Morgunblaðið - 13.07.1994, Page 15

Morgunblaðið - 13.07.1994, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994 15 ERLENT Reuter KIM Jong-il, ríkisarfi í Norður-Kóreu, með skjal í hendi. Hann virðist vera flestum mikil ráðgáta og enginn veit hvers er af honum að vænta. Kim Jong-il, væntanlegur leiðtogí í N-Kóreu Umbótasinni eða óútreiknanlegnr áfengissj úklingnr ? KIM Il-sung, Leiðtoginn mikli, sem Norður-Kóreumenn syrgja sem ákafast, naut aldrei mikillar virðingar í vestrænum fjölmiðlum og son- ur hans og væntanlegur arftaki, Kim Jong-il, gefur honum ekkert eftir í því. Honum hefur verið lýst sem óútreiknanlegum áfengissjúklingi og kvennamanni, sem hefur meðal annars flutt inn erlendar vændiskon- ur, og orðlagður er áhugi hans á kvikmyndum. Sagt er, að hann eigi sjálfur 20.000 myndir og stjórni auk þess sjö kvikmyndaverum. Leyniþjónustumenn í Suður- Kóreu fullyrða, að Kim yngri hafi sjálfur lagt á ráðin um nokkur hryðjuverk á síðasta áratug, meðal annars þegar s-kóreskri farþega- flugvél var grandað í lofti með sprengju 1987, en fyrir þessu eru þó ekki neinar beinar sannanir. Er- lendir stjórnarerindrekar í Pyong- yang hafa hins vegar séð erlenda „menningarhópa", eingöngu konur, í fylgd með Kim og haft er eftir heimildum, að hann hafi látið ræna s-kóreskum kvikmyndaleikstjóra og konu hans seint á síðasta áratug til að láta hann framleiða myndir í Norður-Kóreu. Ekki mikill fyrir mann að sjá Kim þykir ekki glæsilegur á velli. Stuttur og digur, með gleraugu og úfið hár og í klæðaburði eins og kínverskur verksmiðjustjóri. Faðir hans bjó yfir vissum persónutöfrum en sjálfur virðist hann alitaf vera óhamingjusamur og eins og á nálum. Þeir, sem hafa hitt hann, lýsa honum jafnt sem feimnum og frekum en Kim líður augljóslega illa í návist útlendinga og þar er kannski komin skýringin á því, að engir útlendingar verða við útför föður hans 17. júlí. Norður-Kóreumenn, sem hafa flú- ið land, gefa hins vegar þá lýsingu á Kim Jong-il, að hann sé „tæknióð- ur“, með mikinn áhuga á tölvum og erlendum gervihnattasendingum, til dæmis útsendingum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. „Kim Jong- il fylgist vel með því, sem gerist í heiminum," er haft eftir fréttaskýr- anda einum. Dapurleg æska Það er kannski ekkert undarlegt þótt Kim Jong-il sé ekki mjög örugg- ur um sig. Hann fæddist í sovéskum herbúðum í Khabarovsk í febrúar 1942 og samkvæmt s-kóreskum heimildum átti hann erfiða æsku í Síberíu. Faðir hans fór illa með móður hans og þegar hún féll skyndilega frá kvæntist hann óðara aftur. Þótt ekki væri mjög ástríkt með þeim feðgum varð snemma ljóst, að Kim Il-sung vildi, að sonur sinn tæki við af sér. Kim Jong-il nam við Mangy- ongdae-byltingarskólann, sem er eingöngu fyrir börn ráðamanna, og lauk síðar námi í pólitískri hagfræði við Kim U-sung-háskólann. Heimild- ir eru um, að hann hafi verið við nám í stuttan tíma í Austur-Þýska- landi. Námsárin notaði hann að kór- eskri siðvenju til að rækta vinskap við rétta menn, þá, sem nú eru í æðstu embættum og hans helstu bandamenn. Kim var opinberlega útnefndur eftirmaður föður síns 1980 en það hefur aldrei verið sátt um það innan ijölskyldunnar. Stjúpmóðir hans heldur fram syni sínum, Kim Pyong- il, og Kim Yong-ju, frændi Kim Jong-ils, hefur einnig þótt koma til greina. Sagt er, að Kim Il-sung hafi ætlað honum ríkið þar til ákveðið var, að sonur hans fengi það. Kim Yong-ju hvarf alveg úr sviðsljósinu um miðjan áttunda áratuginn eða þar til hann kom fram aftur í desem- ber sl. og þá sem varaforseti. Andvígur persónudýrkun? Persónudýrkunin á Kim Jong-il er ekki minni en á föður hans. Hann er kallaður „Leiðtoginn ástkæri" og í áróðrinum eru honum eignuð alls kyns afreksverk. Landflótta Norður- Kóreumenn' segja þó, að Kim Jong- il hafi oft látið í ljós andúð á lotning- unni, sem umvefur hann, jafnvel þótt hann hafi átt sinn þátt í að koma henni á. Kim Jong-il virðist haldinn löngun til að sanna sig fyrir sjálfum sér og losa sig við skugga föður síns. Það er því hugsanlegt, að hann kasti fyrir róða kenningum föður síns um sjálfsþurftarbúskapinn og opni Norður-Kóreu fyrir umheiminum. Hið úthverfa innsæi MYNPLIST Norræna húsið SUMARSÝNING RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR REAM Opið alla daga 14-19 til 7. ágúst. