Morgunblaðið - 13.07.1994, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
TILBOÐSRÉTTIR
TOURIST MENU
Fyrir alla fjölskylduna
heima og heiman.
Veitingastaðir víða um land innan
Sambands veitinga- og gistihúsa bjóða
TILBOÐSRÉTTISVG, þar sem áhersla er
lögð á staðgóðan mat á góðu verðí.
TILBOÐSRÉTTIR gilda allt árið.
Hádegisverður Kvöldverður
Þátttakendur í Tilboðsréttum SVG 1994
Reykjavík:
Café Ópera
City Hótel
Gafl-lnn
Gaukur á Stöng
Hótel Holiday Inn
Hótel Lind
Hótel Loftleiðir
La Prima Vera
Lauga-ás, Hótel Esja
Lækjarbrekka
Óðinsvé
Pisa
Pizzahúsið
Utan Reykjavíkur:
Hótel Edda
Hótel Stykkishólmur
Hótel Edda
Hótel Flókalundur
Hótel Edda
Hótel ísafjörður
Hótel Edda
Hótel Edda
Staðarskáli
Hótel Edda
Hótel Vertshús
Hótel Edda
Hótel Blönduós
Blönduskáli
Hótel Áning
Hótel Varmahlíð
Hótel KEA,
Greifinn
Hótel Edda
Hótel Edda
Hótel Húsavík
Hótel Reynihlíð
Hótel Tangi
Hótel Edda
Hótel Valaskjálf
Hótel Edda
Hótel Egilsbúð
Hótel Skálavík
Hótel Bláfell
Hótel Framtíð
Hótel Höfn
Hótel Edda
Hótel Flúðir
Hótel Edda
Hótel Edda
Hlíðarendi
Hótel Selfoss
Fossnesti
Hótel Valhöll
Hótel Edda
Hótel Edda
Hótel örk
Duggan
Lækjargata 2
Ránargötu 4a
Dalshrauni 13, Hafnarfjörður
Tryggvagötu 22
Sigtúni 38
Rauðarárstíg 18
v/Hlíðarfót
Kringlunni 7
Suðurlandsbraut 2
Bankastræti 2
v/Óðinstorg
Austurstræti 22
Grensásvegi 10
Reykholti
Vatnsási, Stykkishólmi
Laugum, Sælingsdal
Patreksfirði
Núpur, Dýrafirði
Silfurtorg 1, (safirði
Reykjanesi, (safirði
Hrútafirði, V-Húnavatnssýslu
Reykjum, Hrútafirði
Laugabakka, Hvammstanga
Norðurbraut 1, Hvammstanga
Húnavöllum
Aðalgötu 6, Blönduósi
Hnjúkabyggð 34, Blönduósi
v/Sauðárgil, Sauðárkróki
Seyluhreppur, Skagafirði
Súlnabergi Hafnarstræti 89, Akureyri
Glerárgötu 20, Akureyri
Þelamörk
Stóru-Tjömum
Ketilsbraut 22, Húsavík
Mývatnssveit, Reykjahlíð
Hafnarbyggð 17, Vopnafirði
Eiðum
v/Skógarströnd, Egilsstöðum
Hallormsstað
Egilsbraut 1, Neskaupstað
Skólavegur 49, Fáskrúðsfirði
Breiðdalsvík
Vogaland 4, Djúpavogi
Höfn, Hornafirði
Nesjaskóli, Höfn, Homafirði
Kirkjubæjarklaustri
Flúðum
Skógum
Austurveg 3, Hvolsvelli
Eyrarvegi 2, Selfossi
Austurvegi 46, Selfossi
Þingvöllum
Húsmæðraskólanum, Laugarvatni
Menntaskólanum, Laugarvatni
Breiðamörk 1, Hveragerði
Hafnarskeiði 7, Þorlákshöfn
Geymið auglýsinguna
FERÐALÖG
Á HENGILSSVÆÐINU eru hverir af ótal gerðum
Göngnr um Hengils-
svæðið og Heklu
í SUMAR gefst kostur á reglubundn-
um gönguferðum um Hengilssvæðið
og upp á Heklu og taka þær einn
dag. Það er Haraldur Öm Haraldsson
sem annast ferðirnar, en hann er
reyndur fjallamaður og hefur m.a.
gengið yfir Grænlandsjökul á skíð-
um.
Hengilssvæðið er mikilfenglegt
göngusvæði og er gengið frá slysa-
varnaskýlinu á Hellisheiði og endað
í Nesbúð á Nesjavöllum. Það eru
væntanlega ekki margar gönguleiðir
sem státa af jafn mörgum og glæsi-
legum hverum, því þar eru leirhver-
ir, gufuhverir og vatnshvenr af öllum
stærðum og gerðum. Dalirnir eru
grösugir og mikið fuglalíf. Útsýni
er víða fagurt til norðurs og suðurs.
Hægt er að fara í hverabað og
ættu áhugasamir að taka með sér
sundföt og einnig er gott að vera
vel skóaður. Gangan er um 12 km
löng. Farið er á laugardögum og
þriðjudögum.
Hvað varðar Hekluferðirnar er
ekið í Skjólkvíar við norðurenda
Heklu og gengið upp norðurhrygg-
inn. Gönguferðin tekur um 7 klst.
Farið er á Heklu á mánudögum.
Upplýsingar og bókanir eru hjá
ferðaskrifstofunni ADDÍS.
