Morgunblaðið - 13.07.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.07.1994, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GARÐAR FINNSSON + Guðmundur Garðar Finns- son fæddist á Kaldá í Ön- undarfirði 14. október 1920. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 2. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Langholtskirkju í gær. ÞEGAR ég frétti lát föðurbróður míns Garðars Finnssonar skipsstjóra flaug hugurinn nokkra áratugi aftur í tímann. Árið 1953 fluttist hann með fjölskyldu sinni frá ísafirði til Akraness og þar hófust kynni fjöl- skyldna bræðranna, hans og Jóhann- e'sar föður míns. Garðar og Gógó áttu þá þegar fjögur börn, Sigríði, Steinunni, Matthías og Finn Gísla en Bjarni og Garðar Sigurbjöm eru fæddir á Akranesi. Það fór ekki fram hjá neinum, hvorki skyldum né óskyldum að þetta var afar fríður hópur glæsilegra einstaklinga. Og öll höfðu þau sérlega heillandi bros. Á Akranesi voru á mínum upp- vaxtarárum tvenns konar hetjur af karlkyni. Það voru knattspymukapp- ar og aflakóngar. Garðar var ekki lengi búinn að eiga heima í þessu fiskiplássi þegar hann var kominn í fremstu röð sjósóknara og orðinn frægur aflaskipstjóri. Og það varð keppikefli ungra manna að komast í skipshöfn hjá Garðari Finnssyni. Ég var því ekki nema bam þegar ~Aég varð vör við að það stafaði sér- stökum ljóma af þessum frænda mínum. Á unglingsárum fór ég að heyra þjóðsögur af fískni hans og sóknarhörku. Sögumar fylltu mig stolti, þótt ég ætti engan þátt í af- reksverkum hans og vissi tæplega hvemig þau voru unnin. En ég vissi að menn sem fluttu aflann að landi eins og Garðar frændi voru sjaldan heima hjá sér. Það þýddi ekki að fara í heimsókn á Skagabrautina og búast við að hitta Garðar heima. Þó fundum við börnin skýrast á stórhátíðum eins og jólum og nýári hvemig sjómannslífið var öðru vísi en líf annarra manna. Ég minnist jólaboða heima hjá Garðari og Gógó sem skyndilega breyttust úr glaðri skemmtun í römmustu alvöru. Það var að líða að miðnætti á jóladags- nótt, bragðið af heitu súkkulaði og kökum var Ijúft í munninum, ljósin í stofunni héldu náttmyrkri og vetr- arkulda utan dyra og spilamennskan stóð sem hæst þegar húsbóndinn varð skyndilega að rísa upp frá borð- um, klæða sig í vinnugallann og fara á sjó. Út í nóttina, myrkrið og kuld- ann. Það var kominn annar í jólum og jólaleyfi sjómanna lokið. Mér fínnst að veðrið hafi verið ískyggi- legt. Mér finnst ég muna áhyggju- svip á andlitinu á Gógó í eldhúsinu. En ekki kvartaði Garðar, þótt allir aðrir ættu frí. Og ekki kvörtuðu krakkamir hans, frændsystkini mín. Þetta var þeirra daglega brauð. Svo kom að því að við bróðir minn fengum að fara með Garðari frænda á sjó. Þá var hann með Höfrung III, en Höfrungamir þrír höfðu allir ver- ið mestu happa- og aflaskip undir hans stjórn í flota Haraldar Böðvars- sonar og Co. 0g aflasæld hans á þessum skipum varð landsfræg á síldarárunum. Þá fylgdust Akurnes- ingar ekki síður með fréttum af því í útvarpi, hvaða skip voru að fá flest mál og tunnur á miðunum fyrir norð- an land en hinu hvemig gengi Skag- aliðsins var í fótboltanum. Hvort tveggja var hörkukeppni og svona álíka spennandi fyrir áhorfendur. En annað var tiltölulega meinlaus leik- ur, hitt var eins og vítamínssprauta inn í allt efnahagslífið. Þá held ég að frændi minn hafi efnast nokkuð og aflakóngurinn af Akranesi varð á meðal skattakónga á Skaga. Hann var því enginn smákalli, „kallinn" sem kynnti okkur systkinin fyrir