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá 200 krónur. SUMARSÝNING Norræna húss- ins í ár er úrval málverka eftir hina mætu listakonu Ragnheiði Jónsdótt- ur Ream (1917-1977), er féll frá á hátindi ferils síns aðeins 61 árs að aldri. Sagan segir okkur einungis af örfáum undrabörnum í listum, því að siík er sérstaða myndlistar, en mun fleiri einstaklingum er hófu að mála er þeir voru komnir til nokkurs þroska, en náðu þó umtalsverðum árangri. Myndlistin hefur einnig þá sér- stöðu, að alrangt er að vera með afmarkaðar aldursgreiningar, vegna þess að í sumum tilvikum er um sérgáfu að ræða, og svo ekki alltaf spurn um upplag, heldur öðru frem- ur seiglu og hæfileika til að þroska skapandi gáfur sínar. Og menn verða að fara afar varlega við að flokka myndlistarmenn eftir aldri, því ferskir og virkir listamenn eru alltaf ungir. Svo eru þeir til sem þurfa ekki að ganga í listaskóla, því að þeim eru gefnir hæfileikar til að þroska skapandi gáfur sínar og verða ósjaldan hámenntaðir i sínu fagi. Þá staðna sumir tiltölulega snemma á listferli sínum og enn aðrir blómstra fyrst á gamals aldri. Þetta eru einungis almennar og viðteknar staðreyndir, en við hæfi að rifja þær upp hér, vegna þess að Ragnheiður Jónsdóttir Ream var orðin 37 ára gömul þegar hún hóf að mála. Agað en framandi myndmál Ekki kom það þó í veg fyrir, að með árunum varð Ragnheiður ein gagnmenntaðasta listakona sem ís- lendingar hafa eignast og myndmál hennar fljótlega eitt hið agaðasta, sem hér sást á sýningum. Voru það því lítil undur, að hún hlyti fljótlega meðbyr og góðar móttökur starfs- bræðra sinna, þrátt fyrir að sitthvað í túlkun hennar á landslagi og eink- um litameðferðin væri þeim fram- andi. Eftir að hún var samþykkt sem meðlimur FÍM, liðu ekki mörg ár þar til hún var kosin í sýningar- nefnd, og var um tíma formaður hennar, sem var mikil áhrifa- og virðingarstaða á árum áður. Það hefur án vafa ráðið miklu um velgengni Ragnheiðar, að hún hneigðist fljótlega að þeim stíl sem augljóslega hentaði upplagi hennar, og að baki átti hún langt tónlist- arnám og hafði í hyggju enn frekara nám í píanóleik, er hún fyrir duttl- unga örlaganna sneri sér að mynd- listinni. Tónlistarnám krefst mikillar einbeitni, samfelldrar vinnu og aga, sem eru einmitt grunnþættir árang- urs í myndlist, og ekki þýðir að dreifa kröftunum um of, heldur gefa sig allan. Áhrifavaldar Annað sem ber að athuga, er að á þeim tíma sem Ragnheiður var við nám við myndlistadeild háskólans í Washington (1954-1959), átti sér- tækur ljóðrænn myndstíll dijúgu fylgi að fagna, og síðan fylgdi upp- gangur hins úthverfa innsæis í mál- verki með stórstirni eins og William de Kooning, Franz Kline og Richard Die- benkorn í fararbroddi. Hinn síðastnefndi var sýnu ljóðrænastur og eru áhrif hans auðsæ í málverkum Ragnheið- ar, en hins vegar bjó hún yfir svo mótuðu upplagi, að hún var sem óðast að bijóta áhrifin undir eigin persónu- leika er hún féll frá. Minnisstætt er framlag hennar til Haustsýning- arinnar 1974, er þær stóðu í mestum blóma, en þá vildu flestir í nefndinni festa sér myndir hennar, og formaðurinn gat látið það eftir sér. Hann merkti sér málverkið „Kaffibolli", sem þá var nýmálað og var ekki aðeins ein af perlunum á Haustsýningunni, heldur telst hún það einnig á sýningunni í Norræna húsinu. Alla tíð var Ragnheiður mjög höll undir stílbrögð á frekar afmörkuðu sviði, en vann frábærlega vel úr þeim möguleikum sem hún hafði