Morgunblaðið - 13.07.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ1994 29
Hreinsun
og gróður-
setning
RÚMUR hektari skóglendis
brann í Undirhlíðagirðingunni
fyrir ofan Hafnarfjörð síðastliðið
vor, en þar hefur um áratuga-
skeið verið unnið mikið skóg-
ræktarstarf. Var þar um mikið
tjón að ræða eins og ávallt þegar
vöxtuleg tré og margra ára starf
fer í súginn á einni svipstundu
en á morgun á að bæta úr,
hreinsa svæðið og planta út nýj-
um tijám.
Ráðist verður í þetta starf eft-
ir klukkan 18.00 á fimmtudag
og vonast Skógræktarfélagið til,
að sem flestir félaga þess og
aðrir áhugamenn um uppgræðslu
landsins leggi hönd á plóginn.
Mun félagið leggja til þau verk-
færi, sem það ræður yfir, en þó
væri vel þegið, að fólk hefði með
sér skóflur.
Þeir, sem ekki eru kunnugir
Undirhlíðagirðingunni, geta
komið við í skógræktinni við
Hvaleyrarvatn en annars er ein-
faldast að stefna í Kaldársel og
þá er stutt í Undirhlíðarnar.
Ljósmynda-
sýning um sigl-
ingar á ám
JAMES Venimore frá Nýja Sjá-
landi heldur ljósmyndasýningu í
kvöld, miðvikudaginn 13. júlí, kl.
20 í sal ÍSÍ í Laugardal.
Sýndar verða myndir frá Nep-
al, Evrópu og íslandi. Myndirnar
eru um kajaka- og gúmmíbáta-
ferðir niður ýmsar ár og fljót.
James Venimore er hér á veg-
um Prijon, þýsks kajakaframleið-
anda, og Islensku umboðssölunn-
ar.
Þess má geta að James er sá
hinn sami og bjargaði manni frá
drukknun úr Hvítá sl. föstudag.
Kuran Swing á
Kringlukránni
PÓLSKI fiðluleikarinn Szymon
Kuran leikur á Kringlukránni
ásamt hljómsveit sinni, Kuran
Swing, í kvöld, miðvikudaginn
13. júlí.
Kuran Swing-flokkurinn hefur
verið starfræktur sl. fimm ár og
liggur eftir hann samnefnd
hljómplata. Hljómsveitin kemur
víða við í efnisvali sínu, allt frá
sígaunatónlist yfir í argasta jass,
eins og segir í fréttatilkynningu.
Sjö tilboð í
reiðgöng
SJÖ tilboð bárust Vegagerð ríkis-
ins í reiðgöng undir Suðurlands-
veg við Rauðhóla.
Um er að ræða alútboð og
átti Dalverk, sem lagði fram
fimm tilboð, lægsta boð eða rúm-
ar 7,4 millj. Aðrir sem buðu voru
Loftorka hf. og ístak hf.
!
SMMauglýsmgar
FERÐAFELAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 SÍMI 682533
Ferðir Ferðafélagsins:
Miðvikudagur 13. júli:
Kl. 20.00 Seljaferð é Almenninga
(sunnan Hafnarfjarðar).
Þægileg gönguferð um 2'h klst.
Verð kr. 1.100.
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin, og Mörkinni 6.
Helgarferðir 15.-17. júlí:
1) Rauðfossar-Dalakofi-Laugar,
gönguferð. Gist í Dalakofa og
Landmannalaugum.
2) Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs-
skála/gönguferðir.
3) Landmannalaugar. Gengið
um nágrenni Landmannalauga.
4) 16.-17. júlíkl. 08.00:
Yfir Fimmvörðuháls. Gengið frá
Skógum, gist í Þórsmörk.
Sumarleyfisferðir:
16.-20. júli - Suðurfirðir. Leiðin
liggur um Lónssveit, Suöurfirði
og dali, s.s. Flugustaðadal,
Hofsdal og Múladal.
19.-24. júlf: Ingjaldssandur á
Vestfjörðum. Svefnpokagisting
að Brekku. Gönguferðir um stór-
brotið landslag. Ingjaldssandur
er einn af mörgum unaðsreitum
á Vestfjörðum - nýr áningar-
staður sem vert er að kynnast.
Laugardaginn 23. júlí verður
ósvikið „sveitaball" ífélagsheim-
ilinu. Frábær fararstjórn!
Upplýsingar og farmiðasala á
skrifstofu F.(.
Ferðafélag íslands.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Biblíulestur kl. 20.30.
Ræðumaður Mike Fitzgerald.
Allir hjartanlega velkomnir.
SÍK, KFUM/KFUK, KSH,
Háaleitisbraut 58-60.
Almenn samkoma I kvöld kl.
20.00 f Kristniboðssalnum. Upp-
hafsorð hefur Steinar Waage.
Ræðumaður er Lilja Kristjáns-
dóttir.
Allir hjartanlega velkomnir.
WtÆkMÞAUGL YSINGAR
Skrifstofuhúsgögn
Til sölu vegna flutninga glæsileg eins árs
gömul ítölsk skrifstofuhúsgögn:
3 skrifborð - 1 tölvuborð - 3 vélritunarkálfar
- 1 skenkur - stakur skápur - 2 skápar með
glerhurðum - fundarborð - 3 skrifborðsstól-
ar - 4 fundarstólar - 4 stakir stólar fyrir Ijós-
ritunarvél.
Upplýsingar gefur Guðlaugur á skrifstofutíma
í síma 689055.