síldarævintýrinu á lokaskeiði þess. Þetta var á haustsíld og síldin var komin vestur undir Snæfellsjök- ul. Við sigldum út Faxaflóann í blíð- skaparveðri I morgunsárið og lyktin af nótinni lifir enn í vitum mér. Um kvöldið hrepptum við brælu og leið- indaveður og pabbi okkar, sem var einn af skipshöfn Garðars, sendi okkur í koju. Um nóttina þegar ver- ið var að kasta á síldina vorum við vakin til þess að horfa á ævintýri ævintýranna, fulla nót af þessu spriklandi, silfraða sælgæti handa útlendingum, einkum Svíum. Og við stóðum uppi í brúnni hjá frænda okkar og fylgdumst með því hvernig skipshöfnin hlýddi fyrirmælum hans og vann eins og einn maður á velt- andi upplýstu dekkinu fyrir neðan okkur. Þrátt fyrir veiðigleðina og æsinginn undir niðri var merkileg ró yfir Garðari þar sem hann hallaði sér út um brúargluggann með sígar- ettuna í munnvikinu og kallaði niður til mannanna. Röddin var sterk og fyrirskipandi og hann fylgdi fast eft- ir því sem hann sagði. Hann var ekkert að yrða á okkur systkinin að óþörfu enda búinn að sýna okkur siglingabúnaðinn og síldarleitartæk- in á útstíminu. Hann stóð þarna þétt- ur á velli og þéttur í lund eins og segir í sjómannasöngnum, herða- breiður, nefstór og veðurbarinn og bæði skip og mannskapur létu að hans stjórn. Kannsi var hann örlítið stirður í hreyfingum því hann var slæmur í bakinu um þessar mundir og gekk í stífu belti. Annars hafði hann þetta kjagandi sjómannsgöngu- lag. Það var súld og rigning þessa ógleymanlegu nótt og jökullinn var úfmn og svartrákóttur og alls ólíkur þessari upphöfnu hvítu keilu sem blasir við okkur frá Akranesi og Reykjavík. Sterkir ljóskastarar Höfr- ungsms klufu kolsvart myrkrið og lýstu í gegnum gargandi sjófuglager- ið sem stakk sér eftir auðfenginni bráð við skipshliðina. Það var hávaði í fuglinum en mennimir unnu hljóð- lega og markvisst þangað til öll síld- in var innbyrt og komin í lest. Núna þegar hálf þjóðin skemmtir sér við það á kvöldin að horfa á heimsins bestu fótboltalið vinna sam- an að settu marki þá finnst mér ég hafa séð miklu merkilegra lið þessa nótt fyrir löngu, þegar ég horfði á samhenta skipshöfn Garðars Finns- sonar fylla Höfrung III af síld. Það var lið sjómanna á heimsmælikvarða. Á afla slíkra liða lifum við öll meira og minna hér á landi. Og nú er skipstjórinn allur. Með Garðari Finnsyni er gengið mikið karlmenni. Hann hafði karl- mannlegt útlit, innilegan, glaðan og karlmannlegan hlátur og rótgrónar karlmennskuskoðanir. Ég gat ekki alltaf verið sammála honum eftir að ég varð fuliorðin. En mér hefur frá barnæsku fundist einstaklega mikið til hans koma. Ég er stolt af frænd- seminni við hann. Og það er gott til þess að vita hversu dýrmætu ævi- starfi hann hefur skilað ætt sinni og íslensku þjóðarbúi. Ég votta hans dugmiklu og trú- föstu eiginkonu samúð mína við frá- fall hans, sem og börnum þeirra og fjölskyldum. Systrum hans, frænd- garði og vinum og öðrum sem unnu honum sendi ég einlæga kveðju. Steinunn Jóhannesdóttir. Þegar mér barst fregnin um að Garðar Finnsson skipstjóri væri lát- inn setti mig hljóðan. Mér fannst með ólíkindum að þessi trausti mað- ur, sem var hreystin í blóð borin, væri allur. Mér er hann mjög minnisstæður frá því ég sá hann fyrst fyrir um 36 árum. Hann var með allra mynd- arlegustu mönnum, rösklega meðal- maður á hæð, skarpleitur og hafði einstaklega viðfeldið bros og leiftr- andi augnaráð. Hann var auðkennd- ur í hveijum hópi. Á þessum árum var hann einn fengsælasti