handa á milli, þannig að hver og ein er augljóslega afkvæmi sérstakrar lifunar, þótt sumar hafi keimlíkt yfirbragð, og svo skín sterkur per- sónuleiki listakonunnar úr þeim öll- um. Fjölbreytilegur andblær marg- víslegra viðfangsefna og fyrirbæra úr náttúrunni eins og flæðir út úr dúkunum og grípur skoðandann föstum tökum, sem um leið eins og skynjar næmleika og geðhrif lista- konunnar. Sannverðug sýnishorn Landslagið telst aðalviðfangsefni Ragnheiðar, en síðustu árin virðist hún í auknum mæli hafa lagt áherslu á hliðarstefið, sem voru samstilling- ar eða kyrraiífsmyndir, sem sýnast þeim mun efnismeiri sem þær eru einfaldari. Tekist hefur að ná saman mjög samfelldu og sannverðugu sýn- ishorni af listsköpun Ragnheiðar og það er dregið fram hvernig árstíðirn- ar höfðuðu til hennar í litanotkun. Þannig hafa myndir eins og „Klettar og snjór“ (1) og „Klettar 9“ (3) ótví- ræðan svip af vetri, en myndir eins og „Ölfus“ (9), „Sólvellir" (10) og Hofsvellir (13) bera greinileg svip- mót hásumars, og þær eru um leið yfirmáta blíðar, mjúkar og ljóðrænar í blæbrigðaríkri útfærslu. A stundum nálgast vinnubrögðin hið hreint skynræna óhlutlæga svið, og þá er eftirtekt- arvert hve einfaldur tjákrafturinn er mikill. A það einkum við er listakonan var óspör á rauða litinn og ábúða- miklar formeiningar, eins og kemur fram í myndunum „Landslag“ (1977), sem mun vera ein af síðustu myndum hennar, „Eldgos“ (7), „Klettaveggur" (8) , „Rautt landslag" (14) og „Þverhnípi" (19). Rauði liturinn skiptir annars miklu í mörgum myndheildunum og þó ekki sé það nema í formi eins eða tveggja örmjórra strika einhvers staðar á myndfletinum. En þá skipt- ir líka öllu að þau séu hárrétt stað- sett, magni upp og vinni með heild- inni, og hér var Ragnheiður fundvís með afbrigðum. Aðai mikilla listamanna telst ein- mitt hæfileikinn til að ná miklu úr litlu ef því er að skipta, og ekki þurfti Ragnheiður stóru dúkana til að töfra fram dijúgan galdur. Það eru hinar gullfallegu samstillingar nr. 23-26 til vitnis um, sem eru jafn- framt málaðar af myndrænum (mal- erískum) tilfínningahita. Og loks birtast fáguðustu eiginleikar hennar í dúkum sömu gerðar svo sem „Kaffibolli" (21) og „Kvöldkaffí“ (33), en þar magnar einn aflangur þrístrendur ljósgeisli upp dularfulla og seiðmagnaða stemmningu inni í mjög dökkri umgjörð, einfaldrar og markaðrar burðargrindar. Ragn- heiður Jónsdóttir Ream kunni þann- ig að nýta guðsgáfu sína á sviði myndlistar og þá möguleika sem hún hafði milli handanna, spila á marga strengi blæbrigða án þess að um nokkur hliðarstökk væri að ræða. Listferill hennar er eins og beinn og lygn farvegur, og þó að yfirborðið kunni að gárast er í djúpinu friður og ró. Einföld, falleg og vel hönnuð sýn- ingarskrá, prýdd nokkrum litmynd- um, liggur frammi, og er inngangur eftir K. Torben Rasmussen, -for- stöðumann Norræna hússins, en Hrafnhildur Schram listsögufræð- ingur gerir grein fyrir ferli Ragn- heiðar í stuttum formála, og er rit- málið bæði á íslenzku og dönsku. Bragi Ásgeirsson Ragnheiður Jónsdóttir Ream Norræn myndlist 1995 NORRÆNA ráðherranefndin ákvað í vor að veita 1,5 milljónir danskra króna í verkefnið Norræn myndlist 1995. Verkefnið fær einnig styrk frá norræna menning- arsjóðinum. Norræn myndlist 1995 verður umfangsmesta kynn- ing sem sett hefur verið upp á norræni myndlist. Áætlað að að sýningar á norræni samtímalist verði settar upp á öllum Norður- löndunum. Einnig á að setja upp minni sýningar og atriði þar sem norræn list verður í brennidepli. Stefnt er að því að setja upp viðamikla sýningu á norræni myndlist, Nordisk Documenta, í Kaupmannahöfn 1996. Jafnframt á að gefa út tímaritið Nordisk Katalog. Að lokum er í bígerð að koma á fót norrænum myndlistar- verðlaunum svipuðum þeim sem ráðherranefndin veitir fyrir bók- menntir og tónlist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.