Upplýsingamiðstöð opnuð
á Eyrarbakka
„VIÐ HÖFUM opnað upplýsinga-
miðstöð fyrir ferðamenn í Skúm-
staðahverfinu á Eyrarbakka. Þar
höfum við á reiðum höndum upp-
Iýsingar um ýmislegt sem í boði
er innanlands í sumar,“ sagði Jó-
hanna Leópoldsdóttir, þegar frétta-
ritari kom við í nýopnaðri upplýs-
ingamiðstöð fyrir ferðamenn, sem
Ströndin, atvinnuþróunarfélag
kvenna, Eyrarbakkahópur, stendur
að.
„Atvinnuþróunarfélagið okkar
nær yfir Ölfushrepp, Eyrarbakka
og Stokkseyri," bætti Jóhanna við.
„Það er ýmislegt á döfinni hjá okk-
ur á næstunni. Við vorum með
markaðsdag á Eyrarbakka síðast-
liðinn laugardag. Sams konar
markaður verður í Þorlákshöfn 9.
júlí og 16. júlí á Stokkseyri.“
Jóhanna upplýsir að konurnar í
Eyrarbakkahópnum ætla að skipt-
ast á um að vera í upplýsingamið-
stöðinni, sem er til húsa í Inghól,
litlu húsi, vestarlega í þorpinu. Þær
reka upplýsingamiðstöðina með
styrk frá Eyrarbakkahreppi.
—---------------------
Ykkar fólk í fjöllunum
Nýr og fjölbreyttur sérréttamatseðill
Opið öll kvöld
, Skíðaskálinn^gfljjÍE)! Hveradölum
8 Sími 672020, fax 872337.
f*
ísland
Sækjum
þaöhebn!
Tialdstæði m| V Viðiegu- búnaður
Landsbyggðarfólk
í Hafnarfirði er gott að tjalda.
Engin stórborgarumferð, fallegt umhverfi
og frítt í sund. Verið velkomin.
Tjaldsvæðið Vfðistaðatúni.
Laugarás í Biskupstungum
Fjðlskyldutjaldstæði miðsvæðis í upp-
sveitum Árnessýslu - einstakt skjól -
verslun - góð hreinlætisaðstaða.
Tilvalið til Iengri eða skemmri dvalar.
Tjaldalefga - tjaldasala
Samkomutjöld,
fjölskyldutjöld,
útivistarfatnaður,
Ævintýrasiglingar um Breiöafjörð gönguskór,
með skelveiði og smökkun tjaldaviðgerðir.
Fjölbreytt fuglalíf - Lifandi leiðsðgn -
Gisting við allra hæfi
Stykkishólmi, s. 93-81450. símar 19800 09 13072‘
Fjölbreyli-
leg dagskrá
á Ólafsvík-
urvöku
ÓLAFSVÍKURVAKA verður haldin
í Ólafsvík 14.-17. júlí. Slík hátíð var
haldin í fýrsta sinn í fyrra og tókst
hún mjög vel að sögn aðstandenda
hátíðarinnar.
Sérstök áhersla er lögð á fiskveið-
ar og fiskvinnslu á vökunni í ár.
Verður efnt til sýningar á veiðarfær-
um og öðru sem tengist sjávarút-
vegi. Pakkhúsið er 150 ára gamalt
og þar verður sýning á munum og
ljósmyndum sem tengjast sögu bæj-
arins. í húsinu verður upplýsingamið-
stöð fyrir ferðamenn meðan á vök-
unni stendur og þaðan verða skipu-
lagðar gönguferðir um Ólafsvík og
nágrenni. I grunnskólanum verður
lista- og handverkssýning heima-
manna.
Þá gefst fólki kostur á að fara í
snjósleðaferðir upp á Snæfellsjökul á
vegum Sævars Hanssonar, jöklafara.
Á föstudag og laugardag verður sjó-
stangveiðikeppni og síðari daginn
útimarkaður við Ólafsbraut kl.
14-17. Að honum loknum verðurefnt
til grillveislu í sjómannagarðinum
með ýmsum uppátækjum. I húsnæði
Hróa gefst fólki kostur á að aka
„Go-Kart“ bifreiðum.
Frá föstudegi til sunnudags verður
sérstök útvarpsstöð, Útvarp Ólafs-
vík, með útsendingar í tengslum við
vökuna á FM 94,2. Þá verða skemmt-
anir i félagsheimilinu Klifi bæði
föstudags- og iaugardagskvöld.
------♦--------
Nýtt tölublað
Flóka komið út
NÝLEGA kom út ferðamálablaðið
Flóka sem er upplýsingarit fyrir
ferðamenn um þjónustu á Vestfjörð-
um. Upplag þess er 8.000 eintök
sem er dreift ókeypis um landið á
flugvöllum, í ferjum, á hótelum,
upplýsingamiðstöðum og víðar.
Meðal efnis er kynning á Vigur,
Flatey, Patreksfirði, Þingeyri, Skrúð
á Núpi í Dýrafirði, Suðureyri o.fl.,
söfnum sem opin eru í sumar og
að ógleymdu grein um sérstöðu
Vestfjarða, og Vestfirðinga. Sagt
er frá ýmsum uppákomum á Vest-
fjörðum í sumar og kynntir ferða-
möguleikar í V-Barðastrandasýslu.
Flóki er gefinn út í samráði við
Ferðamálasamtök Vestfjarða,
sveitastjómir og ferðaþjónustuaðila
í fjórðungnum. Ritstjóri og ábyrgð-
armaður er Pétur Bjamason. Tíma-
ritið kemur út einu sinni á ári.
FERÐIR í
VIKUNNI
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
Á MIÐVIKUDAG 13.júlí verður
gengið áfram með strönd Kolla-
íjarðar. Mæting við Hafnarhús-
ið kl. 21.
Þaðan er gengið vestur í
Ánanaust og með sjónum út í
Örfirisey og að Hafnarhúsinu
en þar lýkur göngunni. Öllum
er heimil þátttaka.
mm
- svefnpokapláss