skipstjóri þjóðarinnar og í miklum metum. Garðar Finnsson kvæntist ungur Guðnýju Maren Matthíasdóttur frá Isafirði. Þau áttu fallegt heimili með börnunum sínum sex. Guðný er ein- staklega fríð og góð kona og reynd- ist hún manni sínum og börnum sú stoð sem aldrei brást - og þá ekki síst er mest á reyndi eins og í erfið- um veikinum hans síðustu mánuðina. Garðar Finnsson var félagi í Odd- fellowreglunni á Akranesi. Meðan hann átti þar heima sótti hann vel fundi þegar hann hafði ástæður til. Eftir að hann flutti suður hélt hann alla tíð tryggð við stúkuna og verður hans því sárt saknað í okkar röðum. Kæra Gógó. Við bræðurnir í Agli vottum þér, börnum þínum, tengda- börnum, bamabörnum og öðmm ættingjum og vinum dýpstu sámúð og vitum að góður Guð styrkir ykkur á þessum erfiðu stundum. Hörður Pálsson. Föðurland vort hálft er hafið, helgað þúsund feðra dáð. Þangað lífsbjörg þjóðin sótti þar mun verða stríðið háð. Yfir logn og banabylgju bjarmi skín af Drottins náð. Föðurland vort hálft er hafið hetjulífi og dauða skráð. (Jón Magnússon.) Þetta erindi úr sjómannasálmi Jóns Magnússonar skálds hefur verið í huga mér síðustu daga og vikur, meðan mágur minn og vinur, Garðar Finnsson, skipstjóri, var að búa sig undir sína síðustu siglingu, fjarst í eilífðar útsæ. Guðmundur Garðar ólst upp á Flateyri, en þangað fluttu foreldrar hans. Systkinin voru fjögur, öll glæsilegt fólk og miklum mannkost- um búin og mjög samrýnd og létu sig miklu varða um hag hvers ann- ars. Nú eru systurnar tvær, Jónína og Gróa, eftir, bræðurnir báðir farn- ir. Jóhannes lést 1974 og nú kveður Garðar. Finnur faðir þeirra var mikill sjó- sóknari, annálaður skipstjóri og afla- maður en árið 1936 drukknaði hann við Sigluljörð. Þá var mikill harmur kveðinn ekki aðeins að konu og böm- um, heldur öllu byggðarlaginu. Ovenju margir drengir bera nafn Finns Torfa, bæði skyldir og einnig afkomendur vina og aðdáenda Finns, sem sannar best mannkosti hans. Lífsbaráttan byijaði snemma og á hafinu var hún háð. Tvítugur var hann orðinn formaður á báti frá Flat- eyri og þaðan í frá stýrði hann skipi, fyrst litlum bátum, en fljótlega afl- aði hann sér réttinda til að vera með stærri skip. Garðar stjórnaði hinum glæstustu fískiskipum íslenska flot- ans. Hann var kallinn í brúnni sem allir hlýddu. Oft var komið með drekkhlaðið skip að landi, síld og þorsk. Þá var enginn kvóti, aðeins aflakóngar eins og Garðar. Það kom hressandi blær og nýtt blóð í bæinn og mörg stúlkuhjörtu slógu hraðar þegar vestfirsku sjó- mennirnir fluttu á Akranes á fimmta og sjötta áratugnum. Þetta voru glæ- simenni og úrvals sjómenn. Sumir voru reyndar giftir og komu með fjöl- skyldur sínar með sér. Garðar Finns- son var einn af þeim. Garðar réðst þegar skipstjóri hjá útgerð Haraldar Böðvarsonar & Co, fyrst á Keili, síðan á Höfrungana hvern á fætur öðrum; alltaf stærri og betur útbúin skip. Alltaf var meiri og verðmætari afla skilað á land fyrir þjóðarbúið, fyrir bæjarfélagið og síðast en ekki síst fyrir fjölskyld- ur sjómannanna. Það var ekki dregið af sér og oft var siglt brattan sjó, en skipshöfnin treysti sínum sigur- sæla skipstjóra í brúnni. Lengst af hafði Garðar sömu skipshöfn meðan hann var á Akranesi, aðeins fjölgaði þeim eftir því sem skipin stækkuðu, en enginn vildi fara úr skiprúmi þar sem hann stjórnaði. Garðar var mik- ill aflamaður, enda eftirsóttur skip- stjóri. Alla tíð sem hann var á Akra- nesi var hann á skipum Haraldar Böðvarssonar. Garðar var glaðbeittur