar- innar hvort hann féllist á valdbeit- ingu til að koma þjóðkjörnum for- seta Haíti, Jean-Bertrand Aristide, aftur til valda. Madeleine Albright,. sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum, las í fyrrakvöld harðorða yfirlýsingu frá Bandaríkjunum, Frakklandi, Kanada, Argentínu og Venezuela. „Síðasta ögrun herforingja- stjórnarinnar á Haítí verður aðeins til þess að efla þann ásetning um- heimsins að finna endanlega lausn á vandanum," sagði í yfirlýsing- unni. „Brottvísunin sýnir að þörf er á skjótum og afgerandi aðgerð- um af hálfu Sameinuðu þjóðanna til að binda enda á Haítí-vandann þannig að koma megi á lýðræði þar að nýju.“ Samtök Ameríkuríkja samþykktu einnig yfirlýsingu þar sem brottvís- unin er fordæmd en sendiherra Belize sagði hana „svo meinlausa að hún skiptir ekki máli“. Banda- ríkjamenn höfðu lagt til að í yfirlýs- ingunni yrði hvatt til þess að „öllum viðeigandi aðferðum“ yrði beitt sem fyrst til að leysa vandann en því var hafnað þar sem önnur ríki töldu það jafngilda samþykki við innrás. Nokkur aðildarríkja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eru treg til að fallast á innrás í Haítí og síðan alþjóðlega friðargæslu. Fyrir rúmum þrem áratugum, er kalda stríðið stóð sem hæst og Vest- ur-Berlín var eins og frjáls eyja umlukin landi kommúnista, flutti John F. Kennedy Bandaríkjaforseti fræga ræðu í Berlín og hét íbúunum stuðningi. Átta af síðustu tíu Banda- ríkjaforsetum hafa heimsótt borgina en Clinton er sá fyrsti sem fær tæki- færi til að flytja ávarp sitt austan við Brandenborgarhliðið, skammt frá mörkunum þar sem Berlínarmúrinn klauf borgina á árunum 1961 til 1989. Clinton sagði við komuna til borg- arinnar að tími væri kominn til að miðla því sem hann nefndi „allsnægt- ir frelsisins" um allan heim. „Þessi mikla borg var svo lengi tákn frelsis- sóknar um allan heim. Núna er hún tákn mikilvægustu grundvallarsann- inda nútímans, óstöðvandi framsókn- ar lýðræðisins". Clinton hefur lýst eindregnum stuðningi við einingu Evrópu og sagt að samstarf Bandaríkjamanna og Þjóðveija sé „einstakt“. Það sé grundvöllur að því að treysta frið í álfunni, efla samvinnu við nýfrjálsu þjóðirnar austan við Þýskaland og leysa átök á borð við Bosníustríðið. Samband Bandaríkjamanna og Breta hefur löngum verið sagt ein- stakt í skálaræðum en Bandaríkja- forseti sagði í fyrradag að tengslin við Breta væru fyrst og fremst sögu- leg, samskiptin við Þjóðveija væru nú líklega mikilvægari. Breskir emb- ættismenn sögðu í gær að með um- mælum sínum væri Clinton aðeins að benda á staðreyndir. Aðrir, þ. á m. formaður utanríkismálanefndar þingsins, David Howell, töldu að Clinton ætti að sýna meiri varkárni í svo viðkvæmu máli, hann ætti að ráðfæra sig við fólk sem þekkti sögu Evrópu og aðstæður allar. Hættulegt gæti verið að efla metnað Þjóðveija um of. Siiddeutsche Zeitungog fleiri þýsk blöð benda á að þótt Kohl hljóti að þykja lof Clintons gott verði hann að gæta þess vel að styggja ekki bandamenn sína í Evrópu sem sumir hveijir óttast að Þjóðveijar muni neyta aflsmunar ef þeir telji þörf á því. Þess vegna hafi Kohl í svörum sínum ávallt minnt á mikilvægi evr- ópskrar einingar sem hann hefur árum saman fullyrt að sé besta tryggingin fyrir því að nágrannarnir þurfi ekki að sameinast enn á ný gegn Þýskalandi. I I ) > I i i i í i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.