Tilkynning frá
Sölu varnarliðseigna
Skrifstofa vor og verslanir í Reykjavík verða
lokaðar frá og með 18. júlí til 15. ágúst vegna
sumarleyfa.
Sala varnarliðseigna.
Stofnun
Árna Magnússonar
hefur fengið nýtt símanúmer
(91)694010
Jafnframt verður framvegis unnt að hringja
beinttil allra starfsmanna í eftirtalin númer:
EinarG. Pétursson
Eva Úlfarsdóttir (skrifstofa)
Forstöðumaður
Gísli Sigurðsson
Guðvarður Már Gunnlaugsson
Guðrún Ása Grímsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Hljóðver
Jóhanna Ólafsdóttir (Ijósmyndastofa)
Jón Samsonarson
Kaffistofa
Margrót Eggertsdóttir
Naeturverðir
Ólöf Benediktsdóttir (bókasafn)
Reynir Unnsteinsson
Sigurgeir Steingrímsson
Skrifstofa
Stefán Karlsson, forstöðumaður
SverrirTómasson
TómasOddsson
694025
694010
694011
694018
694024
694026
694014
694020
694021
694012
694015
694023
694019/694015
694022
694019/694015
694017
694010
694011
694016
694019/694015
Bréfsími
Bréfsími
27310til1.september
694035 frá 1. september
Númerabreytingar þessar koma ekki fram
í símaskrá Pósts og síma 1994.
Vinsamlegast geymið því tilkynninguna.
Auglýsing um tillögu að
breytingu á deiliskipulagi
lóðarinnar Hæðarbyggð 26
Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Garða-
bæjar og skipulagsstjóra ríkisins og með vís-
an til gr. 4.4.1. í skipulagsreglugerð nr.
318/1985, er hér með lýst eftir athugasemd-
um við tillögu að breytingu á deiliskipulagi
lóðarinnar Hæðarbyggð 26.
Breytingin felst í því, að heimilt er að skipta
einbýlishúsi á lóðinni í tvær aðskildar íbúðir,
sem eru hvor um sig sérstök eign.
Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofunum
í Garðabæ, Sveinatungu við Vífilsstaðaveg,
frá 13. júlí til 10. ágúst 1994 á skrifstofutíma
alla virka daga.
Athugasemdum við skipulagstillöguna skal
skila til undirritaðs fyrir 24. ágúst 1994 og
skulu þær vera skriflegar.
Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til-
skilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Bæjarverkfræðingurinn
í Garðabæ.
Hafnarfjörður
180 fm nýtt endaraðhús á tveimur hæðum
með bílskúr til leigu frá og með 15. ágúst.
Stutt í skóla.
Upplýsingar í síma 651269.
Húsnæði óskast
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Norður-
landi eystra leitar eftir kaupum á 350-400m2
iðnaðar- eða verslunarhúsnæði á Akureyri.
Nauðsynlegt er að húsnæðið sé á jarðhæð
og allt aðgengi innan dyra sem utan í góðu
lagi með tilliti til fatlaðra.
Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, bygg-
ingarár og -efni, brunabóta- og fasteigna-
mat, afhendingartíma og söluverð, sendist
eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli,
150 Reykjavík, fyrir 1. ágúst 1994.
Félagsmálaráðuneytið,
12. júlí 1994.
Húsnæði óskast
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykja-
nesi auglýsir eftir kaupum á húsnæði fyrir
skammtímavistun fatlaðra í Kópavogi, helst
í austurbænum.
Um er að ræða a.m.k. 200-250 m2 einbýlis-
hús í góðu ásigkomulagi með 5 rúmgóðum
svefnherbergjum.
Nauðsynlegt er að húsnæðið sé á einni hæð
og allt aðgengi innan dyra sem utan í góðu
lagi með tilliti til fatlaðra.
Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, bygg-
ingarár og -efni, herbergjafjölda, brunabóta-
og fasteignamat, afhendingartíma og sölu-
verð, sendist eignadeild fjármálaráðuneytis-
ins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 1. ágúst
1994.
Félagsmálaráðuneytið,
12. júlí 1994.
Húsnæði óskast
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Norður-
landi eystra leitar eftir kaupum á einbýlis-
húsi fyrir skammtímavistun á Akureyri, um
250 mz að stærð að meðtalinni bílgeymslu.
Nauðsynlegt er að húsnæðið sé á einni hæð
með 6-8 rúmgóðum herbergjum og allt að-
gengi innan dyra sem utan í góðu lagi með
tilliti til fatlaðra.
Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, bygg-
ingarár og -efni, herbergjafjölda, brunabóta-
og fasteignamat, afhendingartíma og sölu-
verð, sendist eignadeild fjármálaráðuneytis-
ins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 1. ágúst
1994.
Félagsmálaráðuneytið,
12. júlí 1994.
Sumarferð Landsmálafé-
lagsins Varðar í Veiðivötn
Varðarferðin verður á laugardaginn 16. júli nk. Lagt verður af stað
trá Valhöll v/Háaleitisbraut kl. 8.00 stundvíslega.
Farið verður í Veiðivötn en einnig verður áð I Þjórsárdal og i Galtalæk.
I Veiðivötnum verður ekinn hringur um vatnasvæðið og farið í göngu-
ferðir undir stjórn vanra fararstjóra.
Áætlaður komutlmi til Reykjavlkur er um kl. 19.00.
Aðalfararstjóri er Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur.
Miðasala I Valhöll mllli kl. 8.00 og 16.00 I dag, miðvikudag, en tll
kl. 18.00 fimmtudag og föstudag.
Nauðsynlegt er að kaupa miða fyrirfram.
Ferðanefnd Varðar.