maður. Stór í sniðum, hafði stundum hátt í góðra vina hópi. Vestfirskur uppruni hans og lífsbarátta sem hófst snemma færði hann kannski í skel, sem sumum fannst eilítið hörð, en undir sló hlýtt og viðkvæmt hjarta. Garðar var hamingjumaður í einkalífí. Hann og kona hans, Guðný Maren Matthíasdóttir, eignuðust sex böm, hvert öðru glæsilegra og betra sem bera merki manndóms sem fylg- ir góðu uppeldi og góðum stofni. Það eru miklar skyldur lagðar á herðar sjómannskonunnar, sem verð- ur að taka ábyrgð á öllu heimilis- haldi, uppeldi barnanna og velferð fjölskyldunnar. Guðný Maren fylgdi manni sínum sem ung kona frá heimabyggð sinni, frá vinum og vandamönnum, með hóp af ungum bömum I ókunnugt byggðarlag, þar sem hún vissi að hún yrði að treysta á sjálfa sig. En elska hennar til mannsins og bamanna gaf henni þann þrótt og dug sem hún alltaf sýndi. Ég kom til þeirra nokkm áður en Garðar dó. Síðustu og erfiðustu daga lífs hans sýndi hún hvað í henni bjó. Hún annaðist hann af mikilli ástúð og umhyggju, enda sagði hún við mig að skilnaði: „Mér hefur alltaf þótt svo vænt um þennan mann.“ Frá heimili þeirra, hönd í hönd og kinn við kinn, fylgdi hún honum eins langt og hún gat. Blessuð veri minning Garðars Finnssonar, blessuð verið konan hans og öll fjölskykla hans. Guð gefí þeim öllum styrk til að sefa sorgina. Vígi og skjöldur vertu þeim, sem vinda upp hin hvitu tröf. Drottinn, þinnar ástaróður, endurhljómi um jörð og höf. (Jón Magnússon.) Blessuð veri íslensk sjómanna- stétt. Bjamfríður Leósdóttir, Akranesi. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, INGIBJÖRG PETREA GÍSLADÓTTIR, Seiðakvísl 35, Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Borgarspítal- ans þann 11. júlí sl. Héðinn Ágústsson, Gylfi Ómar Héðinsson, Svava Árnadóttir, Hörður Héðinsson, Rut Marsibil Héðinsdóttir, Páll Vignir Héðinsson, Ágúst Héðinsson, og barnabörn. Berglind Bendtsen, Þorkell Einarsson, Gunnhildur Kjartansdóttir, Sigurlín Baldursdóttir t Útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SVÖVU EYVINDSDÓTTUR, Suðurengi 28, Selfossi, verður gerð frá Selfosskirkju föstudaginn 15. júlí kl. 13.30. Jarðsett verður að Stóru-Borg. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast henn- ar, er bent á líknarstofnanir. Böðvar Stefánsson, Stefán M. Böðvarsson, Reynir E. Böðvarsson, Guðmundur S. Böðvarsson, tengdadætur og barnabörn. + Bróðir okkar og mágur, ÓMAR HREINN MAGNÚSSON, Fálkagötu 20B, sem lést 5. júlí, verður jarðsettur frá Neskirkju fimmtudaginn 14. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Hafsteinn Magnússon, Gróa Guðjónsdóttir, Þórunn Magnúsdóttir, Vigfús Halldórsson, Sigríður Alexander, Frank Alexander, Jón Magnússon, Kristrún Hálfdánardóttir, Helga Magnúsdóttir. + Eiskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR kaupkona, Klyfjaseli 7, Reykjavfk, sem lést á Droplaugarstöðum 5. júlí sl., verður jarðsett frá Dómkirkjunni föstu- daginn 15. júlí kl. 13.30. Guðrún Marie Jónsdóttir, Hrafn V. Friðriksson, Margrét S. Hrafnsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, María J. Hrafnsdóttir, Hrafn Áki Hrafnsson, Kristín Harpa Bjarnadóttir, Jón F. Hrafnsson, Eirikur S. Hrafnsson, Annie Marfn Guðmundsdóttir. + Ástkær dóttir okkar og litla systir, ÁSASJÖFN, sem lést sunnudaginn 10. júlí, veröur jarðsungin frá Fossvogs- kapellu föstudaginn 15. júlí kl. 16.30. Sólveig Pálsdóttir, Árni Jónsson, Dfana og Ólafur Páll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.